Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 10. marz 1978 Enn af barokktónleikum 1 febrúar voru hér á ferö Snorri örn Snorrason gltar- og lútuleikari og Camilla Söder- berg blokkflautuleikari. I þvi tilefni voru haldnir tvennir tón- leikar, þar sem annars vegar voruleikin barokk-verk, og hins vegar nútimaverk. Þvi, eins og skýrt er frá i hinu nýja hefti af Alfræði Menningarsjóðs, Tón- menntum eftir Hallgrim Helga- son þá útrýmdi þverflautan blokkflautu-fjölskyldunni um 1750, þannig að hún gleymdist um hrið unz hún var endurvakin um 1910. En timabili barokk-tónlistar telst lokið um 1740, eða um svipað leyti og blokkflautan leið undir lok. Fyrri tónleikarnir voru hinir fimmtu i flokki Háskólatónleika i vetur, haldnir 4. febrúar i Fé- tónlist lagsstofnun stúdenta. Þar fluttu þau Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason einleiks- og tvileiksverk fyrir blokk- flautur og lútu eða gitar, þar af tvö nútimaverk: Nocturnal Op. 70eftir Benjamin Britten (skrif- að fyrir gitarleikarann Julian Bream), og Musica da Camera eftir Þjóðverjann Hans Martin Linde (f. 1930), sem mun nú vera kennari Camillu Söderberg við „Scola Cantorum Basiliens- is” i Sviss. Við erum auðvitað ekki alveg blankir i blokkflautuleik hér við Faxaflóann i seinni tið, þvi einsog menn muna voru hér á ferð höfuðsnillingar á það hljóð- færi fyrir tveimur árum, Michalatrióið, og Ars Antiqua. En með þá reynslu að baki get- um við með sanni sagt, að ung- frú Söderberg er hinn ágætasti blokkflautuleikari. — Hún var þarna með alls konar flautur, allt frá sópran til bassaflautu, og virtist jafnvig á forna tónlist og nýja. Þá er það ánægjuefni að Snorri örn skuli vera að sér- hæfa sig i lútuleik, þvi eins og dæmin sanna, þá er verulegur hljómgrunnur fyrir barokk-tón- list hér sem annars staðar um þessar mundir: Helga Ingólfs- dóttir reið á vaðið með sembal sinn fyrirfáum árum, en ennþá vantar viólu da gamba og önnur forn strokhljóðfæri i barokk-hljóðfærasafn þjóðar- innar. Aðvisu virtist mér Snorri örnvera meira heima með git- arinn en lútuna, enda vafalaust að vonum, en kannski lútan sé lika tæknilega erfiðara hljóð- færi. Og, eins og jafnan á barokk-tónleikum, hvildi mikill þokki yfir þessu öllu saman, bæði tónlistinni sjálfri og flutn- ingnum. I framhaldi af þessu héldu svo Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir (semball) og Lovisa Fjeldsted (knéfiðla) tón- leika i Norræna húsinu 22. febrúar, og fluttu enn barokk- og nútimatónlist. Það bar helzt til tiðinda, að Helga frumflutti þarna ágætt sembalverk eftir Atla Heimi Sveinsson, samið 1976. Heitir það Frumskógur. Eins og flest verk Atla er Frum- skógur skemmtilegt áheyrnar, auk þc.3s sem eiginleikar hljóð- færisins eru nýttir af mikilii kunnáttuog hugviti. Með þvi að semja verk fyrir ákveðna af- burðahljóðfæraleikara, leggur Atli mikilvægan skerf til lifandi tónlistar. Annað nútimaverk þarna var Fragmente (1968) fyrir einleiksblokkflautu eftir Japanann Makoto Shinohara (f. 1931), heldur leiðinlegt i sjálfu sér að þvl mig minnir, en gaf flautuleikaranum tækifæritil að „brilliera”. Flest hinna viða- meiri barokkverka voru fyrir altblokkflautu og annað hvort sembal eða grunnbassa, og þótt merkilegt mætti virðast var alt- blokkflautuleikur ungfrú Söder- holm hvað siztur þetta kvöld — bæði sópran- og tenórleikurinn var miklu betri. Lovisa Fjeld- sted, sem mig minnir að hafi út- skrifazt úr Tónlistarskólanum i fyrra, lék mjög kurteislega á knéfiðluna eins og sæmdi, þvi í rauninni átti að spila þetta á vfólu da gamba — þessi forna tónlist nýtur sin aldrei til fulls nema hún sé spiluð á rétt hljóð- færi. — Það er að sjá sem gömlu mennirnir hafi haft betri tilfinn- ingu fyrir jafnvægi hljóðfær- anna en seinni tima hljóðfæra- smiðir og tónskáld. Af hinum fornu tónskáldum þekkti ég aöeins Antonio Vivaldi (1678-1741), sem einmitt átti 300 ára afmæli 4. marz sl., sem hátiðlegt var haldið i Vestur- bænum, og e.t.v. viðar um land, um siðustu helgi. En þótt maður þekkti ekki nöfn tónskáldanna, voru mörg verka þeirra hin ánægjulegustu, enda ganga um þessara stefja aftur i siðari tima tónlist, t.d. notar italski 20. ald- ar tónskáldið Respighi sama stef og John Bull (1562-1628) skrifaði 8 tilbrigði sin um i The Spanish Pavan (sem Helga Ingólfsdóttir lék) i svitu sina Fuglana — nl. stef næturgalans. Að svo mæltu þakka ég hinu unga fólki ánægjulega tónleika, og bið forláts á siðbúnum skrifum — en hvað á að gera i þessu þrældóms-, eftirvinnu- og samkvæmisþjóðfélagi? 