Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. marz 1978 UÍ'Iíl'Ii 9 á víðavangi Varnaðarorð Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri KEA, flutti hinn 1. marzs.l. athyglisveröa ræðu á félagsráðsfundi kaupféiagsins ogræddiþarýmisþau málefni sem heitast brenna á sam- vinnumönnum og reyndar landsmönnum öllum. t ræðu sinni fjallaði Vaiur m.a. um aðstöðu og hlutverk samvinnuhreyfingarinnar, og sagði m,a.: „Til samvinnuhreyfingar- innar eru gerðar miklar kröf- ur af almenningi. Hún á jafn- an að vera með lægsta vöru- verð i landinu. Hún á ekki að greiða lægri laun en aðrir, helst hærri. Hún á jafnan að hafa á boðstólum hið fjöi- breyttasta úrval vöru og þjón- ustu, jafnvel þá vöru og þjón- ustu, sem enginn einkaaðili kærir sig um að hafa með höndum. Samvinnuhreyfingin á að byggja upp af myndar- skap. Samvinnuhreyfingin á að haida uppi atvinnulifi þar sem einkaaðilar kæra sig ekki um að leggja hönd á pióginn. Samvinnuhreyfingin á að geta lánað félagsmönnum sfnum til fjármögnunar ýmsum rekstri og uppbyggingu og þannig mætti lengi telja. Sannleikur- innerhins vegar sá, að meðá- framhaldandi verðbólguþróun verður samvinnuhreyfingin sifelit vanmegnugri að mæta óskum félagsmanna sinna.” Eins og fram kemur i orðum Vals Arnþórssonarhefur sam- vinnuhreyfingin af ýmsum á- stæðum verri aðstöðu til að halda sinu i óöaverðbólgu- þjóðfélagi en einkaframtakið. Veldur þar mestu um félags- legt hlutverk samvinnufélag- anna, þær eðlilegu kröfur i sæmilegu efnahagsástandi sem til þeirra eru gerðar um vöruverð og þjónustu og loks staða samvinnufélaganna sem hornsteinar byggðarinnar. Valurræddi vandann sem af verðbólgunni hlýzt frekar i ræðu sinni og sagði m.a.: „Haldi verðbólguþróunin á- Verksmiðjuútsala — Verksmiðjuútsala Seljum i dag og næstu daga litið gölluð eldhúsborð og stóla, barnastóla og borð i barnaherbergi. Einnig gallon- og draloná- klæði. Verulegur afsláttur. Opið laugardag. Vm STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Skeifan 8, Rvik. Til sölu Land Rover diesel árgerð 1974. Nýr girkassi — ný dekk. Mjög hagstætt verð. Skipti möguleg. Upplýsingar i sima 99-5942. Aðalfundur Verzlunarbanka Islands hf. verður hald- inn i Súlnasal Hótel Sögu, laugardaginn 18. marz 1978 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. grein samþykktar fyrir bankann. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og aukningu hlutafjár. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fund- arins verða afhentir i afgreiðslu aðal- bankans, Bankastræti 5, miðvikudaginn 15. marz, fimmtudaginn 16. marz og föstu- daginn 17. marz 1978'kl. 9.30-16.00. Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf. Þorvaldur Guðmundsson, formaður fram jafn hröðum skrefum á næstu árum og veriö hefur á siðustu fimm árum, verður ekki annað séð en að rekstur atvinnulifsins lendi i hreinum ógöngum og jafnvel traustustu fyrirtæki geti lent i alvarlegri hættu. Þegar rætt er um verð- bólguna, segja menn gjarnan, að það hafi lengi verið verð- bólga á islandi og allt hafi þetta einhvern veginn bjarg- ast og þannig hljóti það að geta gengiö til, einnig i fram- tiöinni. Hér er örugglega háskalegur misskilningur á ferðinni. Á árunum 1950—1962 