Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 6
6 „Herra forseti, Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, til laga um sparisjóði, hefur verið samið á vegum viðskiptaráðuneytisins. Árið 1975 skipaði ég sér- staka nefnd til þess að taka til endurskoðunar gildandi lög um spari- sjóði. Nefndin lauk störfum fyrir nokki'u og hefur lagt fram tillögur sinar i formi frumvarps til nýrra laga um spari- sjði. i framsögu minni fyrr i vetur fyrir frumvarpi i til laga um viðskipta- banka i eigu rikisins gat ég þess, að á þessu þingi yrðu einnig lögð fram frumvörp til laga um sparisjóði og viðskipta- hanka, sem reknir eru i hlutafélagsformi. Ég geri ráð fyrir, að frum- varp til laga um hlutafé- lagsbanka verði lagt fram einhvern næstu daga. Almenna löggjöf um banka- stofnanir hefur vantað hér á landi. Hefur það að ýmsu leyti skapað þessum stofnunum óheppileg starfs- og þróunarskil- yrði. Eina heildarlöggjöfin á þessu sviði eru lögin um Seðla- banka tslands frá árinu 1961. Við- skiptabankarnir starfa hver um sig samkvæmt sérstökum lögum, sem eru að mörgu leyti ósamstæð og ófullkomin. Um sparisjóðina er það hins vegar að segja, að um þá gildir almenn löggjöf frá árinu 1941. Þau lög voru vel undirbúin og fullnægjandi á sinum tima, en eru nú orðin úrelt, jafnvel svo, að þau standi rekstri sparisjóðanna að sumu leyti fyrir þrifum. Það var þvi orðið nauðsynlegt að taka þessi lög til endurskoðunar. Þetta minnir á, að sparisjóðirn- ir eiga sér alllanga sögu hér á landi. Þeir eru fyrstu innláns- stofnanirnar hér á landi. Eftir nýjustu rannsóknum má rekja upphaf þeirra allt aftur til ársins 1858, þegar sparisjóður var stofn- aður i Mývatnssveit. Nokkrir sparisjóðir höfðu verið stofnaðir, þegar fyrsti viðskipta- bankinn, Landsbanki Islands, hóf starfsemi sina árið 1886. Einn þeirra var Sparisjóður Siglu- fjarðar sem stofnaður var árið 1873. Hann starfar enn og er elzta starfandi innlánsstofnun á land- inu. Sparsjóðum hefur fækkað Alls hafa verið stofnaðir 93 sparisjóðir hér á landi. 1 árslok 1977 voru starfandi sparisjóðir 43 að tölu. Margir þeira hafa þannig hætt starfsemi sinni. Orlög þeirra hafa oftast orðiö þau, að þeir hafa verið yfirteknir af útibúum við- skiptabankanna. Sumir hafa þó verið lagðir niður án þess að banki eða annar sparisjóður hafi haldið áfram starfsemi þeirra. Það er ljóst, að sparisjóðirnir hafa staðið heldur höllum fæti i samkeppni sinni við viðskipta- bankana. Þessi þróun endur- speglast einnig i töflunni um hlut- deild sparisjóðanna i heildarinn- lánum. Hún fer stöðugt minnk- andi eftir tilkomu bankanna. Þó eru timabil, þar sem hlutdeild þeirra eykst aðeins. Frá árinu 1960 hefur hún þó farið sifellt minnkandi. Verter að gefa gaum að skipt- ingu sparisjóða eftir kjördæmum. Það vekur athygli, að af 43 spari- sjóöum eru 28 á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra og eru flestir þeirra smáir. Þegar fyrstu sparisjóðirnir voru stofnaðir hér á landi, var komin töluverð reynsla á þetta form innlánsstofnana i nálægum löndum. Þessar stofnanir hafa flestar verið smáar i sniðum, en MiÍ'iUi’í hafa engu að síður gegnt mikil- vægu hlutverki i lánsfjármiðlun innan sinna byggðarlaga. Það má raunar telja merkilegt hversu viða hefur verið unnt að koma þessum stofnunum á fót og reka þær áfallalitið. Timarnir hafa hins vegar breytzt og ýmiss vandamál hafa komið upp varðandi rekstur sparisjóðanna og samkeppnisað- stöðu þeirra. Það þarf að aðhald og öryggi i rekstri þeirra. Einnig alþingi gangi