Tíminn - 10.03.1978, Page 10

Tíminn - 10.03.1978, Page 10
 Föstudagur 10. marz 1978 Hinn 4. desember s.l., afhenti Pétur Thorsteinsson, hans hátign Bhumibol Adulyadej, konungi Thai- lands, trúnaöarbréf sitt sem sendiherra islands I Thailandi, meö aösetri iReykjavlk. Hinn 10. febrúar s.l. afhenti Haraldur Kröyer sendiherra, Mzee Jomo Kenyatta forseta Kenya trún- aöarbréf sitt sem sendiherra islands i Kenya. A myndinni eru taliö frávinstri, E. Murdi, prótókolls- meistari utanríkisráöuneytisins i Kenya, Haraldur Kröyer sendiherra dr. Mumyua Wayaki, utan- rikisráöherra, Nbiyu Koinange, forsætisráöherra og Jomo Kenyatta forseti. Málarafélag Reykjavíkur 50 ára Málarafélag Reykjavikur, áöur Málarasveinafélag Reykjavikur, á 50 ára afmæli um þessar mund- ir. Af þessu tilefni veröur m.a. haldiö afmælishóf aö Hótel Borg 11. marz nk., og fyrirhugaö er aö halda hátiö i sumarleyfishúsinu ) Vogi i Mýrasýslu næsta sumar, en jöröina Vog eignaöist Málara- félagiöáriö 1972. 1 félaginu eru nú 155 manns. Mælingastofu rekur félagiö aö Laugavegi 18 og þar er skrifstofa þess til húsa. A þeirri stofu starfa aö staöaldri tveir menn og annast þeir ýmis verk- efni fyrir félagiö. Málarafélag Reykjavlkur var stofnaö 4. marz 1928 i gamla Iön- skólahúsinu viö Vonarstræti. Stofnendur voru 16 og voru i fyrstu stjórn þess kosnir Albert Erlingsson formaður, August Hákansson féhiröirog Höröur Jó- hannesson ritari. Skal nú drepið á nokkur afriíf i sögu félagsins. Ariö 1933 var fyrsti kaup- og kjarasamningurinn undirritaöur á milli Málarasveinafélags Reykjavikur og Málarameistara- félags Reykjavikur. Um sama leyti var fyrst rætt um að koma á ákvæðisvinnu. Tveimur árum siöar tilnefnir félagið sinn fyrsta fulltrúa i prófnefnd og var þaö Magnús Hannesson. Arið 1937 fær félagiö fulltrúa i Iönráö og var þaö Emil Sigurjónsson. Næstu árin færir félagiö mjög út starfsemi sina, ekkna og minningarsjóður er stofnaöur og félagið gerist aöili að Húsfélagi iönaöarmanna. bað gengur i A.S.l. árið 1947 og stofnar vinnu- deilusjóð áriö 1953. Sama ár er samið um ákvæöisvinnu og kosin verðskrárnefnd. Mælingastofan var rekin sameiginlega af svein- um og meisturum til ársins 1969, en eftir það hefur M.F.R. séö um rekstur mælingastofunnar. Arið 1962keypti félagið húsnæöi á Laugavegi 18. Þetta stóra átak, sem gert var i húsnæöismálum félagsins, efldi mjög alla starf- semi þess, og hefur félagið búiö að þvi til þessa dags. Ariö 1963 var gengiö frá stofnun Lifeyrissjóðs, sem var sjálfs- eignarstofnun án þátttöku at- vinnurekenda. Ariö 1964 gerist félagiö aöili að stofnun Sambands bygginga- manna. Aö afloknum samningum i mai 1969 var ákveðiö aö innan Sambands byggingamanna og meö atvinnurekendum i viðkom- andi iöngreinum yröi stofnaöur sameiginlegur lifeyrissjóöur með skylduaöild allra meölima laun- þegafélaganna. Málarar í fararbroddi í tryggingamálum baö er svo áriö 1972, sem teljast veröur eitt hið merkasta i sögu félagsins, þvi aö þaö ár þann 1. mai er samiö