Tíminn - 29.03.1978, Blaðsíða 7
Miövikudagur 29. marz 1978
7
1
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ,
Blaðaprent h.f.
Skjól og prýði
Vitt um sveitir landsins eru risin falleg hús, sem
menn leggja rækt við að mála svo að þau taki sig
sem bezt út. Að sjálfsögðu gætir þó viða gamalla
mistaka við gerð bygginga þvi að búskapur er ekki
sú veltigrein um tekjuöflun að menn geti leyft sér að
brjóta niður og leggja fyrir róða hús sem nothæf
eru, þótt ankannaleg kunni að vera. Aftur á móti er
það undarlega óviða sem fólk hefur lagt rækt við
umhverfi sveitabæja til dæmis komið þar upp trjá-
lundi eða görðum til skjóls og prýði. Þó er mikill
héraðamunur og sveita þar á.
Þeir sveitabæir eru vitaskuld til þar sem slikt er
miklum vandkvæðum bundið eða jafnvel ógerlegt,
einkum á andnesjum, þar sem veðurlag er svalast.
En á þorra sveitabæja i landinu fer þvi fjarri að
slikt sé nein frágangssök og i rauninni auðvelt á
miklu fleiri stöðum en það er torvelt. Frumskilyrðin
eru örugg friðun fyrir ágangi búfjár og siðan um-
hirða. Að þessum skilyrðum fullnægðum, ásamt
hæfilegum áburði, vex það, sem gróðursett er, ár
frá ári ef trjáplönt urnar eru réttilega valdar eftir
landshlutum og tiðarfari þar — kannski hægt fyrst i
stað en siðan hraðar, er rótarkerfi hefur náð þeim
vexti, sem fæðuöflunin i jarðveginum útheimtir.
Trjágarður gerir hvern bæ hlýlegri. Hann glæðir
fegurðarskyn barna og unglinga og kemur þeim i
enn nánari snertingu við náttúruna. Hann lifgar upp
og laðar að sér fugla. Hánn er vaxtarstaður blóma
sem draga til sin skordýr er þangað sækja fæðu sina
og það er aftur nokkurs konar kennsla i þvi sem nú
er kallað fæðukeð jan i riki náttúrunnar og leiðarvis-
ir umþað sambýli ólikra liftegunda er öllum riður
svo mjög á að menn geri sér grein fyrir.
Og trjágarður er ekki aðeins hlýlegur fyrir augað.
Hann veitir vernd og veðrahlé, þar sem þvi verður
við komið að velja honum stað andvindis og þannig
getur hann jafnvel beinlinis gert hlýrra i húsum
inni, þegar veður er stritt og dregið úr kostnaði við
upphitun.
Fyrst og fremst er þetta þó menningaratriði, á
sinn hátt eins og öll umgengni utan húss og innan.
Það segir sérhverjum vegfaranda sina sögu um
hugarfar og einn þátt lifsviðhorfa þeirra sem heima
eiga á þessum eða hinum bænum, alveg á sama hátt
og óhrjáleg umgengni talar sinu máli.
Fyrir nokkrum áratugum voru sum þorp landsins
næsta berangursleg enda að meginhluta ávöxtur af
striti fátæks fólks sem löngum varð öllu að tjalda til
þess að hafa til hnifs og skeiðar. En þar hafa viðast
hvar orðin stakkaskipti. Það eru ekki aðeins nýju
einbýlishúsin sem mynda stór hverfi heldur eru þar
garðar, sem samsvara annarri prýði, langt oftast
sjálfsagður hlutur, eftir þvi sem staðhættir leyfa.
Gatnagerð sú, sem þar hefur verið lagt kapp á
þennán áratug, rekur smiðshöggið á útlitið og um-
hverfið.
Á likan hátt þyrfti að koma til búningsbót i þeim
sveitum er ekki hafa nægjanlega fylgzt með á þessu
sviði að þvi marki sem veðurfar leyfir. Það er einn
þátturinn og ekki veigalitill i þvi að gera sveitimar
hugþekkar og aðlaðandi — einn þátturinn i þvi að
halda uppi áliti þeirra og virðingu og auka þar við.
Sumir hafa fyrir löngu unnið stórvirki i þessu
efni-, og hefur Múlakot lengst verið frægt af þvi.
Kirkjubæjarklaustur talar máttugu máli til þeirra
sem þangað koma. Aðrir gætu gefið býlum viðlika
róm.
ERLENT YFIRLIT
Breytt stefna Kin-
verja í alþjóðamálum
Auka samskipti við aðrar þjóðir
BERSÝNILEGT þykirnú að
veruleg breyting sé að verða á
utanrikisstefnu Kinverja. Sið-
ustu valdaár Maós hneigðist
utanrikisstefna Kina meira og
meira til einangrunar. Kin-
verjar drógu frekar úr stjórn-
málaskiptum við aðrar þjóðir
en hið gagnstæða. Þeir sóttust
ekki heldur eftir aukinni
verzlun við aðrar þjóðir og
lögðu minni kapp á það en
áður að afla tækniþekkingar
utan frá. Stefnan var sú að
Kina ætti sem mest að byggja
áeigin rammleik og vera óháð
samskiptum viðönnurriki. Nú
er þetta breytt. Kinverjar
vinna nú markvist að þvi að
auka utanrikisverzlunina og
að afla sér tækninýjunga utan
frá til þess að geta hraðað
uppbyggingu i landinu. Jafn-
hliða þessu leggja þeir orðið
meiri stund á stjórnmálaleg
samskipti en áður. Sérstak-
lega virðast þeir leggja
áherzlu á aukjð stjórnmála-
legt samstarf við nágranna-
riki sin. Af þvi draga margir
þá álykjun að þeir muni stefna
að þvi i framtiðinni að auka
áhrif sin i Asiu og taka þar upp
samkeppni við Sovétrikin sem
hafa reynt að treysta itök sin
þar.
