Tíminn - 01.03.1978, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. marz 1978
n
Póroddur
Jóhannsson
Þóroddur Jóhannsson, starfs-
maður Almennu tollvöru-
geymslunnar er 45 ára, kvæntur
Margréti Magnúsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Hann var nem-
andi i Iþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar. Þóroddur hetur
unnið við landbúnaðarstörf, bif-
reiðaakstur, bifreiðakennslu og
Hún hefur slðustu fimm árin
verið i stjórn Félags verzlunar-
og skrifstofufólks á Akureyri.
Meðal áhugamála hennar eru
dagvistunarmál barna og vel-
ferð aldraðra. Þá hefur hún
brennandi áhuga á húsbygging-
armálum Sjálfsbjargar.
Sigurður Óli
Brynjólfsson
Sigurður Óli Brynjólfsson,
kennari, er 48 ára. Kona hans er
Hólmfriður Kristjansdóttir og
eiga þau fimm börn.
Sigurður lauk B.A.-prófi frá
Háskóla íslands 1954 og hefur
siðan verið kennari við Gagn-
fræðaskólann og ennfremur
Iðnskólann, að einu ári und-
anskildu.
Bæjarfulltrúi á Akureyri
hefur hann verið frá 1962, for-
maður fræðsluráðs i Norður-
landskjördæmi eystra, varafor-
maður i stjórn Kaupfélags Ey-
firðinga, i blaðstjórn Dags og
var lengi i stjórn Framsóknar-
félags Akureyrar. Hann er for-
maður Sögufélags Eyfirðinga.
Sigurður
Jóhannesson
Sigurður Jóhannesson er 46
ára, kvæntur Laufeyju Garö-
arsdóttur og eiga þau fjögur
börn^
Prof úr Samvinnuskólanum
1953, starfaði hjáKEA 1953-1968,
sem fulltrúi innkaupastjóra, en
framkvæmdastjóri Þórshamars
siðan. Sigurður var bæjarfull-
trúi árin 1970-1974, varð stjórn-
arformaður Rafveitu Akureyr-
ar 1974 og stjórnar Tónlistar-
skólans 1973. Hann er I stjórnum
Hitaveitu Akureyrar og Fjórð-
ungssjúkrahússins. Hann sat á
þingi sem vafámaðúr voríð
1965, svo eitthvað sé upptalið af
margþættum félagsmála-
störfum.
AhugmálSigurðar er að vmna
að þvi, að gera Akureyri enn
betri bæ en nú fyrir þá sem þar
búa.
Tryggvi
Gíslason
Tryggvi Gislason skólameist-
ari er fæddur á Norðfirði 1938
sonur hjónanna Fanneyjar Ing-
varsdóttur og Gisla Kristjáns-
sonar útgerðarmanns. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA 1958
og meistaraprófi i islenzku við
H1 1968. Blaðamaður við Tim-
ann og erindreki Framsóknar-
flokksins 1958 til 1960 og i stjórn
FUF I Reykjavik. Fréttamaður
við Rikisútvarpið 1962 til 1968,
kennari við MR 1963 til 1968 og
lektorvið Háskólann i Björgvin
1968 til 1972 og skólameistari á
Akureyri frá 1972. Tryggvi er
kvæntur Margréti Eggertsdótt-
ur og eiga þau 6 börn.
Geir A.
Guðsteinsson
Geir A. Guðsteinsson er full-
trúi verðlagsstjóra með aðsetri
á Akureyri. Hann er 31 árs stú-
dent frá Menntaskóíanum i
Reykjavik, en er einnig loft-
skeytamaður. Hann var áður
gjaldkeri hjá Kaupfélagi Isfirð-
inga og var i framboði við bæj-
arstjórnarkosningar þar.
Kvæntur er hann Ragnheiði
Friðgeirsdóttur og eiga þau þrjú
börn. Geir A. Guðsteinsson tek-
ur þátt i margvislegum félags-
málum, stundar iþróttir og
syngur i karlakór.
1 bæjarstjórn segist Geir fyrst
og fremst beita sér i félags- og
iþróttamálum og málefnum
aldraðra. Ennfremur vill hann
vinna að bættri menntunarað-
stöðu, svo sem með stofnun há-
skóladeildar á Akureyri.
verslunarstörf. Og á annan ára-
tug var hann framkvæmdastjóri
UMSE.
Þöroddur hefur mikinn áhuga
á æskulýðs-, iþrótta- og bind-
indismálum. En atvinnumálin
telur hann þýðingarmest allra
bæjarmála og undirstöðu ann-
arra velferðamála á Akureyri.