um hóptryggingu, sjúkra- og slysatryggingu fyrir alla félagsmenn undir 65 ára aldri. Hóptryggingin tekur við greiðslum, þegar greiöslum at- vinnurekenda og sjúkrasjóðs lýk- ur, og greiöir mánaðarlega bætur i allt að þrjú ár. Munu þvi málar- ar vera i fararbroddi i trygginga- málum. Þá má geta þess, að margir félagar hafa lagt fram mikla sjálfboðavinnu við framkvæmdir i Vogi i Hraunhreppi i Mýrasýslu, og konur i klúbbnum Vogi hafa m.a. lagt fram mikið starf til þess aö gera húsiö i Vogi sem vistleg- ast og sem bezt úr garði. bað hefur nú i tvö sumur verið leigt út til félagsmanna sem orlofshús við miklar og vaxandi vinsældir. Núverandi stjórn félagsins skipa: Magnús H. Stephensen formaöur, Sæmundur Bæringsson varaformaður, Magnús Sigurðs- son ritari, Russell J. Smith gjald- keri og Jónmundur Gislason rit- ari stjórnar. Sextánmenningarnir, sem stofnuðu Málarafélag Reykjavik- ur voru: Hörður Jóhannesson, Georg Vilhjálmsson, Magnús Hannes- son, Emil Sigurjónsson, Jón Agústsson, Magnús Möller, Odd- ur Július Tómasson, Sigurjón Guöbergsson, Sveinn Tómasson, Steingrimur Guðmundsson, As- geir Jakobsson, Haraldur Magnússon, Albert Erlingsson, August Hákansson, Þorbjörn bóröarson og óskar Jóhannsson. Önnur útgáfa af Fiskabók AB Almenna bókafélagið hefur sent frá sér aðra útgáfu af bókinni Fiskar og fiskveiöar viö isiand og i norðurhöfum eftir Preben Dahl- ström og Bent J. Muus þýdda og staöfærða af Jóni Jónssyni fiski- fræðingi. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom hér út 1968 og segir Jón Jónsson í formála þeirrar útgáfu: „Bókin er miðuð við fiskveiðar undan ströndum Norðvestur-Evrópu og helztu tegundir fiska á þvi haf- svæöi. Þótt hér sé þvi getið allra þeirra tegunda, sem mesta þýö- ingu hafa i veiðum tslendinga, þótti mér ekki fært annað en bæta inn i textann ýmsum frekari upp- lýsingum um lifnaöarhætti helztu nytjafiska okkar, svo og þær veiðar, er á þeim byggjast.” Texta fyrstu útgáfu hefur i þessari nýju útgáfu veriö breytt i samræmi við þá þróun sem oröið hefur i fiskveiðimálum, siöan fyrsta útgáfa kom út. Aö ööru leyti er önnur útgáfa óbreytt frá þeirri fyrri, að þvi er Jón Jónsson segir i formála. Fiskabókin er 240 bls. aö stærð auk skrár yfir islenzk og latnesk heiti þeirra fiska, sem lýst er i bókinni. Erfiðleikar í iðnrekstri S.Í.S. HEI —„Ljóst er að á fyrra helm- ingi ársins 1977, var rekstrar- staöa Sambandsins sæmilega hagstæð. En þetta breyttist mjög til hins verra er liða tók á áriö”. Þetta er haft eftir Erlendi Einarssyni, forstjóra S.l.S. i nýj- astaheftiSamvinnunnar. Þá seg- ir: „Rekstrarkostnaöur hækkaöi miklu meira en tekjur. Vissar rekstrargreinar hafa lent i mikl- um erfiðieikum, t.d. iönaöurinn. Það gefur auga leiö, aö þegar helztu kostnaðarliöir eins og laun hækka á árinu um 70%, þá fari ýmislegt úr skoröum. Reksturinn hlýtur að stórversna frá 1976, og það getur oltið á ýmsu, hvort rekstrarniðurstaöan veröi ofan við strikið. Viö þessar aöstæöur hlýtur að veröa