Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 19. april 1978 3 Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Haukur Nielsson Sigurður J. Sigurðsson. Jón Skaftason Gunnar Sveinsson Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi Framboðslisti Framsóknar- flokksins i Reykjaneskjördæmi við Alþingiskosningarnar i jUni 1978, er samþykktur var á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna, sem haldið var i Grindavik 27. nóvember s.l.: 1. Jón Skaftason, alþingismaður Sunnubraut 8, Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjóri, Brekkubraut 5, Kefla- vik. 3. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, Hólabraút 10, Hafnarfirði. 4. Haukur Nielsson, bóndi, Helga- felli Mosfellssveit. 5. Sigurður J. Sigurðsson, skrif- stofumaður, Austurbraut 4, Keflavik. 6. Dóra Sigurðurdóttir, hjúkr- unarfræðingur, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi. 7. Halldór Ingvason, kennari, As- braut 2, Grindavik. 8. Gylfi Gunnlaugsson, gjald- kerfi, Suðurgötu 38, Sangerði. 9. Valtýr Guðjónsson, fyrrv. úti- bússtjóri, Fuðurgötu 46, Kefla vik. 10. Hrafnkell Helgason, yfir- læknir, Vifilsstöðum, Garða- Jón Rafn Guðmundsson fimmtugur í dag Fimmtugur er i dag Jón Rafn Guðmundsson framkvæmdastjóri Liftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. Jón hefur auk starfa sinna i Samvinnuhreyfingunni gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins, átti hann m.a. sæti i stjórn F.U.F. i Reykjavik um skeið og árin 1960-1962 var hann formaður Sambands ungra framsóknar- manna. Hann er nú endurskoð- andi Framsóknarflokksins. Jóntekurá mótigestum á heimili sinu Asparlundi 11 i Garðabæ eft- ir kl. 4 i dag. Ungmenna- félag Hruna- mannahrepps sjötiu ára Ungmennafélag Hrunamanna- hrepps var stofnaö 17. april 1908 og verður sjötugsafmælisins minnzt með hófi I Félagsheimili Hrunamanna laugardagskvöldið 22. april næstkomandi. Allir félagar, eldri og yngri, heima og heiman, eru boðnir velkomnir. Félagið hefur starfað óslitið frá stofnun, og eru þrir af stofnend- um þess enn á lifi. Starfsemi félagsins hefur aö jafnaði verið fjölþætt, og hefur það beitt sér fyrir ýmsum menningarmálum innan sveitarinnar, svo sem skóg- rækt, iþróttum, leikstarfsemi o.fl. Ný stjóm RARIK Eftirtaldir menn hafa i dag verið skipaðir af iðnaðarráðherra istjórn Rafmagnsveitna rikisins til næstu fjögurra ára: Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri, A-Hún., formaður, Aðal- steinn Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, Reykjavik, samkvæmt til- nefningu Sambands isl. rafveitna, Axel Kristjánsson, forstjóri, Hafnarfirði, Hjalti Þorvarðarson, rafveitustjóri, Selfossi, Jón Helgason, alþingismaður, Segl- búðum, V-Skaft. (frá Iðnaðarráðuneytinu). Ole Villumsen Krog: Kom á óvart hve mikið er til af merkilegum silfurmunum hér á landi Þessi festi á sér merkilega sögú. Daniel Schwarzenkopf siifursmið- ur, smiðaði hana fyrir dóttur sina, Kom hún hingað Ut til að giftast N'ieis Fuhrmann amtmanni, en hann var þá þegar kvæntur er hún kom til tslands. Dó stúlkan skömmu siðar og var amtmaður grun- aður um að hafa byrlað henni eitur. Risu út af þessu málaferli, en engin niðurstaða fékkst af þeim. Festi þessa gaf Finnur Magnússon dönsku fornleifanefndinni árið 1845, en hún var siðan gefin hingað aftur I tilefni Alþingishátiðarinnar 1930. Timamynd Gunnar. JB — I fyrrasumar kom hér danskur maður, Ole Villumsen Krog I þeim tilgangi að rann- saka sUfurmuni á Islandi. Hér er um að ræða fyrstu skipulögðu rannsóknina, sem gerð hefur verið á slikum gripum hér, en takmarkið með henni er að afla upplýsinga um silfurmuni sem til eru á landinu sem og um þá er smiðuðu þessa gripi. A þetta við um gripi frá sextándu öld og næstu aldir á eftir og þá einkum um gripi af dönskum uppruna. Rannáóknin er gerð i samvinnu islenzkra og danskra aðila og kostuð af báðum þjóðum. En að sögn Ole V.. Krog verður rann- sókn af þessu tagi að vera á samvinnugrundvelli, þar eða gripirnir og fróöleikur um smið- inahelzti hendur. t þessu tilfelli eru gripirnir hér á landi, en all- ur fróðleikur um smiðina er i Danmörku. Sagði hann rann- sókn af þessu tagi geta aukið fróðleik á ýmsum atriðum til gagns báðum þjóðum. Rann- sókninni hefur verið þannig háttað, að farið hefur verið um landið og þar fengnir af láni silfurgripir i kirkjum, söfnum og hjá einstaklingum, sem slika eiga i fórum sér. I fyrrasumar var farið yfir land- svæðið frá Skaftafellssýslum að Giisfirði en i sumar verður svo farið um Vestfirði, Norður- og Austurland. Silfrið er eins og áður segir fengið af láni hjá þeim er það hafa undir höndum, en það er siðan mæltjVegið, tek- ið mót af stimpilmerkjum og ljósmyndað. Að þvi loknu er þvi skilað til eigenda aftur. Að þvi er Ole V. Krog tjáði blaðinu hefur það Aðþvi ioknu er þvi skilað til eigenda aftur. Að þvl er Ole V. Krog tjáði blaðinu, hefurþað komið honum á óvart hve mikið er til af Viravirki. merkilegum gripum hér á landi. I fýrrasumar var safnað á ann- að hundrað gripa. Flestir merkilegustu gripirnir eru eftir Sigurð Þorsteinsson frá Skrið- landi eða 26, en hann er talinn meö hæfustu mönnum á blóma- skeiði silfursmiði i Danmörku. Stóð það frá um 1600 til um 1800. Flestir þeir gripir er hér finn- ast eru gerðir af islenzkum silfursmiðum, sem búsettir voruog menntaðir i Danmörku. En þeir smiðuðu eftir pöntun fyrir Islendinga og sendu hingað heim. Það var merkilegt við rannsóknirnar i fyrrasumar, að mikið fannst af enskum kaleik- um á stórusvæði i Borgarfirði, á Snæfellsnesiogum Dali. Einnig var nokkuð um þýzka kaleiki. Gefur þetta góðar hugmyndir um verzlunarviðskipti Islend- inga fyrr á öldum. Annar hlutur merkilegur, er kom skýrt fram við rannsóknina er fjöldi vira- virkismuna hérá landi. A þess- um tima tiðkaðist ekki að gera slika gripi i Danmörku en þeir hafa þá verið sérsmíðaðir fyrir Islendinga. En Island er eina landið ef svo má segja þar sem menn hafa haldið sig við vira- Framhald á bls. 19. Hér heldur Lilja á bikar, sem smlðaður er af Sigurðl Þorsteinssyni, sem minnzt er á I fréttinni. Timamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.