Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 17
Laugardagur 22 april 1978
17
Sáttur viö guö og menn, sáttur
viö dauðann og þakklátur fyrir
gjafir lifsins kvaddi Snorri Sig-
fússon heiminn á 94. ári aldurs
sins, eftir stutta sjúkrahúsvist og
óþrotinn ab andlegum kröftum.
Langur var vinnudagurinn orðinn
enda var Snorri gæddur óvenju-
legu lifsfjöri og hjá honum fór
saman áhugi, kapp og iðjusemi i
einingu sem aðeins fáum mönnum
er gefin. Með honum er horfinn af
sjónarsviðinu sá öldungur þjóðar-
innar sem haft hafði persónuleg
kynni af svo mörgum samferða-
mönnum að fátitt mun vera, enda
munu nú margir minnast þeirra
kynna af þakklátum huga.
Bjart og hreint og hressandi
var jafnan i návist Snorra Sigfús-
sonar, alvara og gaman i góðu
samræmi. Hann var mannblend-
inn og jákvæður að upplagi og
ungur heillaðist hann af vonbjört-
um viðhorfum til lifs og manns,
sem voru i svo fögru samræmi við
eðli hans. Æskuhugsjónum sinum
um batnandi mannlif og þjóðlif
var hann trúr allt til dauða og
vann þeim allan sinn langa anna-
dag af heilum huga. Birtan frá
vordögum þjóðlifsins i upphafi
aldar fylgdu honum til hinztu
stundar.
Snorri Sigfúson var skólamaður
að ævistarfi. An efa var hann þar
á réttri hillu, þvi að mannrækt i
viðtækum skilningi var honum
hjartfólgið áhugamál. Kennari og
fræðari hefði hann liklega orðið
hvar sem lifið hefði skipað honum
á bekk. Kennaraferill hans er
glæsilegur og þjóðkunnur. Slikt
má segja um marga, enda hitt
meira i frásogur færandi að
Snorra var gefinn sá fágæti eig-
inleiki að leitast ekki aðeins við
að koma öðrum til þroska heldur
einnig og ekki siður að stefna vit-
andi vits að þvi að gera sjálfan sig
að meiri og betri manni. Hann
hafði sterkan vilja til að láta gott
af sér leiða, vera boðinn og búinn
til að leggja fram lið sitt þegar
þörfin kallaði, vera reiðubúinn til
að ljá góðu máli atfylgi sitt,
hlaupa undir bagga, finna úrræði
i vanda, eiga frumkvæði að þvi
sem hann áleit að til góðs horfði.
Oft var hann þá brennandi i and-
anum og sparaði ekki krafta sina
né heldur fjármuni ef til voru, þvi
að ekki var Snorri Sigfússon auð-
söfnunarmaður um dagana.
Einkennilegt er hve fast hið
gamla snilldarkvæði séra Björns i
Sauðlauksdal sækir á hugann
þegar Snorra er minnzt. Ég held
að fleirum en mér muni íinnast
það og þvi rifja ég kvæðið upp:
Ævitiminn eyðist
unnið skyldi langtum meir,
sist þeim lifið leiðist
sem lýist þar til út af deyr;
Þá er betra þreyttur fara að
sofa,
nær vaxið hefur herrans pund,
en heimsins stund
liði i leti c® dofa.
Ég skal þarfur þrifa
þetta gesta herbergi,
eljan hvergi hlifa
sem heimsins góður borgari;
einhver kemur eftir mig sem
hlýtur,
bið ég honum blessunar
þá bústaðar
minn nár i moldu nýtur.
Þetta er frá orði til orðs eins og
mælt fyrir munn vors gamla góða
vinar. Og betur verður það ekki
sagt.
Snorri Sigfússon var maður
vináttu og tryggðar. Þess naut ég
sjálfur og ættfólk mitt i rikum
mæli, og hvorki vil ég né má, þótt
persónulegt sé nokkuð, láta undir
höfuð leggjast á þessum kveðju-
degi að minnast ræktarsemi
hans, sem ég hygg að hafi verið
með fádæmum. A unglingsaldri
kom hann á heimili afa mins og
ömmu á Tjörn og var með þeim
fram á fullorðinsár. Jafnan siðan
taldi hann sig fósturbróður föður
mins og systra hans. Þau bönd
vináttu og kærleika rofnuðu
aldrei, þrátt fyrir stopular sam-
vistir, heldur þvert á móti styrkt-
ust æ þvi meir sem lengri timar
liðu. Mér er bæði ljúft og skylt að
láta i ljós þakklæti mitt til Snorra
fyrir þrotlausa umhyggju hans
fyrirgömlu fóstursystkinunum og
þá hollu hönd sem hann var æ og
alltaf reiðubúinn til að r étta
þeim, bæði fyrr og siðar.
