Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 14. marz 1978. Siðasta flokksþing var háð nokkrum mánuðum eftir að nii- verandi stjórn var mynduð eða um miöjan nóvember 1974. Þá var þvi lftil reynsla fengin af stjórnarsamstarfinu, og eigi séð hversu til mundi takast um fram- kvæmd þess stjórnarmyndunar- samnings sem gerður var sið- sumars 1974. Mér þykir þvi rétt að byr ja á þvi að rif ja hann stutt- lega upp og athuga hvernig reynslan hefur orðið. Eins og oft vill verða hefur eigi tekizt að ná öllum þeim mark- miöum sem stefnt var að. En ekki verður véfengt að margt hefur verið framkvæmt samkvæmt áætlun og margt hefur þokazt i rétta átt. 1 stefnuyf irlýsingu rikis- stjórnarinnar frá 29. ágúst 1974er megináherzla lögð á atvinnu- öryggi, byggðastefnu, bætta gjaldeyrisstöðu, fjármál rikis og fjárfestingars jóða, orkumál, utanríkis- og öryggismál hemlun verðbólgu og góð lifskjör almenn- ings, að ógleymdri landhelgisút- færslunni sem var auðvitað eitt aðalstefnumark rikisstjórnarinn- ar. Skal nú i örstuttu máli vikið að hverja þessara stefnuatriða fyrir sig og kannað hver árangur hefur náðst. Ég nefni fyrst stærsta mál- ið — stækkun landhelginnar. Landhelgismálið — afrek tveggja rikisstjórna 1 stefnuyfirlýsingunni segir svo um landhelgismáliö: „Rikisstjórnin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur. Stefna rikisstjórnarinnar er að færafiskveiðilandhelgi Islands Ut i 200 sjómilur á árinu 1975 og hefja þegar nauðsynlegan undirbúning þeirrar útfærslu. Jafnframt verði áherzla lögð á nauðsynlega friðun fiskimiða og fiskistofna meö skynsamlega nýtingu veiðisvæða fyrir augum.” Þar af er skemmst að segja að i þessu lifshagsmunamáli þjóðar- innar hefur settu marki verið náð. Landhelgismálið er nú komið 1 höfn og að öllu leyti hefur verið staðið við þau fyrirheit, sem gefin voru i stjórnarsáttmálanum. Is- lendingar hafa nú fengiö full for- ráð á 200 sjómilna fiskveiðiland- helgi og geta nýtt hana á þann hátt sem skynsamlegastur er tal- inn. Stækkun landhelginnar mun skipta sköpum um framtið þess- arar þjóðar um ókomin ár — verða grundvöllur tilveru hennar og sjálfstæðis. Maður hugsar til þess með skelfingu hvað gerzt heföi ef fyrrverandi rikisstjórn hefði ekki hafizt handa og fært út i 50milur. Þá hefðu fiskimiðin ver- ið gersamlega eyöilögð. Ot- færslan mátti þvi sannarlega ekki dragast lengur. Stækkun fisk- veiðilandhelginnar kostaði mikla baráttuennúersigur unninn. Ég hygg, að landhelgismálið verði óbrotgjarn minnisvarði bæöi þessarar. og fyrrverandi rikis- stjórnar. Þaö vegur þungt við út- tekt á starfi núverandi rikis- stjórnar og Framsóknarflokkur- inn getur verið stoltur af skiptum sinum af þvi máli bæði fyrr og siðar. Og þaö mætti segja mér að afrek Islendinga i landhelgismál- inu yrðu i mannkynssögunni nefnd sem dæmi um þau áhrif, sem smáþjóð getur haft á fram- vindu alþjóöamála. Næg vinna og byggöaþróun Rikisstjórnin settisérþað mark að koma í veg fyrir stöövun at- vinnuvega og tryggja atvinnu- öryggi og það má segja að það hafi verið markmið númer tvö. Þvi marki hefur veriö náð. Það hefurtil þessa ekki veriö hægt að tala um atvinnuleysi, þó að aldrei verði girtfyrir það, að timabund- inn og staðbundinn atvinnuskort- ur getiáttsér stað. Það ernokkuð ínnur mynd en blasir við hjá lestum nágrannaþjóðum okkar g reyndar hjá flestum Evrópu- ’ikjum, þar sem varanlegt og verulegt atvinnuleysi hefur átt sér stað, jafnvel upp i 8-10%. Þetta er ekkert smáatriði þegar borin eru saman efndir og fyrir- heit stjórnarsáttmálans. ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, flytur skýrslu sfna við upphaf flokksþingsins i fyrradag. Fremst á myndinni situr þingritari, Jónas Gestsson i ólafsvik, næst honum þingforsetar, þau Agúst Þorvaldsson fyrrum alþingismaður á Brúnastöðum og Dagbjört Höskuldsdóttir frá Stykkishólmi. Fjær sjást þeir Tómas Arnason alþingismaður, gjaldkeriFramsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, fyrr- um formaöur fiokksins, og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri. Flokksþingsræöa Ólafs Jóhannessonar, formanr Afrek Islendinga í landb dæmi í mannkynssögun Byggöaþróunin, sem hófst árið 1971, árangur mark- vissrar stefnu og ákveðins vilja, er síðan hefur verið fylgt fram Hvað er að segja um boðaða byggðaþróunarstefnu? Það vil ég segja að hafi verið markmið nr. þrjú. Um það efni segir m.a. svo i stefnuyfirlýsingunni frá 29. ágúst 1974: „Byggðasjóður veröi efldur og verkefni hans endurskoðuð i þvi skyni að samræma aðgerðir i byggðamálum og sett verði heildarlöggjöf um þau efni. Framlag til sjóðsins nemi 2% af útgjöldum fjárlagafrumvarps.” Það má i stuttu máli segja að það hafi verið haldið áfram þeirri byggðastefnu sem hafin var og mótuð i tið fyrrverandi stjórnar og hún efld og aukin I samræmi við stjórnarsáttmálann m.a. varðandi tekjuöflun til byggða- sjóðs. Um árangur þessarar stefnu þarfekki að fjölyrða. Hann hafa mennfyriraugum,hvarsem þeir fara um landið, ekki hvað sizt i þéttbýlisstöðum viö sjávar- siðuna. Sú breytingsem þar hefur átt sér stað, er ævintýri likust. Þar hefur straumnum verið snúið við. Ég ætla ekki að fara um það fleiri orðum en menn mega ekki gleyma þvi, sem var; og þvi, sem er. Menn mega ekki lita á það sem átt hefur sér staö, sem sjálf- sagðan hlut er gerzt hafi af sjálfu sér. Nei, það er árangur mark- vissrar stefnu og ákveðins vilja og það er á engan hallað, þó að sagtsé, að þar hafi Framsóknar- menn verið i fylkingarbrjósti. Þvi ættu menn ekki að gleyma. Hitt er annað mál, að i þessu efni verður aldrei náð neinu loka- marki, þannig að menn geti framvegis lagt hendur i skaut. Það verður þvert á móti að vera sifellt á verði og gripa inn i þar sem atvinnuástand krefst að- gerða. Það er þvi framvegis i fullu gildi og á við er segir i stjórnarsáttmálanum, að mörkuð skuli stefna um það hvernig hagað skuli áætlanagerð og fram- kvæmdum, m.a. i eftirtöldum greinum: Endurnýjun fiskiskipa- flotans, endurbótum hraðfrysti- húsanna, uppbyggingu vinnslu- stöðva landbúnaðarins, þróun iðnaðar, skipan ferðamála, opin- berum framkvæmdum og byggðaþróun i samráði við sveitarfélög og samtök þeirra.” Að þessum málum hefur verið unnið en á þvi sviði er enn mikið verk að vinna. Ég vil leggja áherzlu á það af þvi að það má ekki og á ekki að gleymast að i þessum málum urðu svo alger þáttaskil 1971 að lengi má eftir svipuðu