Tíminn - 01.03.1978, Side 9
Miðvikudagur 1. marz 1978
9
á víðavangi
Atvinnuöryggið
skiptir mestu
Vilfijálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra skrifaði
um miðjan febrúarmánuð for-
ystugrein i Austra þar sem
hann gerði efnahagsaðgerðir
rikisstjórnarinnar að um-
ræðuefni. í upphafi forystu-
greinarinnar segir Vilhjálm-
ur:
„Gera má langa sögu stutta
og segja, að á siðustu þremur
árum tóku íslendingar sér 200
milna fiskveiðilögsögu og
unnu þorskastríð, fram-
kvæmdu mikið og forðuðu frá
atvinnuleysi, efldu fram-
leiðslu og byggðastefnú með
augljósum árangri, en náðu
ekki tökum á efnahagsmálum
sinum.
Þegar siðasta ár kvaddi,
höfðu laun hækkað um nálægt
70% á 12 mánuðum. Vörusalan
í desember fór langt fram úr
fyrri metum. í janúar varð
svo gífurleg sala á bilum og
heimilistæki voru bókstaflega
hreinsuð út úr verzlunum i
höfuðstaðnum. Og viðskipa-
jöfnuður, sem verið hafði
óhagstæður versnaði stórum.
— Á sama tima og launakostn-
aður atvinnuveganna hækkaði
um 70% að meðaltali hækkuðu
þjóðartekjur aðeins um 7% og
kaupmáttur rauntekna jókst
um 6%. — Allir sjá að þessi
þróun er vonlaus.
Ljóster orðið að launahækk-
un og einkum leiðréttingar á
lægstu launum, sem allir töldu
eðlilegt að yrði á árinu sem
leið, hefur snúizt i launa-
sprengingu.”
Um samanburð við aðgerðir
fyrri rikisstjórna við sam-
bærilegum vanda segir Vil-
hjálmur:
„Þrásinnis siðan á stríðsár-
unum hafa íslendingar staðið
andspænis slikum vanda. Ætið
hafa viðbrögð i höfuðdráttum
orðið hin sömu. Gengislækkun
og skerðing visitölubóta að
einhverju marki og fleiri svo-
nefndar hliðarráðstafanir.
Rikisstjórnir og löggjafinn
hafa talið sig neydd tii þessa.
Allir stjórnmálaf lokkar á
islandi hafa tekið þátt i þess
konar aðgerðum. Stjórnar-
andstaðan hefur ætið haft uppi
gagnrýni, ýmist á aðferð eða
framkvæmd. Á þessu er engin
breyting nú og er vert að hafa
það i huga.
Það vekur sérstaka athygli,
að nir tveir liðsoddar stjórn-
andstöðunnar, Gylfi og Lúð-
vik, sem að visu bera fram
óraunhæfar tillögur um lausn
vandans, eru gersamlega
ósamlega um ýmis þýðingar-
mikil atriði, þar á meðalgeng-
islækkunina sjálfa. Þá segir
Gylfi, að draga beri stórlega
Ur verklegum framkvæmdum
og opinberri þjónustu, en Lúð-
vik telur það fjarstæðu. En
meginkórvillan hjá báðum er
að ætla sér að bjarga fram-
leiðslunni með álögum á at-
vinnureksturinn sjálfan og að
stefna rikissjóði i augljósan
hallarekstur.”
Um aðgerðir rikisstjórnar-
innari einstökum meginatrið-
um segir Vilhjálmur í grein
sinni m.a.:
„Frumvarp rikisstjórnar-
innar gerir ráð fyrir úrræðum,
sem sum eru gamalkunn, en
ekki öll. Með gengislækkun-
inni og skertum visitölubótum
einkum á hærri laun, er fjár-
magn flutt til framleiðslunn-
ar, einkum þeirra greina, sem
selja erlendis, beinlinis til
þess að tryggja áframhald-
andi rekstur og þar með at-
vinnuöryggi.
— En það er satt að segja
fyrir öllu.
