Tíminn - 14.04.1978, Qupperneq 7

Tíminn - 14.04.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 14. april 1978 IMlíiÍ'i 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: . 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuöi- Blaðaprent h.f. Róttæk viðbrögð til að tryggja atvinnu- öryggið Það eru athyglisverð tiðindi, að rikisstjórn Noregs hefur ákveðið að visa kaupdeilu, sem hefur risið milli Alþýðusambands Noregs og Vinnuveitenda- sambands Noregs, til gerðardóms, sem ákveði kaup og kjör i Noregi næstu tvö árin. Hefði rikisstjórnin ekki tekið þeSsa ákvörðun, hefði hafizt allsherjar- verkfall i Noregi nú um helgina. Þessi ákvörðun norsku stjórnarinnar verður lögð fyrir Stórþingið i næstu viku og þykir fullvist, að það muni sam- þykkja hana. Rikisstjórnin tók þessa ákvörðun eftir að Oddvar Nordli forsætisráðherra hafði átt itar- legar viðræður við formann Alþýðusambands Nor- egs, Tor Halvorsen, og framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Noregs, Káre N. Selvig. Þeim kom báðum saman um, að frekari samningavið- ræður væru þýðingarlausar á þessu stigi, og alls- herjar verkfalli yrði þvi ekki afstýrt. Þegar Oddvar Nordli gerði grein fyrir þessari ákvörðun rikisstjórnarinnar i fyrradag, komst hann svo að orði, að stjórnin harmaði að ekki hefði náðst samkomulag milli deiluaðila og grundvöllur fyrir samræmdum kjarasamningum væri þvi brostinn. Rikisstjórnin gæti ekki tekið ábyrgð á ófremdar- ástandi, sem myndi auka efnahagsvandann, sem nú er glimt við i Noregi. Hún hefði þvi verið nauðbeygð til að taka af skarið og visa málinu til gerðardóms, en úrskurði hans yrði ekki áfrýjað. Oddvar Nordli sagði, að það væri markmið rikis- stjórnarinnar að tryggja fulla atvinnu, en það myndi ekki tryggt nema dregið yrði úr framleiðslu- kostnaði. Eins og ástatt væri, mætti ekki auka einkaneyzluna. Það svigrúm, sem væri fyrir hendi, þyrfti að nota i þágu láglaunafólks, ellilifeyrisþega og barnaf jölskyldna. Þessir aðilar ættu að hafa for- gangsrétt. Venjan hefur verið sú i Noregi, að gengið sé frá svokölluðum ,,samræmdum kjarasamningi”, sem feli i sér hóflegar launahækkanir, jafnhliða efna- hagsráðstöfunum af hálfu rikisstjórnarinnar, svo sem niðurgreiðslum, skattalækkunum og ivilnunum til láglaunahópa, barnafjölskyldna og ellilifeyris- þega. Þegar um slika samningsgerð er að ræða hefur rikisstjórnin afskipti af henni, þegar viðræður samningsaðila eru að komast á lokastig og þeir hafa komið sér saman um helztu atriði varðandi kaup- greiðslur. Að þessu sinni kom ekki til þess að rikis- stjórnin fengi tækifæri til að hafa slik afskipti af málum, þar sem verkalýðshreyfingunni og vinnu- veitendum tókst ekki að koma sér saman um kaup- liði samningsins. Stjórnin mun að öllum likindum gera grein fyrir fyrirhuguðum efnahagsráðstöfunum sinum á rikis- ráðsfundi i dag, um leið og endurskoðuð fjárhags- áætlun verður lögð fyrir Stórþingið. Endurskoðað frumvarp að fjárlögum fyrir árið 1978 verður siðan lagt fyrir svo skjótt sem auðið verður. Norska alþýðusambandið krafðist 10.9% kauphækkunar á næstu tveimur árum, en vinnu- veitendur hafa ekki viljað fallast á aðrar hækkanir en þær, sem snerta eftirlaunagreiðslur.Þegar ljóst var að samningaumleitanir yrðu árangurslausar lagði opinberi sáttasemjarinn fram málamiðlunar- tillögu, sem var hafnað af báðum deiluaðilum. Útilokað er annað en að þessir atburðir i Noregi, þyki athyglisverðir á íslandi. Þeir sýna viðbrögð rikisstjórnar, sem einkum styðst við launastéttir, þegar nauðsynlegt þykir að gera róttækar ráðstaf- anir til að tryggja atvinnuöryggið. þ.þ. Charles W. Yost: Er Carter að breyta utanríkisstefnunni? Rússar eiga sinn þátt í þvi skipuleggja hersveitir, sem hægt verður að beita fyrir- varalaust... til þess að verja hagsmuni vora um heim all- an.” Vissulega geta Rússar ekki vænzt þess að þeir og Kúbu- menn geti endalaust leikið lausum hala hvar sem er án þess að Bandarikjamenn haf- ist eitthvað að. Engu að siður minnir þessi yfirlýsing um ,,að verja hagsmuni vora um heim allan” óþægilega á fornar yfirlýsingar, sem leiddu til viðtækrar hernaðar- ihlutunar og stjórnmálaaf- skipta Bandarikjamanna svo sem i Vietnam og á fleiri stöðum. t RÆÐU forsetans var margt af mannviti og velvilja