einum að gera stofnfjár- eign i sparisjóði eftirsóknarverð- ari og styrkja þannig stöðu spari- sjóðanna almennt meðal innláns- stofnana. Sparisjóðunum er i þessu frum- varpi valiö það form, sem telst bezt henta þeim m.t.t. þeirrar sérstöku starfsemi, sem þeir reka og með hliðsjón af sögulegum og félagslegum forsendum. Sett eru nákvæm ákvæði um stofnun sparisjóðs i II. kafla Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra: Hlúa ber að spari- sjóðunum og stuðla að dreifingu valds yfir fjármagni — Framsöguræða ráðherra fyrir frumvarpi til laga um sparisjóði.Ræðan var flutt áþingi s.l. mánudag en birtist hér nokkuð stytt þarf að gera þeim kleift að veita meiri og betri þjónustu viöskipta- mönnum sinum. Það er alveg ljóst, að margir sparisjóöanna hafa ekki getað gegnt nægilega alhliða hlutverki i sinum byggö- arlögum i lánsfjár- og greiðslu- miðlun og annarri þjónustu við viðskiptaaðila sina. Það er eink- um af þessum sökum sem þeir hafa lotið i lægra haldi fyrir við- skiptabönkunum. Með þvi að finna lausnir á þess- um vandamálum sparisjóðanna, er unnt að treysta stöðu þeirra al- mennt meðal innlánsstofnana, en sá er aðaltilgangur frumvarps- ins. Þegar rætt er um sparisjóði sem þjónustustofnanir við ákveð- in byggðarlög, má ekki gleyma þvi, að sparisjóðirnir eru alveg undir stjórn heimamanna. Þeir eru sjálfstæðar stofnanir hver i sinu byggðarlagi. Yfirstjórn bankaútibúanna allra er i Reykjavik og lýtur miðstjórnar- valdi þaðan. Þótt bankaútibú veiti alhliða og góða þjónustu um einhvern tima, þá er það sam- kvæmt ákvörðunum, sem teknar eruutan byggðarlagsins og alveg háð þeim. Heimamenn hafa litil eða engin ráð yfir þvi. Sparisjóð- irnir eru hins vegar stofnanir héraðanna sjálfra og þáttur i sjálfsforræði þeirra. Með þvi' að hlúa að þeim er stuðlað að dreif- ingu valdi yfir fjármagninu og að þvi ber að keppa. En hver er þá raunverulegur munur á banka og sparisjóði, burtséð frá þvi mikilvæga atriði, sem ég var að minnast á? Aðal- munurinn á þessum tveim flokk- um innlánsstofnana felst i mis- munandi rekstrarformi þeirra, þar sem sparisjóðirnir eru nálægt þviaðvera sjálfseignarstofnanir, en viðskiptabankarnir annað hvort rikisfyrirtæki eða hlutafð- lög. Starfshættir sparisjóðanna hafa á seinni árum færzt mjög i * átt til starfshátta bankanna, bæði hér á landi og i öðrum löndum, en sums staðar hefur gildandi lög- gjöf þó sett slikri þróun skorður. Upphaflegur tilgangur með rekstri sparisjóða var að taka við sparifé almennings, en ekki velti- innlánum tilávöxtunar i útlánum, sem ekki gætu talist áhættuútlán. Þetta kemur fram i gildandi lög- um. Þar eru og skorður settar við veitingu tiltekinna áhættuútlána og ýmis takmarkandi ákvæði önnur eru þar sett um starfsemi sparisjóðanna, t.d. bann við, að sparisjóður gangi i ábyrgð fyrir viðskiptamenn sina. Þrátt fýrir þennan mun á löggjöf banka og sparisjóðs, er starfsemi sumra stærstu sparisjóðanna i svipuðu formi og starfsemi minnstu við- skiptabankanna. Þegar heildina er litið er hins vegar verulegur munur á útlánum og innlánum banka og sparisjóða, þ.e.a.s. ólafur Jóhannesson. . hvernig þau greinast eftir teg- undum og hvernig útlán skiptast á atvinnufyrirtæki og einstakl- inga. Samræming i rekstri innlánsstofnana Við samningu þessa frum- varps, sem hér liggur fýrir, og frumvarps og frumvarpsdraga til laga um viðskiptabankana hefur veriðleitast við að samræma sem mest allar reglur um almenn atriði. Það er þvi stefnt að þvi að allra likastar reglur gildi um starfsemi þessara innlánsstofn- ana. Það ætti að vera sparisjóð- unum til hagsbóta.... Ég mun nú rekja helztu breyt- ingarnar, sem frumvarpið felur i sér frá gildandi lögum. I 1. kafla er rétt að vekja at- hygli á nokkurri breytingu frá gildandi lögum, sem að visu teng- ist ýmsum öðrum ákvæðum frumvarpsins. Hér er um að ræða eignaraðild að sparisjóðum. Samkvæmt gildandi lögum svipar sparisjóðum mjög til sjálfseign- arstofnana eins og þær almennt eru skilgreindar. 