Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 18. marz 1978 Beirut, Jerúsalem/Reutert gær höfðu tsraelsmenn boð Banda- rikjamanna um, að þeir dragi hermenn sina frá Suður-Liban- on, til athugunar. Hugmynd Bandaríkjamanna er, að her- menn Sameinuðu þjóðanna taki við gæzlu á landamærunum. „Við höfum hugmyndina til at- hugunar,” sagði Ezer Weizman varnarmálaraðherra Israels. „Við munum kanna öll tiboð sem kunna að fela i sér lausn mála. Her tsraels tók i gær hern- aðarlega mikilvægan smábæ i Suður-Libanon, en enn berst talsverður hópur Pale- stinumanna við innrásarliðið. Að minnsta kosti 14 palestinskir flóttamenn voru drepnir i sjá- varþorpi i Libanon, en ekki er vitað með vissu með hvaða hætti dauða þeirra bar að. israelskur hermaður gætir palesttnskra fanga Áframhaldandi árásir á stöðvar Palestínumanna Israelskar herþotur og stór- skotalið hafa varpað sprengjum og eldflaugum á bækistöðvar Palestinumanna á stóru svæði. Á þriðja degi innrásar tsraelsmanna hefur stjórn Li- banons gefið þá yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að kplla saman öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hið bráðasta. Þúsundir palestinskra flóttamanna hafa komiðtil Beirut til að leita hælis undan árásum Israelshers. Utanríkisráðherra Sýrlands, Abdel-Halim Khaddam, sagði i gær að stjórn sin teldi að her Li- banons hefði fullan rétt á þvi að freista þess að ná suðurhéruð- um landsins aftur á vald Liba- na. Hann kvaðst telja að innrás tsraelsmanna væri til þess ætl- uð að auka enn á sundrung meö- al Araba, en klofningur hefur verið i herbúðum þeirra frá þvi að Sadat Egyptalandsforseti hóf friðarumleitanir við tsraels- menn. Fyrrverandi forsætisráðherra, Yitzhak Rabin, sagði áður en hann hélt af stað i heimsókn til Bandarikjanna að hann teldi að tillaga Bandarikjastjórnar um að friðargæzlusveitir S.Þ. tækju að sér öryggisvörzlu á landa- mærum tsraels og Libanon væri góð. „Égef a þó að auðvelt verði að finna þj 6ðir sem leggja vilja til hermenn i friðargæzluliðið, þvi hætt er við að það lendi i átökum við skæruliða,” sagði Rabin. Stjórnvöld i Israel hafa stað- hæft að það sé ekki ætlun þeirra að hafa herlið i Suður-Libanon til frambúðar, en krefjast þess að gerður verði alþjóðlegur samningur þess efnis að engir palestinskir skæruliðar verði á svæðinu. Ekki hefur þó verið skýrt frá þvi hverjir eiga að vera aðilar að þessu samkomu- lagi. Gífurleg leit gerð að Moro Mitterand Marehais Chirac Hófsamari kjós endur sósíalista ráða úrslitum Róm/Reuter. Gifurleg leit er nú gerð að leiðtoga kristilegra demókrata á Italiu, Aldo Moro, og i gær biðu yfirvöld i ofvæni eftir að ræningjar hans létu frá sér heyra. Öttazt er um heilsu Moros, en hann þarf á reglulegri lyfja- gjöf að halda. Rauöa herdeildin, sem stendur að baki mannráninu, hefur að baki langan feril mann- rána og ofbeldisverka, en félagar i hreyfingunni rændu Moro sama dag og ný rikisstjórn tók form- lega við völdum. Moro átti mikinn þátt i samn- ingunum, er lutu að myndum nýju stjórnarinnar, en kommún- istar eiga nú aðild að stjórn i fyrsta skipti i 30 ár. Ungfasistar eru þegar farnir að lima upp veggspjöld þar sem þeir bera fram ýmsan óhróöur um „komm- Unistastjórnina”. 