Tíminn - 01.03.1978, Síða 2
2
Miðvikudagur 1. marz 1978
Frjálslyndir sigra
í Columbíu
Bogotá, 'Columbiu/Reutcr. —I
gær var allt útlit fyrir að hinn
aldni stjórnmálamaður Julio
Cesar Turbay Ayala yrði næsti
forseti Suður-Amerflcurikisins
Columbiu, en þegar u.þ.b. helm-
ingur atkvæða hafði verið talinn
var fylgi hans þegar orðið svo
mikið að ljóst þótti að hann hefði
sigrað andstæðing sinn innan
Frjálslynda flokksins, Carlos
Lleras, fyrrverandi forseta.
Þeir keppinautarnir höfðu
fyrir kosningarnar komið sér
saman um það að sá þeirra yrði
næsti forsetaframbjóðandi
flokksins sem meira fylgi hlyti i
kosningunum nú, en flokkur
þeirra gengur klofinn til kosn-
inganna.
Kosningarnar styrktu hins
vegar enn frekar en áður var
forræði Frjálslynda flokksins
yfir thaldsflokknum i báðum
deildum Þjóðþingsins i Bogotá.
Og er staða flokksins nú orðið
svo sterk að kunnugir telja nær
fullvist að frambjóðandi hans
muni auðveldlega sigra i for-
• setakosningunum að sumri.
Mál Palestínumanna efst
á baugi — i viðræðum Kamels og Athertons
Kairó/Reuter Aðstoðarutan-
rikisráðherra Bandarikjanna
Alfred Atherton, lét svo um
mælt i Kairó á fundinum með
fréttamönnum i gær, eftir eins
og hálfs tima fund með Mu-
hammed Ibrahim Kamel, ut-
anrikisráðherra Egypta, að
málefni Palestinumanna
stæðu ennþá i vegi fyrir þvi að
hægl væri að gefa út sameig-
inlega yfirlýsingu varðandi
friðartilraunirnar i Mið-
austurlöndum, en sagði að það
mál væri efst á baugi i viðræð-
unum.
Kamel sagði eftir fundinn,
að það bæri mikið á milli
Egypta og tsraelsmanna, en
bætti við að samningaumleit-
unum væri enn haldið áfram
og að reynt yrði að þrengja
bilið. Það tæki sinn tima.
Kamel gagnrýndi þá ákvörðun
ísraelsmanna að breyta ekki
afstöðu sinni til búsetu Gyð-
inga á herteknu svæðunum og
sagði að yfirlýsing israelsku
stjórnarinnar væru hættuleg.
Bæði Bandarikin og önnur
lönd hefðu látið mjög skýrt i
ljósi þá skoðun sina að bygg-
ing nýrra búsetusvæða þar
tálmaði mjög veginn til friðar
og það væri mjög undarlegt að
rikisstjórn ísraels skyldi velja
einmitt þann sama tima til að
staðfesta þessar aðgerðir og
þeir sætu að samningaborði.
il P4; f'
EllSS'íí 1 :Íjfrk 1 \ J
ltalska lögreglan á við mörg vandamál að strfða, en mannrán, og alls kyns óeirðir eru nokkurs konar
þjóðariþrótt þar I landi.
Viðtækt svikamál á ítaliu
Standa að baki sínum
eigin mannránum
Milanó/Reuter. Að þvi er heim-
ildir frá itölsku lögreglunni
segja, leikur grunur á, að að
minnsta kosti einn italskur auð-
jöfur sem rænt var nýlega, hafi
staðið að baki sinu eigin ráni i
þvi skyni að svikja fé út úr er-
lendum tryggingafélögum.
