Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. marz 1978.
1 19
_________IlÉI______________
Viðhorf aust-
firzkra bænda
Samþykktir fjölmenns bændafundar að Staðarborg
og úthaldi, þegar þess þarf. í
stuttu máli að temja sér fram-
kvæmd þess, sem við köllum lýð-
ræði sem með öllum sinum ágöll-
um er samt fjöregg frelsisins.
Menn verða að þjálfa sig i stjórn-
málaflokkunum, þvi að flokkarn-
irverða aö starfa. Með öðru móti
er ekki hægt að framkvæmda lýð-
ræðið. Þingmannsefni verða að
temja sér að hugsa meira um al-
mannahag og annarra manna
vanda, en sinn eigin og sjá sér
samt farborða, og það er höfuð-
kostur hvers þingmannsefnis og
þingmannsað vera alltaf að læra.
Mikilsvert er að þekkja sögu
landsins og bókmenntir þjóöar-
innar, þvi að annars erhæpið, að
menn hafi þá kjölfestu, sem þarf
til þess að standa fyrir málum
jafnlitillar þjóðar i jafnstórum
heimi. Þá er ekki siður þýðingar-
mikið að kynnast landinu sem
best má verða”.
Þetta er góð forskrift, sem
ýmsir þingmenn mættu lesa sér
til sáluhjálpar kvölds og morgna.
Fróðlegt er að lesa ræðukafla,
sem Eysteinn flutti á þingi 1941
við umræðu fjárlaga, þar sem
hann leggur á boröið skýr rSt um
nauðsyn þess að striðsgróðinn
verði festur til þess að unnt sé að
verja honum i þágu almennings
og framfara að striði loknu. Svo
fór, að striðsgróðanum var að
mestu sóað i braskvindinn, þótt
þessi skilriku varnaðarorð Ey-
steins væru mælt i tima. Þvi mið-
ur fól þjóðin honum ekki að fylgja
þeim fram i verki.
Eysteinn hefur alla tið verið
bæði einlægur og áhugasamur
samvinnumaður og jafnframt
ötull baráttumaður, og þess hefur
viða mátt sjá merki, bæði i lifs-
háttum hans og ræðum. Hann
beitti sér ötullega fyrir stofnun og
starfi Kaupfélags Reykjavikur og
var formaður þess. Hann hefur
verið varaformaður og formaður
stjórnar SIS i þrjá áratugi.
Byggingasamvinnufélög voru
einnig hugsjónamál hans, og
hann hefur talið sjálfum sér vel
hæfa þann húsnæöiskost eins og
hann var á fyrstu árum þeirra.
Freistandi væri að vitna tÚ fleiri
greina i bók þessari, þar sem hinn
skýri og glöggi málflutningur,
sem Eysteinn hefur á valdi sinu,
talar sinu máli. Hér skal þó að-
eins að lokum bent á nokkrar
setningar úr stuttri ræðu um
samvinnuhreyfinguna:
„Við vitum af reynslunni, að
kröftugt samvinnustarf er bezta
tryggingin fyrir farsæld ein-
stakra byggðarlaga I landi okkar.
A sama hátt mætti okkur vera
ljóst, að öflugt samvinnustarf i
landinu öllu er þýöingarmeira en
flestannaðtilað tryggja farsælan
þjóðarbúskap og raunverulegt
sjálfstæöi smáþjóöar nú á dögum
hins alþjóðlega auðhringavalds,
sem fléttar sig inn i atvinnu- og
viðskiptalif margra landa.”
Efni bókarinnar er bæði ræður
og greinar, og eru þó ræðurnar
fleiri. Við lesturinn verður maöur
þó varla eöa ekki var við mun á
grein og ræðu i máli eða fram-
setningu. Þetta stafar af þvi, að
ræðustlller Eysteini Jónssyni svo
inngróin tjáningaraðferð að hann
mótar alveg túlkun hans, hvort
sem hann talar eða ritar. Hann er
alltaf að flytja ræðu. Þetta er
eðlilegt og siður en svo ókostur.
1 lok bókarinnar eru birt tvö
mannaminnium nána samstarfs-
menn, þá Jónas Jónsson og Her-
mann Jónasson. Minnið um Jónas
er ræða flutt til að minnast starfs
hans i Samvinnuskólanum, en um
Hermanngrein úr Timanum. Það
er mikill fengur að þvi, að þessi
minni geymist i bók svo heimilda-
mikil sem þau eru, ekki aðeins
um mennina sem þau fjalla um,
heldur og ekki siöur um viðhorf
Eysteins til náinna samstarfs-
manna og þá hófstillingu i notkun
orða, sem hann tamdi sér. Hann
gri'pur hvorki tiltilfinningahita né
háspenntraorða, en þó tekst hon-
um að koma hugblæ sinum og að-
dáun til fullra skila, án allra sýni-
legra átaka, með látlausu oröa-
fari i einlægri og vafningalausri
frásögn.
