Tíminn - 01.03.1978, Side 15
Miðvikudagur 1. marz 1978
liiMiíli
.....
ASGEIR SIGURVINSSON....
hefur ákveðið að fara frá
Standard Liege eftir þetta
keppnistimabil. (Timamynd:
Gunnar).
SOS — Belgíska knattspyrnuliðið Standard Liege er
ákveðið að halda i Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnu-
kappa frá Vestmannaeyjum, og grípur Standard Liege
til ýmissa ráða til að halda honum hjá félaginu. Forráða-
menn félagsins tilkynntu í sl. viku, að þeir vildu fá 20
milljónir belgískra franka fyrir Ásgeir, ef hann færi frá
Liege — þetta er um 160 milljónir íslenzkra króna, og fær
Standard Liege þessa upphæð i sinn kassa.
Þetta vakti mikla athygli i Bel-
giu, þvi að þetta er mesta upphæð
sem belgiskt félag hefur viljað fá
fyrir leikmann — fyrr og siðar.
Þessi upphæð er um 330 þús. pund
og til gamans má geta þess, að
Everton keypti Duncan McKenzie
frá belgiska liðinu Anderlecht á
200 þús. pund. Á þessu sést hversu
géður Asgeir er talinn — hann er
aðeins 22 ára.
Mörg félög eru nú á höttunum
eftir Ásgeiri. Eins og menn muna
sóttist hollenzka liðið Ajax eftir
að fá hann i herbúðir sinar fyrir
stuttu. Samningur Asgeirs við
Standard Liege rennur út i vor, og
er það þá undir Asgeiri komið
hvort hann skrifar undir nýjan
samning, eða ekki. Standard
Liege getur haldið honum — þó
getur félagið ekki haldið honum
nema i eitt ár eftir að samningur
rennur út.
Timinn sló á þráðinn til 'Ásgeirs
i gær og spurði hann tlðinda. Ás-
geir sagði, að hann væri nú end-
anlega búinn að ákveða að fara
frá Standard Liege i vor, hvað
sem það kostaði. — Ég hef kannað
allar leiðir til að losna frá félag-
inu og hef þegar fundið sterk vopn
sem ég get notað i baráttunni við
forráðamenn félag_sins sem
greinilega eru að reyna að halda
mér hjá félaginu, með þvi að
segja að ég sé ekki til sölu, nema
fyrir svimandi háar upphæðir,
sem eru alltaf að hækka, sagði
Asgeir.
ARNAR GUÐLAUGSSON.
Arnar
þjálfar
Ármann
Arnar Guðlaugsson, fyrirlið
Fram I handknattleik hefui
verið ráðinn þjálfari 2. deild
arliðs Ármanns i knattspyrm
og mun hann byrja að þjálfí
Ármenninga um næstu helgi
Arnar er ekki ókunnugui
knattspyrnumaður, þvl ai
hann lék með Fram-liðinu uir
nokkurra ára skeið og þá lél
hann einnig með Völsungi frí
Húsavik. -»-SOS
• •••
Bikar-
slagur
— I Höllinni
i kvöld
Tveir leikir verða leiknir I bik-
arkeppni karla i handknattleik
i Laugardalshöllinni i kvöld —
þá mætir KR Fram kl. 8 og
siðan leikur Ármann gegn
Víkingi. Annað kvöld verður
leikinn einn leikur i keppninni
i Hafnarfirði — FH mætir þá
iR kl. 20.30. Á fimmtudags-
kvöldið leikur Valur gegn
Fylki kl. 21.45 i Laugardals-
höllinni.
Q,.P.R. gaf ekkert
Ai •
Forest
— þótt Lundúnaliöið hafi leikið með 10 menn í fram-
lengingu og tryggt sér jafntefli 1:1 í ensku bikar-
keppninni
Toshack til Swansea
Nottingham Forest náði ekki að
knýja fram sigur gegn Lundúna-
liðinu Q.P.R. á heimavelli sinum
City Ground þegar liðin léku að
nýju I 16-Iiða úrslitum ensku bik-
arkepninnar. Forest varð að láta
sér nægja jafntefli (1:1) eftir
framlengdan leik, þrátt fyrir að
leikmenn Q.P.R. hefðu aðeins
leikið 10 i framlengingunni, þar
sem bakvörðurinn Dave Clement
var rekinn af velli.
John Robertson skoraði mark
Forest úr vitaspyrnu, en bak-
vörðurinn Don Shanks náði að
jafna fyrir Lundúnaliðið. Liðin
verða þvi að mætast i þriöja sinn
— á hlutlausum velli.
Úrslit i ensku bikarkeppninni
urðu þessi á mánudagskvöldið:
Nott. For. — Q.P.R..........1:1
Wrexham — Blyth..............2:1
Middlesb. — Bolton...........2:0
Chelsea — Orient.............1:2
Utandeildarliðið Blyth lék gegn
Wrexham á St. James Park i
Newcastle að viðstöddum 42.500
áhorfendum, sem voru á bandi
„litla” liðsins. Welska liðiö fékk
óskabyrjun, þegar þeir Graham
Whittleog Dixie McNeilskofuðu,
en Terry Johnson náði að minnka
muninn fyrir Blyth.
Þeir Bill Ashcroft og Stan
Cummins skoruðu mörk Middles-
borough. Chelsea fékk skell á
heimavelli sinum — Stamford
Bridge, þar sem Orient kom i
heimsókn. Peter Kitchenskoraði
bæði mörk ,,litla”Lundúnaliðsins,
en mark Chelsea var sjálfsmark
Bill Roffey.
Welski landsliðsmaðurinn John
Toshack, sem hefur veriö einn
mesti markaskorari Liverpool
undanfarin ár, hefur ákveðiö að
snúa heim til Wales. Toshack
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Swansea og mun þessi
kunni leikmaður einnig leika með
liðmu, sem leikur i 4. deildinni i
Englandi.
Enskir
punktar
JOHN TOSHACK
Standard Liege vill fá
160 milljónir íslenzkra
króna fyrir hann
ir dýrasti knatt-
snvrnumaður Belgíu!