Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. marz 1978.
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Augiýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og augiýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. , ...
Blaðaprent h.f.
Flokksþingsræðan
,,Hér á landi munu lifskjör jafnari og launamunur
minni en viðast hvar annars staðar. Samt er að
minum dómi þörf meiri launajöfnunar. íslenzkt
þjóðfélag er ekki byggt upp af fáeinum stóreigna-
mönnum. Það er ekki þjóðfélag neinna
stórkaptitalista. íslenzkt. þjóðfélag er ekki heldur
neitt öreigaþjóðfélag. öreigar hér á landi eru sem
betur fer fáir nú á timum. Hér á landi er ekki nein
öreigasveit. Hinu skal ekki neitað, að hér séu lág-
launamenn.
Að langmestu leyti er islenzkt þjóðfélag byggt
upp af bjargálnafólki, miðstéttarfólki. Það setur
svip sinn á islenzkt þjóðfélag og þjóðlif. Það er um
þessa þjóðfélagsmynd, sem Framsóknarflokkurinn
vill standa vörð”.
Með þessum orðum lauk formaður Framsóknar-
flokksins, Ólafur Jóhannesson, ræðu þeirri, sem
hann flutti á sunnudaginn, er flokksþing
Framsóknarmanna kom saman.
1 upphafi ræðu sinnar lýsti hann meginmálum
þeim, sem rikisstjórnin hefur tekizt á við á þvi kjör-
timabili, sem nú er senn að ljúka, og gerði grein
fyrir þvi, hvað áunnizt hefur og hvað miður hefur
tekizt.
Um hinn mikla og afdráttarlausa sigur íslendinga
i landhelgismálinu sagði hann:
,,Stækkun landhelginnar mun skipta sköpum um
framtið þessarar þjóðar um ókomin ár — verða
grundvöllur tilveru hennar og sjálfstæðis. Maður
hugsar til þess með skelfingu, hvað gerzt hefði, ef
fyrrverandi rikisstjórn hefði ekki hafizt handa og
fært út i fimmtiu milur. Þá hefðu fiskimiðin verið
gersamlega eyðilögð. útfærslan mátti sannarlega
ekki dragast lengur. Stækkun fiskveiðilandhelginn-
ar kostaði mikla baráttu, en nú er sigur unninn . Ég
hygg, að landhelgismálið verði óbrotgjarn minnis-
varði, bæði þessarar og fyrrverandi rikisstjórnar.
Það vegur þungt við úttekt á starfi núverandi rikis-
stjórnar, og Framsóknarflokkurinn getur verið
stoltur af skiptum sinum af þvi máli, bæði fyrr og
siðar. Og það mætti segja mér, að afrek íslendinga i
landhelgismálinu yrðu i mannkynssögunni nefnd
sem dæmi um þau áhrif, sem smáþjóð getur haft á
framvindu alþjóðamála”.
Næst landhelgismálinu lagði Ólafur áherzlu á,
hvernig tekizt hefði að halda uppi fullri atvinnu i
landinu, þótt stórfellt atvinnuleysi sé i flestum
grannlöndum okkar, og hverju byggðastefnan hefur
áorkað.
,,Það má i stuttu máli segja”, sagði Ólafur, ,,að
það hafi verið haldið áfram þeirri byggðastefnu,
sem hafin var og mótuð i tið fyrrverandi stjórnar og
hún efld og aukin i samræmi við stjórnarsáttmál-
ann, meðal annars varðandi tekjuöflun til byggða-
sjóðs. Um árangur þessarar stefnu þarf ekki að fjöl-
yrða. Hann hafa menn fyrir augum, hvar sem þeir
fara um landið, ekki hvað sizt i þéttbýlisstöðum við
sjávarsiðuna. Sú breyting, sem þar hefur átt sér
stað, er ævintýri likust. Þar hefur straumnum verið
snúið við.
Ég ætla ekki að fara um það fleiri orðum, en
menn mega ekki gleyma þvi, sem var, og þvi, sem
er. Menn mega ekki lita á það, sem átt hefur sér
stað, sem sjálfsagðan hlut, er gerzt hafi af sjálfu
sér. Nei það er árangur markvissrar stefnu og
ákveðins vilja, og það er á engan hallað, þó að sagt
sé, að þar hafa Framsóknarmenn verið i fylkingar-
brjósti”.
Um efnahagsráðstafanirnar sagði hann, að ætið
væri neyðarúrræði að gripa inn i kjarasamninga, og
engin stjórnarvöld gerðu slikt af illfýsi eða sér til
gamans. —JH
ERLENT YFIRLIT
Hua hefur ótvírætt
styrkt stöðu sína
Þjóðþingið samþykkti mikla
framkvæmdaáætlun
ÞAÐ þykir nú ljóst.að Hua
Kuo-feng formaður kinverska
Kommúnistaflokksins, hafi
styrkt verulega stöðu sina á
þjóðþingi Klnverja, sem hald-
iðvarum siðustu mánaðamót.
