Tíminn - 22.04.1978, Page 9

Tíminn - 22.04.1978, Page 9
Laugardagur 22apríl 1978 9 Samband sunnlenzkra kvenna fimmtugt Hefur reynt að bæta mannlífið á Suðurlandi JB — Samband sunnlenzkra kvenna veröur fimmtiu ára nú i sumar og ætla félagskonur aö minnast þeirra timamóta á margvislegan hátt. Á hálfrar ald- ar starfsemi sinni, hefur sam- bandiö látiö til sin taka á ýmsum sviöum, eins og titt er um félög af þessu tagi. Eöa eins og formaöur þess Sigurhanna Gunnarsdóttir á Læk i ölfusi sagöi, þá hefur þaö reynt að gera hvaö i þess valdi hefur staöið til aö bæta mannlifiö á Suðurlandi. Minntist hún eink- um á menningar- og liknarmál. — Sambandiöstóð á sinum tima fyr- ir stofnun Húsmæðraskóla Suöur- lands á Laugarvatni. Nú er þaö sjúkrahúsmál, svo og dagvistun- armál og málefni aldraöra, sem þaö beitir sér fyrir. Annars lætur hvert aðildarfélag að sér kveða, Lágmarks- verð á kol- munna 10,80 kr. — gildandi hráefnisverð i Færeyjum 15,18 kr. GV — Á fundi yfirnefndar Verö- lagsráðs sjávarútvegsins i gær var ákveðið lágmarksverð á kol- muna og spærlingi til bræöslu frá byrjun vertiðar til og meö 15. júli 1978. Lágmarksverð fyrir hvert kiló af kolmunnaeru 10.80kr. og á spærlingi 10.30 kr. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda I nefndinni. Fulltrúar seljenda voru Ingólfur Ingólfssonog Krist- ján Ragnarsson og hafa þeir sent frá sér athugasemdir við þessa verðákvörðun og þar segir m.a.: „Með þessari verðákvörðn hefur meirihluti yfirnefndar gengið gegn yfirlýstri stefnu sjávarút- vegsráðherra um aukna sókn i kolmunna og spærling. Gildandi hráefnisverð i Fær- eyjum er nú kr. 15.18 fyrir hvert kiló. Veiðar okkar á kolmunna næstu vikur munu byggjast á að veiðarnar fari fram i 'færeyskri landhelgi og er þvi verðið i Fær- eyjum miðað við sama fisk og við munum veiða. Við teljum að með þessari á- kvörðun hafi meirihluti yfir- nefndar stefnt þvi i hættu að við munum veiða kolmunna og spærling á þessu vori. ” Aðgöngumiðar á hljómleika Stranglers ESE — N.k. miðvikudá'g hefst fopsala aðgöngumiða á hljóm- leika brezku nýbylgjuhljómsveit- arinnar Stranglers, sem haldnir verða i Laugardalshöllinni 3. mai. t Reykjavik verða aðgöngumið- arnir seldir i verzlunum Karna- bæjar, verzluninni Skifan og i Fálkanum. 1 Keflavik verða miðarnir seld- ir I Vikurbæ og verzluninni Fata- val. A Akranesi fer sala aðgöngu- miða fram i verzluninni Eplið. Ekki er búið að fastákveða fleiri sölustaði, en liklega verða miðar einnig seldir i Verzluninni Sesar á Akureyri og i Eyjabæ i Vest- mannaeyjum. Verð aðgöngumiða er 3000 krónur, en ásamt Stranglers koma Póker, Þursaflokkurinn og Halli og Laddi fram. hvert i sinu héraði, — sagði Sigur- hanna. Samband sunnlenzkra kvenna hefur tuttugu og niu félög innan sinna vébanda, eða alls um 1400 konur. Nær það yfir bæði Arnes- og Rangarvallasýslu. Núna á næstunni verður elzta félagið inn- an sambandsins, kvenfélagið á Eyrarbakka, niutiu ára, og sést bezt á þvi hve gömul og rótgróin starfsemi kvenfélaga er á Suður- landi. I tilefni