Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. april 1978 5 Textilhönnuðir sýna í Norræna-húsinu JG — 1 dag veröur opnuö samsýn- ing Textilfélagsins, og er þetta fyrsta samsýning félagsins, sem, eins og nafniö bendir til, er félagsskapur fólks sem fæst við vefnað og fl. Er að sögn forráða- manna félagsins ráðgert að halda sýningar af þessu tagi árlega á vegum félagsins. Á sýningunni eru verk eftir 17 félaga Textilfélagsins, sem sýna myndvefnað, tauþrykk, fata- hönnun, almennan vefnað, véla- vefnað o.fl. Tilgangur sýningar- innar er að sýna það nýjasta sem félagsmenn eru að vinna að. Textilfélagið var stofnað i okto- ber 1974 og eru félagsmenn nú 21 talsins, sem starfa að mis- munandi greinum textillistar. Stærsta verkefni félagsins hingað til var undirbúningur og umsjá Norræna Textiltrienalsins sem fór um öll Norðurlönd og var á Kjarvalsstöðum i janúar 1977. Verið var að leggja siðustu hönd á sýninguna, þegar blaða- menn bar að garði. Mun óhætt að fullyrða að þetta er bæði fjöl- breytt og vönduð sýning. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00-22.00 og henni lýkur 10. april. Stjórn Textilfélagsins skipa: Þorbjörg Þórðardóttir form., As- rún Kristjánsdóttir ritari, Stein- unn Pálsdóttir gjaldkeri, Ragna Róbertsdóttir meðstjórnandi og Guðrún Gunnarsdóttir með- stjórnandi. Orð og ákall — Ný bók eftir Pál Hallbjörnsson Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina Orð og ákall eftir Pál Hallbjörnsson með- hjálpara i Hallgrimskirkju. Bókin skiptist i þrjá kafla sem heita: Viðtöl við höfund lifs- ins, Hugleiðingar um mannlíf- ið og Bænir. Biskupinn yfir Is- landi herra Sigurbjörn Einarsson fylgir bókinni úr hlaði með nokkrum orðum og segir þar meðal annars: ,,Það mun reynastheilnæmt hverjum manni að slást i för með höfundi i þeim hug- leiðingum hans sem hér eru á blöð komnar og fylgja honum inn i þann helgidóm bænar og tilbeiðslu sem andi orða hans er vigður. Hann hefur leitað til linda Guðsorðs og fundiö gleði styrk og lifsfrjóvgun trúrækn- innar, samfélagsins við Krist. Þessu vill hann bera vitni öörum til hvatningar og bless- unar. Verði honum að þeirri ósk sinni von og bæn, að orðin á þessum siðum veki og glæði bænaranda,styðji til hollrar lifsafstöðu greiði Guði veg. Svo er bókin gerð að þessu má hún til vegar koma, ef henni verður svo tekið sem hún á skilið.” Páll Hallbjörnsson Orð og ákall er sjöunda bók Páls Hallbjörnssonar. Hún er 479 blaðsiður sett og prentuö i Vikurprenti h.f., en bundin i Hólabókbandinu. Teikning- arnar i bókinni eru eftir Pál Guðmundsson. Hey til sölu Hey er til sölu að Vogatungu i Leirársveit. Upplýsingar i sima 93-2111 að Lyngholti, i gegnum Akranes. Yfirlæknir Free- portsj úkrahúss- ins í heimsókn höfðu áhuga á læknismeðferö drykkjusjúkra. Hann stofnaði Freeportsjúkrahúsið. sem marg- ir Islendingar hafa leitað til, og hefur helgað alla krafta sina bar- áttunni við drykkjusýki með góö- um árangri. Margar af þeim að- ferðum, sem hann hefur beitt hafa siöan verið teknar upp á öðr- um sjúkrahúsum og stofnunum fyrir alkoholista. Arið 1974 var dr. Herzlin boðið til Astraliu, þar.sem hann flutti fyrirlestur og leiðbeindi læknum um aðferðir við alkoholisma. Þá hefur hann flutt gestafyrirlestra við marga bandariska háskóla og aðstoðað við gerð útvarps- og sjónvarpsþátta um þennan sjúk- dóm. Mánudaginn 3. april kemur Dr. Frank Herzlin, yfirlæknir Free- portsjúkrahússins i New York i heimsókn hingað til lands i boði Freeportklúbbsins. Herzlin mun dvelja hér i rúma viku, og mun meðal annars ræöa við lækna og ýmsa ráðamenn heilbrigðismála hjá riki og borg. Þá mun hann flytja fyrirlestur i Háskóla Is- lands, kynna sér starfsemi SAA og Vifilstaða og tala á opnum fundi hjá AA samtökunum. Einn- ig mun Herzlin halda sérstakan fræðslufund fyrir alkóhólista dag- ana 8. og 9. april. Dr. Herzlin fékk áhuga á mál- efnum alkoholista fyrir 15 árum og var þá einn af mjög fáum læknum i Bandarikjunum sem Dr. Frank Herzlin GERUM LEIÐ ALMENNINGSVAGNA GREIÐARI Þann 1. apríl koma til framkvæmda reglur um akstur almenningsvagna frá biðstöð. Þá verður sett merki á afturrúðu vagna sem aka í þéttbýli. Merkið er áminning um að hleypa vagninum inn í umferðina aftur. Sýnið tillitssemi, hægið á eða stöðvið bifreiðina á meðan vagninn yfirgefur biðstöðina. Það munar aðeins sekúndum. Hleypið vagninum inná! UMFERÐARRÁÐ Fyllingarefni Húsbyggjendur Verktakar Húseigendur Höfum til afgreiðslu alla virka daga fyrsta fiokks sjávarefni til fyllingar i grunna, brautir og skurði, bæði harpáð og óharpað. Efnið er ófrosið, hreint og þjöppunareiginleikar hinir ákjósanlegustu. Efnið, sem engan svíkur BJÖRGUN H/F Sævarhöfða 13, simi 81833.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.