Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. marz 1978 19 flokksstarfið Borgnesingar — Borgnesingar ABalfundur Framsóknarfélags Borgarness veröur haldinn í Snorrabúð mánudaginn 20.marz kl. 21 (kl. 9). Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Undirbúningur fyrir hreppsnefndarkosningar. 4. Haukur Ingibergsson ritstjóri Magna, ræðir um blaðaútgáfu. 5. Alexander Stefánsson segir fréttir frá nýafstöðnu flokksþingi. 6. önnur mál. Borgnesingar athugið. Alexandér Stefánsson, annar maður á lista flokksins i Vesturlandskjördæmi mætir á fundinn. Framsóknarfólk, nú er mikið um að vera í íslenzkum stjórnmál- um. Fjölmennið á fundinn og fylgizt með. Norðurlands- vestra Aukakjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjör- dæmi vestra verður haldið i Miðgarði i Skagafirði fimmtudaginn 23. marz næstkomandi, skirdag, og hefst kl. 2.00 e.h. e.h. Tekin verður ákvörðun um framboð Framsóknarflokksins við næstu alþingiskosningar. Þingmenn flokksins i kjördæminu, Olafur Jóhannesson ráðherra og Páll Pétursson, koma á kjördæmisþingið. Stjórnin. kjördæmi Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 19. marz og hefst kl. 16.00. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur V.-Skaftfellinga Aðalfundur Framsóknarfélags V-Skaftfellinga verður haldinn i Vikurskála, þriðjudaginn 21. marz kl. 21. Veniuleg aðalfundarstörf. Á fundinum mæta alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson. Stjórnin Framsóknarfélag Sauðárkróks Næstu mánuði verður skrifstofan i Framsóknarhúsinu opin milli 17 og 18 á laugardögum. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að lita inn á skrifstofuna. Stjórnin Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Neðstutröð 4 verður fyrst um sinn opin mánudaga til föstudaga frá kl. 17.15 til kl. 19.15. Stjórnir félaganna. Framsóknarfélag Akureyrar Framvegis verður skrifstofan opin á milli kl. 13 og 19 virka daga. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að l£ta inn og kynna sér starfsemina. Alyktanir næðis og meiri bygginga- kostnaðar. Framlög til ibúðarhúsabygginga á bújörð- um verði hækkuð til sam- ræmis við verðlag. 12. Megináherzla verði lögðá þær búgreinar sem byggja á inn- lendri fóðuröflun. Stefnt verði að þvi, að bæta innlenda fóð- urframleiðslu og auka öryggi hennar, m.a. með þvi að örva hagkvæma votheysverkun og koma upp öflugum súgþurrk- unark erfum. Unnið verði markvisst og með verulega auknu fjármagni að eflingu dreifikerfis rafmagns um sveitir landsins. þannig, að þriggja fasa rafmagn fáist sem fyrst. Orka til hey verkun- ar og graskögglaframleiðslu verði seid á lágu verði og gerður um það sérstakur samningur. Stefnt verði að á- framhaldandi uppbyggingu graskögglaverksmiðja og markvisst unnið að þvi að gera fóðurbætisframleiðsluna innlenda. t þvi sambandi verði lögð áherzla á nýtingu hvers konar lifræns úrgangs. 13. Unnið verði að aukinni hag- kvæmni i búrekstri almennt og i rekstri vinnslustöðva og iðnfyrirtækja. Til að lækka reksturskostnað iandbúnaðar- ins verði m.a. felldir niður tollar og söluskattur af vélum og tækjum til landbúrraðar. Stefnt verði að lækkun bygg- ingakostnaðar (þar með tal- inn girðingakostnaður) i sveitum með stöðlun bygginga og féiagslegum framkvæmd- um á þvi sviði og niðurfellingu eða endurgreiðslu toiia og r hljóðvarp Laugardagur 18. mars 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan Ölafur Gaukur kynnir dagskrá út- varps og sjónvarps. 15.00 Miðdegistónleikar Marielle Nordmann og franskur strengjakvartett leika Kvintettfyrir hörpu og strengi eftir Ernst Hoff- mann. Mary Louise Boehm, Kees Kooper og Sinfóniu- hljómsveitin i Westfalen leika Konsert fyrir pianó, fiðlu og strengjasveit eftir Johann Peter Pixis, Sieg- fried Landau stjórnar. 