Tíminn - 08.04.1978, Síða 7

Tíminn - 08.04.1978, Síða 7
Laugardagur 8. april 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Cislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. , Blaðaprent h.f. Röddin er Guðmundar en hendurnar Lúðviks Fræg er saga bibliunnar af þvi, þegar Jabob sneri á Esaú bróður sinn og náði blessun ísaks föður þeirra á undan honum. ísak var þá orðinn blindur og notaði Jakob sér það eða rétt- ara sagt Rebekka móðir hans, sem lagði á ráðin. Esaú var loðinn, en Jakob ekki. Rebekka tók klæðnað góðan af Esaú og færði Jakob i hann, og lét kiðskinn um hendur hans og um hálsinn, þar sem hann var hárlaus. Siðan sendi hún Jakob á fund Isaks með ljúffenga villibráð, en ísak hafði sent Esaú á veiðar fyrir sig.Þegar Jakob kom til föður sins, kvaðst hann vera Esaú og sagðist vera búinn að fullnægja óskum hans. ísak bað hann þá koma nær, svo að hann mætti þreifa á honum. Jakob gekk þá til hans. ísak þreifaði á honum og sagði siðan: Röddin er rödd Jakobs, en hendurn- ar eru hendur Esaú. Hann lét samt blekkjast og Jakob hlaut þannig blessun ísaks á undan Esaú. Þessi saga hefur sennilega komið mörgum i hug, þegar þeir hlýddu á Guðmund J. Guðmunds- son flytja i hljóðvarp boðskap Verkamannasam- bandsins um útflutningsbannið. Enginn vafi var á þvi, að þetta var rödd Guðmundar— valdsmanns- leg rödd manns, sem er auðheyrilega ánægður með sjálfan sig og hlutverk sitt og finnst hann raunar hafa allt ísland i hendi sér. En samt áttu menn erfitt með að átta sig á þvi, að raunveru- lega væru það hendur Guðmundar, sem stjórnuðu verkinu eða að það hefði verið hann, sem hefði lagt á ráðin. Þar munu flestir hafa kennt hendur og ráð Lúðviks Jósepssonar og nánustu félaga hans i forustu Alþýðubandalagsins. En Lúðvik hefur þann aðstöðumun umfram Jakob, að hann þarf ekki að sýna hendurnar, heldur getur látið Guðmund tala og látizt koma hvergi nærri. Hér séu verkamenn að verki og samtök þeirra, enda þótt óbreyttir liðsmenn þeirra hafi ekki verið kvaddir neitt til ráða. Þetta sé Alþýðubandalag- inu alveg óviðkomandi, en hins vegar standi það með verkalýðshreyfingunni eins og jafnan áður. En ekki aðeins röddin heldur ráðin, séu Guðmundar. En Lúðvik er ekki einn um þennan leik. Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, leikur sama leikinn. Hann teflir fram Karli Steinari Guðnasyni i stað sinn. Karli er teflt fram við hlið- ina á Guðmundi J. Guðmundssyni og þeir gerðir að leiðtogum útflutningsbannsins. En þótt röddin sé þeirra, eru hendurnar, sem stjórna þessu, hendur Lúðviks og Benedikts. Nú er að sjá, hvort þjóðin lætur blekkjast eins og Isak forðum. Hún hefur það umfram ísak að hafa fulla sjón. Hún getur kynnt sér alla mála- vexti. Hún getur lesið Þjóðviljann og Alþúðublað- ið og raunar Dagblaðið, sem að hálfu leyti er orð- ið málgagn Alþýðuflokksins. Hún getur vel ráðið það af skrifum þessara blaða hvaða hendur það eru, sem raunverulega stjórna ráðagerðunum um útflutningsbannið. Þjóðin getur jafnframt ráðið af þessu hvernig Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn meta pólitiska stöðu sina. Kosningar fara fram eftir fá- ar vikur. Þar fá þessir flokkar tækifæri til að afla sér fylgis og notfæra sér andstöðuna við efnahagslög stjórnarinnar. Gefur það til kynna, að þeir treysti á málstað sinn, að þeir hefjast handa um útflutningsbann i stað þess að biða úr- slita kosninganna? Eru hér ekki flokkar á ferð, sem treysta meira á ofrikið en málstaðinn? Þ.