Visitöluskerðingin er við
það miðuð, að kaupmáttur
verði sá sami að meðaftali á
þessu ári og hann var á þvi
siðasta. Lækkun vörugjalds og
auknum niðurgreiðslum er
ætlað að stuðla að þessu. Sér-
ákvæði um verðbætur gera
hlutfall hinna lægstlaunuðu
betri en annarra. Auknar
niðurgreiðslur og hækkun
barnabóta kemur einkum til
góða stórum fjölskyldum eða
m.ö.o. þeim sem þyngst um
hala veifa.
Með þessum aðgerðum
vinnst einkum tvennt. Fram-
leiðslan getur haldið áfram og
yfirvofandi stöðvun er bægt
frá. — Og tóm gefst til fram-
halds þeirrar vinnu, sem verð-
bólgunefndin svokallaða hefur
þegar hafið. Sú nefnd hefur
skilað áliti, er ósammála, en
hefur gert þýðingarmiklar
kannanir og aflar traustra
gagna i ýmsum greinum.
Halda ber áfram og auka
sameiginlegt starf rikisvalds
og samtaka stéttanna á þessu
sviði. Slikt samstarf mun auð-
velda samningagerð á vinnu-
markaðinum og treysta
grundvöll að ákvarðanatöku
stjórnvalda.”
Um ástæður aðgerðanna
rifjar Vilhjálmur Hjálmars-
son upp nokkrar af forsendum
efnahagsaðgerðanna i grein
sinni:
,,Að óbreyttu blasti við
hallarekstur og rekstrarstöðv-
un i fiskiðnaðinum og öðrum
útflutningsiðnaði. Ráðstafan-
irnar tryggja viðunandi
rekstrargrundvöll allra helztu
atvinnuv ega.
Að óbreyttu hefði verð-
bólguhraðinn á árinu orðið
meiri en 40% að meðaltali en
36% frá upphafi árs til loka
þess. Ráðstafanir þessar þoka
þessari tölu niður i 36-37% að
þvi er ársmeðaltalið varðar,
en niðurundir 30% frá upphafi
til ársloka.
Að óbreyttu hefði stefnt í
a.m.k. um 4-5 milljarða króna
viðskiptahalla á árinu. Ráð-
stafanir þessar bæta við-
skiptajöfnuð um 6-7%milIj-
arða á þessu ári og snúa halla i
afgang.” JS.
Fyrirlestur um
,,Opna háskól'
ann” í London
Flugleiðir kynna
nýjar leiðir
— kynningarmyndir um Flórida og Alpana
Föstudaginn 3. marz kl. 5.15
verður við háskólann haldinn
opinber fyrirlestur um Opna
háskólann i London, The Open
University. Háskóli þessi er i þvi
frábrugðinn flestum háskólum,
að hann hefur ekki yfir neinu
kennsluhúsnæði að ráða, heldur
fer nær öll kennsla fram með
bréfaskiptum, i gegnum Utvarp
og sjónvarp. Nú eru um 50.000
nemendur við nám í Opna háskól-
anum.
Fyrirlesari er Próf. Walter
James, en hann er forseti
kennaramenntunardeildar Opna
háskólans. Próf. James, sem
kemur hingað til lands að tilhlut-
an British Council, hefur lengi
unnið að ýmsum menntunarmál-
um i Bretlandi, en hefur þó eink-
um fjallað um fullorðinsfræðslu
hin siðari ár. En það er einmitt
meginmarkmið Opna háskólans
að gefa þeim, sem farið hafa á
mis við hefðbundið háskólanám,
tækifæri til háskólanáms siðar á
ævinni.
Fyrirlesturinn verður haldinn i
Lögbergi, húsi lagadeildar, stofu
101. Ollur er heimill aðgangur.
ESE-Flugleiðirkynntu i gær tvær
kynningarmyndir, sem félagið
hefur látið gera um staði erlendis,
sem liklegir eru til þess að laða að
ferðamenn og þá jafnt islenzka,
sem annarra þjóða.
