Tíminn - 01.03.1978, Side 14

Tíminn - 01.03.1978, Side 14
14 grundvöllur reynist fyrir eftir vandlega athugun. Miðvikudagur 1. marz 1978 Mótmælti fundurinn harðlega þeim aðgerðum stjórnvalda sem orðiðhafa til þess að rifta nýgerð- um kjarasamningum og ógilda nýfallna kjaradóma. Fundurinn skoraði á alla kenn- ara að taka höndum saman i bar- áttunni sem framundan er og standa fast fneð öðrum launþeg- um O Alþingi uðu vöruverði og auknu voruúr- vali, svo og stórbættan rekstur Skipaútgerðar rikisins sjálfrar. Þetta ermikiðnauðsynjamál. Þvi er lagt til að athugun á umrædd- um tillögum verði hraðað og ef þær reynast á góðum rökum reistar, þeim hrint i framkvæmt svo fljótt sem unnt má vera.” Þá sagði Steingrimur að nú þegar hefði leiðakerfi rikisskip- anna verið breytt án þess að skip- unum hefði fjölgað, virtist reynslan sýna að þessa breyt- ingu, að óbreyttum forsendum, þyrfti að athuga vandlega, þar sem sums staðar hefði komið fram nokkuróánægja. Stuðningur við tillöguna Að lokinni ræðu Steingrijs tóku tilmáls Helgi Seljan (Abl),Sigur- laug Bjarnadóttir (S) og Jón Helgason (F) og lýstu öll stuðn- ingi við tillöguna. Helgi Seljan kvaðst þó fremur hafa kosið að sjá hana i formi frumvarps frá rikisstjórninni, ekki sizt þar sem ljóst væri að samgöngumálaráð- herra, Halldór E. Sigulðsson, væri mjög áfram um að málum skipaútgerðarinnar væri komið i betra horf. Svo virtist þó sem rikisstjórnin væri ekki sammála i þessu efni. Steingrimur Hermannsson þakkaði að lokum stuðning sem fram hefði komið og sagði að til- lögu þessa mætti einmitt hugsa sem viljayfirlýsingu frá alþingi og þá samgöngumálaráðherra til fulltingis i viðleitni hans til að fá þetta skoðað og framkvæmt ef VERÐLAUNAGRIPIR OG FE'LAGSMERKI Framleidi alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallr fyrirliggjandi ýmsar srœrðir verðlaunabikar^ og verðlauna- peninga einnig sryfíur fyrir flesfar greinar íþróíta. Leitid upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavagi 8 - Raylciavík - Simi 22804 e Landsbankinn Jíeildarútlán bankans jukust um 43% á árinu. Voru það afurða- lán, sem endurseld eru Seðla- bankanum að miklu leyti sem jukust langmest eða um 76% titlánaaukning varð mun meiri til sjávarútvegs en til annarra at- vinnugreina. Nam hún 6.200 milij. kr., eða helmingi allrar útlána- aukningar bankans. Var megin- hluti þessarar upphæðar afurða- lán, eða 5.300 millj. kr. Mikil aukning varð einnig i lánum til landbúnaðar, 2.500 millj. kr., allt afurðalán. Samanlagt jukust út- lán til sjávárútvegs og landbún- aðar um 64%, en útlán til allra annarra þarfa um 25%. Nam aukning útlána til annarra at- vinnugreina en sjávarútvegs og landbúnaðar um 3.000 millj. kr., enaukningútlána til einstaklinga 1.100 millj. kr. Vegna mikillar aukningar vaxtaaukainnlána jókst vaxta- byrði bankans mjög. Var þvi leit- azt við að auka vaxtaaukaútlán og jukust þau meira en aðrar teg- undir útlána. Námu þau samt sem áður ekki meiru en 38% vaxtaaukainnlána i árslok. Lausaf járstaða bankans styrktist verulega á árinu. Var hún 1.571 millj. kr. i ársbyrjun, en 2806 millj. kr. i árslok. Afkoma bankans varð svipuð á árinu 1977 og undanfarin tvö ár. o Uppsögn synlegar ráðstafanir til stuðn- ings útflutningsatvinnuvegun- um án þess að rifta nýgerðum kjarasamningum með löggjöf”, sagði Gylfi Þ. Gislason, formað- ur þingftokks Alþýðuftokksins er Timinn hafði samband við hann. Gylfi sagði ennfremur: „En rikisstjórnin valdi engan af þeim valkostum, sem ræddir höfðu verið i verðbólgunefnd- inni, heldur fór sinar eigin leið- ir, ekki aðeins án nokkurs sam- ráðs við verðbólgunefndina, heldur sýndi launþegasamtök- unum þá litilsvirðingu að virða þau ekki viðlits áður en hún lagði tillögur sinar fyrir alþingi. Það er þvi skiljanlegt, að mikil og hörð andstaða sé gegn þess- um ráðstöfunum i launþega- samtökunum. Þá andstöðu styðjum við i Alþýðuflokknum heils hugar. Við teljum, að bezt- ur árangur i andstöðunni muni nást meðaðgerðum á grundvelli vinnulöggjafarinnar. Alþýðu- flokkurinn hafði á sfnum tima forystu um setningu hennar. 