Þ. • '' Spartak Beglov: Sambúð Finnlands og Sovétríkjanna Minnzt afmælis samningsins frá 1948 Hinn 6. þ.m. voru liðin 30 ár frá undirritun vináttu- og varnarsáttmála Finnlands og Sovétrikjanna. 1 tilefni af þvi fór Sorza, forsætisráð- herra Finnlands til Moskvu og dvaldi þar á afmælis- daginn, en Gromyko, utan- rikis ráðherra Sovétríkj- anna heimsótti Helsinki. i rússneskum fjölmiðlum var mikið rætt um sambúð Finnlands og Sovétrikjanna í tilefni af afmælinu og hún talin til fyrirmyndar. Eftir- farandi grein mun glöggt dæmi um málflutning rúss- neskra fjölmiðla i tilefni af afmælinu. HVER ferð til Finnlands stuðlar að nánari kynnum af lifinu i þessu vinsamlega grannriki og að aukinni þekk- ingu á hinni gagnlegu reynslu tvihliða samskipta, sem stofn- að var til milli landanna 6. april 1948 með undirritun samningsins um vináttu, sam- vinnu og gagnkvæma aðstoð. Fyrir skömmu hittust fulltrúar finnskra og sovézkra fjölmiðla i tilefni af þrjátiu ára afmæli undirritunar þessa samnings. Hreinskilnar og já- kvæðar viðræður þeirra styrktu enn traustið, sem rikir i sambúð landanna i samræmi við hagsmuni Sovétrikjanna og Finnlands og stuðlar að þvi að koma á allsherjar friði. Sovétrikin og Finnland eru ekki sambærileg hvað varðar landstærð og fólksfjölda. En i viðræðum eru þau jafngildir aðilar. Og eitt enn, sem aðrar þjóðir ættu alltaf að hafa i huga, þegar þær kynna sér reynslu sovézk-f innskrar sambúðar, þ.e. Sovétrikin eru sósialiskt riki en Finnland auðvaldsriki. Þrátt fyrir þetta reyndust löndin tvö þess megnug fyrir 30 árum að hafna kalda striðinu og undir- rita þennan samning. Hver er leyndardómur þess- arar sérstöku velgengni frið- samlegrar sambúðar? Við skilgreiningu sovézk-finnskrar sambúðar hafa vestrænir aðilar fundið upp hugtakið „finnlandiser- ing”, þ.e. að Sovétrikin ráði stefnunni með valdboði. Finn- ar sjálfir hafna eindregið slikri rangtúlkun. Þetta var yfirvegað val, þvi Vestur- veldin höfðu ekkert annað að bjóða Finnlandi heldur en hernaðarlegar og pólitiskar aðgerðir f jandsamlegar Sovétrikjunum. Það er af þessum sökum, sem gagnkvæm ábyrgð á öryggi sameiginlegra landa- mæra, eins og það er orðað i sovézk-fmnska samningnum frá 1948, er i fullu samræmi við hagsmuni beggja land- anna. Þetta varð grundvöllur- inn að uppbyggingu pólitfsks trausts milli landanna tveggja, en þess höfðu þau bæði þarfnazt mjög, allt frá þvi rikin tvö voru stofnuð árið 1917, en lengi vel ekki tekizt að skapa það. PAAVO Matti Vaeyrynen, utanrikisráðherra, lýsti ágæt- lega á fundi okkar þýðingu samningsins frá 1948, en hann er skjal, sem tryggir öryggi og samvinnu Sovétrik janna og Finnlands. Sú staðreynd, að samningurinn hefur verið framlengdur tvivegis, (1955 og 1970) án nokkurra breytinga, staðfestir, hve hann er tima- bær og við hæfi. 1 