var verðbólgan á islandi að meðaltali 9.3%, á árunum 1963—1972 að meðaltali 12% og má senniiegt teljast, að efna- hagskerfi islendinga þoli nokkurn veginn verðbólgu sem þá, er rikti á framan- greindum timabilum. En eft- ir 1972 koma risastökkin.” Um þróunina i launamálum að undan förnu vakti Valur Arnþórsson athygli á þeirri staðreynd að það getur ekki þjónað hagsmunum launþega að kauptaxtar þurfí að hækka um 60% til þess eins að ná fram 6% aukningu kaupmátt- arins. Um framtiðarhorfur, ef fram fer sem veriö hefur, sagði Vaiur: „Það hlýtur hverjum manni að vera skiljanlegt, að islenskt atvinnulif hlýtur að enda i skipbroti, eigi þaö tQ fram- búðar aö búa við svo miklu ó- hagstæöari aðstæður en at- vinnulifið i samkeppnislönd- unum”. Hér er um alvarleg varnað- arorðaöræða af munni manns sem gjörla þekkir til aðstæðna og vandamála i atvinnu- og efnahagslifi landsins. Þeim ber þvi að gefa fullan gaum. JS A t vinnulaus - um fækkaði HEI — Atvinnulausir á landinu öllu voru skráðir 511 i febrúar, hafði fækkað um 68 frá fyrra mánuði. Atvinnuleysisdögum hafðihins vegar fækkað úr 14.799 i janúar i 9.973 i febrúar, eða um nær þriðjung, svo ástandið virðist hafa batnað verulega i mánuðin- um. Atvinnulausir i Reykjavik i febrúar voru 134, hafði fjölgað um 9. Af öðrum stöðum þar sem at- vinnuleysi er talsvert, má nefna Sauðárkrók 32, Akureyri 37, Keflavik 48, Hafnarfjörö 38, Sel- foss 15, Blönduós 13, Skagaströnd 30, Þórshöfn 26, Bakkagerði 34 og Rangárvallahrepp 10. A nokkrum stöðum hefur at- vinnuástandið stórum batnað, má þar nefna Siglufjörð, Skaga- strönd, Þórshöfn, Breiðdalsvik og Stokkseyri. Aftur á móti hefur at- vinnulausum fjölgað um þriöjung á Akureyri og nær helming i Keflavik og mikill meirihluti þar á skrá eru verkakonur. Sendiherra í Brasilíu — Hinn annan marz siöastliðinn, afhenti Hans G. Andersen Ern- esto Geisel, forseta Brasiliu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Brasiliu segir i frétt frá utanrikisráðuneytinu. Loðnuleit hætt út af Vestf jörðum SSt — Loðnuleit rannsóknar- skipsins Arna Friörikssonar út af Vestfjörðum undanfarna daga hefur litinn sem engan árangur borið og er ekki talin ástæöa til frekari leitar þar um slóðir. Litið fannst af loðnu, og sú loðna sem vart varð við, reyndist of smá, samkvæmt upplýsingum Andrés- ar Finnbogasonar. Seinni partinn i gær var skipiö lagt af stað austur með Norður- landi til frekari leita. sjálfhleðsluvagn Nýtt heyvinnutæki hefur innreið sína til íslenzkra bænda ■Mi Eins og venjulega fylgist Globus með þróuninni og nú bjóðum við nýjan hey- hleðsluvagn frá hinum stóru Carboni verksmiðjum á Italíu. Flutt verður inn ein gerð/ sem tekur 26 rúmmetra. Vagninn er mjög sterkbyggð- ur að gerð og fullkominn að tækni. Eins og venjulega, með ný tæki, var vagninn prófaður hjá bútæknideild á Hvanneyri allt s.l. sumar og reyndust vinnslugæði vagnsins sambærileg við beztu fáanlega vagna á markaðinum. Hversvegna ný gerð af vögnum? Vegna þess að Carboni-vagnarnir eru um 20% ódýrari en sambærilegar stærðir og gerðir af vestur-þýzkum vögnum. Þetta er næg ástæða. Áætlað verð með fullkomnum útbúnaði kr. 1.395.000. Globuse LAGMOLI 5, SIMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.