Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. marz 1978.
15
STEINGRIMUR HERMANNSSON Á FLOKKSPINGI FRAMSÓKNARMANNA:
Áfram þarf að tryggja samstarf
launþega, atvinnurekenda og ríkis-
valds um stefnuna í efnahagsmálum
Á flokksþinginu flutti ritari
Framsóknarflokksins, Stein-
grímur Hermannsson, skýrslu
um flokksstarfið.
Hann rakti störf framkvæmda-
stjórnar og hinnar almennu skrif-
stofu flokksins. Þakkaði ritarinn
hinu fámenna starfsliði mikil og
ágæt störf.
Fundarhöld hafa verið mjög
mikil á vegum flokksins, bæði
þingmanna, flokksfélaga og ráð-
stefnur á vegum flokksins.
Steingrimur Hermannsson
rakti siðan störf nefnda og starfs-
hópa, sem unnið hafa ötullega að
undirbúningi þessa flokksþings
og kosninganna. Hann gat þess,
að þátttaka í nefndum hefði verið
mjög mikil. Þær væru opnar og
hafa komið til starfa fjölmargir
einstaklingar, sem áður hafa ekki
starfað með Framsóknarflokkn-
um. Nefndi Steingrimur eftir-
greinda starfshópa:
Efnahagsmál, undir forustu
Halldórs Asgrimssonar.
Landbúnaðarmál, undirforustu
Hákons Sigurgrimssonar.
Sjávarútvegsmál, undirforustu
Steingri'ms Hermannssonar.
Iðnaðarmál, undir forustu
Helga Bergs.
Mennta- og fræðslumál, undir
forustu Hauks Ingibergssonar.
Félags-og heilbrigðismál, und-
ir forustu Guðmundar Gunnars-
sonar.
Samgöigumál, undir forustu
Halldórs E. Sigurðssonar.
Flugmál, undir forustu Péturs
Guðmundssonar.
Markmiðanefnd undir forustu
Steingri'ms Hermannssonar og
Markúsar A. Einarssonar.
Flestallir hafa þessir hópar
skilað itarlegu áliti, sem liggja
fyrir þinginu.
Sérstaklega ræddi Steingrimur
Hermannsson um álit markmiða-
nefndar. Sú nefndu hefur starfað
af miklum krafti i 1 1/2 ári. Hefur
nefndin leitazt við að draga fram
á skýran máta grundvallarstefnu
flokksins, Framsóknarstefnuna,
og tengt það viðhorfi ftokksins til
nokkurra meginmálaflokka.
Kvað Steingrimur Hermannsson
mikinn áhuga hjá ungu fólki fyrir
þessu starfi.
Þá gat Steingrimur þess, að á
vegum flokksins starfaði útgáfu-
nefnd og skipulagsnefnd, sem
vinnur að undirbúningi kosninga-
starfsins.
* Steingrimur Hermannsson
ræddi siðan um störf flokksþings-
ins og um starfsemi SUF, sem
verður 40ára iár. Kvað hann þess
verða vel minnzt.
Ritarinn ræddi siðan um Tim-
ann, sem hann kvaö eiga í nokkr-
um erfiðleikum eins og dagblöðin
flest. Taldi hann nauðsynlegt að
fá samstilltari og ferskari forustu
og opna blaðið meira fyrir mál-
efnalegri þjóðfélagsgagnrýni og
aðsendum kjallaragreinum.
Að lokum ræddi Steingrimur
Hermannsson um ýmsa mikil-
væga áfanga sem náöst hafa i
þjóðmálum á kjörtimabilinu og
sagði m.a.:
Landhelgismálið
Ég vil fyrst nefnd langhelgis-
málið. Með sigri i þvi náðist ein-
hver stærsti áfanginn i sjálf-
stæðisbaráttu þessarar þjóðar.
Það er jafnframt rétt sem for-
maður Alþýðuflokksins sagði i
sjónvarpi i hitteðfyrra, sem var
eitthvað á þá leiö, að samning-
arnir, sem gerðir voru heföu
sannarlega orðiö stórum lakari ef
Sjálfstæðisflokkurinn einn hefði
ráðið og Framsóknarmenn hefðu
ekki haft þar hönd i bagga. Það
var rétt. Við settum markið hátt
Við kröföumst fullrar viðurkenn-
ingar. Vil vildum fullan sigur, og
hann náðjst, þótt ýmsir efuðust
um að shkt væri unnt þá hrikti
stundum i stjórnarsamstarfinu,
en við Framsóknarmenn hvikuð-
um hvergi frá sannfæringu okkar.
Byggðamálin
Ég vil einnig nefna byggðamál-
in. Þar hefur verið haldið áfram á
sömu braut og vinstri stjórnin
markaði. Ber það augljósan vott
um forustu okkar Framsóknar-
manna. Þar hefur náðstgóður ár-
angur.
Dömsmálin.
Fleira mætti tiunda, og vil ég
vekja athygli manna á miklum
umbótum i dómsmalum. Þetta
virðist haía farið fram hjá ýms-
um. Staðreyndin er sú, að dóms-
málaráðherra okkar, Ólafur Jó-
hannesson, hefur gert á þvi sviði
slikt átak, að einsdæmi er.
