Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign HUfcCiÓCiIi TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 ■ Greiðsluafkoma ársins 1977 óhagstæð um 1.764 millj.kr. skv. ríkisreikningi Priðjungi útgjalda varið til heilbrigðis og tryggingamál JB — Rikisreikningur A-hluti fyrir árið 1977 hefur veriö full- gerður af hálfu rikisbókhaldsins og var hann lagður fyrir Alþingi i gær. Helztu niðurstöður hans eru þær að gjöld námu 102.821 mill. króna tekjur námu 100.278 millj. króna og eru þvi umfram tekjur 2.543 millj. króna. Breyting lána- reikninga utan Seðlabankans og viðskiptareikninga ýmssa fól hins vegar i sér greiðslu i rikissjóð umfram útgreiðslur að fjárhæð 779 millj. kr. Greiðsluafkoma árs- ins 1977 varð þvi óhagstæð um 1.764 millj. Lausafjárstaöa rikis- sjóðs við aðra en bankakerfið batnaði hins vegarum 2.605millj. kr. á árinu. Greiðsluafkoma rikissjóðs skv. rikisreikningi er 339 millj. kr. hagstæðari en bráðabirgðatalan var i skýrslu fjármálaráðherra i febrúar sl. þar sem hann gerði grein fyrir af- komunni. Ef litið er á skiptingu útgjalda rikisreikningsins fyrir árið 1977 eftir verkefnum kemur i ljós að nálægt þriðjungi þeirra eða 33.6% er varið til heilbrigðis- og tryggingamála. Almannatrygg- ingar taka til sin 24% heildarút- gjaldanna og þriðju i röðinni eru menntamál sem taka 15.6% heildarútgjaldanna. Til verkefna á sviði félagsmálaráðuneytisins er varið 4.6% heUdarútgjalda en það er að meginhluta til hús- næðismála. Þannig að rúmlega helmingur rikisútgjaldanna eða 53.8% er varið til þeirrar félags- legu þjónustu sem að framan greinir. Eru þetta 55.3 milljarðar króna. Samgöngumál taka til sin 10.1% rikisútgjalda eða 10.4 mill- jaröa. Til niðurgreiðsla er varið 6.3%. tU dómgæzlu og lögreglu- mála 6.4% og tU vaxtagreiðslna 3.3% heildarútgjalda. 14.7% heildarútgjalda skiptast á önnur verkefni. Laun nema 25.3% heildarút- gjalda,ýmis rekstrargjöld 7.8% viðhald 2.8% vaxtagjöld 3.3%, gjaldfærður stofnkostnaður 7.5% og hverskonar tilfærslur aðrar en vaxtagjöld 53.3%. Af þessum til- færslum eru framlög til almanna- trygginga 24%. Rfcissjóður aflar 14% tekna sinna i formi beinna skatta, en þeir nema 14 milljörðum króna. 84% eða 84.4 milljarða aflar hann með óbeinum sköttum og 2% með öðrum hætti. Af beinum sköttum er tekjuskattur mikilvægastur og nemur 9.6%. Af óbeinu sköttunum er sölugjald langmikilvægast og nemur 36% heildartekna rikis- sjóðs. Almenn aðflutningsgjöld eru 16.8% heildarteknanna. B-hluti rikisreikningsins verður lagður fram fyrir Alþingi næsta haust. vsí; Treystir sér ekki til að ræða kauphækkanir JB— Fundur var haldinn i gær, með fulltrúum Verkamannasam- bands lslands og vinnuveitend- um, og er þaö fyrsti fundurinn sem haldinn er með þessum aðil- um frá þvi i lok marz. Litið gerð- ist á þessum fundi og var annar fundur ákveðinn n.k. miðvikudag. I stuttu samtali viö Ólaf Jóns- son, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands lslands, sagði hann, að málin hefðu verið rædd á svipaöan hátt og áður. „Viö vor- um búnir að senda frá okkur bréf þar sem þaö kemur skýrt fram, að við erum ekki tilbúnir til að ræða um kauphækkanir, þar eð atvinnureksturinn þolir ekki slikt. Málin voru þvi rædd á breiöum grundvelli. Formaöur Verka- mannasambandsins bar fram þá spurningu, hvort viö værum til- búnir til aö ræða um kauphækk- anirfyrir þá lægst launuöu, en við treystum okkur ekki til þess, þvi okkur finnst það hljóti að koma til álita með aðra hópa á svipuðu stigi. Pólitiska hliðin á þessu hefur lika komiö fram áður, þ.e. að þetta er lögbundið atriði, sem að þeir sem það ákveða geta einir leyst úr þvi”, sagði Ólafur. Framboðsfrestur til 24. maiy og Kjörskrár nú á þriðjudag og kærufrestur til 3. júní utankjörstaðar- atkvæðagreiðsla hefst 28. maí JS —Dómsmálaráðuneytiö hefur sent frá sér auglýsingu þar sem boöaðar eru samkvæmt lögum al- mennar Alþingiskosningar sunnudaginn 25. júni næstkom- andi. 1 auglýsingunni kemur m.a. fram að sveitarstjórnum er skylt að hafa langt fram kjörskrár eigi siðar en næstkomandi þriöjudag, hinn 25. april, og skulu þær liggja fram fjórar vikur eða til þriðju- dagsins 23. mai. Framboðsfrestur til Alþingis- kosninganna rennur út miðviku- daginn 24. mai, en kærufrestur vegna kjörskrár hinn 3. júni. Utankjörstaöaatvkæðagreiðsla hefst sunnudaginn 