Tíminn - 08.04.1978, Page 9

Tíminn - 08.04.1978, Page 9
Laugardagur 8. april 1978 9 Nýlega voru ung hjón sem búa úti á landi, á ferð i Reykjavik. Þangað hafði konan ekki komið fyrr, en sagðist hafa gaman af að lita höfuðborgina augum. Blaðamaður hitti bónda hennar að máli og spurði hvort þau hjónin væru sammála áróðrin- um, sem rekinn væri gegn kaupfélögunum. Svarið var ein- falt en skýrt:,,Kaupfélögin eru okkur alger nauðsyn. An þeirra er ég hræddur um að við nytum litillar þjónustu.” Rétt er að hlusta á þessa hóf- sömu rödd. Hún er vitnisburður frá ungu fólki, sem stendur báð- um fótum á jörðinni og vinnur að framleiðslu, ræktunar- og uppbyggingarstörfum. Slikur vitnisburður er þyngri á metum en svartnættisskrif siðdegis- blaða höfuðborgarinnar. Breyt- ir þar engu um, þótt andróðar þeirra gegn kaupfélögum sé lesinn upp og felldur inn i erindi i Rikisútvarpinu um „Daginn og veginn”, svo sem gert var sið- astliðinn mánudag. Áróðurinn gegn félögunum fær ekki sér- stakt gildi fyrir það eitt. Slik vinnubrögð auðvelda flytjanda að koma saman hæfilega löngu máli til að fylla tima þann, sem hann hefir til umráða, en þau rýra ekki gildi kaupfélaganna og starfsemi þeirra eða þýðingu þeirrar þjónustu, sem var hinu unga fólki sérstaklega hugstæð. Ný viðhorf Til þess að unnt sé að halda uppi fjölbreyttri atvinnustarf- semi viðs vegar um land þarf margt til að koma. Vandinn er viðast stærri en svo að hann verði leystur af einstaklingi eða fáum mönnum. Það þarf sam- stöðu og samvinnu til að byggja upp og reka ýmsar þjónustu- greinar, sem atvinnulifinu og einstaklingum eru nauðsynleg- ar. Slikt geristekki af sjálfu sér. Fróðlegt er að líta á vinnu- brögð þau, sem viðhöfð hafa verið i hinum ýmsu byggðarlög- um. Þau sýna greinilega að samvinnustarfið einkennist meðal annars af þvi, að verið er að leita að og reyna ný form til lausnar vanda þeim, sem yfir- leitt fylgir nútima rekstri og A Hornafirði er blómlegt athafnalif. var stofnsett. 1 hverju byggðar- lagi þarf að vera til vel búrn vél- smiðja. Gengið var til sam- starfs um lausn þess verkefnis. Kaupfélagið lagði til 25% hluta- fjár. Útgerðarfélög, Búnaðar- sambandiðog einstaklingar sáu um 75% .Þessu fyrirtæki farnast vel og er starfsemi þess nauð- synleg jafnt fyrir bændur, út- gerðina sem annan atvinnu- rekstur byggðarlagsins. Verbúðir h.f.er fyrirtæki sem til var stofnað með sameig- inleguátaki þeirra, sem tryggja þurftu aðkomufólki góðan samastað þegar vertið stóð og þörf var mikils mannafla, svo sem einkennandi hefir verið fyrir athafnalifið i Hornafirði. Kaupfélagið lagði til 30% stofn- fjár félags þessa en útgerðar- menn það sem á skorti. Svo sem að framan segir, hef- ur gott samstarf tekizt um upp- byggingu ýmissa nauðsynlegra Breyttir sem við er aðglímaá hverjum stað. Eitt þeirra byggðarlaga, sem ört hefir vaxið á seinustu árum, er Höfn i Hornafirði. Þar hefir fólksfjölgun verið mikil. Þar hafa risið upp myndarleg ibúð- arhús á fáum árum. Þar hefir fjölbreytt atvinnustarfse mi vaxið og eflzt svo að athygli hef- ur vakið. Hvernig hefur verið staðið að ntáluni á þessum