Fyrir þingið gekk orðrómur
um, að þar yrði kosinn forseti
rikisins.en enginn hefur gegnt
þvi embætti siðan Liu Shao-chi
var vikið úr þvi fyrir meinta
uppreisnartilraun gegn Maó
fyrir 10 árum. Liklegast þótti
að Hua yrði kjörinn forseti og
yrði þannig sameinuð embætti
forseta og flokksformanns likt
og nú er i Sovétrikjunum. Þá
var þvi spáð að Hua myndi I
sambandi við þetta láta af em-
bætti forsætisráðherra og það
falla Teng Hsiao-ping i skaut
og myndi það mjög auka völd
hans.en hann hefur verið tal-
inn liklegasti keppinautur Hua
i valdabaráttunni siðan hann
varð endurreistur i annað sinn
á siðastl. sumri. Niðurstaðan
á þinginu varð sú að Hua var
kjörinn forsætisráðherra jafn-
framt þvi sem hann verður
áfram flokksformaður, en
Teng hélt embætti sinu sem
fyrsti varaforsætisráðherra.
Forsetaembættið verður
áfram mannlaust, en for-
maður stjórnarnefndar þjóð-
þingsins mun gegna þvi
óbeint, en sú skipan komst á,
þegar Liu var steypt af stóli.
Formaður stjórnarnefndar-
innar var kosinn Yeh
Chien-ying marskálkur, en
jafnframtlét hann af störfum
varnarmálaráðherra. Sú
ályktun er dregin af þessu.að
Yeh verði áfram annar valda-
mesti maður Kina viö hlið Hua,
en Teng komi ekki fyrr en i
þriðju röð eins og áður var.
Yeh er áttræður að aldri og
ekki heilsuhraustur. Hann
hefur tvimælalaust sem æðsti
maður hersinshaft mikil áhrif,
ef til vill úrslitaáhrif siðan
Maó féll frá. Margir frétta-
skýrendur telja það verk hans
að Hua sigraði i deilum við
fjórmenningana eftir fráfall
Maós. Það er einnig talið að
hann hafi átt verulegan þátt i
endurreisn Tengs á siðastliönu
sumri. Eftirmaður Tengs sem
varnarmálaráðherra verður
Hsu Hsiang-chien marskálk-
ur, 74 ára gamall, en hann
hefur bæði verið náinn sam-
verkamaður Chis og Tengs og
oft stutt skoðanir Tengs opin-
berlega. Sumir telja það vott
um málamiðlun, að Hsu var
valinn varnarmálaráðherra.
Hua Kuo-feng
TVÖ MÁL settu mestan svip
á störf þingsins. Annað var
setning nýrrar stjórnarskrár,
en hitt var staðfesting 10 ára
framkvæmdaáætlunar sem
leysti af hólmi 5 ára áætlun,
sem áður hafði verið sam-
þykkt og náði til áranna
1976-1980. Tiu ára áætlun nær
til áranna 1976-1985. Þaö féll i
hlut Yehs að leggja nýju
stjórnarskrána fyrir þingið.en
Hua mælti fyrir áætluninni.
Þetta voru tvær aðalræðurnar
sem fluttar voru á þinginu.og
þykir það enn árétta,að Hua og
Yeh séu mestu valdamenn Kina
um þessar mundir.
t stjórnarskránni er aö finna
ýmsar breytingar frá
stjórnarskránni.sem var sett
1975 undir áhrifum fjórmenn-
inganna svonefndu. Nýja
stjórnarskráin likist meira
fyrstu stjórnarskrá kinverska
alþýðulýðveldisins frá 1954.
Breytingarnar frá stjórnar-
skránni 1975erueinkum fólgn-
ar i þvi að ýmis persónurétt-
indi eru skýrar mörkuð og
frjálsræði borgaranna aukið.
Þá eru völd þjóðþingsins auk-
in á kostnað flokksvaldsins.
Þetta er öfugt við hina nýju
stjórnarskrá Sovétrikjanna,
sem Brésnjev setti i fyrra en
þar voru völd flokksins aukin.
Hua vill bersýnilega ekki hafa
Brésnjev sem fyrirmynd.
ÞÖTT nýja stjórnarskráin
sé á ýmsan hátt athyglisverð,
verður lOára áætlunin að telj-
ast höfuðmál þingsins. Þar er
mörkuð stórfelid framfara-
stefna. Áfram verður lögð
megináherzla á að efla land-
búnaðinn.en iðnaðurinn fylgir
fast á eftir. Athyglisverðast er
að ýmsum kreddum, sem
komust á i tið menningar-
byltingarinnar svonefdu.er
hafnað, enda hafa þær tvi-
mælalaust orðið til að draga
úr framleiðni og framleiðslu.
Margir fréttaskýrendur telja
að Teng sé aðalhöfundur nýju
áætlunarinnar og muni hann
telja það verðugt hlutverk að
ljúka ævistarfisinumeðþvi aö
koma henni fram, en Teng er
orðinn 74 ára gamall.
Aætlunin er talin meira i
anda Chou-En-lais en Maós,en
nafn Chou En-lais er nú meira
og meira haldið á loft i Kina.
Hans var veglega minnzt á
þinginu en svo vildi til að
meðan á fundum þess stóð
voru liðin 80 ár frá fæðingu
hans.Þessvar mjöghátiðlega
minnzt. Að sjálfsögðu er þetta
þó ekki látið skyggja á
Mao-dýrkunina. Henni er
haldið áfram, en meira i orði
en verki. 1 verki er meira fylgt
fordæmi Chous og bent á hann
sem hinn góða lærisvein Maos.
Takmark Chous var að gera
Kina að miklu framleiðslu-
veldi og að þvi er markvisst
stefnt með 10 ára áætluninni.
Þ.Þ.
■
Frá fundi i Peking til stuðnings nýju stjórnar skránni,