Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 18. marz 1978 Herra forseti. Ég hef leyft mér á þingskjali nr. 409 að flytja frum- varp til laga um rikis- endurskoðun. Upphaf þessa máls er það, að árið 1975 við afgreiðslu á rikisreikningi þótti mér það nokkuð merkilegt, en það var i upphafi al- þingistiðar minnar, hversu litil umræða og litlar skýringar fylgdu rikisreikningi, og ég gat þess þá, að mér þætti eðlilegt að hér yrði breytinga, að Alþingi fengi meiri skýringar og skýrslur um rikisreikn- inginn. Það hafa orðið i þjóðfélaginu miklar umræður um rikisrekstur- inn og hvernig eigi að standa að lagfæringum á þvi sviöi, standa að eftirliti og aðhaldi. Það hefur orðiö mikil útþensla i rikisrekstr- inum. Hið opinbera hefur fengið aukin verkefni, og sifellt stærri hluti þjóðartekna fer til opinberra þarfa og sameiginlegra þarfa. Þegar siikur vöxtur á sér stað er hætt við þvi, að þar eigi sér stað sóun á fjármagni, að afköst verði litil á ýmsum stöðum i rikiskerf- inu og nýting fjármagns sé ekki sem skyldi. Það er hins vegar ljóst, sérstaklega þegarekki er hægt að stækka eða auka hina opinberu starfsemi og samneyzluna i það óendanlega, að það er mikils um vert að þetta fjármagn og þeir fjármunir séu notaðir skynsam- lega og nýttir vel i þágu þjóðar- innar. Mennhafa margir hverjir talað hátt um þessi mál, viljað leggja niður ýmsa starfsemi, og menn hafa jafnvel talað um það, að þingmenn skyldu ganga i rann- sóknir á ýmsum sviðum i rikis- kerfinu. Allt þetta er út af fyrir sig jnn- antómt ef Alþingi hefur ekki stofnun og aðstöðu til þess að fylgjast með á sviði rikisrekstr- arins. Það eru allir sammála um það, að eftirlit þurfi að auka, en aðalvandamálið, og aðalmálið, er, hvernig það skuli gert. Að minum dómi þarf Alþingi að taka hér frumkvæði, axla ábyrgðina á eftirlitinu og á þvi aðhaldi, sem er i rikisrekstrinum, gagnrýna og leiðbeina og visa veginn i stað þess sem svo oft vill verða að Al- þingi sé áhorfandi sem gefur heimildir, samþykkir fjárfram- lög án þess að fá fullnægjandi skýrslurumráðstöfunog nytsemi þess fjármagns. Hlutverk ríkis- endurskoðunar Ég sé ekki ástæðu til þess að gera i löngu máli grein fyrir þessu frumvarpi. Það fylgir þvi nokkuð löng greinargerð og skýr- ingar meðeinstökum greinum, en ég ætla að gera i stuttu máli grein fyrir aðalefni þess. Það er til stofnun hér i þjóðfélaginu, sem heitir Rikisendurskoðun. Hlut- verk Rikisendurskoðunar er á- kveðiðí reglugerð frá 31. des. 1969 og það hlutverk er endurskoðun reikningsskila embætta rikis- stofnana og sjóða i vörzlu rikis- ins. Eru endurskoðendur skipaöir eða kosnir samkvæmt sérstökum lögum. Þessi stofnun er hin ágætasta stofnun vinnur mjög þarft verk. Hún hefur mikilvægu hlutverki að gegna, en hins vegar er ekki til nein heildarlöggjöf um starfsemi rikisendurskoöunar. Það hafa orðið miklar breytingar á endur- skoðun, reikningsskilum, upplýs- ingakerfum og fleiru á undan- förnum árum, byltingakenndar breytingar sem kalla á lagasetn- ingu um þessa stofnun. I öðru lagi lýtur þessi stofnun fjármálaráðherra, og það er einn aðaltilgangur þessa frumvarps að breyta þvi fyrirkomulagi. Al- þingi fær ekki skýrslur frá þess- ari stofnun. Þær skýrslur eru sendar fjármálaráðuneyti. I þessu frumvarpi er hins vegar lagt til að rikisendurskoðun verði stofnun Alþingis og framkvæmi endurskoðun i samræmi við á- kvæði þessara laga i umboði Al- þingis. Þá skal stofnunin vera óháð rikisstjórn, ráðuneytum og öðrum stofnunum, sem eru háðar eftirliti hennar samkvæmt þess- um lögum. Það má út af fyrir sig hugsa sér að koma þessu fyrir á mismun- andi hátt. í öðrum löndum er það ýmist þannig, að rikisendurskoð- un lýtur framkvæmdavaldinu eða heyrir beint undir Alþingi eða starfar sem dómstóll, eins og t.d. i Vestur-Þýzkalandi, Sviss og Frakklandi. En hér er lagt til, að rikisendurskoðun verði stofnun Alþingis og þjóni Alþingi. 