Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. marz 1978.
5
Eitt hópatriði Túskildingsóperunnar eftir Bertolt Brecht og Kurt WeUl. Túskildingurinn i
baksýn.
Frumsýning Leiklistarfélags MH:
Túskildingsóperan
eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill
í kvöld frumsýnir Leiklistar-
félag Menntaskólans við
Hamrahlið viðamestu leiksýn-
ingu si'na til þessa: Túskildings-
óperuna, hið þekkta verk Bert-
olts Brecht og Kurts Weill.
Leikstjóri sýningarinnar er
Stefán Baldurssonar, leikmynd
ereftir Ivar Török og myndlist-
arfélag skólans, en Þorgerður
Ingólfsdóttir annast kórstjórn
og hefur æft söngvana ásamt
Onnu Guðnýju Guðmundsdótt-
ur. Milli 40 og 50 manns koma
fram í sýningunni, þar af 9
hljóðfæraleikarar, en tónlistin
er útsett af Hlöðveri Smára
Haraldssyni.
Með stærstu hlutverk fara:
Ásgeir Bragason, sem leikur
Makka hnif, Hólmfriður Jóns-
dóttir, sem leikur Pollý, Asgeir
R. Helgason, sem leikur betl-
arakónginn, Jónatan Jeremfas
Peachum, Frú Peachum er
leikin af Jóhönnu Þórhallsdótt-
ur, Ingibjörg Ingadóttir leikur
Knæpu-Jenný, Ari Harðarson
Brown lögreglustjóra og Aldis
Baldvinsdóttir leikur Lucý.
Meðal leikenda isýningunni eru
fjölmargir úr kór Hamrahliðar-
skólans og koma þeim fram i
ýmsum hlutverkum.
Túskildingsóperan er meðal
vinsælustu verka Brechts. Hún
var frumsýnd árið 1928 og náði
þegar i stað gifurlegum vin-
sældum, og var sýnd viða um
lönd. Hér á landi hefur hiin veríð
sýnd i öllum atvinnuleikhúsun-
um: Fyrst hjá Leikfélagi
Reykjavikur siðan Leikfélagi
Akureyrar og siðast i Þjóðleik-
húsinu 1972.
Frumsýningin verður sem
fyrr segir i kvöld og hefst kl.
20.30 i Hamrahliðarskólanum.
Siðan verða sýningar á fimmtu-
dags- og laugardagskvöld og á
þriðjudag. Allar sýnarnar eru
opnar almenningi. Miðasala á
sýningarnar eru i skolanum
sýningardagana.
Fyrirlestur um Chagall
í franska bókasafninu
FI. — í kvöld heldur forstöðu-
maður Chagall-listasafnsins i
Nissa, Pierre Provoyeur, fyrir-
lestur um rússnesk-franska lista-
manninn Marc Chagall. Fyrir-
lesturinn verður á frönsku og,
hefst kl. 20.30 i franska bókasa.Vn-
ínu. Litskyggnur verða sýndar úr
safninu, en það hefur aö geyma
450 myndir Chagalls. Safnið hóf
starfsemi sina árið 1973 og hefur
Provoyeur unnið að skipulagn-
ingu þess frá upphafi.
EOISKI125p
— Hámarkshraði 155 km— Bensíneyðsla um 10 lítr-
ar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum
hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós með
stillingu— Læst bensínlok— Bakkljós— Rautt Ijós i
öllum hurðum — Teppalagður— Loftræstikerfi —
Öryggisgler — 2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðu-
þurrkur— Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahólf og
hilla — Kveikjari — Litaður baksýnisspegill —
Verkfærataska — Gljábrennt lakk — Ljós í farang-
ursgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronester-
aður girkassi — Hituð afturrúða — Halíanleg sætis-
bök — Höf uðpúðar.
Allt þetta fyrir 1.670.000
Til öryrkja 1.270.000
STATION 1.820.000
Til öryrkja 1.410.000
Sinfóniuhljómsveit Islands:
Operutónleikar
Næstu tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands verða i Háskóla-
biói næstkomandi fimmtudag kl.
20.30. Þetta eru óperutónleikar,
og verða eingöngu flutt atriði úr
óperum eftir Beethoven og
Wagner.
Efnisskráin er þannig:
Beethoven:
Fidelio
Forleikur
Aria Leonoru
Fangakórinn
Dúett- Leonora/Florestan.
Wagner:
Tristan og Isolde
Forleikur og Liebestod”
Meistarasöngvararnir
„Preislied” og forleikur
Hollendingurinn fljúgandi
Forleikur og „Matrosenchor”
Valkyrjurnar
Atriði úr 1. þætti.