stað? Fyrir þvi verður hér gerð ör- stutt grein, en þó aðeins stiklað á stóru. Þáttur og forysta Kaupfélags Austur-Skaftfellinga er athygl- isverð. Traust fylking stendur að félaginu. íbúar félagssvæðis þessvoru 1907 i árslok 1976ogaf þeim voru 510 félagsmenn kaup- félagsins. Auk þess sem félagið hefur með höndum almenna verzlunarþjónustu rekur það mjólkursam lag, sláturhús, vöruafgreiðslu, flutningabila, fiskvinnslustöð. Allt eru þetta umfangsmiklar starfsgreinar. Hæst ber þó frystihúsið, sem jafnhliða annast saltfiskverkun. Uppbygging hins nýja glæsilega hraðfrystihúss og annarrar starfeaðstöðu var mikið átak. Engu er þó fulllokið þvi ný verk- efni biða ætið þar sem framfarir og mannlegar þarfir sitja i fyrirrúmi. 011 þessi starfsemi lýtur regl- um og háttum venjulegs kaup- félagsrekstrar. Félagsmennirn- ir kjósa stjórn, sem ræður kaup- félagsstjóra til að annast dag- lega stjórnun og forystu. Megin- máli skiptir að leiðsögn þessara aðila sé farsæl og traust. Þrátt fy rir öran vöxt félagsins og viðtæka starfsemi þess, hafa óleyst verkefni beðið á ýmsum sviðum sem sinna þurfti strax til að tryggja atvinnukeðju og þjónustustörf i hennar og fólks- ins þágu. Kaupfélagið hafði fangið fullt við sin verkefni. Það hafði þó hug á og getu til að ieggja fleiru lið, enda fullvist að án þátttöku og stuðnings þess yrðu hin stærri, aðkallandi verkefni ekki leyst. tímar Efnt var til sérstakra félaga, sem hvert um sig hafa afmark- að verkefni. Kaupfélagið var á vissan hátt i flestum tilfellum hið leiðandi afl, en fleiri aðilar bundust málunum. Fiskimjölsverksmiðja Horna- fjarðar h.f. var stofnuð. Kaupfé- lagið á 45% hlutaf járins, hreppsfélagið um 17% og nálægt 50 einstaklingar um 38%. Þetta fyrirtæki á og rekur eina af myndarlegri sildar- og loðnu- bræðslum landsins og er einna stærstur sildarsaltandi á land- inu. Borgey h.f. sem er útgerðar- félag, varð til og rekur það 2 báta. Kaupfélagið á 70% hluta- fjárins, en einstaklingar 30%. Kaupfélaginu hefur verið falið að sjá um daglega stórn þessa fyrirtækis og sama er um Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar h.f. að segja. En þau tvö fyrir- tæki, sem á eftir verða nefnd, lúta hins vegar annarri daglegri forystu. Vélsmiðja Hornafjarðar h.f. þátta á félagslegum grunni, sem flestir voru ofviða einum aðila eins og á stóð. Útgerðin er hins vegar i höndum einstakl- inga eða félaga, sem sjómenn hafa i ýmsum tilvikum staðið saman að, og hefur slik verka- skipting gefizt vel. Frásögn þessi sýnir að kaup- félögin eru ekki steinrunnið verzlunarform, sem fastbindur sig við að annast vörusölu eina saman einsog stundum er látið i veðri vaka af andstæðingum þeirra. Breyttum timum fylgja ný viðhorf og oft er þörf nýrra viðbragða og starfshátta. Að vilja félagsmanna sinna reyna kaupfélögin að verða að liði við nýskipan atvinnumála á félagslegum grunni og eflingu almennrar þjónustu til hagsbóta fyrir umhverfi sitt og byggð. Þetta mun hinu unga fólki hafa verið i huga þegar það gaf kaup- félögunum vitnisburð sinn, sem vitnað var til i upphafi þessa máls. Sam vinnumaður. Verkalýösfélag