Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.04.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. aprii 1978 13 li'ÍS'ií 50 ára Jón Rafn Guðmundsson f ramkvæmdastj óri bótti fjarlægðsé, má ég til með að minnast nokkrum orðum fimmtugsafmælis vinar mins og starfsfélaga um margra ára skeið, Jóns Rafns Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Liftrygg- ingafélagsins Andvöku og Endur- tryggingafélags Samvinnutrygg- inga hf. Hann er fæddur i Reykjavik, 19. april, 1928, sonur hjónanna Guð- rúnar Jónsdóttur og Guðmundar Þorsteinssonar, rafvirkja- meistara. Eru þeir systkinasynir Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, áður framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og nú stjórn- arformaður þeirra, og Ásgeir heitinn Magnússon, sem lengi var framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga, svo forysta i sam- vinnutryggingamálum lands- manna hefur mikið sótt i þessa ætt. Frá Verzlunarskóla Islands tók Jón Rafn próf vorið 1946 og geröist þá skrifstofumaður hjá Bókaútgáfunni Norðra til 1. janú- ar 1947. Hann varð slöan starfs- maður Sambandsins fram i mai, en réðst þa til Samvinnutrygginga. Siðan hefur hann unnið óslitiö á vegum trygg- ingafélaganna og gegnt þar hin- um margvislegustu trúnaðar- störfum. Hann byrjaði sem bók- ari, varð deildarstjóri i Sjódeild félagsins, þegar árið 1948, og deildarstjóri Endurtrygginga- deildar eftir að hún kom til sögu 1954, til 1958, eftir að hafa i milli- tiðinni dvalizt um hrið i London til að kynna sér þá tryggingagrein, og var þannig samtimis deildar- stjóri beggja þessara deilda. Deildarstjóri Tjónadeildar varð hann 1964 og deildarst jóri Ahættudeildar árið 1965. Árið 1958 gerðist Jónfulltrúi framkvæmda- stjóra Samvinnutrygginga, þar til hann varð aðstoðarframkvæmda- stjóri þeirra 1970 og gegndi þeirri trúnaðarstöðu þar til i mai 1974, að hann var ráðinn f ramkvæmda- stjóri Liftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h/f. Ekki nær þó þessi margþætta upptalning til allra trúnaðar- starfa Jóns Rafns fyrir trygg- ingafélög samvinnumanna. Hann átti sæti i framkvæmdastjórn fé- Jón Rafn Guðmundsson. laganna árin sem hún starfaði frá 1954, formaður skipulagsnefndar þeirra alla tíö, og i skólanefnd Tryggingaskólans og formaður hennar i mörg ár. Þá hefur Jón Rafn átt sæti i stjórn Sambands islenzkra tryggingafélaga og var formaður hennar áriö 1975-’76. Eins og aö likum lætur, hefur Jón Rafn notið trúnaðar og álits til allra sinna verka á vegum hinna ýmsu greina samvinnu- trygginga. Tryggingafróðir menn hafa tjáð mér, að hann sé viður- kenndur einn færasti og reyndasti tryggingamaður landsins^einkum i endurtryggingum og sjótrygg- ingum, enda hefur hann m.a. kennt þessar tryggingagreinar i Tryggingaskólanum og skrifað kennslubók um þær siðartöldu. Félagslyndur maður er Jón Rafn i hæsta máta og hefur á ýmsum aldursskeiðum tekið þátt og haft forystu i t.d. bæði þjóðleg- um og alþjóðlegum stjórnmálum, þótt ég tiundi það ekki frdcar. En hver er svo maðurinn bak við öll þessi störf? Það er skemmst af að segja, að Jón Rafn er hinn mesti öðlingur, af ekkieldrimanni að vera! Samt getur hann verið fastur fyrir og fylginn sér, ef þvi er að skipta. Fyrst og siðast er hann mannleg- ur, hlýr i viðmóti og drengur hinn bezti. Þetta er mér persónulega ljúft að votta af alllangri reynslu. Sannleikurinn er samt sá, að við Jón Rafn vorum á sinum tima ekkert of hrifnir hvor af öðrum, og bar raunar allmargt til, bæði byggt á skilningi og misskilningi. En þetta viðhorf okkar hvors til annars átti einhvern veginn eftir að breytast. Og ég minnist þess alltaf með gleði, þegar við fyrir allmörgum árum siðan vorum á- samt starfsfélögum okkar „heila- þvegnir” af erlendum sálfræðingi eða einhvers konar slikum sér- fræðingi, svöruðum við alveg gagnkvæmt spurningu um, hverj- um viðmyndum helzt halla okkur að, ef vanda