Af hálfu útgefanda er vel frá
þessari bók gengið og hún er all-
mikið rit, rúmar 300 blaðsiður, þó
að hún geymi aðeins brotabrot af
þvi máli, sem Eysteinn hefur flutt
þjóðsinni áhálfriöld. Þó hygg ég,
að mörgum, sem þekkja Eystein
allvel, finnist eins og mér; að
teikningin framan á kápu sýni
tæplega eiginlegasta yfirbragð
mannsins.
Bændur á svæðinu frá Lóns-
heiði að Reyöarfirði efndu til al-
menns fundar að Staðarborg i
Breiðdal nokkru fyrir jólin, og
var þar fjallaö um margvisleg
mál, er varða bændastéttina, en
þó einkum verðlagsmál. Fundar-
stjóri var Sigurður Lárusson,
bóndi á Gilsá.
Fundurinn var fjölsóttur, og
samþykkti hann margar ályktan-
ir að loknum miklum umræðum.
Samþykktir hans fara hér á eftir:
1. Fundurinn telur algerlega
óviðunandi að tekjur bænda séu
aðeins 2/3 af tekjum viðmiöunar-
stéttanna og krefst þess að farið
verði að lögum um að kaup bænda
sé i sem nánustu samræmi við
kaup verkamanna, iðnaðar-
manna og sjómanna. Fundurinn
telur brýna nauðsyn bera til að
kjaramál bændastéttarinnar
verði lögð fyrir Alþingi strax að
loknu jólaleyfi þingmanna og lát-
ið reyna á það þar hvernig hinir
einstöku þingmenn vilja snúast
við þessum vanda.
2. Fundurinn vitir harðlega úr-
skurð yfirnefndar, sem birtur var
nú nýlega. Telur fundurinn það
skýlaust brot á lögum um sömu
laun karla og kvenna, að yfir-
nefnd ætlar bændakonum mun
lægri laun en bændum fyrir sömu
störf. Þá telur fundurinn að fjár-
magns- og vaxtakostnaður visi-
tölubúsins sé stórlega vantalinn I
sama úrskurði.
3. Fundurinn krefst þess að
söluskattur af kjöti og kjötvörum
verði tafarlaust felldur niður,
enda virðist það likleg leið til að
auka kjötsöluna i landinu veru-
lega.
4. Fundurinn fagnar þvi að
stéttarsambandið hefur ákveðið
að verja nokkurri fjárhæð til
markaðsleitar fyrir landbúnaðar-
afurðir erlendis, i samvinnu viö
S.l.S. og rikisvaldið, en telur þá
upphæð of lága og að rikinu beri
skylda til að leggja fram eigi
lægri upphæð i sama. skyni, þar
sem það sé stórt hagsmunamál
fyriralla þjóðina, að góðurmark-
aður finnist fyrir þessa ágætu og
sérstæðu vöru.
5. Fundurinn fagnar þvi að loks
skuli eftir langa baráttu hafa
náðst samkomulag um það á
fundum stéttarsambandsins að
leggja niður sexmannanefndina
og samið verði beint við rikis-
stjórn um búvöruverðið. Jafn-
framt þakkar fundurinn fulltrú-
um bænda i nefndinni fyrir mikið
og gott starf i þágu bænda þó þeir
hafi ekki alltaf haft erindi sem
erfiði.
6. Fundurinn telur að endurtek-
in vilyrði landbúnaöarráðherra
um aukningu á rekstrar- og af-
urðalánum til bænda, svo að slát-
urleyfishafar geti greitt 90% af
verði sauðfjárafurða við móttöku,
verði að vera meira en orðin tóm.
Telur fundurinn að rikisstjórnin
verði að knýja Seðlabankann til
þeirrar fyrirgreiðslu.
7. Fundurinn telur sjálfsagt
jafnréttismál bænda að þeir
greiði jafn hátt verð fyrir fóður-
vörur hvar sem er á landinu á
sama hátt og nú er um áburðinn.
8. Fundurinn skorar á rikis-
stjórn og Alþingi, að búa þannig
að graskögglaverksmiðjum
landsins, að þær séu samkeppnis-
færar um fóðurframleiðslu og
bendir i þvi skyni á að sanngjarnt
virðist að orkuverð til þeirra sé
ekki hærra en til stóriðju, og f jár-
magnskostnaður þeirra veröi
gerður viðráðanlegur.
