Tíminn - 08.04.1978, Page 2
2'
Laugardagur 8. april 1978
Filippseyjar:
Stjórnarandstæðingar
hand teknir eftir kosningar
Geir llallgrimsson.
Leonid Brésnjef.
Geir svarar
Manila/Reuter. öryggissveitir á
Filippseyjum réöust inn á heimili
kvenframbjóðanda sem er i
stjórnarandstöðu, eftir að at-
kvæðagreiðslu lauk i fyrstu kosn-
ingum, er fram fara á Filippseyj-
um eftir að herlög gengu i gildi.
Frú Charito Plansa sem bauð sig
fram fyrir Þjóðveldisflokk
Filippseyja var ekki heima til að
taka á móti heimsókninni og ekki
er vitað hvar hún er niður komin.
öryggissveitirnar höfðu skipun
um að handtaka Plansa.
Talið er að allmargir
stuðningsmenn Plansa hafi verið
handteknir og voru þeir sakaðir
um að eiga ólögleg vopn i fórum
sinum. Ferdinand Marcos forseti
sem kom á herlögum 1972 varaöi
stjórnarandstæðinga við og sagði
að lfklegt væri að handtökur
fylgdu í kjölfar háværra mót-
mælaaðgerða i fyrrakvöld. Fjórir
létust og 10 menn særðust er
ráðizt var á þá nærri kjörstaö.
Talið er að múhameöstrúaðir
uppreisnarmenn hafi staðið fyrir
árásinni. Til átaka kom við
nokkra kjörstaði, en kosningarn-
ar fóru þó tiltölulega friðsamlega
fram.
Talið er að stjórnarflokkurinn
muni vinna meirihluta á þingi en
hann var eini stjórnmálaflokkur-
inn er haldið gat uppi skipulagðri
kosningabaráttu.
Frú Imelda Marcos heldur
kosningaræðu.
Fundur EBE:
Beinar kosningar til
Evrópuþings næsta
sumar
Raunhæf
allsherjar-
afvopnun
er skylda kjarnorkuveldanna
Kaupmannahöfn/Reuter. Leið-
togar aðildarlanda Efnahags-
bandalagsins samþykktu i gær aö
fyrstu beinu kosningarnar til
Evrópuþingsins yrðu haldnar fra
7. til 10. júni á næsta ári að þvi er
utanrikisráðherra Breta David
Owen sagði. Samþykkt þessi var
gerð á tveggja daga fundi sem
Jerúsalem/Reuter. Norskir her-
menn úr friðargæzlusveitum
Sameinuöu þjóðanna hörfuðu frá
þorpi i Suður-Libanon eftir að
palestinskir skæruliðar höfðu
hafið skothrið á þorpið. Her-
sveitirnar tvær sneru aftur til
þorpsins Kaoukaba i gærmorgun
er skothriöinni linnti. Þorpið er
nærri Khardali brúnni yfir Litani
ána sem talin er hafa hernaðar-
legt gildi.
Emmanuel Erskine, hers-
höfðingi yfirmaöur hers Samein-
Framleiðslu
nevtrónu-
spr engj unnar
frestað
Washington/Reuter. Carter for-
seti tilkynnti i gær að hann hefði
ákveðið að hefja ekki framleiðslu
á hinni umdeildu nevtrónu-
sprengju. Carter sagði i tilkynn-
ingu frá Hvita húsinu að allt væri
óvist um framleiðslu á sprengj-
unni i framtiðinni, hún væri undir
þvi komin hvort Sovétmenn
drægju úr uppbyggingu herafla
sins i Evrópu.
