Tíminn - 14.04.1978, Side 3
Föstudagur 14. april 1978
IMni
3
Daniel Agústfnusson
Ólafur Gu&brandsson
Jón Sveinsson
Framboðslisti
Framsóknarflokksins
á Akranesi
Framboöslisti Framsóknar-
flokksins viö bæjarstjórnarkosn-
ingarnar á Akranesi er þannig
skipaöur:
1. Daniel Agústinusson, aöal-
bókari
2. ólafur Guðbrandsson, vél-
virki
3. Jón Sveinsson, lögfræðingur
4. Bent Jónsson, skrifstofustjóri
5. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkr-
unarfræöingur
6. Andrés Olafsson, bankagjald-
keri
7. Stefán Lárus Pálsson, skip-
stjóri
8. Björn Gunnarsson, verzlunar-
stjóri
9. Jóhanna Karlsdóttir, kennari
10. Valgeir Guðmundsson, blikk-
smiður
11. Björgólfur Einarsson, verka-
maöur
12. Guörún Jóhannsdóttir, hús-
móöir
13. Hreggviður Karl Eliasson,
verkamaöur
14. Sigmar H. Jónsson, rafsuöu-
maður
15. Þóra Einarsdóttir, húsmóöir
16. Gústaf Kristinsson, stýrimaö-
ur
17. Jón Þorgrimsson, bifvélavirki
18. Ragnheiöur Guöbjartsdóttir,
húsmóðir
Hopp
og hí
í Verzló
JB — Þessar myndir tók Gunn-
ar ljósmyndari Timans, er
dimmittentar Verzlunarskóla
tslands fóru hamförum um
miðbæ Reykjavikur I gær. t
yfirreið sinni iitu þeir við inni
á Ferðaskrifstofunni Sunnu og
heilsuðu upp á Guðna Þórðar-
son, en þeir ku hafa i hyggju
að fljúga suður til sóiarlanda
ineö Sunnu eftir að prófum
lýkur i vor. Einnig átti forseti
islands, dr. Kristján Eidjárn,
leið um bæinn og fögnu&u
Verzlunarskölanemendur
honum me& söng og húrra-
hrópum.
Mótmælastaða
herstöðvarand-
stæðinga i
Straumsvík
1 tilefni af þvi að meðlimir
Stjórnunarfélags íslands fóru i
kynnisferð i dótturfyrirtæki
Alusuisse á Islandi, ISAL, efndu
Samtök herstöðvaandstæðinga til
mótmælastöðu við aðalhlið verk-
smiðjunnar i gær. Markmið að-
gerðanna var fyrst og fremst að
undirstrika, að Nato og Alusuisse
eru greinar á sama meiði heims-
valdastefnunnar, segir i fréttatil-
kynningu frá samtökunum.
I hjálögðu bréfi frá miðnefnd
SHA segir m.a.:
„Þótt aðstandendur NATO og
fjölþjóðlegra auðhringa veiti litl-
ar sem engar upplýsingar um
samspil þeirra hér, liggur i aug-
um uppi, að með auknum fjár-
festingum eykst einnig hættan á
þjóðnýtingu, skemmdarverkum
og öðrum aðgerðum, sem annað-
hvort þjóðfrelsisöfl eða lýðræðis-
leg stjórnvöld kynnu að gripa til.
Til að fyrirbyggja slikar aðgerðir
og vernda eignir og aðstöðu
ALUSUISSE á tslandi, er
NATO-herstöðin hér þeim ómet-
anlegur bakhjarl.
Kröfur herstöðvaandstæðinga
eru þvi:GEGN HERVALDI —
GEGN AUÐVALDI
ÍSLAND ÚR NATO - HERINN
BURT”
Henriks
Ibsen
minnzt
Aage llenriksen prófessor í
norrænni bókmenntasögu við
Hafnarháskóla heldur fyrirlestur
i Norræna húsinu mánudaginn 17.
april kl. 20:30þar sem hann talar
um kvenpersónurnar I verkum
Ihsens og nýja bók um Ibsen eftir
Jörgen Haugan.
Aage Henriksen er fæddur 1921
og varð prófessor við Hafnarhá-
skóla 1961. Hann hefur einkum
fengizt við rannsóknir á Bagge-
sen Kirkegaard og Karen Blixen
og skrifað um þau mikil verk.
Kenningar hans liggja til grund-
vallar 4-binda bókar Ideologs-
historie og sjálfur á hann stærsta
þáttinn að 1. bindi verksins
„Organismetænkningen i dansk
litteratur 1770-1870”.
Um þessar mundir er 150 ára
afmælis Henriks Ibsens minnzt
viða um heim einkum þó i heima-
landi skáldsins.Noregi. Aö þvi til-
efni hefur verið sett upp ljós-
myndasýning í anddyri Norræna
hússins er lýsir ævi og starfi Hen-
riks Ibsens. Það er utarikisráðu-
neyti Noregs sem hefur látið gera
og dreifa sýningunni.