1 framhaldi af þessu er lagt til i greitt af rikissjóði samkvæmt fjárlögum eða öðrum tekjum samkvæmt sérstökum lögum. 1 þriðja lagi fyrirtækja eða stofn- ana, sem rekin eru á ábyrgð rikissjóðs eða rikissjóður á meiri- bluta i, þar með taldir rikisbank- ar og hlutafélög, og i fjóröa lagi reikningsskil Alþingis. Hér er um að ræða mjög við- tæka endurskoðun i fyrsta lagi á alþingi reikningsskilin fjalla um, séu i samræmi við heimildir fjárlaga, önnur lagafyrirmæli og almennar starfsvenjur. I þriðja lagi, mat skal á það lagt, hvort nauðsynleg fjárhagsleg og rekstrarhagfræði- leg s jónarmið eru i heiðri höfð við ráðstöfun fjármagns og rekstur þeirra fyrirtækja og stofnána, sem reikningsskilin ná yfir. 1 fjórða lagi, að öðru leyti skal end- urskoðunin framkvæmd sam- kvæmtgóðri endurskoðunarvenju á hverjum tima. Aukin hagkvæmni og árangur Hér kemur fram einkum það nýmæli, sem kemur fram i lið C • • Oll ríkisendurskoðun á einni hendi undir umsjá Alþingis — framsöguræða Halldórs Ásgrimssonar 2. gr., að stjórn rikisendurskoð- unar skuli vera skipuð 6 mönnum, sem skulu að jafnaöi vera al- þingismenn sem eiga sæti i fjár- veitinganefnd eða fjárhagsnend- um Alþingis, en formaður stjórn- arinnar skuli vera rikisendur- skoðandi, sem þessistjórn skipar. Það er út af fyrir sig nokkurt vandamál, hvernig þvl verður bezt fyrir komið, að skipa stjórn þessarar stofnunar. Ég hef þó komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé eðlilegast að það séu al- þingismenn, til þess að treysta sem bezt böndin á milli rikisend- urskoðunar og Alþingis og tryggja það> að það séu sem bezt tengsl á milli þingsins og rikis- endurskoðunar. Það hefur verið þróun undan- farinna ára, að menn hafa viljað mæta þessu vandamáli, þ.e.a.s. þvi vandamáli, að þingið geti fylgzt betur með á hinum ýmsu sviðum i rikisrekstrinum og i rikisstofnunum, að Alþingi kjósi stjórnir þessara stofnana. Ég er þeirrar skoðunar, að við séum út af fyrir sig ekkiá réttri braut með þvi. Það treystir ekki böndin og samskiptin milli þingsins og þess- ara stofnana og það tryggir það ekki, að Alþingi hafi eftirlit og að- hald að þessum stofnunum. Ég er þeirrar skoðunar, að Alþingi eigi fyrst og fremst að auka eftirlits- og aðhaldshlutverk sitt, en skipta sér minna af stjórnun hinna ein- stöku stofnana. Alþingi setur þessum stofnunum lög, ákveður hvaða fjármagn þessar stofnanir ogrikisreksturinn skuli fá til um- ráða, og það er eðlilegt, að Al- þingi fylgist með á hvern hátt það er gert og hvort að það sé gert i samræmi við vilja þingsins, en hafi ekki beinlinis hönd i bagga með stjórnun viðkomandi stofn- ana. 1 öðru lagi er mikilvægt hvað skuli endursk. og hverju þessi stofnun skuli hafá eftirlit með. I fyrstalagi kemur það fram i6. gr. frumvarpsins að stofnunin skal setja upp starfsáætlanir fyrir eitt ár i senn, þar sem komi fram, að hvaða verkefnum skuli unnið og á hvern hátt í meginatriðum. Eftirlit og endurskoðun á einni hendi Það kemur siðan fram i 10. gr. að endurskoðun samkvæmt þessu frumvarpi skal ná til rikisreikn- ings i' fyrsta lagi. 1 öðru lagi stofn- ana sjóða og annarra, þar sem kostnaður eða reikningsl. tap er Halldór Asgrimsson. öllu sem lýtur að rikisreikningi, að öllum stofnunum sem rekin eru á ábyrgð rikissjóðs og einnig hlutafélögum, sem rikissjóður á meirihluta i og rikisbönkum. Með þessu er stefnt að þvi, að eftirlit og endurskoðun sé sem mest á einni hendi, en