Tíminn - 10.03.1978, Page 7
Föstudagur 10. marz 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ____ ...
Blaöaprent h.f.
Olíkar
í forustugrein Morgunblaðsins sl. miðvikudag
var lýst atvinnuástandinu, sem var hérlendis á ár-
unum 1968-1969. Þá var erfitt viðskiptaárferði likt
og var hér fyrstu stjórnarár núverandi rikisstjórn-
ar. Það er þvi ekki ófróðlegt að bera saman at-
vinnuástandið undir svipuðum kringumstæðum
hjá viðreisnarstjórninni og núverandi ríkisstjórn.
Af þvi má margt læra um vinnubrögð og stefnur
st jór nmálaf lokkanna.
í lýsingu Mbl. á atvinnuástandinu 1968 og 1969
segir á þessa leið:
„Fyrstu merki versnandi atvinnuástands komu
fram sumarið 1967 i styttingu vinnutima og erfið-
leikum skólafólks við að fá sumarvinnu. 1 febrúar
1968 kom til atvinnuleysis i raun. Þann mánuð
voru 1500 manns skráðir atvinnulausir og var það
um 2% af mannafla. Um vorið og sumarið batnaði
atvinnuástand nokkuð en versnaði á ný, þegar liða
tók á árið og i árslok 1968 nam atvinnuleysi um 3%
af mannafla. í lok janúarmánaðar 1969 varð at-
vinnuleysið mest, en þá voru um 5500 manns at-
vinnulausir eða um 7% af mannafla. Þá gætti að
visu áhrifa sjómannaverkfalls en eftir að það
leystist minnkaði atvinnuleysi niður i 1-1 1/2% af
mannafla. Siðari hluta ársins jókst atvinnuleysi
enn og í desemberlok það ár voru um 2500 manns
atvinnulausir eða um 3,2% af mannafla. Meðal-
fjöldi skráðra atvinnuleysingja á árinu 1969 nam
um 2,5% af mannafla eða um tvöfalt fleiri atvinnu-
lausir á þvi ári en 1968.
Til þess að gefa skýra mynd af atvinnuástandinu
á þessum tima ber að geta þess, að um 250-300
manns fóru til starfa erlendis aðallega byggingar-
menn, en samdráttur i byggingariðnaði á milli ár-
anna 1967-1969 nam um 20%.
Á þessum tima jókst greiðsla atvinnuleysisbóta
stórlega. í tölum þeirra tima voru greiddar 1967
um 7,8 milljónir i atvinnuleysisbætur. Ári siðar
var sú upphæð komin i 28 milljónir og 1969 i 124,3
milljónir. Þessar tölur má a.m.k. tifalda, ef ekki
tólffalda, til þess að fá hugmynd um núgildi
þeirra, og verður þá ljóst, að á árinu 1969 hafa
verið greiddar i atvinnuleysisbætur i núgildandi
verðmæti peninganna, um 1200-1500 milljónir
króna.”
Við þessa lýsingu Mbl. má bæta þvi að lifskjör al-
mennings fóru mjög versnandi á þessum árum og
voru háð mikil stórverkföll bæði árin til þess að
reyna að fá þau bætt. Verðbólga var um þrefalt til
fjórfalt meiri hérlendis á þessum árum en i ná-
grannalöndunum. Meginorsök þessa ömurlega
ástands i efnahagsmálunum var sú, að viðreisnar-
stjórnin fylgdi samdráttarstefnu. M.a. var van-
rækt að efla undirstöðuatvinnuvegina, eins og ráða
má af þvi, að nær ekkert var gert i valdatið hennar
til að endurnýja togaraflotann. Tilfinnanlegast
var aðgerðaleysið i dreifbýlinu og lá þvi mikill
fólksflótti þaðan til þéttbýlisins.
Sú mynd, sem blasir við frá stjórnartið núv.
rikisstjórnar er sannarlega önnur, þótt viðskipta-
árferðið hafi ekki verið hagstæðara. Atvinna hefur
verð næg. Framkvæmdir hafa verið miklar um
allt land og fólksflóttinn úr dreifbýlinu hefur
stöðvazt. Þetta hefur tekizt sökum þess, að haldið
hefur verið uppi öflugri framfarastefnu i stað
samdráttarstefnunnar i tið viðreisnarstjórnarinn-
ar.
Þessi samanburður er vissulega lærdómsrikur
og sýnir m.a. muninn á þvi, hvort Framsóknar-
flokkurinn er innan eða utan rikisstjórnar.
ERLENT YFIRLIT
Ola Ullsten tekur
við af Fer Ahlmark
Erfitt að vera „næstbezti flokkurinn”
ÞAÐ kom flestum Svlum á
óvart, þegar Per Ahlmark,
formaður Frjálslynda flokks-
ins og einn þriggja mestu á-
hrifamanna rikisstjórnarinn-
ar, tilkynnti á blaðamanna-
fundi 31. janúar, að hann
myndi fljóúega láta af for-
mennsku flokksins og ráð-
herrastörfum og ekki gefa
kost á sér til framboðs við
þingkosningarnar á næsta ári.