Reyðarfjarðarhrepps ekki bann Boða ,IB — Almennur félagsfundur i Verkalýðsfélagi Reyðarfjarðar- hrepps, ákvað það i fyrradag, að taka ekki þátt i yfirlýstum að- gerðum Verkamannasambands Islands og boða ekki til útflutn- ingsbanns. Er þetta eina félagið til þessa sem það hefur gert. Hjá Bóasi Hallgrimssyni, for- manni félagsins, fengum við þær upplýsingar, að þar eð stjo'rn og trúnaðarmannaráð verkalýðs- félagsins hafi ekki álitið sig hafa heimild til að boða slika aðgerð, var ákveðið að leggja málið fyrir almennan félagsfund til meðferð- ar. En stjórn félagsins hafði i lok marz sl. lagt til, að félagið tæki þátt i aðgerðum þeim, er verka- lýðshreyfingin færi út i. Fundur- inn tók hins vegar þá ákvörðun, sem fyrr greinir, að taka ekki þátt i aðgerðunum. Á fundinum i fyrradag sagði Bóas, að það hefði verið baráttu- mál, hvort taka ætti þátt i þessu eða ekki. Það var viss hópur á fundinum, sagði hann, sem taldi SJ-K.B. Andersen utanrikisráð- herra Dana kemur i opinbera heimsókn hingað til lands fimmtudaginn 13. april. Eigin- þessar aðgerðir of harkalegar gagnvart þjóðarbúinu, ef þær stæðu lengi. Sú skoðun manna mun einnig hafa komið fram, að aðgerðir af þessu tagi væru sein- virkar og ekki nægilega mark- vissar. 1 Verkalýðsfélagi Reyðar- fjarðarhrepps eru 170 manns. kona Andersen kemur með hon- um hingað. Meðan á heimsókn- inni stendur mun Andersen ræða við Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og fleiri úr rikisstjórn- inni. Dönsku utanrikisráðherra- hjónin fara til Vestmannaeyja, Egilstaða og þaðan akandi til Reyðarfjarðar. Sérstök dagskrá verður fyrir utanrikisráðherra- frúna. Skoðar hún Barnaspitala Hringsins, Listasafn íslands og heimsækir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Andersen og fylgdarlið fara héðan 16. april. Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfallinnar fyrirframgreiðslu þing- gjalda 1978 var uppkveðinn i dag, mið- vikudaginn 5. april 1978. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik, 5. april 1977. Bæjarfógetinn í Keflavik, Grindavik og Njarðvlk. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign) K.B. Andersen og frú til Vest- mannaeyja og Reyðarf jarðar I ■É 'V- l 'f . ‘-4 Borgarspítalinn Hjúkrunarfræðingar - Hjúkrunarfræðingar Til að geta haldið sjúkradeildum opnum i sumar þurfum við á ykkar hjálp að halda Hvað getið þið lagt af mörkum? Morgunvaktir — kvöldvaktir — nætur- vaktir — fullt starf eða hluta úr starfi? Vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst við skrifstofu hjúkrunarforstjóra Borgarspitalanum i sima 81200. Reykjavlk 7. apríl 1978 Borgarspitalinn & te M 1 I í/s- & - •• K,' >;ú S Formannsstarf VLs' á hafnsögubátum Reykjavíkurhafnar er laust til umsólyiar. Formaður gegnir jafnframt vélstjóra- starfi og eru þvi skipstjórnar- og vél- stjórnarréttindi áskilin. Umsóknir sendist hafnarstjórn fyrir 20. april n.k. en nánari upplýsingar gefur y f irhaf nsögumaður. íÁý sV<’ | $ 4. (V"' & • 1 , Hafnarstjórinn i Reykjavik • ’ý K.B. Andersen utanríkisráfiherra

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.