Stjórnandi á þessum tónleikum
er Wilhelm Bruckner-Ruggeberg.
Hann hefur um árabil verið einn
af aðalstjórnendum við óperuna i
ÞJ-Húsavik. Skákþing Norður-
lands var háð á Húsavík dagana
9.-12. marz. Teflt var eftir Mon-
rad kerfi i tveim flokkum,
meistaraflokki og unglingaflokki.
Þátttakendur i meistaraflokki
voru fjórtán og sextán tefidu i
unglingaflokki.
Sigurvegari i meistaraflokki og
jafnframt skákmeistari Norður-
lands varð Páll Leó Jónsson,
Austur-Húnavatnssýslu með
fimm og hálfan vinning af sjö
Hamborg og hefur stjórnað þar
meira en 2500 sýningum. Auk
þess hefur hann oft stjórnað við
stærstu óperuhús Þýzkalands og
er ennfremur tiður gestur i Suð-
ur-Ameriku. Bruckner-Rugge-
berg var hér á landi fyrir 20 árum
og stjórnaði m.a. óperunni
„Carmen”, sem þá var flutt i,
konsertformiiAusturbæjarbiói 11
sinnum fyrir fullu húsi.
Bruckner-Ruggeberg er nú
prófessor við tónlistarháskólann i
Hamborg og stjórnandi sin-
fóniska kórsins þar i borg.
Óperusöngvararnir Astrid
Schirmer og Heribert Steinbach,
eru eins og stjórnandinn
Bruckner-Ruggeberg, bæði þýzk.
Hún er fastráðin við óperuna i
Mannheim en hann við óperuna i
Dusseldorf. Þau syngja oft sem
gestir við öll stærstu óperuhús
Evrópu, svo sem London, Paris,
Lissabon, Munchen, Vín og Róm,
svo eitthvað sé nefnt.
Þýzka sendiráðið i Reykjavik
og Goethe-stofnunin i Munchen
mögulegum. Sigurvegari í ung-
lingaflokki varð Jón Hrafn
Björnsson, Húsavik, með fimm
og hálfan vinning af sjö möguleg-
um.
Sigurvegari í hraðskákmóti
Norðurlands varð Jón Torfason,
Austur-Húnavatnssýslu með fjór-
tán og hálfan vinning af átján
mögulegum.
Skákstjóri var Albert Sigurðs-
son, Akureyri.
hafa haft milligöngu um ráðningu
þessara söngvara og greiða þeim
ennfremur fyrir söng þeirra hér.
Þessum aðiljum er hér með þakk-
að innilega.
Karlakór Reykjavikur tekur
einnig þátt i þessum tónleikum og
syngur tvo kóra úr óperunni
Fidelio og Hollendingnum fljúg-
andi. Einsöngvarar með kórnum
eru þeir Friðbjörn G. Jónsson og
Hreiðar Pálsson, en Páll P. Páls-
son hefur æft kórinn.
Askrifendum skal bent á, að
tónleikarnir eru, eins og að fram-
an greinir, n.k. fimmtudag 16.
marz en ekki 15. marz eins og
auglýst hefur verið i efnisskrá og
á áskriftarskirteinum.
Þessir.óperutónleikar verða
endurteknir laugardaginn 18.
marz kl. 15.00 i Háskólabiói.
(Fréttatilkynning)
Jörðin Efranes
i Mýrasýslu er laus til
ábúðar i næstu fardög-
um.
Upplýsingar gefnar i
síma 3-58-03, eftir kl. 5.
Ferðadiskótekin
Disa og Maria
Fjölbreytt danstónlist
Góð revnsla — Hljómgæði
Hagstætt verö.
Leitið upplýsinga — Simar
50513 — 53910 — 52971.
Páll Leó Jónsson
skákmeistari Norðurlands
/
FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Siðumúla 35 Simar 38845 — 8585
Umboðsmaður okkar á Akureyri er
VAGNINN S.F. Furuvöllum 9, sími (96) 1-14-67.
★ Athugið ★
,\yr Tiskupérmanent-klippingar og
blástur (Litanir og hárskol).
Nýkomnir hinir vinsœlv
mánaéústeinar, mei
sérstekum lit fyrir
hvern mánuð
Ath. Fást
aðeins hjá V/ JJskiótum
okkur \ /Vjffc/&t í eyru\
r •
a
sársaukalausan
hátt:
Sendum
póstkröfu'
um land
allt
MUNIÐ
SNYRTIHORNIÐ
Hárgreiðslustofan
LOKKUR
Strandgötu 1-3 (Skiphól)
Hafnarfirði, sími 51388.