1 dagblaöinu La Stampa, sem gefið er Ut i Turin sagði i gær að hein nýja stjórn yrði skilyrðis- laust að neita öllum kröfum mannrærtingjanna.Forseti þings- ins, Dante Schietroma, lagði fram þá tillögu i gær, að skæruliö- ar ættuekki að vera dæmdir af al- mennum dómstólum, heidur ætti herrétturaðfjallaum mál þeirra. Alvarlegtástandblasiðvið hinni nýju stjórn. HUn er þess ekki megnug að koma i veg fyrir stöö- ugar árásir skæruliða. Mikill fjöldi þeirra, sem nýútskrifaðir eruúrskólum ganga atvinnulaus- ir. Enginn þorir þó að leggja til aö fjöldi þeirra, sem teknir eru i æðri skóla, veröi takmarkaður, þvi ólgan i háskólunum virðist nóg fyrir. Stjórnin hefur lofað umbót- um I sjUkrahúsmálum og að dómskerfið verði bætt, en engar aðgerðir i þá átt hafa litið dagsins ljós. Af þessu sést glöggt að ný- mynduð stjórn Andreottis á erfitt verk framundan, svo ekki sé meira sagt. Paris/Reuter. NU llður að lokum kosningabaráttunnar i Frakk- landi, sem er búin að vera bæði löng og ströng. Þaðeru hófsamari stuðningsmenn sósialista sem taldir eru liklegir til að ráða Ur- slitum. Bæði stjórnar- og stjórn- arandstöðuflokkarnir hafa biölaö mjög til kjósenda Sósialista- flokksins um stuðning i lokaum- ferð kosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Aðalástæðan til þessarar þróunar mála er sú að kommúnistar og sósialistar hafa gert með sér bandalag um að styðja sigurstranglegasta fram- bjóðandann á hverjum stað án til- lits til þess úr hvorum flokknum hann er. Talið er að mikill vafi leiki á því hvort sósialistar séu riðubúnir til að veita kommúnist- um þennan stuðning. Kjósendur kommúnista eru al- mennt taldir fylgispakari flokks- forustunni og miklar likur á að þeir kjósi frambjóöendur sósial- ista og róttækra vinstri flokka þar sem þörf krefur. Sósialistar eru margir hverjir i vafa um gildi þess að styðja kommúnista til valda i Frakklandi, einkum eftir að deilur um stefnuna stóðu milli flokkanna tveggja i hart nær sex mánuði. 1 sjónvarpsviðtali i fyrradag sagði leiðtogi sósialista, Francois Mitterand, að sósialistar myndu hljóta mikilvægustu ráðherraem- bættin ef af myndun vinstri stjórnar yrði, og þvi hvatti hann kjósendur Sósialistaflokksins til að hika ekki við aö nota atkvæði sitt til að koma slikri stjórn til valda, þó að það þýddi að kjósa kommúnista á sunnudaginn. KommUnistar hafa lagt mikla áherzlu ákosningabandalag vinstri manna og i risafyrirsögn I málgagni þeirra, L’Humanite, sagði „Vinnum sameinaðir”. Leiðtogi kommúnista Georges Marchais, ræddi I fyrsta skipti viö blaðamenn dagblaðs sósialista Le Matin, og sagðist telja að vinstri- menn ættu möguleika á að ná 260 af 491 þingsæti á þjóðþinginu. Til þess að tryggja sér öruggan meirihluta verða sósialistar og kommúnistar að bæta við sig að minnsta kosti 68 sætum, en þeir hlutu 178 sæti i kosningunum 1973. 1 siðustu viku kosningabarátt- unnar hafa leiðtogar hægri- og Miðflokkanna hamrað mjög á þeirri hættu er stafar af þvi aö kommúnistar kæmust i stjórn i Frakklandi og hyggjast með þvi vinna hófsamari sósialista til stuðnings við sig. Leiðtogi Gaull- ista, Jacques Chirac hefur látiö hafa eftir sér að ósamlyndi vinstri flokkanna sé slikt, aö ómögulegtséaðþeir geti stjórnað landinu i sameiningu. Skákmótið i Bugojno: Karpov og Spassky sigruðu Bugojno/Teuter. — Skákmótinu, sem staðið hefur yfir i Bugojno i Júgóslaviu að undanförnu, lauk i gær. Sigurvegarar á