Tíminn - 29.03.1978, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 29. marz 1978
KASTDREIFARINN ER
EKKI NEINN VENJU-
LEGUR DREIFARI
Með hækkandi áburðarverði þarf að gæta
þess að áburðurinn nýtist sem bezt með
jafnari dreifingu.
Tvær stærðir verða fyrirliggjandi:
500 og 600 Itr.
Báðir dreifararnir eru með innbyggðum hræribún-
aði sem blandar og mylur köggla.
Áburðartrektin er úr Polyester harðplasti og tærist
þvi ekki.Dreifibúnaður er úr ryðfriu stáli - og
ryðgar þvi ekki.
Dreifibreidd er 6-8 m eftir kornastærð.
Ityð og tæring áburðardreifara hafa verið vanda-
mál — þar til nú.
Gerið pöntun timanlega. — Fyrsta sending væntan-
leg.
Gbbus?
LAGMÚLI 5. SlMI 81555
Til sölu
Tvær rófusáningavélar til sölu, 4ra raða
fyrir traktor. Sá einu og einu fræi i einu.
Litið notaðar.
Upplýsingar að Oddhól á Rangárvöllum,
simi gegnum Hvolsvöll.
Til sölu
litið ekinn snjósleði.
Upplýsingar i sima 1-36-55 og 1-38-16.
Kjörskrá
vegna bæjarstjórnarkosninga i Eski-
fjarðarkaupstað mun liggja frammi á
bæjarskrifstofunni frá og með 28. marz.
Kærufrestur er til 6. mai.
Bæjarstjóri.
Laxanet
Silunganet
Girni — Djúp— Sterk
Halda stórum fiski.
Önundur
Jósepsson
Hrafnistu, herbergi
426.
F erðadiskótekin
Disa og Maria
Fjölbreytt danstónlist
Góð reynsla — Hljómgæði
Iiagstætt verð.
Leitið upplýsinga — Simar
50513 — 53910 — 52971.
AUGLYSIÐ I TIMANUM
Orkumál
— tillaga Páls Féturssonar og
Ingvars Gíslasonar
Samtenging raforku-
kerfa landsins
Undir lok ræðu sinnar sagði
Steingrimur Hermannsson m.a.:
„Ég sagði hér áðan, að að minu
mati væri það fyrst og fremst
skipulag þessara mála, sem
skipti mestu máli, og það vil ég
endurtaka. Ég held að við þurfum
aðsnúa okkuraðþvi, að tengja öil
raforkukerfi landsins fá sem
stærstan markað, fá sem mest
not fyrir stærri virkjanir um land
alit. Við þurfum að leggja áherzlu
á það, að skapa öllum iðnaði, inn-
lendum iðnaði náttúrulega fyrst
og fremst, og ég kalla innlendan
iðnað þann, sem við eigum að
meiri hluta, aðstöðu til þess að
nota þá afgangsorku, sem við höf-
um á verði sem lækkar orkuverð
til almennings ilandinu. Við þurf-
um að fá samræmda stjórn á
þetta orkukerfi, þannig að hið
sama gildium land allt og þjóðar-
hagsmunir séu aldrei fyrir borð
bornir, og þar sé sem sagt þess
gætt, sem öllum passar bezt og
hagkvæmast er. Ég held að þetta
sé raunar langtum mikilvægara
atriði heldur en að kjósa nefnd og
gefa henni ákveðna formúlu til að
starfa eftir, eins og hér er sett
framan. Ég held jafnframt
að það kæmi vel til greina, að ég
flytti breytingatillögu við þetta i
þá átt, að stefnt verði að þvi, að
koma upp einni gjaldskrá fyrir
heildsöluraforku i landinu, sem
allir geti gengið að. bað væri að
minu viti mjög athyglisvert skref.
Þannig að hver sá orkufrekur iðn-
aður, sem við kjósum að sétja hér
upp, alislenzkur eða með þátttöku
erlendra aðila gengi að ákveðinni
gjaldskrá, fengi siðan lækkun
miðað við lengri nýtingartíma,
fengi síðan lækkun miðað við
hærri spennu, hærri afhendingar-
spennu, fengi siðan lækkun miðað
við hagkvæmara afl, þ.e.a.s.
minna fasafrávik og þess háttar
hluti. Þetta allt finnst mér að ætti
að athuga. Og ég get upplýst það
hér, að það fer fram mjög mikið
starf núna á vegum Landsvirkj-
unar einmitt við að athuga það,
hvernig slikur taxti gæti byggzt
upp, bara til almenns fróðleiks.