afmælisins verður hald- in árshátið nú i lok april. Nánar tiltekið 29. og 30. april, en þá verður einnig aðalfundur félags- ins. Stefnt er að þvi að hafa kvöld- vöku og kaffisamsæti, þar sem rifjuð verður upp starfsemin á liönum árum. Þá mun Samband sunnlenzkra kvenna taka þátt i landbúnaðarsýningunni, sem haldin verður á Selfossi i ágúst- mánuði næstkomandi og mun þar sjá um heimilisiðnaðarsýningu, þar sem sýnd verða vinnubrögð ins og tiðkuðust áður fyrr. Einnig er verið að vinna að afmælisriti, sem kemur út á vegum sam- bandsins nú i sumar. Þá er fyrirhuguð ferð nokkurra kvenfélagakvenna til Grænlands siðar i sumar.en það er til að end- urgjalda heimsókn hóps græn- lenzkra kvenna er komu hér I fyrrasumar. Eins og fyrr segir er Sigur- hanna Gunnarsdóttir núverandi formaður Sambandsins, en auk hennar eiga sæti i stjórn Birna Frimannsdóttir ritari og Gunn- hildur Þórmundsdóttir gjaldkeri. A gamla Fram vellinum I Reykjavik er verið að bora eftir heitu vatni á vegum Hitaveitu Reykjavikur og Orkustofnunar. Hoian á að verða 3ja km djúp og verður fullkláruð dýpsta holan á Reykjavikursvæðinu. Það er einnig I undirbúningi að bora aðra eins holu við Suðurlandsbraut I sumar. Virkjunarkostnaður er um 100 milljónir á hvora holu og iýkur framkvæmdunum fyrir áramót. Vatnið verður tengt inn á hitaveitu- kerfið iReykjavik. A Reykjavikursvæðinu hafa nú veriö boraðar um 30 hoiur, tjáði okkur Isleifur Jónsson, forstöðumaður Jarðborana rikisins. Bændur Til sölu er litið notaður J F slátturtætari, vinnslubreidd 1.30 m. Upplýsingar i Hliðarkoti simstöð Furubrekku. Sveit Duglegur drengur vill komast i sveita- vinnu, er vanur. Upplýsingar i sima (99)1885. Verzlunarstj'óri — Ráðskona Vegamót Snæfellsnesi Verzlunarstjóra og ráðskonu vantar til starfa sem fyrst að verzlunar- og veitinga- húsinu að Vegamótum. Upplýsingar um störfin veitir Jón Einars- son, fulltrúi Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi — Simi 93-7200. Neskaupstaður Timann vantar umboðsmann á Neskaup- stað sem fyrst. Upplýsingar hjá Gunnlaugi Sigvaldasyni simi 86300 á skrifstofu Timans Reykjavik, og h já Gunnari Daviðssyni Þiljuvöllum 37, Neskaupstað. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN. Tvær AÐSTOÐARLÆKNIS- STÖÐUR á Barnaspitala Hrings- ins eru lausar til umsóknar, önnur frá 1. mai, hin frá 1. júni. Stöðurnar veitast til 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skal skilað til skrifstofu rikisspital- anna,fyrir 30. april n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i sima 29000. AÐSTOÐARMATRAÐSKONUR óskast til afleysinga við eldhús Landspitalans i sumar. Húsmæðra- kennarapróf eða hliðstæð menntun áskilin. Umsóknir sendist yfirmatráðskonu fyrir 1. mai, og veitir hún jafnframt allar upplýsingar i sima 29000 ( 491). KÓPAVOGSHÆLI VINNUMAÐUR óskast á Kópavogs- hæli, þarf að vera vanur lóðavinnu. Upplýsingar veitir Bústjóri i sima 42055 kl. 18-19. Reykjavik, 23. april, 1978. SKRIFSTOFA RlKISSPiTALANNA FIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.