Efnahagsmál
Ekki hefur tekizt að ráða viö
verðbólguna, þótt sæmilega
horfði i byrjun stjórnarsam-
starfsins. Verðbólgan fór úr
böndum og hefur undanfarna
mánuði stefnt i mikinn voða, jafn-
vel stöðvun og atvinnuleysi.
Efnahagsmálin verða eflaust eitt
meginviðfangsefni þessa þings.
Við Framsóknarmenn verðum að
marka okkur þar skýra stefnu.
Draga verður verulega úr verö-
bólguhraðanum og losna við hina
ýmsu fylgikvilla hennar. Annars
er hætt við að ann að sé unnið
fyrir gýg i okkar þjóðfélagi.
Ég ætla ekki að ræða efnahags-
máhn almennt. Til þess gefst
tækifæri siðar. Þó vil ég lýsa
þeirri skoðun minni að við höfum
fyrst og fremst brugðizt i þvi að
grgia ekki nægilega snemma og
kröftuglega i taumana þegar við
sáum að i óefni stefni. Ég legg
rika áherzlu á það að haldið verði
áfram i þeirri viðleitni að tryggja
samstarf launþega, atvinnurek-
enda og riksivalds um stefnuna i
efnahagsmálum. Hins vegar er
Steingrfmur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins, flytur skýrslu
sina. Til vinstri við hann situr þingforseti Dagbjört Höskuldsdóttir frá
Stykkishólmi.
það óbifanleg skoðun min, að sér-
hvert rikisvald verði að vera
reiðubáið til þess að taka á sig þá
ábyrgðað ákveða hvaða hækkan-
ir launa og verðlags þjóðfél. þoli
án óþolandi verðbólgu. Við höfum
treyst um of á frjálsa samninga
án þess að setja slikt hámark.
Min skoðun er sú, að rikisvaldið
verði jafnframt að vera reiðubú-
ið til þess að gripa í taumana,
jafnvel með lagasetningu, ef
frjálsir samningar leiða til verð-
bólgu umfram markmið. Þetta
þarf öllum að vera ljóst áður en
samningar eru gerðir. Á þessu
sviði er ástandið orðið slikt i okk-
ar þjóðfélagi, að ekki verður
lengur haldið áfram á sömu
braut. Róttækar aðgerðir og
ákveðnar eru orðnar nauðsynleg-
ar, sérstaklega ef við viljum forð-
ast atvinnuleysi og rata hinn
gullna meðalveg nægilegrar at-
vinnu.
Góðir Framsóknarmenn. Þótt
margt sé markvert verður sið
asta kjörtimabil ef tii vill mörg-
um minnisstæðast fyrir þá rógs-
herferð, sem hafin var af and
stæðingum okkar gegn forustu
mönnum Framsóknarflokksins.
Þetta gerðu sjálfskipaðir siðferð-
ispostular. Þeir hafa reynzt brot-
hættir, en forustumenn okkar
hafa staðið þessar árásir af sér
með ágætum. Ég leyfi mér að
fullyrða að i þeirri óhugnanlegu
fjármálaspillingu, sem gengur
yfir þjóðina og er eflaust einn af
fylgifiskum verðbólgunnar,
stendur Framsóknarftokkurinn
upp úr. Þannig á það að vera.
Annað samræmist ekki hugsjón
samvinnu-og félagshyggju. Fjár-
málabraskarar og spekúlantar
eiga ekkert erindi i röðum okkar
Framsóknarmanna.
A þvi erenginn vafi, að veruleg
börf er á vissri endurreisn, heið-
arleika og drengskap. Stærstur
hluti þjóðarinnar krefst þess, sem
betur fer. Ég er sannfærður um
það, að Framsóknarflokkurinn á
á þvi sviði mjög stóru hlutverki
að gegna. Hann er flokkur hins
skynsamlega jafnvægis á milli
öfganna. Það er hans hugsjón að
meta vinnuna meira en auð-
magnið, aö einstaklingarnir
standi saman um sin stærri verk-
efni, en hann vill þó varðveita
einstaklinginn sjálfan. Við
skulum ganga fram undir sliku
merki drengskapar. Þá er ég
sannfærður um, að kosningaúr-
slitin næstu munu verða okkur
hliðholl. Þá erég sannfærður um,
að Framsóknarflokkurinn mun
eiga vaxandi fylgi að fagna i is-
lenzku þjóðfélagi. Að þvi munum
við öll vinna.
Flugfreyjur —
Flugþjónar
Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands
verður haldinn að Hótel Loftleiðum —
Kristalsal þriðjudaginn 21. marz kl. 20.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
BILAPARTA-
SALAN
auglýsir
NYKOMNIR VARAHLUTIR í:
Land Rover
Volvo Amason
Vo/kswagen 1600
Playmouth Belvdedere
Singer Vogue
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97
Jeppadekk
H-78-15 og 1-78-15
Mjög hagstætt verð.
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SÍMAR 16740 OG 38900
New Holland heybindivél
árgerð 1975, til sölu.
Upplýsingar, Hvitadal, Saurbæjarhreppi,
Dalasýslu, simi um Neðri-Brunná.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i lagningu dreifikerfis i Keflavik 4.
áfanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10A,
Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun
h.f. Álftamýri9, Reykjavik gegn 10.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita-
veitu Suðurnesja miðvikudaginn 29. marz
kl. 14.00.