Ég hef kynnt mér þetta mál,
eftir að þessi tillaga kom fram
m.a. , og fengið mjög athyglis-
verðar upplýsingar, sem að visu
eru ekki komnar á það stig, að
hægtsé að ræða þær opinberlega.
En starfsmenn Landsvirkjunar
erueinmitt aðkanna slika leið, og
gæti það verið einhver grundvöll-
ur að sliku samræmdu verði, sem
ég veit að með þessari tillögu er
stefnt að.
Það mætti segja ákaflega
margt um þetta, sérstaklega þeg-
ar fariðer út i svona hliðarsálma
eins og orkufrekan iðnað almennt
og hvort hann eigi rétt á sér hér,
en eins og ég sagði í upphafi, ætia
ég að takmarka mál mitt fyrst og
fremst við orkuverðið. Éghef áð-
ur reynt að koma hér á framfæri,
að þvi að ég hef talið, vissum
grundvallarskýringum á þvi,
hvernig verð á orku frá vatnsfals-
verum byggist upp, en, ég ætla að
segja þvi miður, hefur mér ekki
sýnzt það bera mikinn árangur og
éggeri mér ekkistórar vonir nú”.
Stefán Jónsson (ABL>:
Tæknilegt þvarg
Stefán Jónsson fullyrti að Stein-
grimur Hermannsson hefði ekki
átt annað erindi i ræðustól en að
vefja augljós sannindi i tæknilegt
þvarg, og með slikum ræðum ætti
hann sina sök og jafnvel megin-
sök ásamningum við Alusuisseá
sinum tima og siðan samningum
við Union Carbide og Elkem
Spiegelverket.
Fjallaði Stefán siðan um járn-
blendiverksmiðjuna og sagði
m.a. að þeim upplýsingum hefði
ekki verið mótmælt að vanta
mundi 15% upp á að járblendi-
verksmiðjan skilaði hagnaði, ef
hún væri núi rekstri.Kvaðst hann
telja óliklegt að tækist að sann-
færa fólkið um að tapið á járn-
blendiverksmiðjunni geti talizt
þjóðinni hagstætt i lengd eða
bráð.
Mælti Stefán með samþykkt til-
lögunnar.
Steingrimur Hcrmannsson (F>:
Ótrúleg vanþekking og
fordómar:
Steingrimur Hermannsson
kvaðst furða sig á vanþekkingu
og fordómum þeim er birtust i
ræðu Stefán Jónssonar. Hann
sagði að verið væri að ræða mikil-
vægt mál, sem væri hvernig við
alþingi
gætum komið raforkusölunni i
sem bezt horf til allra lands-
manna og allra fyrirtækja, en
Stefán Jónsson hefði enga við-
leitni sýnt til innleggs i þá um-
ræðu.
Steingrimur fjallaði frekar um
orkuverð með hliðsjón af ummæl-
um Stefáns þar um, en sagði sið-
an: „Hvað Járnblendiberksmiðj-
una og samninginn um hana
varðar er það staðreynd, lika að
eftir að Sigalda var ákveðin 1971
að það hefði verið hin mesta vit-
leysa að finna ekki einhvern
orkufrekan iðnað.
Þetta þarf að haldast i hendur
að sjálfsögðu, og sökin er
náttúrulega þeirra, sem ákveða
að fara út i Sigöldu. Þeir settu
réttilega af stað að minu mati leit
að einhverjum notanda fyrir
verulegan hluta af afgangsork-
unni. Eftir að sú ákvörðun var
tekin að virkja Sigöldu eins og
gert var, var fjárhagslega ekki
vit i öðru en að finna einhvern
orkufrekan iðnað. Háttvirtur
þingmaður lýsti sök á hendur
mér. Ég skal taka alla þá sök,
sem mér ber. Ég tók þátt i við-
ræðum um tSAL,ég var sammála
sumu þar og öðru ekki, eins og
gengur og gerist, þegar menn eru
i slikum nefndum og svipað get ég
sagt um járnblendiverksmiðjuna.