Nevtrónusprengjan er
geislunarvopn, sem bæði er hægt
að skjóta með eldflaugum og
stórskotaliðsvopnum. Sprengjan
sjálf er ekki mjög öflug, en veldur
gifurlegri geislun. Aðalkostinn
við sprengjuna telja fylgismenn
hennarveraað húneyðileggur til-
tölulega litiö af byggingum en
drepur allt kvikt á stóru svæði. Af
þessum sökum vilja leiðtogar
NATO fá sprengjuna til Evrópu
til að vega upp á móti öflugum
her Varsjárbandalagsrikjanna.
hófst i gær. Upphaflega átti að
halda kosningarnar i mai og júni
á þessu ári en þeim seinkaði
vegna andstöðu i Bretlandi og
öðrum Efnahagsbandalagslönd-
um.
Leiðtogar þjóöanna niu sam-
þykktu einnig, að i rikjum sem
sækja um inngöngu i bandalagið
verði að rikja virðing fyrir lýö-
ræði og mannréttindum. Yfir-
uðu þjóðanna i Suöur-Libanon fór
þegar til vigstöðvanna til aö
kanna undanhaldið og greindi
siöar fréttamönnum i Jerúsalem
frá ferð sinni. tsraelsmenn hafa
nánar gætur á atburöum sem
þessum, en þeir munu hefja
brottflutning herja sinna frá
Suður-Libanon næstkomandi
þriðjudag. Mordechai Gur yfir-
maður herafla Israelsmanna og
aðrir leiðtogar i ísrael hafa hvaö
eftir annað varað við þvi að ekk-
ert verði úr heimkvaðningu
Israelshers fyrr en friðargæzlu-
liðið hafi trausta stjórn á hinura
nýherteknu svæðum I Suður-
Libanon.
Talsmaður S.Þ. sagði að skot-
hriðin á Norðmennina hefði hafizt
nærri miðnætti i gær og þeir hefðu
haldið á brott frá þorpinu án þess
að svara i sömu mynt. „Þeir
höfðu ekki um neitt að velja
„bætti talsmaðurinn við, „Lið
S.Þ. er aðeins búiö léttum vopnum
til sjálfsvarnar svo að ef eitthvað
Paris/Reuter. Vinsældir Frakk-
landsforseta, Valery Giscard
d’Estaing, hafa nú náð nýju há-
marki eftir sigur hægri- og mið-
flokkanna i þjóðaratkvæða-
greiðslunni i siðasta mánuði. Það
var dagblaðið France-Soir, sem
birti úrslit skoðanakönnunar sem
sýndi að 59% frönsku þjóðarinnar
eru ánægð með forsetann, en i
febrúar siðastliðnum sögðust að-
lýsing þessi er gerð nú skömmu
eftir að Grikkir, Spánverjar og
Portúgalar hafa sótt um inngöngu
I bandalagið.
1 þeim þrem löndum er lýð-
ræðið ný endurreist eftir að ein-
ræði hafði rikt þar i langan tima.
Aðalverkefni ráðstefnunnar er
að fjalla um versnandi efnahags-
ástand i aðildarlöndunum og
hvernig megi forðast áhrif á
evrópska gjaldmiðla frá stöðugu
sigi dollarans.
Palestfnskur skæruliði Hann virð-
ist ekki skorta vopnin.
gerist getum viö ekki tekizt á við
það.” Einn Norðmaður særðist i
Kaoukaba i fyrradag. En
Palestinuskæruliðar hafa haldiö
uppi árásum á þorpið nokkurn
tima.
eins 56% þeirra er spurðir voru
ánægðir með forseta sinn.
Þeim, sem lýsta óánægju sinni
með forsetann, hefur fækkað úr
38% i 30%, en ellefu af hundraði
þeirra er spurðir voru álits létu
enga skoðun i ljósi. Forseti
Frakklands hefur samkvæmt
þessu aldrei verið virisælli siðan
hann hlaut kosningu i mai 1974.