Hann tók það skýrt fram, að
ákvörðun hans stafaði hvorki
af ágreiningi innan fbkksins
eöa rikisstjórnarinnar heldur
eingöngu af persónulegum á-
stæðum. Blöðin skýrðu siðar
frá þvi, að hin raunverulega á-
stæða væri sú, að fráfall vin-
konu hans, Maude Adelsons
leikkonu, sem lézt Ur blóð-
krabba siðastliðiö vor, hefði
haft mikil áhrif á hann og gert
hann fráhverfan stjórnmál-
um. Fram að þeim tima hafði
Ahlmark helgað stjórnmálum
allt starf sitt. Fráfall Maude
Adelsons er talið hafa beint
hug hans að öðrum og minna
veraldlegum hugðarefnum.
Ahlmark er ekki nema 39
ára gamall, en á samt orðið
meira en 20 ára stjórnmála-
feril að baki. Hann byrjaði
ungur að starfa innan æsku-
lýðssamtaka Frjálslynda
flokksins og valdist þar fljótt
til formennsku. Hann vakti þá
strax á sér athygli sem
óvenjulega einbeittur og að-
sópsmikill forustumaður. Þvi
var leitað til hans eftir mikla
ósigra Frjálslynda flokksins i
kosningunum 1970 og 1973 og
honum falin forusta flokksins
haustið 1975, þá 36 ára göml-
um. Undir forustu hans vann
flokkurinn verulega á i þing-
kosningunum 1976 og átti
það mestan þátt i sigri borg-
aralegu flokkanna þá. Eftir
kosningarnar mynduðu þeir
stjórn saman undir forustu
Falldinsjeiötoga Miðflokksins,
en Ahlmark varð
varaforsætisráðherra og fékk
jafnframt i sinn hlut að sjá um
málefni vinnumarkaöarins, en
þau hafa verið með vanda-
samara móti að undanförnu.
FRJALSLYNDI FLOKK-
URINN átti mikið blómaskeið
Per Ahlmark
Ola Ullsten
undir forustu Bertils Ohlin
fyrst eftir siðari heimsstyrj-
öldina. 1 kosningunum 1948
varð hann annar stærsti flokk-
ur landsins og fékk þá um 28%
greiddra atkvæða. Bertil
Ohlin varformaður flokksins i
meira en tvo áratugi eða frá
1944-1967. Fylgi flokksins
minnkaöi talsvert siðustu for-
mannsár hans, en tap flokks-
ins byrjaði þó ekki að ráði fyrr
en hann lét af forustunni. í
kosningunum 1970 fékk hann
16% greiddra atkvæða, en tap-
aði svo miklu fylgi i kosning-
unum 1973. Arið 1975 sýndu
skoöanakannaniraö fylgi hans
væri um 7%. Það var þá, sem
flokkurinn leitaöi til Ahlmarks
og fól honum forustuna. 1
þingkosningunum 1976 fékk
flokkurinn 11.7% greiddra at-
kvæöa og þótti þaö góður ár-
angur, eins og á stóö.
Bertil Ohlin
Frjálslyndi flokkurinn hefur
erfiðari stöðu en áður sökum
þess, að siðan Bændaflokkur-
inn breytti um vinnuaðferðir
og tók sér nafnið Miðflokkur,
hefur hann keppt við Frjáls-
lynda flokkinn um fylgi i borg-
unum, og orðiö vel ágengt.
Flokkunum ber I raun ekki
mikið á milli og um skeið var
rætt um aö sameina þá. 1
skoöanakönnunum hefur
Frjálslyndi flokkurinn fengið
flest atkvæði sem næstbezti
flokkurinn. Bæði sósialdemó-
kratar og ihaldsmenn hafa til-
hneigingu til að telja hann
næstbezta flokkinn. 1 kosning-
um nægir það hins vegar ekki
að vera talirin næstbeztur.
OLA ULLSTEN hefur nú
verið kjörinn eftirmaður Ahl-
marks sem formaður Frjáls-
lynda flokksins, og jafnframt
skipaður varaforsætisráö-
herra. Hann er nokkru eldri en
Ahlmark, fæddur 1931 í Umeá,
og veröur þvi 47 ára á þessu
ári. Þeir Ullsten og Ahlmark
eru gamlir vopnabræður og
tók Ullsten við formennskunni
i æskulýðssamtökum Frjáls-
lynda flokksins, þegar Ahl-
marklétaf henni. Ullsten lauk
námi sem félagsfræðingur
1956 og réðist ári siöar i þjón-
ustu þingflokks Frjálslynda
flokksins. Hann hefur átt sæti
á þingi siðan 1964. Þegar
Falldin myndaði stjórn sina
1976, gerði hann Ullsten að
ráðherra þeirrar stjórnar-
deildar, sem sér um aöstoö viö
þróunarlöndin, en Sviar hafa
verið flestum örlátari i þeim
efnum. Ullsten er ekki sagður
eins mikill bardagamaöur og
Ahlmark, en meiri samninga-
maður. Stundum hefur hann
verið talinn standa nálægt
sósialdemókrötum. Hann hef-
ur lýst yfir þvi, eftir að hann
tók við flokksforustunni, að
hannleggi kapp á aö halda nú-
verandi stjórnarsamstarfi á-
fram bæði fram aö kosningun-
um 1979 og eftir þær, ef stjórn-
arflokkarnir halda meirihluta
sinum á þingi.
Þ.Þ.