'A þeim grundvelli tel ég, að laun- þegasamtökin eigi að sækja rétt sinn i þessu máli eins og öðr- um,” sagði Gylfi Þ. Gislason að lokum. Suðurnes Auglýsing frá heilbrigðiseftirliti Suðurnesja Frá 1. marz hefur heilbrigðiseftirlit Suðurnesja aðsetur sitt að Tjarnargötu 22 Keflavik, simi 3788. Viðtalstimi heilbrigðisfulltrúa er frá kl. 10-11. Upplýsingar má einnig fá i sima 1202 á venjulegum skrifstofutima. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins.föður okkar, tengdafööur og afa Skarphéðins Skarphéðinssonar frá Króki Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunar og starfs- fólki Sjúkrahússins á Hvammstanga. Kristin Arnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. lesendur segja Hugleiðingar á hálku 1. febrúar 1978 Eftir akstur I vetur á Ford Es- cort ’76 á sumardekkjum (radi- al) eknum 10.000 km, hef ég verið að velta þvi fyrir mér hvort ekki gætu flestir eða allir hætt aðnota neglda hjólbarða (Bilbrodda). Ég þarf á hverjum degi að aka um Hörgsland, sem er all- bratt miðað við götur innanbæj- ar, og hef lent I minni erfiðleik- um þar og annars staðar í bæn- um, en við sambærilegar að- stæður, heldur en oft áður á skalfajárnuðum Escort ’74, Cor- tina ’65 og Austin A95 ’59. 1 öll- um mínum bilum hef ég verið með aukaþungaí skottinu á vetrum. Við samanburð á þess- um bílum, sem allir eru með dirf á afturhjólum, hafa vaknað hjá mér ýmsar spurningar. Er Escort 1300 L ’76 eitthvað sérstakur i hálku? Er hann e.t.v. með mýkri tengsli eða aðra þyngdardreif- ingu á ¥jól en þeír bílar sem ég hef átt og áður eru taldir? Hefur hann kannski aðra eig- inleika, sem auðvelda hálku- akstur? Eru radialhjólbarðar betri en aðrir I snjóföl og hálku? Hefur mér farið fram i akstri við þessar aðstæður? Hvað siðustu spurningu varð- ar, tel ég það ekki vera. En hver er ástæðan fyrir þvi að bílar á negldum börðum komast ekki af stað á glæfs á jafnsléttu án að- stoðar, eða án þess að spóla ein- hver ósköp á sama stað tima og þetta veldur mér ekki erfiðleik- um? Ég er þeirrar skoðunar að langflestir innanbæjar i Reykjavik noti neglda barða vegna þess að þeir telji þá veita mest öryggi við flestar tegundir hálku og að sumu leyti vegna ákvæða tryggingarfélaga um vetrarbúnað bifreiða, en hafi ekki reyna að komast af án þeirra. Svo er um mig að minnsta kosti. Veturna ’58-’59 og ’59-’60 ók ég þó á lélegum 4 strigalaga sum- arbörðum á Fiat 1100 ’54 valdi mér brekkulitlar leiðir og notaði keðjur að aftan, þegar ófærö var mest fyrri veturinn. Slit gatna er orðið það mikið, aðallega vegna negldra barða, að til varnaraðgerða hlýtur að verða gripið. Nokkrar þjóðir og mörg fylki i Bandaríkjunum munu hafa bannað notkun negldra barða. Framleiddir eru a.m.k. I Bandarikjunum, hjól- barðar, sem sagðir eru mjög góðir til vetraraksturs og einnig ætlaðir til sumaraksturs. Gæti borgin sparað niðurgreiðslu verðs á þessum börðum, eða gætu ökumenn kannski sparað sjálfir þó þeir kaupi þá fullu verði I stað þess að vera alltaf með tvöfaldan gang og annan negldan? Ég veit ekki til að verðandi bilstjórar þurfi að fá neina æf- ingu I hálkuakstri. Ég tel eðli- legtaðkrafizt verði að ökumenn fái 2-4 klst. og æfingu i hálku- og snjóakstri eftir aðstæðum fyrir ökupróf eða innan árs frá prófi. Æskilegt væri að ökumenn hefðu aðgang að svæði til æfinga i hálkuakstri. Dettur mér þá helzt i hug ónotaði flugbrautar- endinn sunnan við Umferðar- miðstöðina. Slikt svæði þyrfti að vera undir stöðugu eftirliti með- an það er opið býst ég við, og þar þyrftu að vera hæfir leið- beinendur. Ég held að borgarstjórn, tryggingarfélög, FfB, SVFÍ og ef til vill fleiri aðilar hljóti að getakomið sér saman um rekst- ur sliks svæðis I borginni eða nágrenni hennar, sé áhugi þess- ara aðila fyrir fækkun slysa, ör- uggari akstri og ódýrara gatna- viðhaldi fyrir hendi, sem liklegt verður að teljast. Samkvæmt minni reynslu virðist verulegur munur