Jk MINNING
S: non F. 31. 8 ti Si . 1884 — ] g D. 1£ fússon 1. 4. 1978.
Ekki vil ég heldur láta hjá liða
að minnast þeirra tryggðabanda
sem bundu Snorra við átthaga
okkar beggja, Svarfaðardal, og
hvilikur drengur hann reyndist
þvi byggðarlagi hvenær sem á
þurfti að halda. Hann fluttist það-
an ungur, en úr fjarskanum og
annrikinu á öðrum landshornum
fylgdist hann af vakandi huga
með öllu sem þar var að gerast,
með mönnum og málefnum, þó að
kynslóðir kæmu og færu. Þar
stóðu ættir hans aliar djúpum rót-
um og enn er frændgarður hans
þar með miklum blóma.Og þang-
að leitaði hugur hans löngum, til
sögunnar, til nútimalifsins, til
framtiðarvonanna. Hann geymdi
i trúu minni óteljandi mannlifs-
myndir löngu liðinna tima, allar
götur aftur á fyrri öld, og veit ég
nú engan ofar moldu, sem annaö
eins svipmyndasafn eigi i huga
sér. Mér fannst stundum i seinni
tiö að Snorri væri orðinn eins kon-
ar vættur dalsins, þó aldrei nema
hann ætti heima hér fyrir sunnan
fjöll.
Snorri Sigfússon haföi fyrir
löngu valið sér legstað i kirkju-
garöinum á Tjörn. Þar verður
hann nú lagöur til hvildar i dag.
Vinarhugur og þökk fylgir honum
þangað héðan að sunnan.
Kristján Eldjárn.
t
Snemma vissi ég hver Snorri
Sigfiisson var. Faðir minn hafði
verið einn af fyrstu nemendum
hans, og alla tið hélzt með þeim
vinfengi. Sjaldan eða aldrei mun
Snorri hafa komið svo til Dalvik-
ur að hann liti ekki inn hjá for-
eldrum minum og stundum
dvaldist hann þar i nokkra daga.
— Þegar ég man fyrst til var
Snorri námsstjóri barnafræðsl-
unnar á Norðurlandiogátti þá að
baki langa starfsævi sem kennari
og skólastjóri. Þegar hann lét af
námsstjórastarfi vegna aldurs,
gerðist hann forgöngumaður að
sparifjársöfnun skólabarna og
iðulega i ferðum vegna þeirra
starfa. Eftir að þeim lauk kom
hann oft i Svarfaðardal að hitta
vini sina og sveitunga.
Mér þótti alltaf fengur að þvi
þegar vinir föður mins komu i
heimsókn. Sætti ég þá færi að
hlýða á tal manna, þótt sitthvað
færi vitaskuld fyrir ofan garö og
neðan. Frá þeim stundum minn-
ist ég Snorra glöggt. Hann sat
aldrei kyrr i stólnum lengi i senn,
spratt á fætur, gekk um go’lf og
sveiflaði örmum, talaði með
miklum áherzlum. Snerpan virt-
ist helzta einkenni hans. Á þess-
um árum beindist áhugi hans
mjög að varðveizlu heimilda úr
svarfdælskri sögu. Hann átti
frumkvæðiað þvi að hafin var rit-
un búendatals i Svarfaðardal, svo
langt aftur sam rakið varð.Hann
lifði það að verkið yrði tii lykta
leitt, og kemur siðari hluti Ut á
þessu ári.
Eiginleg kynni okkar Snorra
hófust ekki fyrr en nokkrum ár-
um síðar. Þá var faðir minn lát-
inn. En Snorri vildi gjarnan halda
tengslum við Svarfdælinga þótt
raðir gamalla vina þynntust, og
þess naut ég. Við ræddum oft
saman siðustu árin, hann hringdi
til min eða sendi mér li’nu, og
stundum heimsótti ég hann á
Stýrimannastiginn. 011 þau sam-
skipti urðu mér til óblandinnar
ánægju og fróðleiks. Ég dáðist að
þvihvevel þessi háaldraði maður
fylgdist með öllu, hve áhugi hans
var lifandi og viðfeðmur. Mest
hugsaði hann um skólamálin sem
vænta mátti og hafði ákveðnar
skoðanir á framvindu þeirra. Veit
ég aðhann hafði samband við for-
ystumenn á þeim vettvangi fram
á siðustu ár.