GREINILEGASTA ■ dæmið
um þetta er viðskipta-
samningurinn milli Japans og
Kína sem var undirritaður i
Peking 15. febr. siðastl. Þessi
viðskiptasamningur gildir til
átta ára og munu viðskipti
landanna samkvæmt honum
nema a.m.k. 20 milljörðum
dollara á samningstimanum.
Kinverjar munu aðallega fá
stórar verksmiðjuvélar frá
Japönum og jafnframt munu
Japanir aðstoða þá við að
hanna og reisa verksmiðjur
þær þar sem ætlað er að nota
vélar þessar. Þannig fylgir
raunverulega mikil tækni-
þekking kaupunum. Japanir
fá i staðinn oliu og kol frá Kina
og ýmis hráefni. Það eru aðal-
lega einkafyrirtæki sem hafa
annazt þessa samningsgerð af
hálfu Japana. Til viðbótar er
að sjálfsögðu gert ráð fyrir
aukinni verzlun utan ramma
samningsins.
I kjölfar þessa samnings er
gert ráð fyrir auknum stjórn-
málasamskiptum milli land-
anna. Þvi er talið að Rússar
liti þessa samningagerð horn-
auga.
Það þykir glöggt dæmi um
aukna stjórnmálalega sókn
Kinverja i Asiu að sjálfur
Teng Hsiao-ping fór i heim-
sókn til Burma og Nepal
nokkru eftir áramótin e n siðar
hefur Li Hsien-nien sem er
varaforsætisráðherra eins og
Teng og náinn samstarfs-
maður hans, heimsótti bæði
Filippseyjar og Bangladesh.
Megintilgangur þessara
ferðalaga er að treysta við-
skiptalegt og stjórnmálalegt
samstarf við þessi riki.
Þá hefur kinversk sendir
nefnd sem heimsótti Nýju Del-
hi i byrjun þessa mánaðar
boðið indverska utanrikis-
ráðherranum, Atal Bihari
Vajpayee að heimsækja Pek-
ing. Grunnt hefur verið á þvi
góða milli Kinverja og Ind-
verja siðan i landamærastyrj-
öldinni 1967 þegar Kinverjar
lögðu undir sig um 15 þús. fer-
milna landsvæði sem Indverj-
ar höfðu gert tilkall til. Eftir
það leituðu Indverjar aukins
samstarfs við Rússa sem
styrktist i stjórnartið Indiru.
Hin nýja stjórn Indlands hefur
lýst yfir þvi að hún muni
leggja áherzlu á nána sam-
vinnu við Rússa áfram. Til að
árétta það fór Desai forsætis-
ráðherra i heimsókn til
Moskvuá siðastl. sumriog var
það fyrsta utanför hans sem
forsætisráðherra. Með þvi
vlldi hann árétt að stefna Ind-
ver ja væri óbreytt i þessu efni.
Indverska stjórnin hefur hins
vegar tekið þvi vel að
Vajpayee hefur verið boðið til
Peking og mun fór hans
þangað og viðræðum hans við
kinversku stjórnmálamenn
veitt veruleg athygli.
Vajpayee hefur veriö boöiö til Peking.
EN KINVERJAR beina nú
sjónum sinum viðar en til ná-
búa sinna i Alsir. Ekki sizt
virðast þeir hafa mikinn
áhuga á auknum skiptum við
Vestur-Evrópu. 1 byrjun
febrúar var undirritaður
fyrsti viðskiptasamningurinn
milli Efnahagsbandalags
Evrópu og Kina sem gerir ráö
fyrir vaxandi viðskiptum milli
þessara aðila. 1 sambandi við
það dreifðu Kinverjar
bæklingi þar sem lýst var
heimsmynd Maós eins og hún
kom honum fyrir sjónir
siðustu ár hans. Hann skipti
heiminum i þrennt. 1 einum
flokknum voru risaveldin tvö,
sem. hvort um sig stefndu að
heimsyfirráðum. 1 öðrum
flokknum voru þróunarlöndin
með Kina i fararbroddi þótt
það teldi sig jafningja hinna
þrátt fyrir stærð þess. I þriðja
flokknum voru löndin sem
standa hér á miili en þau voru
Vestur-Evfópurikin. Kanada
og Japan. Þessi riki þurftu
jafnt að verjast yfirgangi frá
Bandarikjunum og Sovét-
rikjunum og höfðu þvi þörf
fyrir vinsamleg skipti við
Kina og þróunarlöndin. Þess-
vegnaværu góð samskipti eðli-
leg milli Kina og Vest-
ur-Evrópu. Þ.Þ.
Teng hefur heimsótt Burma og Nepal
—JH