mótinu urðu landarnir Karpov heimsmeistari og Spassky. Sigruðu þeir báðir andstæðinga sína I 15. og siðustu umferð mótsins, Karpov vann Portisch og Spassky sigraði Miles. Hlutu þeir alls 10 vinninga hvor, unnu sex skákir, gerðu átta jafntefli og töpuðu aðeins einni skák. Mót þetta er eitt hið sterkasta sem haldið hefur verið hin siöari ár, og að sögn skákfréttamanna voru þeir Karpov og Spassky vel að sigrinum komnir. Karpov tefldi af öryggi og áhættulaust, en ekki af fullum styrkleika. Sagði Karpov við fréttamenn, aö það hefði verið gert af ásettu ráði, og mótiö væri aðeins einn þáttur i undirbúningi hans fyrir einvigið við Kortsnoj i sumar. — I þriðja sæti varð Hollendingurinn Jan Timman, en fjórða og fimmta sæti deildu þeir með sér Tal og Ljubojevic. Óháð framboð í Kópavogi Ætlum að vinna aö framgangi bæjarins JB —Listi óháðs framboðs i bæj- arstjórnarkosningunum i Kópa- vogi hefur nú verið birtur. A list- anum skipar Sigurjon Hilariusson kennari fyrsta sæti, i öðru sæti er Álexander Alexandersson, verk- stjóri, i þriðja sæti Sigurður Einarsson tannsmiður, i fjórða sæti Jón Armann Héðinsson og i fimmta sæti Sigurður Helgason lögfræðingur. 1 samtali við Tlmann i gær, sagði Sigurjón Hilariusson að markmið þeirra sem listann skipa, væri að vinna að fram- gangi bæjarins. Stóru málin, sem einna brýnust væri, kvað hann vera þau, að endurskoöa þyrfti stjórnsýslukerfi bæjarins i heild. Fjárhagsstaðan sagði hann aö væri erfiö og þyrfti aö gera úttekt á henni og sjá hvaö hægt væri að Sigurjón Hilariusson skipar efsta sæti á lista óháðs framboðs I Kópavogi. lagfæra. Þá nefndi hann sérstak- lega holræsakerfi, málefni aldr- aðra og skólamál. Annars væri það allt viðkomandi bænum og bæjarlifinu, sem þeir hygðust taka fyrir. Vinnan við framboðið hefur gengið mjög vel. — Fólk hefur komið til okkar úr öllum flokkum og utan flokka likat Ég hef ekki orðið var við að fólk sæti úr einum flokki frekar en öðrum, það er kannski mest áber- andiaðfólk,sem hefur ekki viljað starfa i pólitiskum flokkum, hefur sýnt áhuga á þvi að starfa með okkur. Maður verður var við mik- inn stuðning og margir hafa haft samband og lýst stuðningi við okkur og vilja standa að óháðu framboði. Ég álit svo, aö bæjar- mál þurfi ekkj að vera pólitisk I tengslum við póltisku flokkana, og það hefur lika sýnt sig, að þeg- ar um mikilsverð mál er að ræða, þá standa menn saman þvert á öll flokksbönd. Þess vegna væri miklu raunhæfara að stilla frekar upp einstökum mönnum i bæjar- stjórnarkosningum en ekki póli- tískum flokkum, sagði Sigurjón. Sprenging i hálfbyggðu kjarnorkuveri Bilbao/Reuter. — Tveir verka- menn létu lifið og 10 aðrir særðust þegar sprengja sprakk i gær nærri kjarnorkuveri sem verið er að reisa i Bilbao. Sprengingin var öflug og skemmdir á byggingunni urðu miklar. Engin geislavirk efni voru á staðnum, en byggingin var langt komin og átti að komast i gagnið snemma á næsta ári. Mikil mótmæli hafa komið fram vegna byggingar orkuvers- ins, og efnt hefur verið til mót- mæla alloft. Skemmdarverk hafa verið unnin á skrifstofum fyri tækisins er stendur að bygging- unni, en skæruliðahreyfing að-, skilnaðarins i Baskahéruðum Spánarhafa staðið að skemmdar- verkunum og að öllum likindum einnig að sprengingunni i gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.