sagt en engu að siður voru þar blikur á lofti sem gætu bent til þessaðst jórn Carters kynni — vegna ögrunar Rússa — að siga niður i hið fyrra far stór- veldasamkeppninnar sem svo mjög ógnaði heimsfriðnum i aldarfjórðung eftir siðari heimsstyrjöldina. Stjórnin hefur um hrið gefið SALT-viðræöunum litinn gaum.e.t .v. vegna hinnar bitru deilu um Panamaskurðinn. Oruggasta leiðin til þess að halda vigbúnaðarkapp- hlaupinu i skefjum^og hindra Sovétmenn i þvi aö ná yfir- höndinni/er sú að ganga sem allra fyrst frá SALT 11-samningunum. Ofullkomnir samningar.sem þeir og verða, eru öllu skárri en engir samningar, þvi verði ekki samið mun hroðalegum og randýrum morðtólum fjölga um allan helming. Hvað varðar samkeppni stórveldanna i þriðja heimin- um, þá væri öllu farsælla að þau fullnægðu skilyrðum sam- komulagsins frá 1972, þar sem þau lýstu hátiðlega yfir að sýna gagnkvæma varfærni og ráðfæra sig hvort viö annað i þessum efnum. Stórveldin eigaekkiaöfástviö vandamál þriðja heimsins einhliða, heldur „marghliða” og not- færa sér þá möguleika sem S.þ. bjóða upp á. Atburðirnir i Libanon að undanförnu sýna að S.þ. gætu reynzt þeim vanda vaxnar. (H.Þ. þýddi) Kissinger hefur undanfarið varað viö útþenslustefnu Rússa i Afriku. FYRIR fáum vikum hélt Carter ræðu i N-Carolinufylki um varnarmál og sambúð Bandarikjanna og Sovétríkj- anna og var óvenjulega harð- orður. Þessi nýi tónn bendir til breyttrar afstöðu og af ræðu- efninu mætti álykta.að stefna Trumans og Kennedys sé enn á ný að verða kjölfestan i bandariskum utanrikismál- um. Er það réttmætt? Astæðurnar fyrir breyttri stefnu eru þó augljósar. I fyrsta lagi hafa Sovétmenn ásamt sinum kúbönsku mála- liðum hagað sér þannig i Angólu og Eþiópiu að það brýtur á grófasta hátt i bága við sameiginlegar yfirlýsing- ar þeirra Nixons og Brésnjefs árið 1972 um þau atriði sem virða beri i samskiptum rikj- anna. Sovétmenn hafa á engan hátt gætt þess hófs sem rikis- stjórn Bandarikjanna hefur sýnt varðandi Eþiopiu — öllu fremur virðast þeir ætla að styrkja itök sin þar með þvi að taka þátt i herförinni gegn Eritreum þótt þeir siðar- nefndu eigi i „þjóðfrelsis- striði”. Með ræðu sinni er Carter greinilega að vara Sovétmenn við þvi að leika hlutverk ,,al- þjóða lögreglu’,’ sem Rússar hafa sjálfir fordæmt, bæði varðandi Austurlönd nær og þau átök sem vofa nú yfir Rhodesiu. ÖNNUR ástæða fyrir ræðu Carters er sivaxandi her- væðing Sovétmanna og auknar fjárveitingar þeirra til þeirra mála,einkum siðustu 15 árin. En þó ber að viðurkenna að kjarnorkumáttur Bandarikj- anna jókst hraðar en máttur Sovétrikjanna á 6. áratugnum og framan af þeim sjöunda og að Bandarikjamenn hafa haft frumkvæðið i þróun flestra ný- mæla á þvi sviði. Sovétmenn hafa nú,eins og forsetinn gat um,gerzt jafnok- ar Bandarikjamanna i kjarn- orkustyrk. Og hann lagði áherzlu á,að hann mundi ekki „liða neinni þjóð að ná hernaðar yfirburðum yfir okk- ur”. En sá er einmitt höfuðtil- gangur SALT-samninganna að forða með gagnkvæmu samkomulagi frá tilgangs- lausu vopnakapphlaupi. t ÞRIÐJA stað má rekja þessa stefnubreytingu til inn- anrikismála. Harkan i barátt- unni um Panamasamninginn og hinn naumi sigur forsetans i fyrsta áfanga þess máls^ýna Carter forseti vaxandi baráttuhug þjóðar- innar og benda til þess að staðfesting SALT-samning- anna kunni að verða vand- kvæðum bundin. Carter er vafalaust að gefa til kynna að hann eigi i' fullu tré við Sovét- rikin og muni i hvivetna vernda hagsmuni okkar i varnarmálum ef til samnings kemur. Það er e.t.v. nauðsynlegt að slikar yfirlýsingar komi fram öðru hverju til þess að friða þjóðina, en þær geta dregið dilk á eftir sér. Ef forseti Bandarikjanna hamrar i si- fellu á aukinni hervæðingu Sovétmanna.sem vissulega er staðreynd.en gerir litið úr hin- um gifurlega hernaðarmætti Bandarikjanna,þá eru miklar likur til þess.að hann kyndi rækilega undir þeirri hræðslu heima fyrir sem hann þó vill reyna að sefa. Varðandi afskipti okkar af væringum i þriðja heiminum lýsti Carter þvi yfir.að Banda- rikin muni standa við skuld- bindingar sinar i Austur-Asiu, Austurlöndum nær, og við Persaflóa,og hann bætti við: „Að undirlagi minu er varnar- málaráðherrann að endur-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.