dregið mjög úr framkvæmdum hjá Sambandinu og samvinnufélögunum á yfir- standandi ári. Reynt veröur aö skera niður rekstrarkostnaö af fremsta megni til þess aö foröast eða minnka taprekstur”. Iðgjöld ábyrgðar. trygginga jafnari HEI — Sem kunnugt er hafa tryggingafélögin farið fram á 67% hækkun iðgjalds af ábyrgðartryggingum bifreiöa, sem féllu i gjalddaga 1. marz s.l. Blaðið leitaði til Erlends Lárussonar forstööumanns Tryggingaeftirlitsins til aö leita frétta um afgreiöslu þessa máls en Tryggingaeftirlitið fær málið til umsagnar frá Tryggingaráöu- neytinu. Sagöi Erlendur tryggingafélög- in rökstyðja þessa hækkun meö þeim miklu hækkunum er oröiö hefðu bæði á kaupgjaldi og verö- lagi bifreiða og varahlutum i þær. Tryggingaeftirlitið heföi aflaö sér upplýsinga frá siðasta ári og ár- um. — Það er mikið starf aö vinna úr þeim gögnum sagöi Erlendur. Væri ekki að vænta niðurstööu fyrr en i næstu viku. Þaö virtist sem slysatjónum heföi fjölgaö frá fyrra ári og sagði Erlendur einnig að gera mætti ráö fyrir breyting- um á milli flokka t.d. að munur á iögjaldi yrði minni milli gjald- svæða en veriö hefur. íslenzkar tillögnr um rannsókn á styrktaraðg'erðum í EFTA-löndum: Rannsakað verði í hve miklum mæli þær trufli frjálsa samkeppni SSt — Eins og sagt var frá i þriðjudagsblaði Timans flutti Davið Sch. Thorsteinsson for- maður Fll tillögur á fundi efna- hags- og félagsmálanefndar EFTA, sem haldinn var i Genf sl. föstudag. Þessar tillögur fengust samþykktar eftir miklar umræð- ur, en þær hreyfa viö feimnis- máli, — sem sé opinberum styrkt- araðgerðum velflestra aðildar- rikja EFTA viö iðnað og útflutn- ingsgreinar. Þessi umrædda samþykkt verður nú birt hér i heild: „Nefndin lýsir áhyggjum sin- um yfir þvi að hið alvarlega efna- hagsástand i heiminum skuli i si- auknum mæli leiða til ýmiss kon- ar verndaraðgerða, þar á meðal styrkja og niðurgreiðslna til iðn- aðar. Þessi þróun á sér ekki ein- ungis stað i EFTA-löndunum, heldur einnig i þeim rikjum, sem mynda friverzlunarsvæði Evrópu og aðauki iýmsum öðrum ríkjum heims. Nefndin leggur til við Ráð- gjafanefnd EFTA, að hún mæli með þvi' við EFTA ráðið, að safn- að verði saman upplýsingum um rikisaðstoð og annan opinberan stuðning innan EFTA. Rannsókn- in skal beinast að öllum tegund- um opinberra styrkja og stuðn- ingsaðgerða til sérstakra greina iðnaðar, svo og til útflutningsiön- aðar og skulu starfsmenn EFTA framkvæma rannsóknina. Forðastskal tviverknaö og leit- að upplýsinga um þessi mál hjá öðrumsamtökum.svosem OECD og Norræna ráðinu. Við öflun upplýsinga i EFTA-löndunum skal þess gætt, að fá álit allra þeirra aðila, sem sæti eiga i ráö- gjafarnefndinni. A grundvelli þess efnis, sem safnaö veröi á þennan hátt, ber aö rannsaka hvort og i hve miklum mæli þessar styrktaraögerðir hafa áhrif á og trufla frjálsa sam- keppni og séu þannig i andstöðu við anda Stokkhólmssamnings- ins, sem lagði grundvöllinn að EFTA.” ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.