Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 18. marz 1978 minning Karl Kristjánsson hans, gefst þvi tóm til að hugleiða hvernig fariö heföi án björgunar- starfsins. Má mikiö vera ef það var ekki hans stærsti sigur i' f jöl- þættri og langri félagsmálaþjón- ustu. Arið 1936 var hættan liðin hjá. Þá lét Karl Kristjánsson af störf- um sem kaupfélagsstjóri en við tók annar ágætur maður. Að loknum þessum sigri átti Karl Kristjánsson sem formaður Kaupfélags Þingeyinga eftir að vera i' einu bakvörður þess og framherji i áratugi. Kaupfélags- stjórarnir sem báru hita og þunga dagsins áttu hánn ekki einungis að traustum vini, þeir gátu leitað hjálpar hans og úrræða hvenær sem á þurfti að halda. Kaupfélagið áttihlýhug hans og félagsmennirnir voru vinir hans. Fyrir fáum árum sagði hann, að af öllum þeim störfum sem hann hefði unnið, þætti sér vænst um þau er hann vann Kaupfélagi ^ingeyinga. Karl Kristjánsson var sam- vinnumaðuraf lifi og sál. Kaupfé- lag Þingeyinga minnist hans með djúpri virðingu og heils hugar þökk. Það vottar ekkju hans, Pálinu Guðrúnu Jóhannesdóttur,og börn- um þeirra hjóna hlýja samúð. Páll H. Jónsson. f Ég hygg að þaö hafi verið sam- dóma álit þeirra sem þekktu Karl Kristjánsson. fyrrverandi al- þingismann.vel að hann væri á margan hátt fágætur atgervis- maður. Hann var gæddur fjöl- þættum og sterkum gáfum, sem birtust i þroskaðri rökhyggju, riku skyni á skáldskap og fegurð máls og óvenjulega næmri innsýn i manngildis- og samfélagsmál. Hann óx upp á sveitaheimili alda- mótanna á bjartasta vori is- lenskrar sögu , meðan veturinn hafði þó enn föst tök og var þvi aldamótamaður að allri mótun, þótt hann yrði líka arftaki þeirrar merkilegu kynslóðar i lifi og starfi og ætti veigamikinn þátt i þvi að bera hluthennar i sókn og vörn fram til fyllri sigurs með lifsstarfi sinu bæði i máiefnum heimabyggöar og þjóðarinnar allrar. Þegar æskuheimilinu siéppti tók ungmennafélagið viö, þar sem hugsjónir, er seinna mótuðu lif hans, festu rætur og hann efldi félagið með atgervi sinu og for- ystu. 1 Akureyrarskóla heyjaði hann sér mikilvægt veganesti, sem greiddi leið hans til fyllri menntunarþroska af bókum, kynnum og samstarfi við mikil- hæfa hugsjónamenn. Sjálfur varð hann áöur en varði burðarás i þessari samstarfssveit félags- legraframfaraá leiðum og i anda samvinnustefnunnar. Hann gerðist bóndi og fyrirliði i sam- eiginlegri sókn sveitar sinnar, siðan forystumaður stærsta bæjarfélags héraðsins á erfiðu mótunarskeiði og i fylkingar- brjósti sam vinnustarfsins i héraöinu og honum vár falið leið- togastarf i lifsvarnarbaráttu Kaupféiags Þingeyinga. Siðan var hann alþingismaður I tvo áratugi og vann með heillum að löggjafarstarfi þjóðarinnar. Siðustu árum varði hann mjög til ritstarfa og félagsmála og hafði að mestu lokið miklu söguverki um heimabæ sinn, Húsavik. Þetta eru aðeins stærstu stiklur i ævistarfi mikils félagsmála- manns, og erfitt er að segja.hvar og hvenær hlutur hans var mestur. Þó hefur mér alltaf fund- ist aö best hafi komið i ljós hver hann var,þegar hann safnaði liði héraðs sins i sameiginlega varnarsveit til fórnar og átaka til þess aö bjarga Kaupfélagi Þing- eyinga. Benedikt frá Auðnum sagði eitt sinn i samvinnuboöun sinni: „Allt það,sem best er og nytsamlegasti öllu samiifi mann- anna er einniitt byggt á samábyrgö þeirra i mannlifinu og árangri hennar. Við getum eigin- lega ekkertgert nema i sameigin- legri ábyrgð.” Þetta var og varð kjarninn i samvinnustarfi Þing- eyinga. Karl Kristjánsson þekkti Benedikt frá Auðnum vel og hefur vafalitið sótt