15.40 tslenskt mál Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 V'insælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go) Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Davið Copperfield” eftir Charles Dickens. Anthony Brown bjó til útvarpsflutnings. (Aður útv . 1964). Þýðandi og leikstjóri: Ævar R. Kvaran. — Þriðji þáttur. Persónur og leikendur: Davið / Gisli Alfreðsson, Ekill / Valdi- mar Helgason, Davið yngri / Ævar R. Kvaran yngri, Betsy frænka / Helga Val- týsdóttir, Herra Dick / Jón- as Jónasson, Herra Murd- stone / Baldvin Halldórs- son, Ungfrú Murdstone / Sigrún Björnsdóttir, Uria Heep / Erlingur Gislason. 18.00 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Henrik Ibsen — 150 ára minning Þorsteinn ö. Stephensen fyrrverandi leiklistarstjóri útvarpsins flytur erindi um skáldið. 20.00 Hljómskálamúsik Guð- mundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur Jóhann Hjálmarsson hefur umsjón með höndum. 21.00 Einsöngur: Leontyne Price syngur lög úr söng- leikjumog önnur vinsæl lög. André Previn er undirleik- ari og stjórnandi hljóm- sveitarinnar sem leikur með. ' 21.35 Teboð „Hinir gömlu góðu dagar”. — Sigmar B. Hauksson ræðir við nokkra skemmtikrafta frá árunum eftir strið. 22.20 Lestur Passiusálma Kjartan Jónsson guðfræði- nemi les 46. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 18. mars 16.30 íþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 17.45 Skiðaæfingar (L) Þýsk- ur myndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Eirikur Haralds- son 18.15 On We Go Ensku- kennsla. 18.30 Saltkrákan (L) Sænskur myndaflokkur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. 19.00 Enska knattspyrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Menntaskólar mætast (L) Undanúrslit. Verslunar- skóli Islands keppir við Menntaskólann við Sundin. A milli spurninga leikur Arnaldur Arnarson á gitar. Einnig er samleikur á tvo gitara og flautu. Dómari Guðmundur Gunnarsson. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 20.50 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.35 Einmana hjarta (L) (The Heart is a Lonely Hunter) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1968. Aðal- hlutverk Alan Arkin og Sondra Locke. John Singer er daufdumbur. Hann ann- ast um vangefinn heyrn- leysingja, sem gerist brot- legur við lög og er sendur á geðveikrahæli. Singer reyn- ir að hefja nýtt lif til þess að sigrast á einmanaleikanum og flyst til annarrar borgar, sem ernær hælinu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok. söluskatts af efni til þessara framkvæmda, likt og gert er við skipakaup. 14. Sett verði löggjöf um forfalla- þjónustu og afleysingar bændafóiks. Með þeirri lög- gjöf verði þvi fólki, sem vinn- ur að búvöruframleiðslu, tryggð eðlileg fyrirgreiðsla þegar veikindi og slys ber að höndum. Fæðin ga rorlof sveitakvenna verði greitt af almannatryggingum. 15. Garðyrkja og ylrækt verði efld og kannaðir til hlitar mögu- leikar til ylræktar i stórum stil til útflutnings. Söluskipuiag gróðurhúsaframleiðslunnar verði bætt og áherzla lögð á betri nýtingu markaðarins. Stefnt verði að þvi að kartöflu- ræktin fullnægi þörfúm þjóð- arinnar og hún efld á þeim svæðum þar sem uppskera er árvissust. 16. Unnið verði að vexti aukabú- greina og bættri nýtingu hvers konar hlunninda, með ræktun þeirra og umhirðu. Kannað verði til hlitar, hvort loðdýra- rækt geti ekki orðið arðgæfur þáttur i islenzkum landbún- aði. Lögð verði meiri áherzla á fiskirækt i ám og vötnum og auknar tilraunir með fiskeldi, svo að þessar greinar geti orð- ið snar þáttur i framleiðslu landbúnaðarins. Unnið verði markvisst að kynningu is- lenzka hestsins erlendis og auknum útflutningi gæðinga. Búnaðarfræðsla og rannsóknarstarfsemi Lögð verði áherzla á að frumvarp um búnaðarmenntun, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði sam- þykkt þegar á þessu þingi. Unnið verði áfram að aukinni rannsóknarstarfsemi