7.3. SigurðurSteinþórsson. 9. TÓNLEIKAR SINPÓNlU- HLJÓMSVEITARINNAR Niundu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar islands 9. febrúar stjórnaði Bandarikjamaðurinn George Trautwein, enda voru þeir að hálfu helgaðir banda- riskri nútimatónlist. En fyrir hlé var fluttur Gamanforleikur eftir Victor Urbancic, og Selókorsert Schumanns óp. 129, sem Gunnar Kvaran lék. Menn lesa stundum á siðum siðdegisblaðanna, að illa sé var- ið þvi fé sem „fari i” útlenda tónlistarmenn hér á landi. En eins og sitthvað annað á téðum siðum er þetta heimskulega sagt, þvi af útlend- um tónlistarmönnum hefur það tónlistarlif, sem hér þó er, að mestu sprottið. Einn hinn fremsti þeirra var Dr. Victor Urbancic, hámenntaður Austurrikismaður sem hingað fluttist árið 1938. Um hann segir i tónleikaskránni, „Hann varð strax mjög athafnasamur i tónlistarmálum hér, sem kenn- ari, orgelleikari, pianóleikari og hl jómsveitarstjóri. Hann stjórnaði frumuppfærslum hér á ýmsum öndvegisverkum tónbókmenntanna, fjölhæfni hans i tónlist var með ólikind- um og hann var vel heima, hvar sem gripið var niður i sambandi við tónlist. Með Hljómsveit Reykjavikur, sem var fyrirrennari Sinfóniuhljóm- sveitar Islands, vann hann mik- ið starf, og nýttist það vel þegar regluleg sinfóniuhljómsveit var stofnuð. Með Sinfóniuhljóm- sveitinni starfaði hann frá upphafi, bæði á tónleikum og i Þjóðleikhúsinu,” A þeim árum voru ýmis listræn afrek unnin. sem enn vekja furðu — t.d. var endurflutt i útvarpið i fyrra upptaka af Rigoletto, sem Urbancic stjórnaði, og þykir með eindæmum góð. Urbancic samdi gamanfor- leikinn i tilefni fimmtugs- afmælis sins árið 1953, og tileinkaði hann Sinfóniuhljóm- sveitinni. Forleikurinn bar, að dómi undirritaðs, af þvi sem fram var fært á þessum tónleik- um. Auk Victors Urbancic má nefna alkunna menn af hans kynslóð sem urðu lyftistöng tón- listaríifi landsmanna: Róbert Abraham Ottósson, Fritz Weischappel, Carl Billich o.fl., en af yngri kynslóðinni Herbert H. Agústsson, Páll P. Pálsson, Hans Ploder, Martin Hunger Friðriksson, svo einhver dæmi séu nefnd. Núna leika með Sin- fóniuhljómsveitinni ýmsir út- lendingar sem sumir hverjir munu hverfa til starfa annars staðar, en aðrir setjast hér að og efla tónlistarlif landsmanna. .En það er ekki einasta að út- lendingar komi hingað til lengri eða skemmri dvalar: Islenzkir tónlistarmenn hafa löngum sótt til útlanda i sömu erindum, og einn þeirra er Gunnar Kvaran knéfiðluleikari, sem nú býr og starfar i Danmörku. Gunnar er, ásamt öðrum „útlaga”, Hafliða Hallgrimssyni, vor skrautleg- asti knéfiðlari, en eins og ég hefi áður minnt á, voru þeir Gunnar og Hafliði meðal fjögurra stór- efnilegra og jafnaldra nemenda Einars heitins Vigfússonar — hinir tveir snéru sér að hálfu frá Gunnar Kvaran sellóinu, annar til að syngja lof himnajarls, en hinn til að kanna eldinn i neðra. Um konsert Schumanns segir i tónleikaskránni: „Lengi töldu menn konsertinn ekki vera Schumann samboðinn, en tim- inn, sem einn getur leitt hinn fullkomna sannleika i ljós, hefur kveðið upp sinn dóm, og kon- sertinn hefur nú lengi verið tal- inn einn göfugasti sellókonsert sem saminn hefur verið”. En timinn fellir aldrei hinn endan- lega dóm — hann heldur alltaf áfram að dæma, og nú á timum þykir þessi konsert Schumanns að visu göfugur, en furðu „sentimental” og langdreginn, Gunnar lagði sig allan fram til aðdraga fram anda konsertsins og lék afarvel, en a.m.k. fyrir minn smekk hefði átt að gefa honum meira „pepp” — það tungumál, sem