Ifyrradag var sovézka utanrikis-
ráðuneytinu afhent svar Geirs
Hallgrimssonar, forsætisráð-
herra við bréfi, sem honum barst
frá Leonid Brésnjef, forseta
Sovétrikjanna, 5. janúar s.l. um
framleiðslu nifteindarsprengj-
unnar. Var öllum stjórnarleiðtog-
um rikjanna, sem þátt tóku i
Öryggisráðstefnu Evrópu, sent
slikt bréf.
Isvari sinu minnir forsætisráð-
herra á þá alkunnu staðreynd, að
tslendingar hafi ætið verið and-
vigir hvers konar gjöreyðingar-
vopnum. Með stofnaðild sinni að
Atiantshafsbandalaginu hafi þeir
tekið þátt i sameiginlegum að-
Innlán i Búnaðarbanka íslands
voru í árslok 1977 18.055 milljónir
króna og höfðu aukizt um 5.779
milljónir á árinu. Aukningin nam
47,1% en það er mesta aukning á
innlánum i sögu bankans. Vaxta-
aukainnlán voru i árslok 3.630
milljónir og nam aukning þeirra
86% á árinu.
Heildarútlán bankans námu
16.311 milljónum króna og höfðu
þau aukizt um 5.047 milljónir
króna á árinu eða um 44,8%.
Afurðalánin voru langstærsti út-
lánaflokkurinn eða um 6.145
milljónir, en þau hafa aukizt mun
hraðar en aðrir útlánaflokkar nú
á seinni árum. Otlán til atvinnu-
veganna námu 12.102 milljónum
kr. i árslok. Til einstaklinga var
lánað 2.175 milljónum og til opin-
berra aðila 2.034 milljónum.
Lausafjárstaða bankans gagn-
vart Seölabankanum batnaði til
muna á árinu eins og kemur fram
á viðskiptareikningi bankans i
Seðlabankanum og kom aldrei til
yfirdráttar á reikningnum. Bindi-
skylda i Seðlabankanum er nú
gerðum bandalagsrikjanna til að
tryggja eigið öryggi og alls
Norður-Atlantshafssvæðisins.
Þátttaka landsins i bandalaginu
sésérstæð að þvi leyti, að Island
er vopnlaust. Forsætisráðherra
itrekar þá stefnu islenzku rikis-
stjórnarinnar, að stefnt skuli að
raunhæfri allsherjar afvopnun,
en segir, að það takmark náist
ekki nema kjarnorkuveldin sam-
einist um frekari aðgerðir til að
ná samkomulagi á öllum sviðum
afvopnunar, en það sé skylda
þeirra.
25% af innlánum og var á bundn-
um reikningi i árslok 1977 4.088
milljónir króna. A árinu var unnið
að endurkaupum bankans á af-
urðalánum landbúnaðar og
sjávarútvegs við Seðlabankann
og svo rekstrarlánum til iðnaðar-
ins. Alls voru inneignir Búnaðar-
bankans 1.603 milljónum króna
hærri en endurkaupin.
Tekjuafgangur bankans var 238
milljónir og var honum ráðstafað
i varasjóð en þá hafði verið af-
skrifað af fasteignum, húsbúnaði
og tækjum 27 millj. króna.
Arið 1977 námu lánveitingar til
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
2.181 milljónum og höfðu þær
aukizt um 41,8% frá árinu áður.
Allar umsóknir sem að mati
deildarinnar töldust lánshæfar
voru afgreiddar ef sótt var um
fyrir tilskilinn tlma.
Búnaðarbankinn rekur nú 12
útibú utan Reykjávikur auk 5 af-
greiðslustaða og 5 útibúa i
Reykjavik. Starfsmenn bankans
voru 251 um siðustu áramót og
þar af unnu 85 utan Reykjavikur.
S-Libanon:
Lið S.Þ. á
flótta undan
skæruliðum
Frakklands-
forseti aldrei
vinsælli
Forsætisráðuneytið,
17.april 1978
Búnaðarbanki íslands:
Innlán
j ukust
um 47J1%
á s.l. ári