Aage Henriksen flytur enn-
fremur erindi i Háskóla Islands á
þriðjudag kl. 17:00 sem hann
nefnir „Hvor stár humaniora i
dag?”
Vilhjálmur Bergsson við mynd sina, Samstirni. Vilhjdlmur notar tækni gömlu meistaranna viö gerö
mynda sinna. Hann notar sérstakar oliur, sem hann blandar saman vi& litina til a& mýkja þá.
Timamynd Gunnar.
Lífrænar víddir
G V—Vilhjálmur Bergsson
listmálari mun opna einka-
sýningu á Kjarvalsstööum i
dag og verður sýningin opin til
23. aprfl n.k. Sýningin er opin
frá kl. 4-10 virka daga og frá 2-
10 um helgar.
Myndirnar á sýningunni eru
alls 75 talsins og flestar mál-
aðar á undanförnum sex
árum. — Ég hef kallað þennan
stil „lifrænar viddir” og ég
byrjaði að mála i þessum dúr
á árunum 1964-’66. Sumir
segja að ég sé súrrealisti, eða
abstraktmálari og aðrir segja
að ég sé realisti, en ég segi, aö
ég sé þetta allt I senn, sagði
Vilhjálmur, þegar blaðamaö-
ur kom að máli viö hann er
hann vann að uppsetningu
sýningarinnar.
Þetta er fimmta einkasýn-
ing Vilhjálms á tslandi, en
hann hefur tekiö þátt I fjölda
samsýninga bæði hérlendis og
erlendis.
Rödd innanstokks í Alþýðubandalaginu:
„Vonum seinna að til tíðinda dragi....
og ætti bardaginn að verða hinn víga
legasti
Um flokksvandamál Alþýðu-
bandalagsmanna ritar frétta-
stjóri Þjóðviljans i gær i rit-
stjórnardálki i blaði sinu :
„Alþýðubandalagið hefur lika
þá sérstöðu meðal stjórnmála-
flokka að innan þess viður-
kennir enginn að hann langi i
framboð þó eigi viðkomandi lif- •
andi að drepa. Þar heitír það að
menn séu pindir i framboð og
þvi er vandlega leynt ef þing-
maðurerimaganum. Hvernig á
ff
svo sem aö vera hægt að skrifa
um framboðsmál i svona bæ?”
Einari Karli Haraldssyni er
sem sé fyllilega ljóst að það er
ekki hógværðin eða hikið sem
veldur vanda i flokknum um að
velja á milli þeirra Svavars
Gestssonar ritstjóra, Ólafs
Ragnars Grimssonar prófess-
ors, Asmundar Stefánssonar
hagfræðings og Siguröar
Magnússonar rafverktaka i
framboð fyrir Alþýðubanda-
lagið i Reykjavik.
Fréttastjórinn lætur i grein
sinni i ljós mikla óanægju yfir
þvi að forráöamenn Þjóðviljans
skuli hafa lokað blaðinu fyrir
fregnum af átökunum innan
flokksins i Reykjavik. Og hon-
um þykir að þetta sé allt hálf-
hlálegt:
„Gott er til þess að vita að
ekki skuli vera algert koppalogn
kringum framboðsmál flokksins
fyrir þessar kosningar og von-
um seinna að til tiðinda dragi.
Kapparnir eru báðir skeggjaðir
vel og ætti bardaginn að verða
hinn vigalegasti.”
En þrátt fyrir þessa skemmt-
an þykir fréttastjóra Þjóðvilj-
and óþarflega mikið pukur i
Alþýðubandalaginu. Hann
segir:
„Samt vilja menn einatt vera
að pukrast og komast upp með
það ef kastljós fjölmiðlanna er
ekki stöðugt á þeim og samvizk-
an lætur þá i friði.”
Nú er eftir að vita hvern skiln-
ing þeir Svavar, ólafur, Ragn-
ar, Ásmundur og Sigurður
ieggja I þessi timabæru orð
fréttastjórans. Ogþesser einmg
að vænta að uppstillingarnefnd
flokksins grannskoöi samvizku
sina fyrst svo er komið sem
komið er.
Og Einar Karl Haraldsson
fréttastjóri Þjóðviljans gefur
Alþýðubandalagsmönnum heil-
ræöi, sem duga mun aö lik-
indum til að halda leyndarmál-
um flokksins frá almannavit-
orði. Einar segir:
„Eins og titt er felst þetta ráð
i gömlu máltæki sem hljóðar
svo: Þrir geta þagað ef tveir
þeirra eru dauðir”.
Skyldi það vera að hreinsanir
séu á næstu grösum i flokknum
að gömlum sið? Eða er þetta
framtiðarsýn fyrir hönd
Alþý ðuba nda lagsins ?