Tíminn - 14.04.1978, Síða 8
8
Föstudagur 14. april 1978
sláttuþyrlur
Það er óþarfi að kynna náið heyvinnutæki
frá Fella verksmiðjunni. Þau eru löngu
landskunn fyrir styrkleika og vinnugæði.
Eigum væntanlegar Fella sláttuþyrlur með
160 sm vinnslubreidd. Vélin er mjög einföld
i byggingu/ tromlurnar drifnar með einni
reim og því mjög lítiJI viðhaldskostnaður.
Áætlað verð kr. 520.000
Þessari mynd smellti Gunnar ljósmyndari Timans af Unu Einarsdóttur, verkstjóra nýju saumastof-
unnar á Vopnafiröi, þar sem hún var viö vinnu sfna á námskeiöi (Jtflutningsmiöstöövar iönaöarins f
Rannsóknastofnun iönaöarins aö Keldnaholti.
Ný saumastofa sér dags-
ins ljós á Vopnafirði
Léttur iðnaður nauðsynlegur með öðru, segir
verkstjórinn, Una Einarsdóttir
FI— Aödragandi aö stofnun
saumastofunnar er sá, aö fyrir
ári vakti ég athygli á þvi á al-
mennum borgarafundi, aö
nauösynlegt væri aö koma upp
einhverjum léttum iönaöi á á
Vopnafiröi eins og t.d. sauma-
iönaöi. Hlyti aö mega ná sam-
komulagi um efni. Viö ættum
stórt landbúnaöarhéraö aö
baki þorpsins og þaöan væri
flutt út ull fyrir fleiri hundruö
þúsunda árlega og mættum viö
til meö aö fá nokkuö til baka.
Sföan var þaö, aö ég var kosin i
hreppsnefnd fyrst kvenna, og
flutti ég tillögu um þaö i desem-
ber i fyrra aö kosin yröi iönaö-
arnefnd, sem kannaöi mögu-
leika á einhverjum saumaiön-
aöi, — hugsanlega i tengslum
viö Sambandiö eöa Alafoss. Allt
fór samkvæmt áætlun og von-
umst viö nú til aö geta hafiö
starfsemi i lok mánaöarins.
A þessa leiö fórust orö Unu
Einarsdóttur frá Vopnafiröi i
samtali viö Tímann, en Una er
nú stödd i Reykjavik til þess aö
læra til verkstjórnar i fyrirhug-
aöri saumastofu Sambandsins
og Alafoss á Vopnafiröi. Er hún
af þvi tilefni á 10 daga nám-
skeiði, sem útflutningsmiöstöö
iðnaðarins stendur fyrir til 20.
april, og er námiö bæöi verklegt
og bóklegt.
Una sagði, aö sl. sumar heföi
veriö stofnaö almenningshluta-
félag úm saumastofuna og væru
hluthafar sveitarfélagið, kaup-
félagið og um 30 einstaklingar,
mest konur. Hlutafé væri upp á
tvær milljónir. Ættu einstakl-
ingar 2/3 hlutafjárins og sveit-
arfélagið og kaupfélagiö 1/3.
„Hlutafélagiö var stofnaö”,
sagöi Una, ,, þegar séö var, aö
undirtektir framkvæmdastjóra
Sambandsverksmiöjanna á
Akureyri voru allgóöar. Sem
áhugamanneskja bauöst ég til
þess að taka að mér verkstjórn
og kynna mér þau atriöi, sem til
þyrfti. Fór ég i heimsókn í nær-
liggjandi saumastofur og fékk
aö vinna þar um stund. Vann ég
m.a. i Dyngju á Egilsstöðum,
sem saumar úr ullarvoö.
1 lok nóvember fór ég svo til
Reykjavikur til þess aö kanna,
hvort Alafoss heföi verkefni fyr-
ir okkur. Höföum viö heyrt, aö
betra væri aö vera i sambandi
viö fleiri en einn aöila. Fékk ég
góöar undirtektir hjá fram-
kvæmdastjóra Alafoss, og sendi
hann mig á saumastofu Alafoss
I Kópavogi, þar sem ég var i
góðu yfirlæti i nokkra daga”.
Vert er aö geta þess hér, að
Una er enginn nýgræöingur i
saumaskap. Lærði hún karl-
mannafatasaum af móöur sinni
og vann um skeiö á klæöskera-
verkstæði á Akureyri.
Saumastofan nýja mun hins
vegar sérhæfa sig i peysusaumi.
Una kvaö allmikinn áhuga á
þvi hjá konum á Vopnafiröi, aö
fyrirtæki þetta kæmist af staö.
Vinnutlminn yröi átta timar á
dag, en mest yröi sjálfsagt um
konur, sem ynnu hálfan daginn.
Laun væri ekki fariö aö ræöa
um, en þau yrðu væntanlega
samkvæmt Iöjutaxta.
Húsnæöi nýju saumastofunnar á Vopnafiröi er um 90 fermetrar aö flatarmáli og standsetti hluta-
félagiö þaö i gamalii verbúö frá sfldartimanum. Hér eru þeir Einar Helgason (f.v.) og Hjalti
Sigmundsson aö koma fyrir saumavélunum sex, sem fariö veröur aö nota innan hálfs mánaöar.
Tfmamynd Gunnar.
A.