1 frumvarpinu eru heldur rymri ákvæði um eign- araðild að sparisjóði en eru i gild- andi lögum. Þeir, sem leggja fram stofnfé, verða samkvæmt ákvæðum frumvarpsins eins og áður eigendur að þvi fé, en geta samkvæmt frumvarpinu að vissu marki ráðstafað þvi verðmæti sem felst i' þeirri eign. Ráðstöfun- arréttur er þó háður mikium takmörkunum. Samkvæmt frum- varpinu er innan vissra marka heimilt að verja hluta tekjuaf- gangs til greiðslu vaxta af stofnfé og séreignasjóði og er hér um ný- mæli að ræða. Þessar breytingar varðandi eignarrétt og ágóða- möguleika eru gerðar i þeim til- frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir ýmsum breytingum varð- andi þá aðila, sem geta verið stofnendur að sparisjóði. Er greint á milli aðila þannig, að annars vegar eru þeir taldir svo tæmandi sé, sem geta veriðstofn- endur og úr þeim hópi verða ákveðnir aðilar ávallt að vera meðal stofnenda^einn þeirra eða fleiri. Þeir aðilar, sem þannig eru teknir sérstaklega út úr eru sveit- arfélög, sýslufélög, samvinnufé- lög með starfandi innlánsdeild og hópur 20 aði'a, sem uppfylla skil- yrði til að vera stofnendur. Hver um sig þessara aðila getur verið einn stofnandi sparisjóðs og ein- hver þeirra verður ávallt eins og áður er sagt að vera meðal stofn- enda. Astæður fyrir þvl, að þessir að- ilar eru sérstaklega teknir fram fyrir aðra I þessum efnum eru þær, aö sýslu- og sveitarfélög hafa lögum skv. sérstök afskipti af sparisjóðunum, sem haldast I frumvarpinu og varðandi sam- vinnufélögin þá er talið æskilegt, að innlánsdeildum þeirra sé breytt I sparisjóði og er þvi greitt fyrir þvi með þessum hætti. Ábyrgðarfyrir- komulagið afnumið Eins og ég hef minnzt á er ekki gert ráð fyrir þvi að unnt verði aö stofna sparisjóði meö ábyrgðar- fyrirkomulagi skv. þessu frum- varpi, heldur einungis meö inn- borguðu stofnfé. Starfandi spari- sjóðum verður þó heimilt að vera áfram i ábyrgðarformi Lágmarksfjárhæð stofnfjár er ákveðin tiu milljónir króna og skal minnst helmingur stofnfjár- ins vera greiddur, þegar starf- semi hefst og eftirstöðvar greið- ast innan eins árs. Ráöherra er veitt heimild til að áskilja hærra stofnfé og einnig veita undanþágu frá lágmarksfjárhæðinni, þegar sérstaklega stendur á. Á fjöl- mennum þéttbýlisstöðum kann að vera ástæða til að krefjast meira en lágmarksfjárhæðar. I fámenn- um byggðarlögum, þar sem fjár- magn er takmarkaðra, getur hins vegar verið ástæða til að vikja frá lágmarksfjárhæðinni. Af þessum ástæðum þykir rétt að hafa heim- ild til að vikja frá lágmarksfjár- hæðinni. III. kafli fjallar um stofnfjár- hluti og eru ákvæði kaflans ný- mæli. Þar er gert ráð fyrir, að gefin verði út stofnfjárþréf fyrir stofnfjárhlutum og er eins og áður hefur verið minnst að verða eigendaskipti aö bréfunum heimil Laugardagur 22 aprD 1978 innan mjög þröngra marka. Veröur sparisjóðsstjórn ávallt að veita samþykki sitt til sölu eða annars framsals og er um það fjallað i 8. gr. Um innlausn spari- sjóðs á stofnf járhlut er f jallað i 9. og 10. gr. Þar er annars vegar um aö ræða skyldu sparisjóðs til inn- lausnar i vissum tilfellum og hins vegar heimild. 