9. Fundurinn telur brýna nauð-
syn á að einhvers konar jöfnuði
verði komið á i sambandi viö
byggingar- og fjármagnskostnað
sláturhúsa og mjólkurbúa, sem
nú eru i byggingu, eða byggð
verða á næstu árum. Bendir
fundurinn á að Byggðasjóður ætti
að veita þeim fyrirtækjum sér-
stök rekstrarlán með góðum kjör-
um, svo að bændur á þeim
svæðum þurfi ekki að búa við
lægra afurðaverð en hinir sem
fengu að byggja vinnslustöðvar
sinar á ódýrari tima og á meðan
stofnlán voru með miklu betri
kjörum en nú.
10. Fundurinn telur að eitt
brýnasta hagsmunamál margra
bænda séað lausaskuldum þeirra
verði breytt i föst lán nú i vetur.
Sérstakiega vill fundurinn undir-
strika, að þeir sem hafa byrjað
búskap eftir 1970 fái sem fyrst úr-
lausn i þessum efnum, enda er
ekki annað sýnilegt en þeir flasni
upp af jörðum sinum á næsta
vori, vegna hinna óheyrilegu háu
vaxta, sem eru á ölium lausa-
skuldum. Væri slikt óbætanleg
bióðtaka fyrir ýmis byggðarlög,
þar sem þarna er um yngsta hluta
bændastéttarinnar að ræða.
11. Fundurinn telur það óviðun-
andi ranglæti, að bændakonur fá
ekki fæðingarorlof eins og nú
tiðkast hjá öðrum stéttum, og
beinir þvi til stjórnar Stéttarsam-
bandsins að vinna að þvi að svo
verði sem allra fyrst. Ennfremur
viljum við vekja athygli á, að
húsfreyjur i sveitum sæta öðrum
og lakari kjörum i skattamálum
en aörar kynsystur þeirra.
12. Fundurinn mótmælir harð-
lega frumvarpi alþýðuflokks-
þingmanna um eignarráö rikisins
á öllu landinu og telur slika
eignaupptöku hreint gerræöi viö
bændur.
13. Fundurinn skorar á land-
búnaðarráðherra að beita sér fyr-
ir að afnema innflutningsgjöld,
tolla og söluskatt af vélum og
varahlutum til landbúnaðarins.
14. Fundurinn skorar á stjórn
stéttarsambands bænda aö beita
sér fyrir þvi, aö tekin verði upp
veruleg niðurgreiðsla á tiibúnum
áburði, þvi fundurinn álitur að
með lækkuðu áburðarverði mundi
draga verulega úr kjarnfóður-
notkun og framleiðslukostnaður
jafnframt lækka.
15. Fundurinn gerir sér ljósan
þann vanda, sem skapazt hefur i
framleiðslu- og sölumálum land-
búnaðarins, en telur algert neyð-
arúrræði að bændur þurfi aö taka
á sig kjaraskerðingu i formi
kjarnfóðurgjalds eða á annan
hátt, þar sem viðurkennt er að
þeir eru tekjulægsta stétt þjóðfé-
lagsins.
16. Fundurinn skorar á út-
varpsráð að taka að nýju upp
þáttinn: „Spjallað við bændur”.
Þá vitir fundurinn harðlega þá
hlutdrægni sem gætir i frétta-
flutningi af málefnum bænda-
stéttarinnar i hljóðvarpi og sjón-
varpi, eins og nýliðin dæmi um
verðbreytingar á landbúnaðaraf-
ruðum sanna.
Allar ályktanirnar voru sam-
þykktar samhljóöa.
lesendur segja
Helgi Benónýsson:
Frystihúsin
á íslandi
Verðbóigan virðist vera að
sliga alla framleiðslu á Islandi,
eða stefnir i þá átt. Margir vilja
samt, aðhún haldist áfram, þótt
almenningur sjái að slikt er sizt
til bóta þjóðarbúinu i heild.
Henni fy lgir sá kostur, að vegna
hennar geti gengið taprekstur á
landi hér, vegna hækkandi
verðs fasteigna og annarra
verðmæta.
íslendingar hafa haft þar for-
ystu i hihum vestræna heimi. Þó
margar þjóðir berjist viö hana
meö mismunandi árangri, þá
hefur engin þjóð gengið eins
langt á þvi sviöi og landar vorir.
Fjármálamenn þjóðarinnar
hafa haft forystuna. Þeir
hleyptu yfir þjóðina verðbólgu-
draugnum með stórhækkaðri
vaxtabyrði, og rikisstjórnin
með stórum sölusköttum, sem
mjög hafa ýtt undir hana.
Hraðfrystihúsaeigendur hóta
stöðvun og aðrir fiskverkendur
hinu sama. Erfiðleikar þeirra
eru vöntun á fjármagni vegna
vaxandi veröbólgu, og þar af
leiðir meira fjármagn til rekst-
rarins. En yfirleitt er ekki
kvartað um reksturstap ennþá,
svo neinu nemi.