Myndirnar eru hvor af sinum
toga. Onnur sýnir baðstrendur
Florida og þá skemmtun sem þar
er að finna, og nefnist hún „Sól-
skinslandið Florida”. Hin myndin
er árs gömul og ber heitið ,,A
skiðum i hliðum Alpanna”. Sýnir
hún skiðastaðina St. Anton og
Kitzbuhel i Týrol i Austurrisku
ölpunum. í baðum þessum mynd-
um er brugðið upp svipmyndum
GV — Leiðangursmenn á r/s
Árna Friðriks.syni fundu loðnu-
torfur 12 milur SSA af Stokkanesi
aðfaranótt sunnudagins, og urðu
leiðangursmenn einnig varir við
torfur aðfaranótt mánudagins á
sama stað.
Að sögn Jakobs Jakobssonar
fiskifræðings virðist þetta vera
vestasti hluti göngunnar. Ætti
Hei —Lögð hefur verið fram til-
laga á Búnaðarþingi, um að þing-
ið beini þvi til sveitarstjórna,
hvort ekki sé unnt að bæta að-
stöðu fyrir ferðafólk, t.d. með þvi
að gera tjaldstæði við skóla og fé-
lagsheimili.
Segir i tillögunni að skólahus og
félagsheimili séu til staðar i flest-
um sveitarfélögum. Nauðsynlegt
af li'finu, sem væntanlegir ferða-
langar eiga i vændum, auk þess
sem ýmsum fróðleik um viðkom-
andi staði er komið á framfæri.
Báðar þessar kvikmyndir eru
með islenzku og ensku tali, og sá
Eiður Guðnason um samningu
textans og er kynnir með mynd-
unum. Kvikmyndun annaðist Jón
Þór Hannesson, en um hljóðsetn-
ingu sá Sigfús Guðmundsson.
Myndir þessar hafa verið sýnd-
ar viða og þ.a.m. hefur myndin
,,A skiðum i hliðum Alpafjalla”
verið sýnd i Bandarikjunum, þar
sem hún vann til viðurkenningar
siðastliðið haust. Á næstunni
loðnan að ganga grunnt vestur-
með, væri þá komið i landvar og
þá ætti að veiðast, en sem kunn-
ugt er hefur óveður á miðunum
aftrað loðnuveiði.
R/s Arna Friðriksson er nú kom-
inn eitthvað vestur, og er reiknað
með að leiðangrinum ljúki á mið-
vikudag i Reykjavík.
sé að koma upp tjaldstæðum við
þessar byggingar, og skapa með
þvi möguleika á að nýta þá hrein-
lætisaðstöðu, sem skólahúsin og
félagsheimilin bjóða upp á. Yfir-
leitt eru starfandi húsverðir við
þessi hús og mundu þeir geta ann-
azt um rekstur tjaldstæðanna
sem sett yrðu upp i tengslum við
þau.
munu myndirnar vera almenn-
ingi til sýnis i Ráðstefnusal Hótel
Loftleiða og verða sýningartimar
auglýstir siðar.
Fundur
um
skólamál
á vegum
FEF
JB — Félag einstæðra foreldra
heldur almennan fund um skóla-
mál i Tjarnarbúð fimmtudaginn
2. marz n.k., og hefst fundurinn
klukkan 21.00.
Frummælendur á fundinum eru
OlafurProppé og Anna Kristjáns-
dóttir, sem bæði starfa hjá Skóla-
rannsóknadeild menntamála-
ráðuneytisins. Ólafur kallar sitt
erindi ,,Til hvers er skóli?”, og
fjallar meðal annars um hvort
skólinn stuðli að auknum þroska
barna og unglinga og hvort allir
nemendur hafi sambærileg tæki-
færi.
Erindi Onnu kallast „Hvaö ger-
ist i skólanum?”, og ræöir hún
þar m.a. um hvernig hægt er að
vinna með og virkja nemendur á
mismunandi þroskastigi og með
mismunandi áhuga.
Kynning á
sænskum og
finnskum bókum
FI— Norrænu sendikennararnir
við Háskóla Islands halda kynn-
ingu á sænskum og finnskum
bókum i Norræna Húsinu n.k.
sunnudag 5. marz kl. 16:00.
Kynntir verða rithöfundarnir
Lennart AAberg og Ros-Mari
Rosenberg.
Loðna fannst SSA
af Stokksnesi
Búnaðarþing:
Tjaldstæði við skóla
og félagsheimili