Tíminn - 01.03.1978, Page 5

Tíminn - 01.03.1978, Page 5
Miövikudagur 1. marz 1978 !í.l).ÍSií' 5 skipta um sölustjóra Um þessar mundir verða breytingar og tilflutninear sölu- svæðastjóra og skrifstofustjóra yiugleiða í þrem borgum Evrópu. Gérard Alant sölusvæðisstjóri félagsins i Frakklandi sem jafn- framt stjórnar skrifstofu Flug- leiða i Rris hefur sagtstarfii sinu lausu og hættir störfum 1. april. Hann hefur undanfarið undirbúið stofnun eigin fyrirtækis, ferða- skrifstofunnar Alantour sem verður opnuð i vor. Við störfum Alant i Paris tekur Antoine Quitard svæðisstjóri i Belgiu sem jafnframt hefur veitt skrifstofu félagsins i Brussel forstöðu. Við sölustjórn og skrifstofustjórn i Brussel tekur Yves Bertino sem undanfarin ár hefur vérið skrif- stofustjóri félagsins i Nissa. Gerard Alant er f jölmörgum ts- lendingum að góðu kunnur. Hann lætur sem fyrr segir af störfum 1. april og opnar þá eigin ferðaskrif- stofu, Alantour i Paris. Gérard Alant hyggst leggja sérstaka áherzlu á kynningu tslands og skipulagningu ferða hingað og til Bahamaeyja. Jafnframt hyggst hann skipuleggja ferðir fyrir ts- lendinga um Frakkland á sumri komandi. Gérard Alant var starfsmaður fyrirtækisins Lloyd Otremer sem árið 1959 tók við aðalumboði fyrir Loftleiðir i Frakklandi. Hinn 1. nóvember 1964 opnaði félagið eigin skrif- stofu i Paris og varð Gérard Alant þá forstöðumaður hennar og svæðisstjóri i Frakklandi. Skrif- stofuna og sölustarfið allt hefur hann rekið með sérstökum myndarbrag og hefur ferðamönn- um frá Frakklandi til tslands stórfjölgað siðan skrifstofan var Gérard Alant opnuð. Þess má geta að Gérard Alant er mikill áhugamaður um tsland og islenzk málefni og nem- ur m.a. islenzku við Sorbonne há- skóla. Antoine Quitard sem nú flyzt frá Brussel og tekur við starfi Gérard Alant i Paris starfaði einnig á skrifstofu þeirri sem hafði aðalumboð fyrir Loftleiðir i Frakklandi. Eftir stofnun eigin skrifstofu i Paris varð hann sölu- stjóri i Frakklandi en tók við starfi svæðisstjóra i Belgiu fyrir fjórum árum. Yves Bertino sem nú flyzt frá Nissa til Brussel og tekur við starfi Antoine Quitard starfaði einnig áður hjá umboðsmönnum Loftleiða i Paris en gerðist starfs- maður félagsins við opnun eigin skrifstofu 1964. Yves Bertino var um sjónarma ður söluskrif- stofunnar i Paris unz hann tók við skrifstofustjórn í Nissa fyrir tveim árum. Kvennakór Suðurnesja 10 ára Þann 22. febrúar s.l. varð Kvennakór Suðurnesja 10 ára. Kórinn hefur haldið árlega vor- tónleika i Keflavik I þessi 10 ár auk þess sem hann hefur sungið víða um land og tekíð þátt i al- þjóðlegri söngkeppni á Irlandi, og s.l. sumar var kórnum boðið að syngja á Islendingadeginum að Gimli i Manitoba. A þeirri ferð söng kórinn viða I Kanada og I Seattle i Bandarikjunum. Söngstjóri kórsins frá upphafí hefur verið Herbert H. Ágústsson, en undirleikari lengst af verið frú Ragnheiður Skúladóttir. Kórinn hefur notið leiðsagnar þekktra söngkennara, svo sem Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur og Elisabet- ar Erlingsdóttur, núverandi raddþjálfari er Hreinn Lindal. Norrænn Byggingardagur JB — Nýlega var haldinn aðal- fundur íslandsdeildar N.B.D. (Nordisk Byggedag). Stjórn til næstu þriggja ára skipa: Hörður Bjarnason húsameistari rikisins, formaður, — Guðmundur Þór Pálsson arkitekt, aðalritari, — Ólafur Jensson framkvæmda- stjóri, gjaldkeri, er kom i stað Áxels Kristjánssonar fram- kvæmdastj. sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Axel hafði gegnt störfum gjaldkera frá