Tíminn - 10.03.1978, Síða 16
u
n ;i ;l1 il !i;i«
Föstudagur 10. marz 1978
r
í dag
Föstudagur 10. marz 1978
Lögregla og slökkvilíð
X----- ------<
Reykjavlk: Lögreglan slmi1
11166, slökkviliðið og sjúkra-
bifreið, slmi 11100.
Kópavogur: Lögreglan slmi
41200, slökkviliðið og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Rafnarfjörður: Lögreglan
slmi 51166, slökkvilið sfmi
51100, sjúkrabifreiðslmi 51100.
• ------—....... v
Heilsugæzla
v , - -/
Slysavaröstofan: Slmi 81200,'
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreiö: Reykjavlk og
Köpavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Hafnarfjöröur — Garðabær:
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöö-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, slmi
11510.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 10. til 16. marz er i
Holts Apóteki og Laugavegs
Apóteki. Það apótek sem fyrr
er nefnt, annast eitt vörzluna á
sunnudögum, helgidögum og
almennum fridögum.
"Ilafnarbúðir.
Heimsóknartimi kl. 14-17 og
19-20.
Heimsóknartimar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. kl. 18.30 til 19.30.
I.augardag og sunnudag kl. 15
til 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opið kl. 9-12 og sunnu-
vdaga er ldcaö.
---------—~ rrrtp
Bilanatilkynningar
__________________________J
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi i sima 18230. 1
Hafnarfirði i sima 51336.
Hitaveitubilanir: kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-
manna 27311.
Vatnsveitubilanir simi ‘86577. .
Simabilanir simi 05.
Bflanavakt borgarstofnana.
Sfmi 27311 svarar alla virka
Lárétt.c
1) Gosefni 6) Lærdómur 8)
Stuldur 9) Verkfæri 10) Veð-
hjól 11) Akur 12) Slit 13) Bára
15) Litlar.
Lóðrétt:
2) Samanvið 3) Stafur 4) Bylta
5) Krassa 7) Ok 14) Komast.
Ráðning á gátu No. 2717
Lárétt:
1) Agnes 6) Ann 8) 111 9) Góm
10) Dul 11) Rór 12) Agn 13)
Ann 15) Brodd.
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Félagslíf
■- ' ^
/
Kvenfélag Langholtssóknar
minnist 25 ára afmælis sins
með kvöldfagnaði að Hótel
Esju sunnudaginn 12 marz
n.k. kl. 18.00. Upplýsingar hjá
stjórnarkonum. Stjórnin.
Kvenfélag Lágafellssóknar..
Fundi i félaginu sem vera átti
6. marz er frestað vegna
kirkjuviku til 13. marz n.k. i
Hlégarði kl. 20,30. Guðriður
Halldórsdóttir húsmæðra-
kennari sýnir gerð smárétta
og séra Birgir Ásgeirsson ræð-
ir um æskulýðsmál. Mætið vel
og stundvislega. Stjórnin.
HLUTAVELTA
Samtaka Svarfdælinga
verður haldin i félagsheimili
Langhoitssafnaðar sunnudag-
inn 12. þ.m. og hefst kl. 3.15.
Allt mjög góðir vinningar
engin núll
Agóði rennur til
Dvalarheimilis aldraðra Dal-
vik.
Basarnefndin.
Kvennadeild Eyfirðinga-
félagsins minnir á kökubasar-
inn á Hallveigarstöðum, laug-
ardaginn 11. marz kl. 2.
Kirkjudagurinn verð-
ur sunnudaginn 12. marz næst-
komandi og hefst með messu
að Norðurbrún 1. kl. 14.
Kirkjukór Hvalsneskirkju
kemur i heimsókn. Kaffisala,
veizlukaffi. Kökum veitt mót-
taka frá kl. 11 á sunnudags
morgun.
Sálarrannsóknarfélagið i
Hafnarfirði heldur fund
fimmtudaginn 9.marz i
Iðnaðarmannahúsinu i Hafn-
arfirði og hefst kl. 20,30. Dag-
skrá : Zóphónias Pétursson
flytur erindi og Gunnar Dal les
úr verkum sinum. Stjórn-
in. Kvenfélag Óháðasafnaðar-
ins. Aðalfundurinn er næst-
komandi laugardag kl. 3 i
Kikjubæ .
Intervac gerir þér fært að
dveljast ódýrt erlendis með
ibúðaskiptum. Upplýsingar
gefnar á Kópavogsbraut 98.
simi 4-00-22.