á bif- reiðategundum hvað varðar akstur i hálku og ég er sann- færður um að margir renna blint i s jóinn i' þessu tilliti er þeir huga að bilakaupum. Gæti ekki Bifreiðaeftirlit rikisins staðið fyrir kerfisbund- inni athugun á aksturshæfni ein- stakra bifreiðategunda með mismunandi gerðir hjólbarða við hinar ýmsu tegundir hálku? Ég skal lána minn bil. Niður- stöður slikra athugana yrðu að vera öllum aðgengilegar. Að lokum: Starfsmenn gatnamálastjóra hafa staðið sig vel i hálkueyðingu það sem af er vetri. Mér dettur ekki i hug að kvarta þó slik starfsemi minnki verulega um helgar eins og við hefur borið. Margir eru mér sammála um þessar vangaveltur og þess vegna eru þær komnar á blað. 9851-3248 Kj ölf estunni varpað fyrir borð Húsnæðismálin eru jafnt hér á landi, sem annars staðar þungamiðja mannlífsins. Iþeim efnum getum við lært af eigin reynslu, jafnframt sem hliðsjón er höfð af reynslu annarra, þó ekki eingöngu af rikustu þjóðum heimsins á hverjum tima, t.d. Svium I gær, og Þjóðverjum I dag. Orkukreppan hefur raskað efnahagsöryggi margra rikustu þjóða t.d. Bandarikjanna, Svia og Dana, svo nokkrar séunefnd- ar, sem við mænum á. Danir hafa lagt allt kapp á sparnað orku, t.d. með hitaeinangrun i ibúðum. Hitakostnaðureroftast i beinu hlutfalli við stærð Ibúða, og svo vill til, að Islendingar hafa státað af stærri ibúðum, en aðrir Norðurlandabúar. Þetta gat stafað af stærri f jölskyldum (fleiri börn) hér á landi en á Norðurlöndum til skamms tlma. Nú hefur oröið róttæk breyting hér á landi, svo að nú eru börn, að jafnaði, ekki fleiri hér á hverju heimili en á Norðurlöndum. Þrátt fyrir þessaaugljósu staðreynd heldur kapphlaup um stærra og stærra húsnæði, hér á landi, áfram, með vaxandi þrýstingi. Eigin ibúð Islendinga hefur reynzt sú kjölfesta, sem i hafróti verðbólgunnar hefur forðað meirihluta Islendinga frá upp- lausn, sem ært hefur þó nokkra af broddborgurum, og nokkurn hluta æskunnar, en nú eru þáttaskil fyrirsjáanleg i hús- næöismálum, þar sem visitölu- binding námslána og húsnæðis- lána, mun torvelda almenningi, að „eignast” eigið ibúðarhús- næði. Það er ekki neitt öryggi I þvi, að vera skráöur skuldari hraðvaxandi skuldasúpu (af- borgunvisitölubréfser oft lægri en visitöluhækkun skuldarinn- ar). Náms- og húsnæðisskulda- baggi ogerlendar skuldir er vist það veganesti, sem komandi kynslóðir eiga að glima við, og er það hlutskipti varla öfunds- verðara, en hlutur sparifjáreig- enda, sem hafa verið féflettir óspart lengi. Húsnæöismálin eru spegilmynd af verðbólgu- hringiðunni, og fyrsta skrefið til þess, að forðast gapastokkinn, sem skyndileg stöðvun útflutn- ingsframleiðslunnar gæti sett þjóðina i, er að hætta að ausa fé I tildurhúsnasði úr opinberum sjóðum. Niðurröðun fólks i ibúðar- hverfi eftir vanköntum, hefur nú orðið að vikja fyrir heil- brigðri skynsemi, og llfsvið- horfum. Eyvind Jonsson hinn sænski lýsti þessari niðurröðun, sem hrollvekju, verri en gas- klefum Hitlers, og varð Eyvind Jonsson allt að því útlagi I ára- tugi, en fékk að lokum hálf Nóbelsverðlaun, eftir að botninn datt úr hinni skipulögðu vit- leysu. Aðalatriðið I byggingarmál- um virðist vera, ibúö fyrir heil- brigðan meirihlutann, þar sem flestir geti búið þótt eitthvað bjáti á um stund. Reykjavík 26/1 1977 Skúli Olafsson, Klapparstig 10 P.s Mestu kjarabætur, sem um getur, fengu sjómenn og út- gerðarmenn, þegar Bretar og Þjóðverjar hurfu af Islandsmið- um, þeir höfðu veitt jafn mikið og Islendingar hér við land. Þetta þýðir 100% meiri arösvon sjómanna og útgerðar, sem fá kaup sitt I aflahlut. Nýja fisk- verðið bendir hins vegar til þess, að þessi þjóðargjöf hafi ekki verið metin til fimmeyr- ings verðs. Hvernig ætli auð- lindaskatturinn yrði I fram- kvæmd með þessu móti?. Það var vitað, að fiskvinnslan stóð ekki undir gamla fiskverð- inu, og hefði óbreytt fiskverð verið nokkurt aðhald, en með 13% hækkun er verið að stefna, að feigðar flani. § ó

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.