Tíminn - 01.04.1978, Page 3

Tíminn - 01.04.1978, Page 3
Laugardagur 1. aprll 1978 3 Frá framkvæmdum viö Borgarfjaröarbrúna slöasta sumar. Borgarfjarðarbrúin: Óvíst hvað mikið fé fæst í ár — til framkvæmda við byggingu hennar SSt- Þar sem vegáætlun fyrir yf- irstandandi ár hefur enn ekki ver- ið samþykkt af Alþingi, er ekki hægt að segja til um, hvað við fá- um mikið fé til framkvæmda við Borgarfjarðarbrúna i ár, sagði Helgi Hallgrimsson, yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð rikisins, i samtali við Timann i gær að- spurður um framkvæmdir við brúna i ár. Við höfðum vonazt til að Alþingi afgreiddi vegaóætlun fyrir páska leyfi, en það gerðist ekki. Það má hins vegar reikna með þvi, að það verði eftir eina til tvær vikur eða svo, og þá getum við nokkurn veginn séð hvað framkvæmdum við brúna kemur til meö að miða á þessu ári, sagði Helgi. Tæknilega séð teljum við þaö ekki óframkvæmanlegt, að brúin gæti komizt i gagnið siðla árs ’—), en sú spá stendur og fellur með þvi fjármagni, sem veitt verður til hennar, sagði Helgi. Að lokum sagði Helgi, að sam- kvæmt lauslegum útreikningum væri kostnaðaráætlun við brúna nú nálægt fjórum milljörðum, en hefði verið þegar upphafleg kostnaðaráætlun var gerð, árið 1974, einn milljarður. Skagafjörður: SÆLU- VIKAN hefst á morgun Hin hefðbundna og vinsæla sæluvika Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki á morgun. sunnu- daginn 2. april n.k. Þá frumsýn- ir Leikfélag Sauðárkróks gam- anleikinn,,Hjónaleikir ,, eftir Plulep King i þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Leikstjóri er Jón Ormar Ormsson, Aðalhlutverk eru leikin af Hafsteini Hannes- syni, Elsu Jónsdóttur, Guðna Friðrikssyni og Sigriði Hauks- dóttur. Leikfélagið mun sýna leikinn alla vikuna eða alls 7 sýningar. Þá sýnir Ungmennafélagið Tindastóll leikritið „Sláturhúsið hraðar hendur” — eftir Hilmi Jóhannesson og er höfundur einnig leikstjóri. Þetta leikrit Hilmis var fyrst sýnt i Borgarnesi fyrir tiu árum og einnig á Akureyri, og Leikflokkur Emeliu fór meðþað i leikför um land allt, við miklar vinsældir. t leikritinu er fjallað i tali og tónum um skipulags- kerfi, slátrun og fleiri menn- ingarþætti nútimaþjóðfélags. Um höfundinn mætti nota um- mæli, sem einn af þingmönnum okkar lét falla um hann á góðri stund. „Hilmir er hreinræktað- ur Þingeyingur og verður þá vart lengra komizt i ættgöfgi. Hann dvaldi átta ár með Borg- firðingum og ekki getur betri skóla ef menn vilja þroska and- ann. Nú hefur hann verið sex ár i Skagafirði, en allir vita að Skagfirðingar eru skemmtileg- asti þjóðflokkur á tslandi ". Ungmennafélagið tekur forskot á Sæluna og frumáýnir leikinn i dag laugardaginn 1. april. Ann- ars verður leikurinn sýndur frá miðvikudegi og fram á sunnu- dag í sem er nú reyndar 8. dagur sæluvikunnar). Samkomur verða i Sauðár- krókskirkju bæði á mánudag og þriðjudag (kirkjukvöld) kirkju- kór Sauðárkróks syngur undir stjórn Jóns Björnssonar. Einsöng syngur Hjálmtýr Hjálmtýsson við undirleik Hauks Guðlaugssonar, en Haukur mun einnig leika einleik á kirkjuorgelið. Kári Jónsson flytur erindi á kirkjukvöldinu. Þá kemur Hamrahliðarkórinn, söngstjóri er Þorgerður Ingólfs- d'óttir, i söngför á sæíuvikuna og netur konsert a laugardaginn. Dansleikir verða svo eins og venja er á sæluviku, unglinga- dansleikur á mánudag, alls verður dansað sex kvöld. Hljómsveit Geirmundar leikur. G.Ó. Frá ráöstefnunni I Domus Medica. Tlmamynd G.E. Háðstefna um heilbrigðis- þjónustu aldraðra Hólmur situr gikkfastur 0 í sandinum SSt— Nú hefur verið hætt viö frekari tilraunir við að losa fær- eyska skipið Hólm af strandstað á Ósbrekkusandi, þar sem ákvörð- un um framhaldið er I höndum vátryggingafélags skipsins og hafa aðilar þess ekki getað á- kveðiðsig hvað gera skuli. Maður frá félaginu er væntanlegur til Ólafsfjarðar á sunnudag til að kanna aðstæður og mun i fram- haldi af þvf taka ákvörðun. 