28. mai, en 10. júni eiga sveitarstjórnir að hafa skorið úr öllum aðfinnslum eða athugasemdum við kjörskrár. Hér sést yfir EiöislandiO sem Seltjarnarnesbær fær nii en þar er fyrirhugaö aö rfsi miöbær Seltirninga f framtiöinni. Mynd: Róbert. SELTJARNARNES FÆR EIÐISLAND — Engey, Viðey og Akurey falla nú undir lögsögu Reykjavíkur SSt — Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til staðfestingar á breyttum lögsögumörkum milli Seltjarnarnesbæjar og Reykja- vikurborgar og verður það væntanlega afgreitt i næstu viku. Bæjarfélögin undirrituðu hins vegar samkomulag um þetta i febrúar 1976 að undangengnum löngum aðdraganda, þvi um- ræður um breytt lögsögumörk milli þeirra hófust 1962. Breytingin er á þá lund að Sel- tjarnarnesbær fær nú Eiðisland sem Reykjavikurborg hafði áður keypt af eiganda Eiðis, en Sel- tirningar hyggjast reisa miðbæ sinn þar i framtiðinni. Eyjarnar Engey.Viðey og Akurey sem áður voru i lögsagnarumdæmi Sel- tjarnarnessbæjar heyra nú fram- vegis undir lögsagnarumdæmi Reykjavikur. Að sögn Sigurgeirs Sigurösson- ar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi kemur sér vel fyrir Seltirninfta að fá Eiðislandið.þar sem það er vel staösett með tilliti til þess að þar risi miðbær þeirra i framtiðinni en skipulagsyfirvöld hafa sam- þykkt það. Velta Kaupfélags Þingeyinga þrír milljarðar árið 1977 ÞJ-Ilúsavik. Aðalfundur Kaup- félags Þingeyinga var haldinn á Húsavik dagana 18. og 19. april s.l. og var 97. aðalfundur KÞ frá stofnun félagsins. h’undinn sátu 118 kjönir fulltrúar auk kaup- félagsstjóra, stjórnarmanna og endurskoðenda. 1 skýrslu for- manns félagsins Teits Björnsson- ar, kom fram að helzta fjár- festing KÞ á árinu 1977 hafi verið innrétting nýrrar byggingarvöru- verzlunar við Vallholtsveg, Húsa- vik. Finnur Kristjánsson kaup- félagsstjóri flutti fróðlega skýrslu um rekstur félagsins á liðnu ári og útskýrði reikninga þess. Hann ræddi og allýtarlega um fram- tiðarhorfur i efnahags- og at- vinnumálum. Velta KÞ á árinu 1977 var rúmir þrir milljarðar. Afkoma félagsins var mjög sæmi- leg á árinu. Haukur Logason fulltrúi flutti erindi um verzlun og þjónustu. 1 erindi hans kom m.a. fram að neytendur á landsbyggðinni þurfa að greiða allan flutningskostnað á vörum sem fluttar eru frá Reykjavik auk söluskatts sem lagður er á þann flutnings- kostnað. Reykviskir neytendur þurfa hinsvegar ekki að greiða neinn flutningskostnað á fram- leiðsluvöru sem fluttar eru frá landsbyggðinni til Reykjavikur. Á fundinum voru mörg mál tek- in til umræðu. Meðal ályktana sem fundurinn gerði var ályktun um kennslu i samvinnufræðum við Háskóla Islands. Alyktunin sem samþykkt var með öllum at- kvæðum fundarmanna hljóðaði þannig: Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga 1978 skorar á islenzk samvinnufélög og samband þeirra til málafylgju ef til þess dugi að upp verði komið öflugum kennslustóli i samvinnufræðum við Háskóla Islands. Árlega er úthlutað nokkru fé úr menningarsjóði KÞ til ýmiss konar menningar- og liknarmála. Aðalfundurinn veitti að þessu sinni styrki til eftirtalinna aðila Skógræktarfélags Suður-Þingey- inga, Héraðssambands Suður- Þingeyinga, Kirkjukórasam- bands Suður-Þingeyinga, Krabbameinsfélags Suður-Þing- eyinga og til styrktar útgáfu bókarinnar Frelsisbarátta Suður- Þingeyinga og Jón á Gautlöndum eftir Dr. Gunnar Karlsson. Aö kvöldi fyrri fundardagsins var efnt til kvöldvöku i Félags- heimili Húsavikur fyrir fulltrúa aðalfundarins og gesti þeirra, og var hún fjölsótt. Kvöldvökunni stjórnaði Sigurjón Jóhannesson skólastjóri,Flutt var ýmiss konar efni til fróðleiks og skemmtunar. Að venju var brugöið á léttara hjal undir kaffiborðum i funda- hléum báða dagana og létu þá hagyrðingar til sin taka. Stjórn Kaupfélags Þingeyinga skipa nú þessir menn: formaður Teitur Björnsson, Brún Reykja- dal, Baldvin Baldursson bóndi Rangá Ljósavatnshreppi, Böðvar Jónsson bóndi Gautlöndum, Mý- vatnssveit, Egill Gústafsson bóndi Rauðafelli, Bárðardal, Jó- hann Hermannsson fulltrúi skatt- stjóra Húsavik, Skafti Benedikts- son ráðunautur, Hlégarði, Aöal- dal og Sigurjón Jóhannesson skólastjóri Húsavik. Sigriður M. Arnórsdóttir situr i stjórn KÞ sem fulltrúi starfsmanna kaupfélags- ins og hefur þar málfrelsi og til- lögurétt. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.