þangað marga kveikju ogþað kom i hans hlut að fylkja saman á örlagastundu þeirri sveit,sem sýndi með lýs- andi hætti hugsjónastyrk þessara orða i verki, sem er eitthvert mikilvægasta samtakadæmi i is- lenskri samvinnusögu. Ég held.að hin sterka rökvisi,hugsjónaþrótt- ur og manngildismat Karls hafi ráðið þar úrslitpm og kailað fram til félagslegrar þjónustu það besta sem i mönnum bjó og dugði til þess að vikja eiginhagsmunum til hliðar. Mér fannst oft eins og Karli fyndist.að þær hugsjónir, sem hann bar mest fyrir brjósi, hefðu lifandi sái eða eins konar guðdómseðli sem hann gat lotið. Hann var stundum talinn maður málamiðlunar, en það stafaði að- eins af þvi.hve hann taldi sam- stöðu og samtök mikiivæg i sókn að meginmarkmiðum og hann lagði oft allan styrk sinn til að fá slika samstöðu og náði oft undra- verðum árangri. Manngildis- virðing hans var ef til vill áhrifa rikust til þess. Hann ma.t ætið mikils stuðning og velvild i sinn garð og var mönnum heill og holl- ráður, enda leitaði margur til hans i vanda.jafnt persónulegum sem almenns eðlis. Virðing hans fyrir manngildi og verkum ann- arra kemur glöggt fram i fjöl- mörgum afmælis- og minninga- greinum.er hann ritaði einkum á siðari hluta ævinnar. Þessar greinar og minnisræður um fólk, látið og lifandi.eru margar hverj- ar listasmiðar. Karl var heitur unnandi skáldskapar og notaði hann sem sjónauka i ræðum sin- um af meira listfengi og likinga- styrk en aðrir menn,sem ég hef þekkt. Margar ræður Karls eru óbrotgjörn listaverk og fyrir- myndir um ræðugerð þar sem rökvisi.skáldskaparskyn, likinga- auður og hnitmiðað og fágað mál- far eiga nána samleið og að lyfta ræöuefninu i æöra veldi og eftir- minnilegri birtu en hægt er meö öðrum hætti. Það mun einnig koma i ljós þegar Húsavikursaga Karls birt- ist, að viðhorf hans til slikrar söguritunar er með öðrum hætti en tiðast verður. Oft snýst slik sagnaritun mest um þau verk sem eftir kynslóðirnar liggja, en mennirnir sjálfir falla i skugg- ann. Karl lagði allt kapp á að sýna ekki aðeins verkin heldur mennina lika. Hann leggur sér- staka áherslu á að lýsa mönnum i starfi og lif Lgerð þeirra og mann- gildi. Éger viss um, aö þetta mun vekja sérstaka athygli lesenda, þegar þar að kemur og gæða Húsavikursögu hans óvenjulegu lifi. Þótt ævistarf Karls Kristjftns- sonar væri að langmestu leyti helgaö almennum málum, var hann styrkasta stoð ættmenna sinna og venslafólks langt Ut fyrir heimilishring. Þeir leituðu til hans þegar áföllin urðu þyngst, ekki sist á sorgarstundum og hann gat jafnan létt byrðarnar. Heimili Pálinu og Karls var þeim eins oghöfn.sem ætið var hægt að leita i. Þau tóku að sér og veittu skjól og styrk fleiri en einum og fleiri en tveimur úr ættarfjöl- skyldum, jafnt börnum sem full- orðnum. Ég var einn þeirra,sem átti þar ungur að árum vist sem i foreldrahúsum, þegar á þurfti að halda. Ég hef ætið talið Karl Kristjánsson meiri kennara minn en aðra.þóað ég hafi ekki ávaxtað það pund sem skyldi. Ég á honum og Pálinu ómældar þakkir aö gjalda. Svo er um fleiri systkin min og mörg önnur ættmenni okka_r og venslafólk. Andrés Kristjánsson f Með Karli Kristjánssyni fyrr- verandi alþingismanni er hniginn i valinn mikilhæfur maöur. öll kynnumst við ýmsum manngerð- um á lifsleiðinni. Karl verður mér minnisstæðastur fyrir, alúð- arfullt hæglæti sitt ■ réttsýni og vandvirkni. „Þjóöin verður að gera sér grein fyrir þvi, hvað hUn á dýr- mætast i fari sinu, leggja alUð viö að vernda það, og efla með þvi áfram lifsmátt sinn og hamingju- lán. Hún má ekki kasta arfi sinum fyrirborð: bókmenntaauðnum og bókmenntaáhuganum, sem um aldaraðir hafa verið hennar sig- urvopn. Ef hún gerði það, yrði hún i raun'og veru snauðari en meðan börn hennar gengu berfætt — og borg hennar yrði auðunnin.” Svo mælti Karl Kristjánsson við stofnun Almenna bókafélagsins og i anda þessara orða voru öll störf hans i þágu félagsins unnin. Karl var kjörinn i fyrstu stjórn bókafélagsins á framhaldsstofn- fundi 4. febrúar 1955. Hann var ævinlega endurkjörinn og sat þvi i stjórn félagsins i 23 ár. Við fráfall Bjarna heitins Benediktssonar forsætisráðherra tók Karl við for- mennsku Almenna bókafélagsins og gengdi þvi starfi til siðasta dags. Við kjör sitt sem formaður fór- ust Karli orð eitthvað á þá leið, að vandi fylgdi vegsemd hverri og þaö eina sem hann hefði um það að segja væri að hann mundi ekki láta sér þann vanda i léttu rúmi liggja. Það gerði hann ekki held- ur, þvi ötullega vann hann að framgangi Almenna bókafélags- ins, var ætið boðinn og búinn að takast á við margvisleg vanda- mál. Þau leysti hann af sinni al- kunnu hæfni og nákvæmni. Rögg- semi hans við fundarstjórn og frábærar ræður hans eru mér i fersku minni. Fyrir hönd Almenna bókafé- lagsins þakka ég Karli Kristjáns- syni umhyggju hans og ræktar- semi i þágu félagsins og votta eft- irlifandi konu hans og öörum vandamönnum einlæga samúð. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa kynnzt svo vönduðum manni. Brynjólfur Bjarnason. t Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður var fæddur í Kald- bak i Húsavikurhreppi 10. mai 1895. Foreldrar hans voru Kristján bóndi i Kaldbak siðar i Eyvik á Tjörnesi og kona hans Jakobina Jósiasdóttir bónda og sjósöknara á Kaldbak. Karl lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri vorið 1916. Næstu árin vann hann á búi foreldra sinna en var jafnframt barnakennari i Tjörneshreppi veturna 1916-1920. A þeim árum var hann valinn til forustu I félagsmálum sveitar sinnar. Hann var formaður Ung- mennafélags Tjörnesinga 1916-1930. Karl kvæntist 13. nóv. 1920 eftirlif andi konu sinni Pálinu Jóhannesdóttur f. 4. sept. 1896. A árinu 1920 hóf hann búskap i Eyvfk og bjó þar til ársins 1934 en þá fluttist hann til Húsavikur. Karli var falin framkvæmda- stjórn Kaupfélags Þingeyinga á þrengingarti'mum þess 1935-1937. A Húsavik voru honum falin margs konar trúnaðarstörf. Við upphaf Húsavikurkaupstaðar i ársbyrjun 1950 var hann kjörinn i bæjarstjórn og átti sæti 1 henni til 1970 og var forseti hennar all- lengi. Karl Kristjánsson var kjörinn alþingismaöur Suöur-Þingeyinga árið 1949, var siöar þingmaöur Norðurlandskjördæmis eystra og átti sæti á Alþingi samfellt til vorsins 1967 og átti löngum sæti i fjárveitinganefnd. Karl var sam- vinnumaður og gegndi margs konar forustustörfum i Kaup- félagi Þingeyinga. Karl Kristjánsson er einn þeirra manna,sem ég tel mér til hamingju að hafa kynnzt. Fyrstu kynni mi'n af honum voru af blaðagreinum sem hann hafði skrifaðogmérþóttuóvenju góðar og skemmtilegar. Siöar lágu leiðir okkar saman. Þá var hann orðinn alþingismaður en ég skjalavöröur Alþingis. Frá þeim tima minnist ég snilldar frágangs á þeim handritum,sem hann lét frá sér fara til préntunar. Þar fór saman listaskrift, still og mál. — En það sem leiddi hugi okkar fyrst og fremst saman var sam- eiginleguráhugiokkará iþróttum og þá sérstaklega ást okkar og yndi af glimunni. Karl var mikill og snjall glimu- maður og hafði auk þess mikið og gott næmi og skilning á eðli glim- unnar. Hann var afrendur að afli snarpur og m júkur i senn og hafði þau hyggindi til að bera i rikum mæli,sem prýða þurfa góðan glimumann. Helztu glimubrögð hans voru: mjaðmarhnyk-kur, klofbragð, lærbragð og hælkrókur h.