Fiskverkunin hefur verið
aöaluppistaöan i atvinnu- og
gjaldeyrisöflun þjóöarinnar, og
þvi þýöingarmikill hluti af þjóö-
arbúskapnum, og hefur svo ver-
ið um langan aldur. Hraðfrysti-
húsin eru nýrri aðili i fiskiðn-
aðinum. Þau eru ekki nema
30-40 ára gömul, en tilkoma
þeirra hefur haft gifurleg áhrif
á lif þjóðarinnar i heild. Starf-
semi þeirra hafa vaxið hröðum
skrefum, og afurðir þeirra átt
vaxandi vinsældum að fagna i
viöskiptalöndum okkar. Yfir-
leitt er hátt verð á afurðunum.
En starfsemi þeirra hefur tekið
allmiklum breytingum frá
fyrstu tið. Aöur áttu útgerðar-
menn þau en i vaxandi mæli
hefur eignarrétturinn færzt til
annarra aðila með mismunandi
þekkingu, og þvi ekki nægjan-
legur kunnugleiki á starfsem-
inni.
Framan af, eða fyrstu 20 árin,
byggöust upp i flestum ver-
stöðvum landsinsfrystihús, sem
gátu tekið á móti miklum fiski,
og gekk starfsemi þeirra yfir-
leitt vel. T.d. i Vestmannaeyj-
um höfðu þrir ungir menn byggt
hraðfrystihús og drifið það meö
miklum dugnaði i 8 ár. Þeir
komu til tals við mig, báðu mig
að útvega sér lán til þess
að koma upp bræðslu á feit-
fiski, sem þá var karfi og sild.
Ég var mjög fylgjandi þvi, og
hefði helzt viljað að Lifrarsam-
lag Vestmannaeyja hefði for-
göngu i þvi máli. Þá heíði þetta
orðið almenningseign, en þeir
voruekki á þeim nótum þá. Ég
tók að mér að útvega þeim lán
til fræðslustarfsemi, fór til
Reykjavikur um áramótin 1958
með veðbókarvottorð fra
frá Fiskiðjunni, hún var þá
þá nærri-fullgerð eins og hún er
nú'Þaðhvildi á henni lán allt að
1,8 milljónir, og var matsverð
hennar um 20 milljónir i þá
daga, svo hér voru engir aum-
ingjar að verki eftir 8 ára starf-'
rækslu. Ég næ i 5 milljón króna
lán fyrir þá félaga, það mundi
vera i dag ekki minna en 250
milljónir. Með þessu láni var
hafin bygging að einhverju
stærsta og arðbærasta fyrirtæki
landsins, sem undir forstjórn
hins ágætasta manns, húsa-
smiðsins Þorsteins Sigurðsson-
ar, hefur malað gull fyrir Vest-
mannaeyinga hin siöari ár, eða
siðan loðnubræðslan hófst. Nú
fyrir nokkrum mánuðum keypti
hún eitthvert dýrasta fiskiskip,
sem til var á Islandi, fyrir um 1
millja rð k róna og þa ð án þess a ð
leita til banka.
Það var ekki sama heppni yfir
frystihúsunum um áramótin
1960, er breytt var um stefnu i
fiskkaupum hjá hraðfrystihúsa-
eigendum. 1 þeim málum
kenndi allmikillar vanþekking-
ar, þó það kæmi ekki fram
strax, heldur siöar, er fiskverð
hækkaði og útgerðarmenn og
sjómenn heimtuðu hærra verð
fýrir afuröir sinar, það er hærra
fiskverð. Þá komu vankantarnir
i ljós.
Sá háttur var á hafður fram
að þeim tima, að fiskurinn var
keyptur slægður, og lifur og
hrogn reiknuð út eftir sýnis-
hornum, sem daglega voru tek-
in við fiskaðgerö, og haföi svo
veriðum nær lOára bil i Eyjum.
Meðfiskkaupasamningum, sem
þá voru gerðir, var fiskurinn
seldur óslægður upp úr sjó, og
var það mjög óhagstætt fyrir
fiskkaupendur, sérstaklega á
Suðvesturlandi.
Þegar mikil loönugengnd er,
sem oftast er i marz og april, ét-
ur stórfiskurinn svo mikið af
loðnu, að þyngdarhlutföll á að-
gerðum og óaðgerðum fiski
raskast verulega og það i svo
stórum stil, að um 10% munur
er á þeim fiski og hliðstæðum,
ætislausum fiski.
Ég hafði tilraunir um 10 ára
bil, 1950-1960, tók vigtarsýnis-
horn nær daglega og var reynsla
min sú, að linufiskur var með
um 20% innvols, netafiskur með
24-27% og handfæra- og nóta-
Framhald á bls. 23