Snorri Sigfússon óx upp á þeirri
tið þegar tslendingar fóru i raun-
inni fyrst að finna til máttar sins.
Gamla öldin ar að baki og ný
heilsaði með fangið fullt af fyrir-
heitum. A þeim timahvörfum orti
Hannes Hafstein þetta ákall:
Drottinn sem veittir frægð og
heill til forna
farsæld og manndáð vek oss
endurborna.
Strjúk oss af augum nótt og
harm þesshorfna,
hniginnar aldar tárin láttu
þorna.
Slikri framtiðarsýn helgaðist
ungmennafélagshreyfingin sem
barst hingað til lands á fysta tug
aldarinnar. Snorri Sigfússon gekk
heils hugar til liðs viö þá félags-
legu vakningu. Heimkominn frá
námsdvöl i Noregi gekkst hann
fyrir stofnun ungmennafélags á
æskustöðvum sinum. Sá félags-
skapur varð mörgum æskumönn-
um góður skóli og lagði drjúgan
skerf til menningarauka i Svarf-
aðardal eins og annars staðar um
byggðir landsins. Sú „ræktun
lands og lýðs” sem ungmennafé-
lagshreyfingin hafði að markmiði
varð meira en orðin tóm. Og það
kom til af þvi að leiðtogar hennar
trúðu á að unnt væri að hvetja
menn til dáða. Þeir trúðu að
þegnskapur og fórnfýsi myndu
vekja „farsæld og manndá’ð”.
Þar komst engin hálfvelgja að.
Snorri Sigfússon var óbugandi
bjartsýnismaður alla tíð. Auðvit-
að var honum ljóst, að hagsældin
sem kynlóð hans keppti að gat
snúizt upp i eigingirni og taum-
lausa græðgi eins og hvarvetna
sjást merki um i samfélagi vorra
daga. En samt vildi hann ekki
sleppa trúnni á þroskamögu-
leika manneskjunnar, vit hennar
og dómgreind, þrátt fyrir allt.
„Verst finnst mér það að menn
eru að verða svo svartsýnir á lifs-
ins gang”, sagði hann i bréfi til
min um sumarmálin i fyrra.
„Það er ófært. Þetta bjargast allt
ef menn missa ekki móðinn”. Slik
lifstrú getur að visu virzt barna-
leg á stundum. En verðum við
ekki að halda i hana hvað sem á
bjátar? Og hljótum við ekki að
viðurkenna að hin bjartsýna lifs-
glaða kynslóð Snorra Sigfússonar
hafi skilað miklu dagsverki og af
ósérplægni búið i haginn fyrir þá
sem á eftir komu?
Þegar vinur minn og sveitungi
snýr nú heim til þeirrar svarf-
dælsku moldar sem hann unni,
minnist ég hans með þökk fyrir
allt sem hann kenndi i orði og
verki. Ég þakka honum kynni
sem glæddu skilning minn á sögu
þeirrar umbrotamiklu aldar sem
við lifum. í honum fannst mér ég
mæta þeim hugsjónum og hug-
myndum sem settu mest mark á
islenzkt samfélag fyrsta þriöjung
aldarinnar. An þekkingar á þvi
mótunarskeiði getum við vissu-
lega ekki skilið samtiðina. Þó er
mér ekki efst i huga hvernig
Snorri Sigúfsson kýpkaði skilning
minn á fortiðinni. Ég þakka hon-
um framar öllu fyrir að hafa
styrkt frú mina á húmanisk verð-
mæti, á þrótt og dug mannsins i
viðsjálum heimi. Sá arfur má öll-
um sem þekktu hann vera rikur i
minni á kveðjustund og birtugjafi
á veginn fram.
Gunnar Stefánsson.
t
Enn hefir dauðinn höggvið stórt
skarð i hóp vina minna og sam-
herja þar sem Snorri Sigfússon er
nú látinn. Sú er raun okkar hinna
gömlumanna og tjáir ekki um að
fást. Snorri mun hafa verið elsti
kennarinná landi hér, þegar hann
andaöist 13. þ.m., meira en 93 1/2
árs.