á.v. Ég leyfi mér að tilfæra hér nokkur ummæli Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætis- ráðherra,sem var glimufélagi og skólabróðir Karls. Hermann seg- ir: „Sjálfur hafði ég ákaflega gaman af öllum iþróttum og notaöi mikiö af tómstundum min- um til að iðka þær. Þegar ég kom i gagnfræöaskólann á Akureyri hugði ég þvi gott til glóðarinnar að hitta unga menn viðs vegar af landinu, sjá iþróttir þeirra og keppa við þá. Ég þurftiekkiaðbiðalengieftir tækifærum — og þau reyndust einatt nægileg. Ein af fyrstu viðureignum min- um var viö Karl Kristjánsson, sem þá var einnig nýsveinn og gekk upp i annan bekk skólans. Þetta gerðist um haustið rétt eftir að við komum i skólann. Ég gleymi áreiöanlega flestu ef þessi atburður fellur mér úr minni. Ég fékk alveg nóg. Ég labbaði upp i herbergi mitt og var mjög ugg- andi um minn hag,ef margir væru slikir i þessum skóla. En þær urðu margar og eftir- minnilegar sumar glimurnar i gagnfræðaskólanum á Akureyri. Af glimumönnum er mér minnis- stæðastur Karl Kristjánsson. Ekki gerði ég mér það ljóst.hvað það var í fari og skapgerð Karls Kristjánssonar,sem gerði hann að svo miklum og sigursælum glimumanni. Helzt mun það hafa hvarflað að mér að aöalástæðan væri,hve rammur hann var að afli. — En mikiðátti ég þá eftir að læra um glimu og eðli hennar... Það sem geröi Karl Kristjáns- son að hættulegri andstæðing en ég nokkurn tima mætti i kapp- glimu fyrr og siðar, var hversu hann var sterkur i vörn vegna þess að þaö var eins og það væri útilokað að koma honum að óvör- um með bragð svo næmur var hann fyrir þvi, hvað and- stæðingurinn var að fara. Ilann var hins vegar glöggur að finna veilur i stöðu andstæðingsins og fljótur að nota slik tækifæri til fulls meö þvi að leggja i bragöið þá snöggu augnabliksorku ,sem bragðið þarf, til þess að vera sigursælt. Þessi varkárni, þessi næmleiki fyrir andstæðingnum, þessiflýtir meðeldsnerpu— þessi vakandi spenna hélzt hjá Karli Kristjánssyni alla glimuna allt- af.” Að endingu segir Hermann Jónasson þetta: „Til þess að vera góður glimu- maður er ekki nóg aö vera af- rendur að afli,það hefur margur verið án þess að hann væri eða gæti nokkurn tima oröið góður glfmumaður. Til þess aö vera góður glimu- maður þarf sérstaka tegund af skapgerö.sem ég hefi verið aö reyna að lýsa og sem Karl Kristjánsson á óvenjulega mikið af.” Glimusamband íslands kaus Karl Kristjánsson formann út- gáfunefndar Glimusögu ís- lendinga.sem sambandið er að láta rita. Sýnir þetta glögglega hversu mikils trausts Karl hefur notið meðal glimumanna og einn- ig áhuga þann og velvild, sem Karl sýndi glimunni með þvi að taka þetta starf að sér. Lærdómsrikt var aö starfa með Karli að undirbúningi á útgáfu Glimusögu Islendinga. Hans inn- legg til Glimusögunnar veröur seint fullþakkað. Karl Kristjánsson var atgervis- maður. andlega og likamlega. Hann var bóndi góöur sem átti valinn bústofn. Hestamaður ágætur og haföi yndi af hesta- mennskualla tið. Hann var mikill félagshyggjumaður. Orösins list var honum eiginleg ogskáldskapurlá honum á tungu. Kjartan Bergmann Guðjónsson t Þaö er ekki oft, að grein I blaði eða timariti greypist svo i huga manns, að hún sitji þar áratugum saman. Ég kann ekki nema eitt dæmi af sjálfum mér, og jjjð er einmitt grein eftir Karl Kristjánsson,sem hann ritaði fyr- ir rúmum 30 árum. Hún nefndist ,,Það er löng leið til keisarans”. Þessi grein var siðan birt i Sveitarstjórnarmál- um, timariti Sambands íslenzkra sveitarfélaga 1947. 