Tíminn - 22.04.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 22 aprQ 1978
3
Jón A. Eggertsson
Guðmundur Ingimundarson
Framboðslisti
Framsóknarflokksins
— til minningar
um fjölteflið
SSt — Næstkomandi mánudag kl.
15.30 verður afhjúpaður i Val-
húsaskóla veggskjöldur af stór-
meistaranum Vlastimil Hort til
minningar um fjölteflið fræga,
þegar hann tefldi við 550 manns.
Til stóð, að Hort kæmi hingað til
lands til að vera viðstaddur at-
höfnina, enaf þvi gat þóekki orð-
ið.
Veggskjöldur af
Hort afhjúpaður
í Valhúsaskóla
í Borgarnesi
Framboðslisti Framsóknar-
flokksins við sveitarstjórnar-
kosningarnar i Borgarnesi f vor
er þannig skipaður:
1. Guðmundur Ingimundarson,
oddviti
2. Ólafur Sverrisson, kaup-
félagsstjóri.
3. Jón A. Eggertsson, form.
verkalýðsfélagsins.
4. Guðmundur Guðmarsson
kennari.
5. Aýndis F. Kristinsdóttir, hús-
móðir. ,
6. Indriði Albertsson, mjólkur-
bússtjóri.
7. Kristin Halldórsdóttir, hús-
móðir.
8. Guðmundur Eyþórsson, kjöt-
iðnaðarm.
9. Þorsteinn Theódórsson, bygg-
ingameistari.
Ársskýrsla Kjalarneshrepps:
Hitaveitulmgur
í Kj alnesingum
Tvær fisksölur í
Hull í vikunni
10. Bjarni G. Sigurðsson verk-
stjóri
11. Jón Guðmundsson, mjólkur-
fræðingur
12. Hörður Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri.
13. Halldór Valdimarsson,
verzlunarmaður.
14. Þórður Pálmason, fyrrv.
kaupfélagsstj.
GV— Tvö fiskiskip lönduðu i Hull
i vikunni. Valþór KE-125 seldi 54
tonn fyrir 14,3 milljónir á siðasta
vetrardag. Meðalverð voru 260
kr. Togarinn Stálvik frá Siglufirði
landaði i Hull i gær og fyrradag,
en ekki höfðu borizt tölur um afla-
magn eða söluverðmæti i gær.
Almennur hreppsfundur var
haldinn að Fólkvangi Kjalarnes-
hreppi laugardaginn 15. april
1978. Sveitarstjórn lagði fram
reikninga fyrir árið 1977 og fjár-
hagsáætlun 1978.
Reikningar höfðu verið sendir
öllum gjaldendum hreppsins fyrir
fundinn. Iskýrslu sveitarstjórnar
kom fram að framkvæmdir höfðu
veriö með mesta móti á árinu
1977.
Skólamál:
Byggðar voru tvær skólastofúr
við barnaskólann að Klébergi og
sett rafhitun i allt skólahúsnæðið
á staðnum, kostnaður við þessar
framkvæmdir námu á árinukr. 16
milljónum.
Jarðakaup
Hreppurinn keypti tvær jarðir á
árinu. Tindsstaði II og Bergvik.
Kaupverð þessara jarða var 30
milljónir. Akveðið er að selja
Tindsstaði II ábúanda Ytri-Tinds-
staða en halda ef tir f jalllendi sem
afréttarlandi.
Grundarhverfi:
Unnið var við gatnagerð i hinu
nýja byggðarhverfi fyrir kr. 10
milljónir. Úthlutað hefurverið 34
lóðum og fyrstu ibúar fluttu á ár-
inu i hverfið.
tbúatala hreppsins var 1. des
1977 260 manns en var fyrir 10 ár-
um 200
Vatnsveitur:
t undirbúningi er að leggja
vatnsveitu i austurhluta hrepps-
ins og er verið að mæla fyrir
þeirri lögn. 10 bæir munu njöta
þessara veitu.
Hitaveita um Kjalarnes:
Hitaveita hefur verið ofarlega á
dagskrá og allmiklar rannsóknir
farið fram ávegum Orkustofnun-
Geir í Banda-
rikjunum
Geir Hallgrimsson, forsætisráö-
herra, situr nú fund i Princeton i
Bandarikjunum, þar sem fjallað
er um varnir Vesturlanda og
horfur i atvinnu- og efnahagsmál-
um. Fundinn sækja stjórnmála-
menn, blaðamenn og forystu-
menn i efnahags- og atvinnulifi á
Vesturlöndum.
Forsætisráöherra er væntan-
legur aftur heim um helgina.
Reykjavlk, 21. aprll 1978
ar og Verkfræðiskrifstof u
Sigurðar Thoroddssen hf Hita-
möguleikar eru taldir mjög góðir
i 4 km fjarlægð. frá hinu nýja
þéttbýlishverfi og viðar á austur-
nesinu. Samþykkt var á fundinum
að halda áfram að vinna að þess-
um málum og kanna möguleika á
stofnun sameignarfélags um þá
orkunýtingu.