Ég ætla mér ekki að rita hér
hefðbundin eftirmæli. Það munu
aðrir gera og hefir þegar verið
gert margsinnis, þvi að Snorri
var fyrir löngu þjóðkunnur mað-
ur. Og sem betur fer hefir hann
sjálfur ritað endurminningar sin-
ar i bók sinni Ferðin frá Brekku.
Það er fróðleg og stórmerk bók i
þrem bindum.
Ég mun aðeins rita hér nokkur
kveðjuorð. Við Snorri þekktumst
ekki i æsku, þar sem hann var
norðlenzkur daladrengur, en ég
vestíirzkur fjarðarstrákur, 7 ár-
um yngri. En við höfum þekkzt
siðan Snorri var skólastjóri á Flat-
eyri i önundarfirði.
Siðar áttum við þátt i stofnun
Sambands islenzkra barnakenn-
ara og unnum saman i þeim fé-
lasskap og svo Góðtemplararegl-
unni. Báðir vorum við ungmenna-
félagar. En mest urðu kynni okk-
ar þegar ég var fulltrúi i fræðslu-
málaskrifstofunni en hann náms-
stjóri norðanlands. Hann var allt-
af hinn sivakandi og eidlegi á-
hugamaður um fræðslumálin, si-
fellt leitandi nýrra leiða, til þess
+
Eldhugi
er okkur horfinn.
Háaldraður
hefur kvatt.
Eftir lifir
öðru fremur
minning
um mátt viljans.
Gneistaði
af góðum manni.
Frelsi unni
framsækinn.
Lá aldrei
á liði sinu.
Hló jafnan
hugur i brjósti.
Uppfræddi
æskulýðinn.
Lagði honum
lifsreglurnar.
Hug lyfti
i hæðir bjartar.
Ast glæddi
til ættarfoldar.
Lagið tók
löngum glaður.
Eggjaði
til átaka.
Hikaði litt
þótt hriö dyndi.
Vaskur fór
vegferð langa.
Svarfaðardal
sinum unni.
Hlut hans
hóf og efldi.
Sæmd var og
sins héraðs
og þjóðarinnar
þegn traustur.
Vel gerður
var Snorri.
Birtugjafi
börnum landsins
Fyrirmynd
fjörmikill.
Vorsál
virtur af öllum
Lauk stund.
Liðinn er dagur.
Hniginn á brá.
höfginn þungi.
Fjallkonan nU
faðmi vefur
soninn ágæta,
er siungur lifði.
Með bestu þökkum
fyrir einstæð
og ógleymanleg kynni.
Eirikur Pálsson
frá Ölduhrygg.
að auka og bæta uppeldisstörf
skólanna. Það var yndi hans að
leiðbeina og fræða. Mér fannst
hann vera einn þeirra sem lét sér
ekkert mannlegt óviðkomandi.
Og honum entist andlegt þrek og
minni mun betur en almennt ger-
ist. Ég hefi það fyrir satt, t .d. að
hann hafi nokkrum dögum fyrir
andlát sitt farið með kvæðið um
Svein dúfu i kunningjahópi.
Siðari árin hefir fundum okkar
Snorra borið sjaldnar saman en
fyrr, þar sem báðum dapraðist
flugið, annar varð sjóndapur. en
hinn heyrnarsljór. En þá ftindum
við upp á þvi að skiptast á ljóða-
bréfum til þess að stytta stund-
irnar. Þetta höfum við gert rösk-
an áratug, að mig minnir, báðum
til gamans. Oftast var Snorri
fljótari að svara. Hann var mjög
góður hagyrðingur. þótt hann
flikaði þvi litt. Ég undraðist oft
hvað snjallar hugmyndir og ljóð-
linur birtust i bréfum Snorra,
jafnvel eftir niræðisaldurinn. 1
bréfum okkar mátti oft finna
sterk lýsingarorð og allsnarpar
ádeilur um eitt ogannað, okkur til
mikillar ánægju. Var það allt
meira til lofs en lasts.
Vegna þessara bréfaskrifta
þykir mér hlýða. að kveðja þenn-
an vin minn með litlu ljóði, þótt
fátæklegra sé en skyldi. Ljóð-
kveðju til vina minna hefi ég
aldrei birt fyrr i blöðum og mun
ekki gera framar.
Nóttina eftir að Snorri andaðist
vaknaði ég um óttuleytið og mér
fannst ég allt i einu standa við lik-
börur hins látna vinar. Þá urðu
þessi erindi til á stundinni. Þau
Framhald á bls. 18.