i þágu land- búnaðarins þar sem sérstök á- herzla verði lögö á rannsókn þeirra verkefna er brýnust eru hverju sinni og möguleikum til aukinnar fjölbreytni i landbúnaði. Leiðbeiningaþjónustu landbúnað- arins verði gert kleift að koma jafnharðan á framfæri niðurstöð- um slikra rannsókna. Flokksþingið telur að sækja verði mjög ákveðið fram á næstu árum til að treysta stöðu land- búnaðarins og tryggja eðlilega þróun hans við hlið annarra höf- uðatvinnuvega þjóöarinnar. Verzlunar- og viðskiptamál Flokksþingiðbendir á, að verzl- un er einn af mikilvægari at- vinnuvegum þjóðarinnar, þar sem tæplega 1/6 hluti vinnandi fólks hefur atvinnu sina af verzl- un. Enda er góð verzlunarþjón- usta i nútimajóðfélagi eitt af undirstöðuatriðum almennrar velferðar. Hér á landi hafa lengi verið nokkuð ströng ákvæði um verzlunarálagningu, sem hafa þó ekki i reynd verið neytendum sú vernd sem til er ætlazt. Astæða er þvi til þess að endurskoða þessi mál og færa verðlagslöggjöfina i frjálslegra horf án þess að slakað sé á verðlagseftirliti. Samvinnufélögin gegna mikil- vægu hlutv. i dreifbýlisverzlun- mm, en ástæða er til að benda á mjög mikil vandamál þessarar atvinnugreinar, sérstaklega i hin- um fámennari byggðarlögum. Þar er nú verzlun yfirleitt rekin með halla, sem fyrst og fremst bitnar á kaupfélögunum. En á- byrg stjórnvöld hljóta að taka þessi mál til alvarlegrar skoðun- ar ef ekki á illa að fara viða um land. 1 sambandi við verzlun i dreif- býli er rétt að benda á það, að eðlilegt er að það opinbera stuðli að jöfnun flutningskostnaðar, i stað þessað nú eykur það á órétt- lætið með þvi að innheimta sölu- skatt af flutningskostnaði. 1 beinu framhaldi af þessu má benda á það, að smásöluverzlunin innheimtir opinber gjöld i stórum stil fyrir rikið, án þess að minnsta greiðsla komi fyrir. Þingið telur að útflutnings- verzlun sé nú i öllum höfuðatrið- um i góðu lagi, en bendir þó á að vinna þarf stöðugt að markaðsleit og sölustarfsemi, meðal annars til þess að forðast það að við verðum of háðir einstökum mörk- uðum. Þingið álitur að nauðsyn ber til aðendurskoða lög og reglur, sem varða útflutning, með það i huga að gera þær auðveldari i fram- kvæmd. íslendingar eru flestum, ef ekki öllum, þjóðum háðari utanrikis- verzlun. Góð verzlunarfræðsla er þvi mjög mikilvæg og ber að efla eftir þvi sem unnt er. Minning ritaði ýmislegt i timarit sam- bandsins. Þá var hann skáld gott. Hið siðasta, sem eftir hann birt- ist i Sveitarstjórnarmálum er þetta: „Segja má að lif mannsins sé likt og ástæður þess manns, sem fer á skóg með eina ör: Dauðinn kemur, dýrt er fjör, dagsins stutt að njóta, sá, sem hefur eina ör ei má gálaust skjóta.” Daginn eftir sá ég það að i minningarræðu um Karl á Al- þingi sama dag hafði forseti Sam- einaðs Alþingis lokið sinum orð- um með sömu tilvitnun. Sumir munu kalla þetta tilvilj- un. Það geri ég ekki. Vandamönnum Karls sendi ég einlægar samúðarkveðjur, og það fullyrði ég, að við fáa menn, sem ég hef kynnzt, á betur það, sem listaskáldið góða orti um látinn vin sinn. „Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf, um hæðir, lautir, húsin öll og viðar l|pautir, er Isafold er illa stödd.” Páll Lindal Listinn irlitinu kominn. Sigurður vildi ekkert frekar um málið segja, en kvaðvel hafa gengið að fá eigend- ur innistæða f Finansbanken til að selja islenzku gjaldeyrisyfirvöld- unum gjaldeyrinn. Rannsóknarlögreglan hefur nú það mál, hvernig listi yfir nöfn þeirra fslenzku skattgreiðenda, er reikninga áttu i Finansbanken, hefur borizt Dagblaðinu, til umf jöllunar. I gær var engar upp- lýsingarað hafaum rannsóknina. Eftir þvi sem næst verður komizt höfðu eingöngu starfsmenn rikis- skattst jóraembættisins, fjár- málaráðuneytisins og gjaldeyris- eftirlits Seðlabanka Islands list- ann undir höndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.