Lóðrétt:
2) Galdrar 3) NN 4) England
5) Vitra 7) Smána 14) No.
Sunnudaginn 12. marz
Kl. 10. 1. Gönguferð um Svina-
skarð. Fararstjóri: Finnur
Jóhannesson.
2. Gönguferð á sklðum.
Fararstjóri: Þorsteinn Bjarn-
ar.
Kl. 131. Gönguferð á Meðal-
fell. Fararstjóri: Þórunn
Þórðardóttir. 2. Fjöruganga i
Hvalfirði. Fararstjóri: Sig-
urður Kristinsson. — Verð kr.
1500iallarferðirnar. Farið frá
Umferðarmiðstöðinni að aust-
anverðu. — Ferðafélag
tslands.
Ferðir um páskana 23.—27.
marz:
Þórsmörk: 5 dagar og 3 dag-
ar, 23. marz og 25. marz kl. 08.
Gist i húsi.
Snæfellsnes: 5 dagar, gist i
húsi. Auk þess dagsferðir alla
dagana. Nánar auglýst siðar.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofunni, öldugötu 3. —
Ferðafélag íslands.
Ferðafélag íslands heldur
kvöldvöku I Tjarnarbúð 16.
marz. kl. 20.30. Agnar Ingólfs-
son flytur erindi með myndum
um lifrfki fjörunnar. Aðgang-
ur ókeypis, en kaffi selt að er-
indi loknu. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir. —
Ferðafélag íslands.
Frá Náttúrulækningafélagi
Reykjavikur.
Fræðslufundur verður mánu-
daginn 13. marz n.k. kl. 20.30 i
Matstofunni að Laugavegi
20b. Erindi Manneldismál.
Snorri Páll Snorrason yfir-
læknir flytur. Allir eru vel-
komnir.
Skiðamót Reykjavikur
i barnaflokkum 12 ára og
yngri verður haldið i Skálafelli
um helgina 11.—12. marz.
Mótið hefst kl. 13 báða dag-
ana. Skiðadeild KR.
' . --------------.
Minningarkort
>■ ~ ' ~ -
‘Minningarkort sjúkrasjóðs'
Iðnaðarmannafélagsins Sel-
fossi fást á eftirtöldum stöfV
um: t Reykjavik, verzlunin
Perlon, Dunhaga 18, Bilasölu
Guðmundar, Bergþórugötu 3.
Á Selfossi, Kaupfélagi Árnes-
inga, Kaupfélaginu Höfn og á
simstöðinni i Hveragerði.
Blómaskála Páls Michelsen.
Hrunamannahr., simstöðinni-
Galtafelli. A Rangárvöllum,
Kaupfélaginu Þór, Hellu.
Minningakort Styrktarfélags
vangefinna fást I bókabúð
Braga, Verzlanahöllinni,
bókaverzlun Snæbjarnar,
Hafnarstræti og i skrifstofu
félagsins. Skrifstofan tekur á
móti samúðarkveðjum i sima
15941 og getur þá innheimt
upphæðina I giró.
krossgáta dagsins
2718.
[ David Graham PhiUips: ) 152
SÚSANNA LENOX
( Ján Helgason __
Súsanna. „Ég er orðin fullsödd á þvl, að fólk trúi mér fyrir leyndar-
málum”.
„Það er dálitið um þig sjálfa”, sagði Maud. „En ef það vitnast, að
ég hafi sagt þér það, lætur Kobbi drepa mig. Já — drepa mig”.
Súsanna fór að hlæja. „Hvaða þvættingur er þetta?” sagði hún.
„Það er ekki neinn þvættingur”, sagði Maud. „Þegar þú kynnist
þessari borg betur, munt þú komast að raun um, að það er jafn auð-
velt að láta myrða mann og kaupa eitt glas af whiskýi. Hvaða
áhætta er það að láta okkur hverfa? Alls engin. Mér finnst alltaf ein-
hvern veginn, að Kobbi muni einhvern tima láta drepa mig — nema
þá ég verði sjálf vitlaus og drepi hann. Hann er ástfanginn af mér —
eða að minnsta kosti afbrýðisamur — og ef hann grunaði einhvern
tima, að ég ætti elskhuga — einhvern — einhvern, sem ekki borgaði
— þá væri úti um mig. Maud litla væri ofurseld dauðanum”.