bæriað eða i nauðir ræki — ég til hans, — hann til min! Þetta þýddi auðvitað stað- festingu á þvi, að við værum orðnir perluvinir undir niöri án þess e.t.v. að gera okkurþaö ljóst eða viðurkenna það fyrr! En hvenær við urðum það, veit ég ekki. Hitt veit ég fullvel, að hann hefur oftar en einu sinni sýnt mér, og ég veit einnig öðrum, dreng- skaparbragð, sem hann hefði vel getað látið vera, ef innri maður hans væri ekki eins góður og hann er. Jón Rafn kvæntist árið 1949 mikilli myndarkonu, Kristinu Jó- hannsdóttur frá Hafnarfirði. Þau eiga þrjú mannvænleg börn, Guð- rúnu, umboðsmann Samvinnu- trygginga á Höfn I Hornafirði. Hún er gift Ludwig H. Gunnars- syni, húsgagnasmiði frá Hafnar- firði. Rannveigu, stúdent, sem lýkur fósturnámi nú i vor og Ragnar Jóhann, nemanda, sem giftur er Onnu Mariu Þórðardótt- ur, nema i hjúkrunarfræðum. Þau eiga einn son. A þessum merku timamótum i lifi Jóns Rafns Guðmundssonar, óska ég honum og f jölskyldu hans allra heilla með innilegu þakklæti fyrir öll auðsýnd elskulegheit. Megi afmælisbarnið lifa heiðrikju margra sumra, sáttur við Guð og menn — fundvis i leitinni að ljósi og sannleika, sér þess fyllilega meðvitandi, að „beztu blómin gróa i brjóstum, sem að geta fundið tii”. Jón Rafn á eitt þeirra. Sigtuna, i aprilmánuði 1978. Baldvin Þ. Kristjánsson Happdrætti Slysavarnafélags íslands í fullum gangi Otalmörg verkefni bíða FI — Slysavarnafélag tslands hefur nú efnt til glæsilegs happ- drættis á hálf rar aldar afmælisári félagsins og er saia miða þegar hafin. Vinningar eru Chevrolet Malibu 1978 og niu Binatone sjdn- varpsspii. Samtals nemur vinn- ingsupphseðin 4.382.730.00 krónum og eru vinningar allir skattf jráls- ir. Ekki veröur sent út i giró nema sérstaklega verði um beðið, og byggist salan eingöngu á fráum féla gsmönnum. Miðar verða einnig til sölu á bOasýningunni 1 Ártúnshöföa. Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélags íslands, sagði á blaðamannafundi,aðSVFÍ stæði I fjárfrekum framkvæmdum um þessar mundir og vænti félagið stuðnings alls almennings til komandi átaka. Búið er að reisa 98 björgunarskýli á heiðum og til stranda og enn liggja fyrir marg- ar beiðnir. Af þessum 98 eru reyndar 25 björgunarstöðvar, þar sem sveitirnar hafa allan sinn búnað og samkomuaðstöðu. Mikil alhliða kynning á starfsemi SVFl mun fara fram i skólum á árinu meðhjálp litskyggna og má búast' við að þannig nái félagið til þús- unda áhugasamra ungmenna. Sem sagt engin hvild á afmælis- árinu. Formaður happdrættisnefndar SVFl er Hörður Friðbjartsson. Aðrir I nefndinni eru Guðjón Jónatansson, Böðvar Asgeirsson, Einar Sigurjónsson, Olafur Jóns- son I Sandgerði og Eggert Vigfús- son á Selfossi. Fjöldi miða er 45 þúsund. Gunnar Friðríksson forseti Slysavarnafélags tslands og Hörður Frið- bjartsson formaður Happdrættis SVFI'78. Timamynd: Róbert. Orðsending til rafiðnaðarmanna Tekið verður á móti umsóknum um dvöl i orlofshúsum rafiðnaðarmanna i sumar i skrifstofu sambandsins, Háaleitisbraut 68 simi 8-14-33, frá og með miðvikudeginum 19. april. Orlofshús sambandsins eru á eftirtöldum stöðum: Suðurlandi — ölfusborgir. Vesturlandi — Svignaskarði Norðurlandi — Illugastöðum. Austurlandi — Einarsstöðum. Rafiðnaðarsamband íslands. Kófaniskaepstailr n —... olo Leigjendur garðlanda í Kópavogi Þeir sem vilja halda görðum sinum, eru beðnir að greiða leiguna fyrir 10. mai n.k. á bæjarskrifstofunum, 2. hæð.(suðurdyr), frá kl. 9-12 f.h. Leigan er, fyrir 300 fm. kr. 5.000.- fyrir 200 fm. kr. 4.000.- fyrir 150 fm. kr. 3.000.- fyrir 100 fm kr. 2.500.- til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi 28. mai 1978, rennur út miðvikudaginn 26. april n.k. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslist- um i Félagsheimilinu. Kópavogi 14. april 1978. Yfirkjörstjórn Kópavogs, Bjarni Jónasson, Halldór Jónatansson, Snorri Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.