byrj- un. Aðrir i stjórn eru: prófessor dr. Óttar P. Halldórsson, Hjörtur H jartarson stórkaupmaður, Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna og Zophonias Pálsson skipulags- stjóri rikisins. Fjórtánda ráðstefna samtak- anna verður haldin i Sviþjóð árið 1980. Undirbúningur að þeirri ráðstefnu er þegar hafinn og mun þar verða fjallað um bygginga- mál almennt með fjölbreyttri byggingarsýningu. Að undirbún- ingi ráðstefnunnar standa stjórn- ir allra aðildarlandanna innan NBD svo sem venja er hverju sinni milli ráðstefnuára, sem er þriðja hvert ár. Þarnæst i röðinni til ráðstefnuhalds er ísland og verður það árið 1983. Aðeins ein ráðstefna NBD hefir áður verið haldin á íslandi frá stofnun sam- takanna 1928 en það var árið 1968. tsland hefir átt aðild að N.B.D. frá árinu 1938, en á styrjaldar- árunum féll starfsemin niður, og var formlega tekin upp að nýju árið 1945 með 25 aðildarfélögum og stofnunum er méð byggingar- og skipulagsmál fara hér á landi. Verzlunarskólablaðið komið út í 44. skiptið ESE — Nýlega kom Verzlunar- skólablaðið út i 44. skipti. Blaðið mun nú vera stærsta skólablað landsins en fastir áskrifendur eru um 3000 talsins. Efni blaðsins er að venju mjög fjölbreytt. Blaðið er rúmlega 200 siður að stærð. Meðal efnis eru viðtöl við fyrr- verandi formenn málfundafélags Verzlunarskólans en félagð átti 70 ára afmæli á þessu ári. Einnig eru greinar um 60 ára afmæli Verzlunarráðs íslands, grunn- skólalögin og hið tilbúna tungu- mál Esperanto. Allur frágangur blaðsins er mjög vandaður og aðstandendum þess til mikils sóma. Flúortöflur gegn tannskemmdum Næstu daga verður á vegum Heilbrigðismálaráðs Reykja- vikurborgar farið að afhenda ókeypis flúortöflur handa börnum innan 6 ára aldurs sem búsett eru i Reykjavik. Töflurnar verða til afhendingar á barnadeild heilsuverndar- stöðvarinnar og i heilsugæzlu- stöðvunum i Árbæ, Breiðholti og Langh olti. Flúor hefir reynzt áhrifarfkasta lyfið gegn tannskemmdum. Sé það tekið i hæfilegum skömmtum á myndunarskeiði tannanna minnkar það tann- skemmdir um og yfir 50%. Hæfilegur skammtur er: 0-3 ára 0,25 mg (1 tafla) á dag 3-6 ára 0,50 mg (2 töflur) á dag 6-12 ára 0,75 mg (3 töflur) á dag. Þessiskammtur er miðaður við börn búsett i Reykjavik en þar er flúor i köldu vatni minna en 0,1 mg i litra. 1 hitaveituvatni er hins vegar 1 mg flúor i hverjum litra og skulu þeir er þess neyta ekki taka flúor- töflur. Töflur þessar eru litlar og bragðdaufar. Þær eru auðleystar i vatni og blandast auðveldlega barnamat án þess að spilla bragði. Fyrst um sinn verður ókeypis flúrotöflum eingöngu Uthlutað börnum yngri en 6 ára og þá verður jafnframt hætt flúortöflu- gjöf á dagheimilum og leikskól- um borgarinnar. Afgreiddar verða 365 töflur á einstakling en það er árs- skammtur handa yngstu börnun- um. A það er lögð rik áherzla að gefa aldrei meira en uppgefinn dagsskammt og auðvitað skulu þessar töflur geymast þar sem börn ná ekki til. Gerð verður spjaldskrá yfir þá Okeypis fluortöflur gegn tannskemmdum sem fá flúortöflur og reynt verður að fylgjast með hvort töflurnar eru teknar samkvæmt- fyrirmæl- um eða ekki. Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér þessa þjónustu. Heilbrigði tanna er snar þáttur i almennu heilbrigði og góö heilsa er gulli betri. EEIsEEEEilSSEEEEIaEIaEEEEEIslglslalalalEjlslsla GOLFDUKUR Verð pr. ferm.: 1507, 1650, 1872 og 2248 OAMdAIMUIU DYUeilNUAVUnUn SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRA ARMULA29

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.