1 fyrrinótt gerði Óðinn tilraun til að losa Hólm af strandstað, en það tókst ekki. Hólmur situr nú gikkfastur i sandinum, og þegar Timinn hafði samband við Pétur M. Jónsson bæjarstjóra á Ólafs- firði I gærkvöldi, var Óðinn á leið frá strandstað, björgunarsveitar- menn farnir af vakt. Skipverj- arnir fimm enn um borö, sem mega nú biða ákvarðanatöku full- trúa vátryggingafélagsins á sunnudag. GV—Japanska verðlaunamyndin „Veldi tilfinninganna” verður sýnd i kvikmyndaklúbbi fram- haldsskólanna, Fjalakettinum i Tjarnarbæ nú um helgina, og gefst þvi kvikmyndaunnendum hér tækifæri til að sjá þessa margumtöluðu kvikmynd. Sýn- ingartimar eru kl. 17.20 og 22 báða dagana. Að sögn forráðamanna Fjala- Úr „Veldi tilfinninganna ” eftir Oshima. í dag lýkur ráðstefnu um heil- brigðisþjónustu fyrir aldraða, sem fram fer i Domus Medica, en ráðstefnan hófst I gær. Gunnlaug- ur Snædal læknir setti ráðstefn- una, en að setningu lokinni flutti heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Matthias Bjarnason, ávarp. Ráðstefnan er haldin á vegum læknaráða sjúkrahúsanna þriggja i Reykjavik og heilbrigð- kattarins fékkst leyfi til að sýna myndina þar sem þetta er lokað- ur klúbbur, en á kvikmyndasýn- ingar i Fjalakettinum komast ekki aðrir en klúbbmeðlimir á meðan húsrúm leyfir. Nagisa Oshima er leikstjóri og handritahöfundur kvikmyndar- innar „Veldi tilfinninganna”, ai hann hefur getið sér gott orð fyrir myndir sinar „Drengurinn” og „Athöfnin”, og teljast þær báðar til meiriháttar listaverka. „Veldi tilfinninganna” hefur verið sýnd i flestöllum löndum Evrópu og alls staðar hafa orðið miklar umræður um hvort hér sé á ferðinni auðvirðileg klámmynd eða listaverk, en nú gefst Islend- ingum gott tækifæri til að dæma um gildi kvikmyndarinnar. Þess ber að geta að myndin er stranglega bönnuð fólki innan 16 ára aldurs. is- og tryggingamálaráðuneytis- ins. Þátttakendur eru um . 170 þar á meðal læknar, hjúkrunar- fræðingar, stjórnendur sjúkra- húsa og dvalarheimila og aðrir þeir, sem afskipti hafa af málefn- um aldraðra. Tilgangur ráðstefnunnar er aö Nú um helgina heldur kór Söng- skólans i Reykjavik tvenna tón- leika. Tónleikarnir verða i Hveragerðiskrikju i dag kl. 16 og i Fossvogskirkju á morgun kl. 16. A tónleikunum verður flutt fá sem gleggstar upplýsingar um uppbyggingu og skipulag heil- brigðisþjónustu fyrir aldraða á Islandi i dag og að kanna mögu- leika á sameiginlegri stefnu- mörkun hinna fjölmörgu aðilja, sem að þessum málum vinna. Eftir ráðstefnuna verður unniö nánar úr þeim gögnum, sem til hennar berast, og er ráögert að boða til fundar með fjölmiðlum að þvi loknu. verkið Messa á striðsti'ma (Missa in tempori Belli) eftir Haydn. Stjórnandi verður Garðar Cortes og einsöngvarar verða nemendur úr Söngskólanum i Reykjavik. Starfsfræðsla í Sjónvarpi Annað kvöld kl. 20.30 verður i fyrsta sinni sýndur starfs- fræðsluþáttur. i sjónvarpi hér á landi, og verða i þættinum kynnt ströf útvarpsvirkja og meina- tækna. Það heíur lengi verið hugmynd manna að nota mætti útvarp og sjónvarp til starfsfræðslu og þá einkum og sér i lagi sjónvarp, þar sem þar sé hægt að gera þessu efni li'flegri og skemmtilegri skil en á mörgum öðrum vettvangi. Það er þvi von þeirra, sem að þessum þætti standa, að Sjónvarp og Útvarpsráð sjái sér fært að halda þessum þáttum áfram, þannig að þeir gætu t.d. verið hálfsmánaðarlega á dagskrá á komandi vetri. Eins og áður segir, verða i þættinum annað kvöld kynnt störf útvarpsvirkja og meinatækna en inn i' kynninguna verður áiðan flettað léttu efni þar sem Tritiltoppa kvartettinn kemur fram. Stjórnendur þáttarins eru Gest- ur Kristinsson og Valgerður Jóns- dóttir. Aðalfundur Verktakasam bandsins Aðalfundur Verktakasambands Islands var haldinn 17. marz s.l. Fundurinn var fjölmennur og sóttu um 90 af hundraði félaga sambandsins hann. Flutt var skýrsla stjórnar og ályktanir : samþykktar. I skýrslu stórnar, sem fram- kvæmdastjóri sambandsins, Othar örn Petersen, flutti, kom m.a. fram, að á starfsárinu var fengizt viðhin ýmsu verkefni sem snerta verktakaiðnaðinn, og má þar nefna endurskoðun almennra útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, kjaramál og baráttu fyrir eðlilegum grund- velli verktakaiðnaðar á íslandi. Stjórn Verktakasambandsins skipa þeir Ármann örn Armanns- son, formaður, Guðmundur Þengilsson, Páll Sigurjónsson, Pétur Jónsson og Sigurður Sigur- jónsson. Fjalakötturinn sýnir: „Veldi tilfinninganna” um helgina Kór söngskólans I Reykjavfk. Tónleikar Söngskólans

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.