hins vegar er það heimilt samkvæmt lögunum, að rikisendurskoðunfáiaðraaðila til þess aðsinna þessu starfi fyrir sig a.m.k. til að byrja með. 1 11. gr. kemur fram, að þeir aðilar, sem þessi endurskoðun nær til, skuli hafa náið samráð við rikisendurskoðun i sambandi við bókhaldskerfi, innra eftirlit og rekstur innri endurskoðunar- deildar. Rikisendurskoðunin skal leggja mat á innra eftirlit og rekstur innri endurskoðunardeild og ákveða endurskoðunarað- gerðir i' samræmi við það mat. Það er ljóst að i mörgum stofnun- um er innri endurskoðun og eftir- litog það er nauðsynlegt, aö rikis- endurskoðun hafi hönd i bagga með slikri starfsemi. Rikisendur- skoðun fái með ákveðnum hætti upplýsingar um slik kerfi og breytingar á þeim svo hægt sé að fylgjast reglubundið með öryggi þeirra, sem grundvelli fyrir end- urskoöunaráðgerðum og aðferö- um ásamt mati á starfseminni al- mennt. Það er hins vegar ljóst, að það er fyrst og fremst hlutverk viökomandi ráðuneytis og stofn- unar, að koma á stjórnunarlegu eftirliti, sem talið er nauðsynlegt og fjárhagslega verjandi i hverju tilfelli. t 12. gr. kemur fram á hvern hátt þessi endurskoðun skuli fyrst og fremst framkvæmd. Þaö er gert ráð fyrir þvi, að endurskoð- unin skuli i fyrsta lagi beinast að því, hvort reikningsskil gefi glögga mynd af rekstri og efna- hag i samræmi við góða reikn- ingsskilavenju. I öðru lagi, hvort þeir gerningar á starfsemi, sem 12. gr., það er að mat skal á það lagt, hvort nauðsynleg fjárhags- leg og rekstrarhagfræðileg sjón- armið eru i heiðri höfð við ráð- stöfun fjármagns og rekstur þeirra fyrirtækja og stofnana, sem reikningsskilin ná yfir. Með þessu er lögð áherzla á það hlut- verk rikisendurskoðunar, að auka hagkvæmni og árangur i rikis- kerfinu. Það er að visu grundvall- arskylda hvers ráðuneytis og stjórnsýslustofnunar að halda uppi hagkvæmu og virku stýri- kerfi, ef svo má að orði komast, og reikningsskilin þurfa, svo vel eigi að vera^að geta veitt upplýs- ingar um þau afköst og þann ár- angur, sem tengjast þessum út- gjöldum. Ég gat þess áðan, að bæði litil afköstá mörgum sviðum og léleg nýting fjármagns væri orðið verulegt vandamál i rikiskerfinu, og þess vegna er nauðsynlegt að það sé notað reikningsskilakerfi, þar sem veittar eru upplýsingar um afköst og þann árangur, sem útgjöldunum tengjast. Ég vil i þessu sambandi benda á það sem kemur fram i greinargerð með frumvarpinu um rikisendurskoð- un i Bandarikjunum, en það eru kostnaðarlækkunaraðgerðir, sem rikisstjórn Bandarikjanna setti á 1966 og það kerfi átti að tryggja bað, að það væri hægt að mæla framleiðni og skilvirkni. Þetta hefur einnig verið gert í stórum mæli hjá sænsku rikisendurskoð- uninni, þannig að slik starfsemi er viðhöfð i nokkrum löndum, og af þvi má mikið læra. Það er nauðsynlegt fyrir Alþingi að fylgjast með rekstri þessara stofnana og rikissjóðs yfirleitt, og þess vegna er gert ráð fyrir þvi, að rikisendurskoðun geri það fyr- ir hönd Alþingis. Þetta er ekki að ástæðulausu, að ég tel að það sé nauðsynlegt, að slikt eftirlit sé tekið upp i rik- ara mæli, og ég vil i þvi sam- bandi, auk þess sem ég hef áður sagt, minna á það, að hér hafa orðið mjög veruleg frávik á milli fjárlaganna annars vegar og ríkisreiknings hins vegar, frávik sem eiga sér sjálfsagt eölilegar skýringar, en þær skýringar þurfa að vera betri og koma ljós- ar framog það á að vera hlutverk þessarar stofnunar, að fylgjast með öllum slikum frávikum. Þá er gert ráð fyrir þvi, að auk þessarar endurskoðunar, sem ég hef nú getið um, geti rikisendur- skoðun með aðstoð viðkomandi ráðuneyta, og það er nauðsynlegt að gera það með aðstoð þeirra, krafizt þess, aö