sáttmálanum er skýrt fram sett markmið árangurs- rikrar samvinnu landanna tveggja, þrátt fyrir ólikt þjóð- skipulag, þ.e. skuldbindingin um að ástunda vinsamlega sambúð á grundvelli gagn- kvæmrar virðingar, jafnréttis og afskiptaleysis um innan- rikismál hvors annars, og að stuðla að eflingu friðar i Norður-Evrópu og annars staðar i heiminum. Éggæti tilgreint mörg dæmi um óhlutdræga samvinnu landanna tveggja á sviði við- skipta og annarra efnahags- samskipta, i visindum, tækni og menningu. Mig langar sér- staklega til þess að benda á, að mikið af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af sovézk-finnskri samvinnu, er langtimaeðlis. Þannig er t.d. með réttu litið á langtima- áætlun um þróun og eflingu viðskipta-, efnahags-, iðnað- ar-, visinda og tæknisamvinnu milli Sovétrikjanna og Finn- lands sem fyrstu sameigin- lega tilraun tveggja rikja með ólikt þjóðskipulag til þess aö marka stefnu raunhæfra aö- gerða þeirra á öllum sviðum efnahagssamvinnunnar mörg ár fram i timann. Eftirfarandi staöreyndir sýna, hve mikilvægt allt þetta er fyrir nútiö og framtiö þjóöanna. Helztu verklýðs- samtök Finnlands telja, að framkvæmd áöurnefndrar áætlunar muni hjálpa til þess aðskapa tugþúsundum verka- manna vinnu og það við þær aðstæöur, þegar efnahags- ástand i hinum vestræna heimi er i heild mjög ótryggt. Eftirfarandi ummæli Urho Kekkonens forseta i tilefni af 60áraafmæli sjálfstæðis lands hans eru á fullum rökum rei&t: ,,S1. meira en þrjátiu ár höfum við sannfærzt um það, að það er ekki aðeins mögu- legt heldur og mjög hagkvæmt fyrir okkur að eiga samvinnu við Sovétrikin. Samskipti byggð á gagnkvæmu trausti, sem spruttu upp af samningn- um um vináttu, samvinnu og gagnkvæma aðstoð, leggja engarhömlur á sjálfstæði okk- ar. Þvertá móti, stuðla þau að þvi aðstyrkja alþjóðlega stöðu lands okkar og þjóðernislegt sjálfstæði okkar.” HVAÐA ávinning hafa Sovét- rikin af þessum samskiptum? í fyrsta lagi er það alltaí ákjósanlegt að eiga friðsaman nágranna. En þetta er aðeins önnur hlið málsins, hinnar ber að leita i uppruna og kjarna utanrikisstefnu sovézka rikis- ins, sem hefur það markmií að ryðja brautina fyrir frið- samlega samvinnu rikja með' ólikt þjóðskipulag. Með tilliti til sögulegrar for- tiðar var mjög eðlilegt að Finnar yrðu gestgjafar Evrópuráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál. Árangursrik tvihliða reynsla i er góður grundvöllur undii' friðsamlega viðleitni þjóða- hópa. Að sinu leyti hefur Bel- gradfundurinn sýnt þetta glöggt. Það er mikii freisting að umskrifa sam búðarformúluna til þess a? þóknast þeim, sem ekki vilja viðurkenna nauðsyn þess a? koma á samvinnu við hinn sósialiska heim á jafnréttis grundvelli. Á hinn bóginr hefur fundurinn sýnt þaf glöggt, að þeim staðreyndum sem fram koma i meginregl um Helsinkisamkomulagsins verður alls ekki umbreytt. Með sameiginlegu fordæm sinu sýna Sovétrikin og Finn land, að sönn samvinna rikja er möguleg, ef tekið er tillit ti: hagsmuna beggja aðila og reglunnar um jafnrétti gætt verki en ekki aðeins i orði. Þinghúsiö i Helsinki

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.