£»óra
Hjaltadóttir
Þóra Hjaltadóttir, húsmóðir,
er 26 ára, gift Gunnari Aust-
fjörð, og eiga þau eitt barn.
Hún er gagnfræöingur frá
Reykholtii Borgarfirði, og vinn-
ur hjá Birni oe Ara, endurskoð-
un sf., með húsmóðurstörfunum
Þóra hefur tekið mikinn þátt i
störfum Framsóknarflokksins
og er auk þess gjaldkeri
Kvennadeildar Þórs.
Þóra hefur mikinn áhuga á
eflingu iðnaðarins, bættri heil-
brigðisþjónustu og fleiri mennt-
unarmöguleikum i bænum.
Ennfremur hefur hún áhuga á
bættri aðstöðu til iþróttaiökana
og útivistar.
Varðveitum gömlu húsin
kringum Hallærisplanið
— Torfusamtökin og íbúasamtök Vesturbæjar
mótmæla skipulagstillögum borgarinnar
SKJ — Torfusamtökin og ibúa-
samtök Vesturbæjar hafa lagt
fram lauslega tillögu að skipu-
lagi á Hallærisplaninu og vilja
með þvi mótmæla þeim skipu-
lagstillögum sem borgarstjórn
hefur nú til umræðu. í tillögum
samtakanna er gert ráð fyrir að
gömlu húsin kringum
Hallærisplanið verði varðveitt
og nýju húsin sem reist verði á
auðum lóðum verði i sem beztu
samræmi við þau sem fyrir eru.
I skiþulagstillögum, þeim er
borgarstjórn fjallar nú um og
hefur til afgreiðslu er gert ráð
fyrir að nokkur gömul og þekkt
timburhús verði rifin og stór-
hýsi reist i þeirra stað.
Samkvæmt tillögum Torfu-
samtakanna og ibúasamtaka
Vesturbæjar er gert ráð fyrir að
nýju húsin verði lágreist með
bröttu þaki svipuð eldri húsun-
um að lögun. Þau eru að mestu
stakstæðog þarf þvi ekki að
byggja þau öll i senn heldur
getur hver lóðareigandi nýtt lóð
sina eftir efnum og aðstæðum.
Milli Austurstrætis og Hafnar-
stætis á Steindórsplaninu er
gert ráð fyrir tveim samhliða
húsum sem eru tvær hæðir sam-
tals um 150 gólfflatarmetrar.
Þarna er um þrjár lóðir að ræða
tvær i einkaeign en ein er i eigu
borgarinnar. Nýju húsin eru
svipuð að stærð og þau er þarna
stóðu fram til u.þ.b. 1960 enda
lík Austurstræti 3 og Fálkahús-
inu: Þarna eru i dag tvö stein-
steypt hús, samtals um 200 gólf-
flatarmetrar sem yrðu að vikja.
A hallærisplaninu sem er i
eigu borgarinnar er sýnt nýtt
hús með langhlið að Aðalstræti
alls um 475 fermetrar. 1 þvi húsi
yrði félagsmiðstöð vel i sveit
sett.
1 skipulagstillögum borgar-
innar segir að á svæði þvi sem
tillagan nær til séu i dag sam-
tals 5.000 gólfflatarmetrar i
þeim húsum sem á að rifa. 1
þeirra stað á að byggja 11.000
gólfflatarmetra i nýju húsnæði.
1 lauslegri tillögum Torfusam-
takanna er reiknað með að af
þeim 5000 fermetrum sem nú
standa verði rifið sem svarar
400gólfflatarmetrum en i þeirra
stað byggðir samtals 2035 fer-
metrar. Samtals yrðu húsin þá
6.635 gólfflatarmetrar. Tillagan
útilokar ekki byggingu bila-
stæða undir öllu planinu.
Drögin að skipulagstillögum
sem Torfusamtökin og ibúa-
samtök Vesturbæjar hafa lagt
fram eru fyrst og fremst dæmi
sem sýna hvernig nýta má
svæðið á skynsamlegan hátt án
þessaðfórna mikilvægum svip I
borgarmyndinni. Einnig er með
tillögunum verið að itreka mót-
mæli er gerð hafa verið við
skipulagstillögur borgarinnar.
Fuiltrúar íbúasamtaka Vesturbæjar og Torfusamtakanna, Pétur
Pétursson, Guðrún Auðunsdóttir Þorsteinn Bergsson og Ragnheiður
Þorláksdóttir. Tlmamynd: Gunnar