Lögreglan uppgötvaði að af
um þrjátiu auðjöfrum, er höfðu
tryggt sig gegn mannránum,
hafði tiu verið rænt og þeir látn-
ir lausir eftir að mannræningj-
unum hafði verið greitt hátt
lausnargjald. Lögreglan sem
20 manns
slasast í
j ár nbrautar sly si
Arnhem/Hollandi. Aö minnsta
kosti tuttugu manns slösuðust
þegar hollenzk járnbrautarlest
og hraðlest á leið frá Munchen
til Amsterdam rákust á nálægt
Arnhem i Hollandi i gær. En
eftir þvi sem talsmaður frá hol-
lenzku járnbrautunum upplýsti
munu ekki hafa orðið alvarleg
slys á mönnum.
telur hér vera afar viðtækt
svikamál að ferðinni gerði leit i
skrifstofu tryggingaumboðs-
manns nokkurs i Milanó, en sá
er talinn hafa verið tengiliður á
milli fyrrgreindra auðjöfra og
tryggingafyrirtækjanna er-
lendu.
Mannrán eru meðal gróða-
vænlegustu atvinnugreina á
ttaliu um þessar mundir og
stendur i miklum blóma.
t húsleitinni, sem gerð var á
föstudaginn, komst lögreglan
yfir lista með nöfnum viðskipta-
vina og á meðal þeirra voru a
minnsta kosti þrjátiu með
tryggingar gegn mögulegum
mannránum fyrir allt að einni
milljón dala lausnargjaldi.
Greiðslur og væntanlegar
Teheran/Reuter. Lögreglan i
íran tilkynnti i gær, að þrir hátt-
settir yfirmenn hennar yrðu
sviptir stöðum sinum, þar sem
þeir hefðu verið fundnir sekur
um vanrækslu i starfi og ábyrg-
ir fyrir óeirðum þeim sem brut-
ust út i bænum Tabris i Norður-
tran i siðasta manuði. Niu
manns létu lifið i þessum óeirð-
um.
Tilkynningin kom i framhaldi
af skipun frá keisaranum um að
þessum mönnum skyldi verða
greiðslurvorusagðarhafa veriö
sendar i gegnum erlendan
banka i trássi við itölsk gjald-
eyrislög, sem takmarka út- og
innflutning á lirum við ákveðna
upphæð.
Að minnsta kosti sjö af þeim
fjörutiu og sex, sem rænt var á
ttaliu á siðasta ári, eru sjö enn-
þá ekki komnir fram. Nýlega
fundust tveir látnir eftir að fjöl-
skyldur þeirra höfðu greitt
lausnargjald fyrir þá.
Innanrikisráðuneytið, lög-
reglan og önnur yfirvöld á ttaliu
hafa setið á fundum að undan-
förnu til að ákveða hvaða ráð-
stöfunum á að beita til þess að
vinna bug á mannræningjunum
og kveða niður þessa öldu sem
gengið hefur yfir Italiu.
refsað.
Þessir þrir menn eru lög-
reglustjórinn i Azerbaijan hér-
aðinu, yfirmaður öryggislög-
reglunnar i austurhluta héraðs-
ins, og yfirmaður lögreglu-
stöðvarinnar á staðnum.
Kvöldblaðið Keyhan, sem gef-
ið er út i höfuðborginni Teheran
sagði i dag, að fylkisstjórinn i
Azerbaijan, Iskander Azmou-
deh hershöfðingi hafi einnig
verið kvaddur til borgarinnar til
yfirheyrslu.
t»r!r háttsettir íranskir
lögreglumenn settir af
SÍB mótmælir
úrskurði
kjaranefndar
Fulltrúaráðsfundur Sambands
islenzkra barnakennara, haldinn
24. febr. sl. fordæmdi harðlega
það virðingarleysi valdhafa
gagnvart kennarastéttinni, sem
felst i úrskurði kjaranefndar frá
24. febr. 1978.
Taldi fundurinn það vanmat á
störfum kennara og skólastjóra
grunnskólans, sem kemur fram i
úrskurðinum og geti það haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
skólastarfið i landinu.
Þá var sagt að kjaranefnd snið-
gengi m.a. algerlega það ákvæði
aðalkjarasmnings BSRB, að próf,
sem lögum samkvæmd veita
sömu starfsréttindi, verði
jafngild tfl launa, án tillits til þess
á hvaða tima þau hafa verið tek-
in.