konsertinn tal- Victor Urbancic ar, snertirmenn ekki lengur. Og þar er að sjálfsögðu ekki við Gunnar Kvaran eða Trautwein að sakast — það eitt hefur gerzt, að timinn hélt áfram að liða eft- ir að músiklexikon sá var sam- inn,sem höfundur tónleikaskrár sló upp i. Eftir hlé voru flutt tvö ame- risk nútimaverk, Sónata eftir Eric Stokes, og Rómantiska sinfónia Howards Hanson. Það varð helzt til tiðinda i fyrra verkinu, að það var flutt á þremur stöðum i salnum — einn strengjahópur var á sviðinu (sellóin) en fiðlurnar skiptust i tvo flokka, við þverganginn hægra og vinstra megin. Mar- teinn H. Friðriksson og Páll P. Pálsson stjórnuðu hvor sinum hópi, en Trautwein hinum þriðja. Allt var þetta ágætt, og raunar ögn sniðugt, en vandinn var auðvitað hinn sami og endranær þegar svona hlutir eru reyndir — nl. sá, að hver hlustandi er aðeins á einum stað. Sumir eru fremst og sumir aftast i salnum, aðrir til hægri og enn aðrir til vinstri, en þó all- ir óhreyfanlegir á sinum stað. Þess vegna mun enginn reyna þann breytileika, sem tónskáld- ið vafalaust sækist eftir, og verkið verður ekki annað en til- raun i sniðugheitum (kúriósi- tet). Howard Hanson var af sænsku bergi brotinn, fæddur árið 1898. Rómantisku sinfóni- una samdi hann árið 1930 i til- efni 50 ára afmælis Sinfóniu- hljómsveitarinnar i Boston. Tónskáldið lét þau orð fylgja með henni, að hann vildi hverfa frá þeirri tónlist sem ætti meira skylt við heilann en hjartað, en slik tónlist eigi mikið rúm i hug- um samtimans (tónleikaskrá). Sinfónian kallar i stuttu máli fram i' hugum hlustenda hrossa- óperur, John Wayne, Gary Cooper og stórar nautgripa- hjarðir. En það hefur ekkert með Howard Hanson að gera. Þvi menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að stjörnur eru ekki skýrðar eftir togurum, heldur öfugt. Og tónlist Hansons hefur orðið höfundum kúreka- kvikmyndatónlistar óþrjótandi uppspretta, þannig að nú er svo komið, að landslag Nevada- eyðimerkurinnar, Cooper, Wayne, tónlist i Hanser-stil, og baulandi Indiánar, rennur allt saman i eina vestræna heild. —7.3. Sigurður Steinþórsson Störf gæzlumanna á ferðamannastöðum eru oft ekki leikur einn. Þessi mynd er af skála F.l. i Landmannalaugum, þar sem mikill feröa- mannastraumur er á sumrum. Félag gæzlumanna vill samningsrétt Blaðinu hefur borizt greinargerð frá Félagi gæzlumanna, sem samin hefur verið með það i huga aö kynna þvi fólki sem á hverju ári ræður sig sem gæzlumenn á ferðamannastöðum, sem og öðr- um, sem áhuga hafa á, sitthvað er varðar gæzlustörfin og einnig starfsemi félagsins, einkum það sem að kjaramálum lýtur. I greinargerðinni segir að fé- lagsmenn séu nú um tuttugu tals- ins og áð frá stofnun Félags gæzlumanna hafi það verið tii- gangur þess að vinna að hags- munum félagsmanna, vera for- svarsaðili þeirra út á við, þ.á.m. að semja um kaup og kjör. Hafi þetta leitt til þess að á sl. ári fengu gæzlumenn nokkra leiðrétt- ingu á kjörum sinum, þó án þess að kjarasamningar fengjust gerðir. — Nú I vetur hefur Félag gæzlumanna gert drög að starfs- lýsingu. Astæður eru til að ætla, að sumir þeirra, sem eftir þess- um störfum sækjast, haldi að þar sé um að ræða hálfgildings sum- arfri. Reynslan mundi þó fljo'tt sanna þeim annað. Tilgangur fé- lagsins með starfslýsingunni var m.a. sá að leggja grundvöll að sanngjörnum kjarabótum. Félag- ið hefur óskað eftir þvi bæði við fulltrúa F.I. og framkvæmda- stjóra Náttúruverndarráðs að ná samkomulagi um starfslýsing- una. Nokkrar viðræður hafafarið fram, en er enn ólokið, — segir i greinargerðinni. Siðansegir aðFGhafisett fram kröfur sinar i kjaramálum, en af hálfu ráðuneytisins hafi þvi verið lýst yfir að á engan hátt yrði sam- ið eða gert samkomulag við það, einungis yrði hlustað á kröfur og rök. Myndi ráðuneytið siðan á- kvarða kjörin einhliða. Séfélagið að vonum ekki ánægt með þessi urslit. IstjórnFélagsgæzlumanna eru Finnur Torfi Hjörleifsson for- maður, Sigriður Ingólfsdóttir og Tryggvi 'Jakobsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.