1 greininni gagnrýndi Karl með miklum alvöruþunga, en undir hjúpi gamansemi, umgengnis- hætti sumra fulltrúa rikisvaldsins við sveitarstjór.narmenn. Heitið ágreininni er rússneskur málsháttur, átti að minna á stjórnarhættina i þvf mikla riki i fyrri tið og kannski lika á þeim tima, þegar greinin var skrifuð. Tilefnið var aftur á móti það, að laugardaginn 20.sept. 1946 kl. 1.10 e.h. barst Karli, þáverandi odd- vita Húsavikurhrepps „dreifi- skeyti”, sjálfsagt sent öllum odd- vitum og bæjarstjórum landsins. Sendandi var ein af þessum merkilegu stofnunum, sem settar eru á fót þá, þegar mikið liggur við. Fjárhagsráð nefndist hún, og mun orðstir hennar lifa hjá hinni öldruðu sveit, sem nú vi'kur óð- fluga af sviðinu. Skeytið var á þessa leið: „Simsendið laugardag útgefin se- mentsleyfi frá skömmtunarbyrj- un stop póstleggið sama dag sementsúthlutun stop tilfærið nafn leyfishafa, úthlutað magn og notkun stop skiptist þannig stop viðhald stop framkvæmdir, er ekki kosta yfir 10.000 kr. stop fok- held ibúðarhús stop Ibúðarhús önnur stop hús i þágu framleiðsl- unnar stop tilfærið nánar i skýringu á hvaða stigi fram- kvæmdir voru/er leyfisveitingar hófust.” Ot af þessu skeyti lagði Karl eins og áður segir á sinn persónu- lega hátt með slikum þunga, en þeim tilþrifum i máli og stil, að þessi samskipti rikis og sveitarfé- laga og önnur sem hann rakti, verkuðu nánast sem skemmti- efni, þótt siður en svo væri að sliku stefnt. Fram að þessu hafði ég unglingurinn litið á sveitarstjórn- armál og allt, sem þeim við kom, sem hið leiðinlegasta af öllu leiðinlegu, en með þessari grein var grundvöllurinn lagður, skapaður fyrsti visirinn að áhuga minum á sveitarstjórnarmálum, sem við mig hefur loðað siðan. Fyrir það stend ég f mikilli þakkarskuld við Karl Kristjáns- son. Þar sannaðist hið forn- kveðna: ,,0rð eru til alls fyrst”. Nokkrum árum siðar kynntist ég Karli persónulega allvel. Hann var einn þeirra allt of fáu manna, sem vaxa stöðugt með nánari við- kynningu. Hann sameinaði á óvenjulegan hátt svipmót hins greinda alþýðumanns, sem brot- izthefur áfram af eigin rammleik og hins háttvísa höfðingja, sem allir sóttust eftir að hafa sem ráö- gjafa og leiðtoga. Hér verða ekki rakin margháttuö störf Karls á sviði sveitarstjórnarmála eða þjóðmála eða ótal aðrir þættir, þar sem hann hefur markað djúp spor. I minningaroröum á fundi i stjórn Sambands isl. sveitarfé- laga 8. marz s.l., daginn eftir lát Karls lét ég þessi orð falla: „Það þótti á sinum tima sjálf- sagt, aðfaðirsambandsins, Jónas Guðmundsson, yröi heiðursfélagi þess fyrstur manna. Svo mikið hafði frumkvæði hans og framtak veriö á þessum vettvangi. Mátti þvi ætla, að nokkur vandi væri að velja mann til að hljóta næstur sambærilega viröingu og viður- kenningu. Árið 1970 kom sú hug- mynd fram, að Kari Kristjánsson hefði unnið sveitarfélögum lands- ins þannig, að vel færi á þvi, að honum yrði skipað á heiðursbekk við hlið Jónasar. Man ég, að Jónas taldi sig fullsæmdan af slikum sessunaut. Það var lika einmæli allra annarra, að Karl hefði fulla verðleika til slíks, enda var kjör hans til heiðursfélaga samþykkt einróma á landsþingi 1970. Hér erhvorki staðurnéstund til aörifja upp ævistarf Karls á vett- vangi sambandsins, hvað þá sveitarstjórnarmála almennt, en ekki getég þó látiö þessógetið, að hann mun fyrstur manna á Al- þingi hafa borið fram tillögu um endurskoðun á verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Karl var ritfær i bezta lagi og Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.