Hún bað um meira whiský, og þegar hún hafði dreypt á þvi, datt
henni aftur i hug, hvað hún hafði ætlað að segja stallsystur sinni.
Svo spurði hún, eins og til þess að beina talinu f rétta átt:
„Þykir þér vænt um Fridda?”
„Ég veit það ekki”, svaraði Súsanna. Og það var satt. Eðlisbund-
in trú hennar á einhvers konar forlög olli þvi, að dómar hennar um
menn —jafnvel þá, sem áttu sök á þjáningum hennar — voru undar-
lega lausir við alla beiskju. Henni fannst Friddi aðeins vera verk-
færi — og ekki með öllu sneytt mannlegum tilfinningum. Og að
slepptu þvi aðdráttarafli, sem hann var gæddur, var hann búinn
fágætu þreki, sem hún gat ekki annað en dáðst að. Hann var að
minnsta kosti ekki viljalaust verkfæri. „Ég veit ekki, hvað ég á að
segja”, sagði hún.
Maud hafði setið hugsi, meðan Súsanna hugleiddi svar sitt og
reyndi að gera sér grein fyrir, hvað hún ætti að segja um húsbónda
sinn, sem aftur var þræll Finnegans, sem aftur var þræll einhvers
annars æðri manns — hún vissi ekki hvers. Loks mælti hún:
„Mér er alveg sama. Ég segi þér það, þó að það kosti mig lifið”.
„Gerðu það ekki”, sagði Súsanna. „Ég vil ekkert vita”.
„En ég verð að segja þér það. Veiztu, hvað Friddi er að hugsa
um?”
Súsanna brosti háðslega. — Mér er alveg sama. Þú skalt ekki fara
að segja mér það, þegar þú ert svona drukkin.
— Dómarinn I lögregluréttinum, handbendi Finnegans, heitir
Bennett. Þegar Bennett kemur aftur frá Jefferson, ætlar Friddi að
láta dæma þig til þriggja mánaða betrunarhúsvistar.
Súsanna var að bera glasið upp að vörunum, þegar Maud sagði
þetta. Hún lét það aftur að borðið. Gamli drykkjuboltinn, sem húkti
við slaghörpuna úti i horninu, var að byrja á eftirlætislaginu sfnu
„Ég er höfðingi vfkingahersins”. Súsanna tók undir.
— Þetta er dagsatt. hrópaði Maud, sem hélt, að Súsanna tryði
henni ekki. — Friddi er undarlegur maður. Það eru allir hræddir við
hann, það mætti ætla að hann væri huglaus bleyða eftir þvf, hvernig
hann fer með varnarlausar konur. En hann er það ekki — alls ekki.
Það eru allir á einu máli um það, að hann verði áður en lýkur vold-
ugur maöur i stjórn landsins. Hann gefst aldrei upp. Hann kemur
alltaf sinum vilja fram. Og hann álitur að þú sért vanþakklát fyrir
allt sem hann hefur gert fyrir þig.
— Ef til vill þóekki —eftir hans skoðun, sagöi Súsanna.
— Og Kobbi segir, að hann sé frávita af ást, og hann muni þess
vegna senda þig þangað, sem aðrir karlmenn ná ekki til þin. Það er
ástæðan. Hann er undarlegur maður. En það eru nú allir karlmenn,
þó að þeir séu öðru visi en Friddi.
— A ég að vera i fangelsi i þrjá manuði? spurði Súsanna hugsandi.
— Þú virðist ekki kippa þér upp við það. Það er auðséð að þú hef-
ur aldrei verið... Og þangað áttu að fara. Það verður ekki hjá þvi
komizt — nema þú flýir burt héðan úr borginni. Og þá ættirðu aldrei
afturkvæmt hingað. Friddi mundi sjá til þess, aö þú fengir makleg
málagjöld, undir eins og þú kæmir aftur. Elskarðu hann?
Súsanna leit framan I Maud sem iðaði I skinninu af forvitni, og
brosti tviræðu brosi. — Ég — ástfangin — af manni, sagði hún hægt.
Svo byrjaði hún að hlæja.
— Hlæðu ekki svona, sagði Maud, — Það fer kuldahrollur um mie
þegar þú hlærð svona. Hvað ætlarðu að gera?
— Hvað get ég gert?
— Ekkert.
„Einhvern tima munu þið upp-
götva að maöur getur orðið rang-
eygur af þvi að sitja alltaf og .
stara i sama hornið.”
ÐENNI
DÆMALAUSI