Ég vil nú mælast til þess, að
háttvirtur þingmaður skoði þetta
nú vandlega og meira að segjá
frávikið lika og ég er alveg sann-
færður um það að hann mun
komast að raun um að við erum
að tala þar um hluti sem vert er
að skoða og má ekki loka augum
fyrir.”
Páll Pétursson (F):
Ríki i rikinu
Páll Pétursson, fyrsti flutnings-
maður, talaði siðastur i umræð-
unum og kvaðst fagna þvi að um-
ræður hefðu orðið nokkrar um
málið. Þá þakkaði hann Jóhanni
Hafstein fyrir tilmæli hans til
nefndar að hún athugaði gaum-
gæfilega þróun þessara mála
undanfarin ár. A það skorti nokk-
uð, sagði Páll, að nefndir ynnu
alltaf af nægri alúð.
Þá fjallaði Páll litillega um
timarit ISALS, sem Jóhann Haf-
stein hefði lesið úr. Vit’naði Páll i
ýmsar greinar i ritinu og sagði
siðan, að þó það væri þakkandi að
fyrirtæki gæfi út vandað og
skemmtilegt rit fyrir starfemenn
sina, væri hér komin enn ein vfe-
bendingin um hversu mikið riki i
rikinu svona stórt fyrirtæki fljót-
lega verður.
Þá gerði Páll athugasemd við
það, að i Hagtiðindum væri ál og
álmelmi talið með i heildarút-
flutningi felendinga. Kvað hann
þetta óeðlilegt og ekki gefa rétta
mynd af vöruskiptajöfnuði.
Páll kvaðst ekki draga i efa að
tekjur væru verulegar af álverk-
smiðjunni. A það bæri að lita að
vinnuafl álverksmiðjunnar hefði
að sjálfsögðu skapað gifurlegar
tekjur i þjóðarbúið, hvaða starf
sem þetta fólk hefði annars unnið.
Siðan sagði Páll: „Það hefur
komiðhér fram, að álsamningur-
inn væri undirstaðan að Búrfells-
virkjun, og hæstvirtur þingmaður
Steingrimur Hermannsson hefur
farið um það mörgum orðum að
hann hefði verið alger forsenda
og þaðkom raunar fram i umræð-
um i fyrraum sipaða tillögu, sem
við Ingvar Gislason fluttum þá,
að svo hefði verið. Þetta kemur
nú ekki heim og saman við um-
mæli hæstvirts fyrrverandi iðn-
aðarráðherra, Ingólfs Jónssonr,
þegar hann mælti fyrir i umræð-
um um lagasetninguna um virkj-
un við Búrfell, „þar
sem hann fullyrti að
þarna væru ekki tengsl
á milli. Hins vegar hefur
Steingrimur Hermannsson
upplýst, að það hafi verið menn
frá Alþjóðabankanum við þessa
samningagerð og haft á þessu
vakandi auga enda verið skilyrði
fyrir láni. Við hvað var þá lán-
veiting við Sigöldu tengd? Var
hún kannski tengd við orkusölu-
samning? Þetta lá i orðum hátt-
virts þingmanns Steingrims Her-
mannssonar. Að visu er nokkur
önnup- aðstaða, en ekki er eðlis-
munur á henni svo mikill, að ekki
sé rétt að hafa hliðsjón af þessu.
Og hverju verða þá lánveitingar
við Hrauneyjarfoss tendar? Hátt-
virtur þingmaður, Ingólfur Jóns-
son, fullyrti, að haldið yrði áfram
að gera stóriðjusamninga. Ég
vona, að hann reynist nú ekki
sannspár um það, að hann sé bú-
inn að koma mér á sitt mál, þvi að
ég kem til með að mæla áfram en
um sinn gegn ráðslagi eins og
þessu...”
Páll Pétursson sagði í lok ræðu
sinnar að það væri misskilningur
að tillagan gerði ráð fyrir að stór-
iðjufyrirtæki færi að borga heim-
ilisraftaxta. Meginatriðið væri að
finna hreyfanlega visitölu sém
breyttist efþr aðstæ.ðum, og hann
sæi ekkert sem mælti á móti þvi
að við tækjum Norðmenn okkur
til fyrirrhyndar i þeim efnum.