leita. Erlendar skuldir orðnar of miklar Að þvi er varðar það markmið að bæta gjaldeyrisstöðu má segja að þokazt hafi i rétta átt, að þvi er varðar minnkandi viöskiptahalla i hlutfafii viö gjaldeyristekjur. Samt hefur þar ekki verið náð fullum jöfnuði. Þar þarf þvi að gerabetur. Hinu er ekkiað leyna að erlendar skuldir hafa hækkað mjög á þessu timabili og meira en hóf er á. Að visu verður aö taka tillit til þess, að hækkun skuld- anna i islenzkum krónum á að nokkru rætur að rekja til gengis- breytinga. En lántökur hafa verið miklar. Þeim lánum hefur að visu að langmestu leyti verið varið til þarflegra framkvæmda, sem margar hverjar verða ýmist gjaldeyrisaflandi eða gjaldeyris- sparandi og koma þvi væntanlega til með að standa undir sér. En erlendu skuldirnar eru orðnar of háar og greiðslubyrði. þeirra vegna verður þung næstu árin. Þessvegna markaði rikisstjórnin þá stefnu fyrir síðustu áramót að á þessu ári skyldu erlendar skuldir alls ekki hækka, þ.e.a.s. að nýjar lántökur skyldu ekki nema hærri fjárhæð en svaraði til afborgana og vaxta eldri lána. Þetta er spor i rétta átt. En vita- skuld verður markvisst að stefna að þvi að minnka skuldirnar og draga úr greiðslubyrðinni. Rikisbúskapur, skattamál, lánamál, kjaramál Að þvi er varðar hin ýmáu ákvæði stjórnarsáttmálans um fjármál rikisins og fjárfestingar- sjóða, verður hreinskilnislega að játa að það hefur ekki tekizt að ná þeim meginmarkmiðum sem stefnt var að. Þó hefur nokkuð verið að þvi unnið i sumum tilfell- um. Þau málefni sem i stjórnar- sáttmálanum eru nefnd sérstak- lega i' þessu sambandi eru m.a. þessi: Hallalaus rekstur rikis og annarra opinberra aðila, skipan kjaramála, tekjuöflun rikis og sveitarfélaga, lánamál og verð- lagsmál. Um skattamál segir m.a., að tekinn skuli upp virðisaukaskatt- ur og stefnt að staðgreiðslukerfi skatta svo fljótt sem verða má. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að stefnt skuli að þessum breytingum innan tiltekinna timamarka. Um skipan lánamála segir m.a.: Endurskoðað sé skipulag og starfsemi fjárfestingarsjóða og lánastofnana i þvi skyni að tryggja eðlilega samræmda starfsemi þeirra og hagkvæmni i rekstri. 1 þvi sambandi komi notkun verðtrygginga og vaxta til athugunar m.a. i þvi skyni að auka fjáröflun innanlands jafn- framt þvi sem dregið verði úr er- lendum lántökum. Segja má að það sé í samræmi við þetta að teknir hafa verið upp svokallaðir vaxtaaukareikningar og verð- trygging á nokkrum hluta vaxta, svokölluðum verðbötaþætti, bæöi á sparisjóðsinnistæðum og útlán- um. Um skipan kjaramála segir að þar komi m.a. til skoðunar fyrir- komulag á greiðslu visitöluupp- bötar og vinnuaðferðir við gerð kjarasamninga. Þessi stefnuat- riði hafa ekki komið til fram- kvæmda. Um verðlagsmál var ákveðið að undirbúin skyldi löggjöf um verðmyndun viðskiptahætti og verðgæzlu. Frumvarp um það efni hefur verið samið, en ekki verður á þessu stigi fullyrt hvort það nær afgreiðslu á þessu stigi. Stefna og framkvæmdir i orkumálum Við þær aðstæður sem riktu fyrir fjórum árum, þegar hin gifurlega hækkun oliuverðs hafði nýlega riðið yfir, var eðlilegt að i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.