fá reikningsskil frá stofnunum, samtökum, sjóð- um og öðrum, sem taka á móti fjármagni, styrkjum og tekjum samkvæmt sérstökum lögum, svo og reikningsskil þeirra aðila, sem njóta rikisábyrgðar eða annars stuðnings frá rikissjóði. Það er ekki gert ráð fyrir, að rikisendur- skoðun endurskoði beint reikn- inga þessara aðila, en geti ávallt krafizt þess að fá þá. Við vitum það, að það eru f jölmargir aðilar i þjóðfélaginu, sem fá styrki og stuðning frá rikinu, rikisábyrgð á lán og f 1., og það er nauðsynlegt að þessi stofnun hafi til þess ótvi- rætt vald að fá þessa reikninga. Hannsókn á reikningum sveitarfélaga 1 14. gr. kemur einnig fram, að rikisendurskoðun hafi heimild til að rannsaka þann hluta reikninga sveitarfélaga, sem varða starf- semi sem er greidd eða rekin af rikissjóði og sveitarfélagi I sam- einingu. Það vita allir, að það er gert á mörgum sviðum og sveit- arfélög taka við verulegu fjár- magni í þessu skyni. í 15. gr. er það skilgreint, að hverju þessi endurskoðun skuli miða, en hún skal fyrst og fremst miða að þvi, að þessi reiknings- skil séu endurskoðuð á fullnægj- andi hátt og skilyrði fyrir mót- töku fjármuna séu uppfyllt og fjármunir séu notaðir i samræmi við ákvæði laga og annarra fyrir- mæla. Það er mikilvægt, að það sé tryggt, þegar slikur stuðningur er ákveðinn samkvæmt fjárlög- um eða á annan hátt, að það fjár- magn sé notað á réttan hátt. Þá vil ég aðeins vikja að þvi, hvernig þessi stofnun skuli skila af sér til Alþingis. Það kemur fram i 21. gr., að rikisendurskoðun skuli leggja fyrir Alþingi endur- skoðunarskýrslu með A og B hluta rikisreiknings, þar sem fram kemur álit rikisendurskoð- unar á reikningsskilunum og við- komandistarfsemii samræmi við 12. gr. Þá er gert ráð fyrir þvi, að þegarumræða fer fram um rikis- reikninginn, liggi þessi skýrsla til grundvallar þeirri umræðu, þannig að alþingismenn geti met- iðá hvern hátt framkvæmdavald- ið hefur staðið að notkun og nýt- ingu þeirra fjármuna, sem þvi hefur verið fengið i hendur með samþykkt Alþingis. Og I öðru lagi skal ríkisendurskoðun einnig leggja fyrir endurskoðunar- skýrslu varðandi aðrá starfsemi, sem skylt er að endurskoða sam- kvæmt þessum lögum. Hér er um að ræða reikninga fyrirtækja og stofnana, sem ekki koma beinlin- is til afgreiðslu Alþingis, en er hins vegar nauðsynlegt að Alþingi geti fylgzt með starfsemi þessara stofnana og nýtingu þess fjár- magns og þvi eðlilegt, að rikis- endurskoðunin leggi einnig skýrslu um þau mál fyrir Alþingi. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi,' að rikisendurskoðunin skuli vera fjárveitinganefnd Alþingis til ráðuneytis við ráðstöfun fjárveit- inga eftir þvi sem nauðsynlegt er talið að dómi nefndarinnar. Mér er það ljóst, að Fjárlaga- og hag- sýslustofnun veitir fjárveitinga- nefnd mikilsverða aðstoð i sam- bandi við undirbúning og af- greiðslu fjárlaga. Hins vegar er það ljóst, að stofnun eins og rikis- endurskoðun, sem fylgist og á að fylgjast, með allri starfsemi á vegum rikisins, hlýtur að búa yfir mikilli þekkinguum þá starfsemi og þess vegna er nauðsynlegt að stofnunin sé fjárveitinganefnd til ráðuneytis i sambandi við á- kvörðun fjárveitinga. Þetta verð- uraðsjálfsögðuað faraeftir vilja nefndarinnar, en það kemur fram i 16. gr. laganna, að þetta skuli vera hlutverk rikisendurskoðun- ar ef fjárveitinganefnd fer þess á leit. Aðaltilgangur frumvarpsins Ég vil aðeins að siðustu geta um það i samandregnu máli, hver er aðaltilgangur þessa frumvarps og það má skýra i þremur atrið- um. Ifyrstalagi að auka vald Al- þingis yfir stofnunum rikisins og Frh. á 12 siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.