Einnig mótmælti fundurinn
þeim drætti er orðið hefði á úr-
skurði kjaranefndar.
Sömuleiðis sagði að kjaranefnd
hefði brotið ákvæði þau er
tryggðu samningsrétt félaga um
röðun manna og starfsheita i
launaflokka.
Aðlokum hvatti SIB alla félaga
sina til að berjast einhuga gegn
slikri litilsvirðingu á hagsmuna-
málum kennarastéttarinnar.
Jafnframt var sambandsstjórn
falið að undirbua harða baráttu
fyrir bættum kjörúm kennara og
skólastjóra grunnskóla, ásamt
fullum samningsog verkfallsrétti
um sérkjarasamninga.
Veruleg þátttaka
í verkf allinu
norðanlands
Hei —Við reiknum með verulegri
þátttöku i verkfallsaðgerðunum
1. og 2. marz, sagði Hákon Hákon-
arson, formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands, er blaðið
hafði samband við hann i gær.
Hann k vaðst ekki geta sagt hve
almenn þátttakan yrði. Verzlun-
armannafélagið tæki ekki þátt i
verkfallinu, en fólk i öðrum félög-
um væri mjög ákveðið og hefði
fullan hug á að sýna samstöðu.
Hvað gert verður i áframhaldi
af þessu er allt öráðið ennþá.
Þátttakan nú getur orðið próf-
steinn á samstöðu manna til frek-
ari aðgerða. Samningum hefur
verið sagt upp frá 1. april.en ekki
hefur verið ákveðið ennþá hvað
þá tekur við.
Hákon Hákonarson, formaður Al-
þýðusambands Norðurlands.
Timamynd: Gunnar.
Samnorræn sýning
í Norræna húsinu
ESE — Um næstu helgi verður
opnuð i Norræna húsinu sýning
samnorræns sýningarhóps, sem
ber heitið „Den Nordiske”. Sýn-
ingar af þessu tagi eru haldnar á
tveggja ára fresti.
Sýning þessi er nýkomin frá
Kaupmannahöfn, en þar lauk
henni 12. febrúar.
Til þessa hóps teljast listamenn
frá öllum Norðurlöndunum, og
eru tveir Islendingar fastir með-
limir. Það eru þau Tryggvi Olafs-
son og Ólöf Pálsdóttir en hún á
engin verk á sýningunni að þessu
sinni.
Sýningin fékk mjög góða dóma i
Danmörku, og var það nær sam-
dóma álit gagnrýnenda að fær-
eysku listamennirnir væru þeir
sem mest kæmi á óvart. Fulltrúar
tslands mega einnig vel við una,
þvi að verk þeirra eru talin mjög
listræn auk kröftugs tjáningar-
máta. Eins og áður segir er
Tryggvi ólafsson fastur meðlim-
ur sýningarhópsins, en að þessu
sinni tekur Óskar Magnússon vef-
ari þátt i sýningunni sem gestur.
William Heinesen vekur mikla
athygli á þessari sýningu, en
hann er einn af fimm gestum sýn-
ingarinnar. Hann er betur þekkt-
ur sem rithöfundur, en á sýning-
unni sýnir hann á sér nýja hlið, og
sýnir klippimyndir sem hafa hlot-
ið mikið lof gagnrýnenda.
Tryggvi Ólafsson og danski
málarinn Jens V. Rasmussen
koma með sýninguna frá Dan-
mörku og munu þeir sjá um upp-
setningu og hafa umsjón með
henni.
Dýrasta mynd sýningarinnar
er eftir Óskar Magnússon, en hún
kostar 1,2 milljónir króna og ber
heitið „Þeir komu”. Sýningin
verður opnuð kl. 15 á laugardag
og stendur fram til 19. marz.
Tryggvi ólafsson og Jens V. Rasmussen vinna að uppsetningu sýning-
arinnar. Tímamynd: Róbert.