Vegamál:
Um vegamál urðu miklar um-
ræður og voru fundarmenn sam-
mála um að of hraður akstur á
malarveg'um um Kjalarnésið
væri hættulegur, rúðubrot tið og
alvarleg slys hefðu örðíð.' Eftir-
farandi tillaga var samþykkt um
vegamál:
Tillaga um vegamál:
Almennur hreppsfundur hald-
inn að Fólkvangi 15. april 1978
lýsir ánægju sinni yfir að lagning
varanlegs slitlags skuli nú orðið
forgangsverkefni i vegamálum á
svæðinu. Með hliðsjón af þeim
mikla umferðarþunga sem er á
veginum um Kjalarnes treystir
fundurinn þvi að hraðað verði
lagningu hraðbrautar um mið
Kjalarnes vegna þeirrar auknu
slysahættu sem skapast mun þeg-
ar malbikað hefur verið frá Ar-
túnsá inn fyrir Kiðafell og ekið
verður úr báðum áttum á hrað-
brautarhraða um skóla og mesta
þéttbýli hreppsins.
Simamál:
Miklar umræðururðu um sima-
mál hreppsbúa og kom fram mik-
il óánægja með þann seinagang
sem er á framkvæmdum við
sjálfvirkan sima i hreppnum.
Gefin loforð um nokkra sjálfvirka
sima orðin tóm. Hafa atvinnu-
fyrirtæki orðið fyrir tjóni vegna
þessa ástands.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á fundinum:
Tillaga um simamál:
Almennur hreppsfundur hald-
inn að Fólkvangi 15. april 1978
lýsir megnri óánægju sinni með
það ófremdarástand, sem rikir i
simamálum. Með tilliti til legu er
reinilegt að sveitarfélagið hefur
regizt aftur fyrir önnur byggðar-
lög i sfmamálum. Staðreynd erað
atvinnurekstur hefur haft veru-
legt fjárhagslegt tjón af þessu
ástandi. Þvi skorar fundurinn á
þingmenn kjördæmisins að þeir
gangist nú þegar fyrir að Kjalar-
neshreppur komist inn á áætlun
um sjálfvirkan sima.
Hér sjást menn stinga saman nefjum og ræða um þaö á hvern hátt öhappiö vildi til og bflhjóliö ber viö
himin.
Tlmamynd Guöbjörg.
Bílvelta í Mosfellssveit
ESE— Um hádegisbiliö á sumar-
daginn fyrsta valt bill á veginum
skammtfrá Helgafelli i Mosfells-
sveit. ökumaðurinn mun hafa
litið af veginum örskamma stund
og við það misst vald á ökutæk-
inu. Litil slys urðu á mönnum, en
þó var einn farþeganna fluttur á
slysadeild með minniháttar
meiðsli. Vegurinn þar sem billinn
valt er mjög sléttur og þvi
óskiljanlegra en ella á hvern hátt
bilveltan varð.
30 þúsundasti gesturinn á
bilasýningunni
AUTÖ 78 — t gær kom 30 þúsundasti gesturinn á bflásýninguna og hlaut
viökomandi hljómflutningstæki frá Pioneer aö gjöf af þvf tilefni. Sii
heppna aö þessu sinni heitir Guörún Lóa Jónsdóttir, og sést hún hér
taka viö gjöfinni úr hendi Bjarna Stefánssonar umboðsmanns Pioneer
hér á landi.
Timamynd Gunnar
Einvígi
Hauks
og
Helga
— hefst 13. maí
SSt — Einvigi þeirra Hauks
Angantýssonar og Helga Ólafs-
sonar um Islandsmeistaratitilinn
i landsliðsflokki hefst væntanlega
13. mai næstkomandi, en þeir
urðu eins og kunnugt er efstir og
jafnir á Skákþingi tslands, sem
fram fór um páskana. Tefla þeir
fjórar skákir til að fá úr þvi skorið
hver hlýtur sæmdartitilinn.
Sjónvarpstækja-hass-málinu að ljúka
Upplýst um innflutning
á 20 kg af hassi
ESE — Rannsókn á ein umfangs-
mesta fikniefnamáli, sem sögur
fara af hér á landi, er nú að mestu
leyti lokið.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðinu hafa borizt frá Fíkniefna-
deild lögreglunnar i Reykjavik,
þá hefur verið upplýst um inn-
flutning á 20 kilóum af hassi og
um 200grömm af amfetamindufti
hingað til lands, en efnunum var
að mestu leyti komiö hingað til
lands frá Hollandi og Danmörku í
sjónvarpstækjum, sem keypt
höfðu verið ný til flutningsins. Af
þessu magni hefur verið lagt hald
á um 2 kg af hassi.
Fikniefnin voru siðan seld viöa
um land, en meginhluti þeirra var
þó seldur á Reykjavikursvæðinu
og Keflavikurflugvelli.
Vegna þessa máls hafa um 100
manns verið yfirheyröir og hefur
Sakadómur i ávana- og fikniefna-
málum kveöið upp 19 gæzluvarö-
haldsúrskuröi yfir 15 aöilum
vegna málsins, og hafa viökom-
andi verið úrskurðaðir i gæzlu-
varðhald allt frá fimm dögum
upp i allt aö 60 daga.