1 þeim sérstöku tilfellum, sem hér um ræðir, þyk- ir rétt, að sparisjóði sé skylt eöa heimilt að gripa inn i með inn- lausn. Möguleikar sparisjóðs til innlausnar takmarkast af ákvæð- um 12. gr., sem leyfa ekki hærri stofnfjáreign en 10% af stofnfé nema með sérstöku leyfi ráð- herra i tiltekinn tima, lengst eitt ár, i vissum innlausnartilfellum. Sérstaklega er fjallað um aukn- ingu stofnfjár i IV. kafla og er þar m.a. gert ráð fyrir, að aðalfundir i starfandi sparisjóðum, sem byggðir eru upp sem ábyrgðar- mannasjóðir, geti ákveðið að i stað ábyrgða komi innborgað stofnfé. Settar eru reglur um slik- ar ákvarðanir þ.á.m. um mjög aukinn atvkæðameirihluta, sem gjalda verður ákvörðun jákvæði til aö hún öölist gildi. Séreignasjóðir s tof nfj ár eigenda Sérstaka athygli vil ég vekja á ákvæðum V. kafla, þar sem gert er ráð fyrir svonefndum sér- eignasjóöi stofnfjáreigenda. Hér er um mikilvægt nýmæli að ræöa. Þessi sjóður verður aðallega myndaður með hluta þeirra vaxta, sem aöalfundur ákveður aö greiða stofnfj^reigendum af árlegum tekjuafgangi. Eins og áður hefur komið fram er hug- myndin meö þessum séreignar- sjóði sú, að gera stofnfjáreign i sparisjóði eftirsóknarveröan með þvf að heimila ákvöxtun hennar. Þessari ávöxtun verður þó óhjá- kvæmilega aö setja töluverðar skorður bæði m.t.t. fjárhagsgetu viðkomandi sparisjóðs og einnig vegna hins sérstaka eðlis spari- sjóðanna, sem ekki er unnt að jafna við venjuleg fyrirtæki, rekin i hreinu ágóðaskyni. Um til- lög I sjóðinn fer eftir ákvæðum 13. og 39. gr. ■ Itarlegákvæðiogýmiss nýmæli eru i VI. kafla, sem fjallar um stjórn sparisjóða. Almennt má segja um þessi ákvæði, að þeirri skipan stjórnunar, sem nú gildir, er i megindráttum haldið. Reynt er i frumvarpinu að treysta það stjórnkerfi, sem fyrir er með þvi að setja itarlegri og skýrari regl- ur um ýmislegt það, sem skort hefur, lögfesta sumt, sem i fram- kvæmd hefur tiðkast og almennt færa stjórnunarákvæöin i nú- timalegra horf. I 24. gr. er skilgreining á spari- sjóðsstarfsemi. Þessi skilgrein- ing er alveg hliðstæö skilgrein- ingum á hugtakinu bankastarf- semi i frumvarpi til laga um við- skiptabanka i eigu rikisins og frumvarpsdrögum til laga um hlutafélagsbanka. Almennt má segja um VII. kafla, að ákvæði hans og samsvarandi ákvæði I frumvarpi til laga um rikisvið- skiptabanka og frumvarpsdrög- um til laga um hlutafélagsbanka eru samræmd sem allra mest og eru i mörgum mikilvægum atrið- um alveg eins. Verður þvi ekki um neinn mun að ræða á við- skiptabanka- og sparisjóðsstarf- semi, enda eru forsendur fyrir greiningu þar á milli ekki lengur fyrir hendi. Ég sé ekki ástæðu til að rekja einstakar greinar þessa kafla Itarlega. Ég vil þó benda á þýð- ingarmestu nýmælin. Þar má fyrst nefna þá miklu breytingu, að sparisjóðum er meö ákvæðunr 32. gr. heimilað að ganga I ábyrgö fyrir viðskiptamenn sina, en slikt er bannað skv. gildandi lögum. Þessi úrelta bannregla hefur verið éðlilegt haft á starfsemi sparisjóðanna. 1 31. gr. eru settar nýjar reglur um tryggingar fyrir útlánum, en ákvæöi gildandi laga um það efni eru ófullkomin. Hér er um mjög mikilvæg mál að ræða fyrir rekstur sérhverrar innlánsstofnunar og öryggi. Sama gildir reyndar um heildarfyrir- greiðslur til eins og sama viö- skiptaaðila. Þar getur verið um mikla áhættu að ræða, ef innláns- stofnun lánar einum viðskipta- manni mjög háar upphæðir miðað Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.