Tíminn - 22.04.1978, Page 18

Tíminn - 22.04.1978, Page 18
18 Laugardagur 22 april 1978 Snorri Sigfússon veröa þá hin siðasta kveðja min til þessa tryggðavinar og frábæra áhugamanns i kennarastétt og eru á þessa leið: Snorri! ÞU sest hér ei lengur, siungi, þrekmikli drengur, haf þþkk fyrir allt og allt. Oftlega unnum við saman i alvöru —en stundum var gam- an, þó veraldargengið sé valt. ÞU flytur til fjarlægra stranda, þar félagar biða að vanda og finnst nU að þin sé þörf. —- Vertu nU sæll að sinni, viðsjáumst i eilifðinni. — Enn biða uppeldis störf. Að lokum votta ég með linum þessum ástvinum og ættingjum Snorra SigfUssonar innilegustu samUð mina. Nafn hans mun lifa um aldir i sögu islenzkra fræðslu- mála. 16/4 1978 lngimar ll. Jóhannesson. t Snorri Sigfússon er horfinn af þessum heimi 93 ára að aldri og fullum 7 mánuðum betur. Hann fæddist að Brekku i Svarfaðardal og ferðasaga hans hófst 20 mánuðum siðar er hann fluttist meö fjölskyldunni til næsta bæjar að Grund, landnámssetri Þor- steins Svörfuðar. Þar sleit hann barnsskónum, æskusporin voru gengin á öðrum stöðum, og þá einkum hjá presthjónunum á Tjörn eftir að hann varð án for- eldra er dóu með stuttu millibili. Ég var aðeins 5 ára að aldri þegar ég sá Snorra i fyrsta sinni. Hann var þá ráðsmaöur hjá prestshjónunum á Völlum. Þá heimsótti hann foreldra mina og er mér enn fast i minni hve systkinaleg voru samskipti hans og móður minnar, enda voru þau systkinabörn og leiksystkini i æsku. Hún var móöurlaust barn i Ytra-Garðshorni og fékk oft að skreppa að Grund til að leika við Snorra, sem var fjórum árum yngri. Allt frá þeim tima hafði samband verið þeirra i milli eins og systkina og entist meðan bæði lifðu enda var ættrækni og trú- festi beggja samtvinnað ættar- einkenni. Sumarið 1910 var Snorri aftur ráðsmaður á Völlum og frá þvi sumri man égfremur öllu öðru þá hljóma söngsins sem bárust um dalinn fjalla i milli frá tjöldum heyvinnufólksins á Vallaengjum með Snorra ráðsmann sem for- söngvara við hvert hlé frá heyskapnum. Þá var söngur i sveit og mikil gleði meðal ungmenna, meö hann sem aflvaka i öllum félagsskap, þá alkominn heim um sinn frá námi og störfum utan sveitar og erlendis, meðal annars verið með i söngfélaginu HEKLU, er fór sigurför til Noregs 1905. Vafalaust munu flestir minnast raddar hans i söngflokknum, sem viðstaddir voru þjóðhátiðina á Böggvinsstaðasandi sumarið 1910, til minningar um landnám Svarfaðardais. A þessu skeiði spiruðu fyrstu veglegir visar þeirrar söngmenntar sem ávallt siðan hefur verið meðal sterkustu menningarþátta sveitarinnar. Snorri var meðal frumherjanna þar eins og viðar. Vist voru hljómar söngsins vel séöir en þar var fleira á ferð. Ungmennafélag Svarfdæla var stofnað 1909, þar átti Snorri sinn sterka þátt og var kjörinn fyrsti formaður þess. Frá þeirri rót eru margir og veglegir sprotar vaxn- ir og er öörum ætlað að gera grein fyrir vexti frá þeirri rót, sem Snorri lagði i þann félagslega jarðveg. A öðrum vettvangi skal hér get- ið frumherjans, sem óglaður hlaut að yfirgefa heimabyggð og sinna i öðrum landshluta hugðar- efnum á sviði almennrar fræðslu og þó einkum unglingafræðslu. Með tilstyrk góðra og viðsýnna aðilja um Svarfaöardal og Arskógshrepp, hóf hann ungl- ingafræðslu við mjög þröng og erfið skilyrði veturna 1909 — 1912, eða unz hann var kallaður til skólastjórastöðu á Flateyri. A þessari heimaslóð var hann brautryðjandinn, en viö hlutverk- unum tóku aðrir siðar og þá eink- um gamlir nemendur hans frá þessu skeiði og hlúöu að þeim fræjum er frumherjinn hafði sáð svo að upp uxu veglegir sprotar á sviöimennta og menningar æsku- slóðanna. Ætið siðan hefur það hjá Snorra vakið óblandna gleði aö finna veglegan gróöur, er vax- ið hefur úr sporum „Tóta á Tjörn”, æskuvinarins, og svo gamalla nemenda, er ræktað hafa fræin sem frumherjinn sáði. -o- Víst hlaut Snorri að vinna meg- inhluta æviverksins utan æsku- stöðva, er. veglegur árangur þess varð sem heiðurskrans hnýttur honum sjálfum, æsku- sveit og alþjóð til gagns og gleði. Óvenjuleg ættrækni, vinfesta og ævarandi tryggð við æskuslóðir voru aðalsauðkenni i fari hans. Hvar sem hann var og fór voru svarfdælsk fjöll öllum öðrum veg- legri og tignarlegri i huga hans, dalurinn ætið fegurri en aðrir dal- ir, og sveitungarnir að minnsta kosti öðrum jafnfætis, þess óskaði hann og vænti þess. Úr fjarska var þessi slóð öll vafin sólskini og sumarbliðu i riki minninganna og þegar hann á siðari árum ók út með Eyjafirði að vestan og kom á Hámundastaðaháls og leit dalinn sinn einu sinni enn, lyftist hugur hans til gleðigeima. Svona'var þetta og athafnir fylgdu hugar- farinu i garð fornra heimkynna. Hug sinn sýndi hann i verki á ýmsan hátt. Fögur framtiðarvið- horf sá hann alltaf blasa við þeg- ar svarfdælsk málefni eða verk- efni voru á dagskrá i einkaviö- ræðu eða félagslegum efnum. Eftir aö hann flutti af Vest- fjörðum til Akureyrar var bara sjálfsagt að skapa aðstöðu til sumardvala og fristunda heima i dalnum, þar sem af hlaði var hægt að horfa yfir viða byggð. Þar við Snerru, voru viðir gróður- settir er fegra skyldu reitinn. Með Þórarni Eldjárn, uppeldis- bróður sinum, stofnaði hann „Fóstbræðrasjóö”, er ávaxta skal til styrktar svarfdælskum ungmennum á menntaveg- um.Svarfdælskum barnaskólum hefur hann gefið verölaunagripi, farandgripi, til heiðurs atkvæða- aðiljum, er skara fram úr i skiða- iþróttum þar sem sérhver met- hafi skal rita nafn sitt á bakhlið. Eftir aö Snorri fékk fasta búsetu i Reykjavik, þá kominn hátt á áttræðisaldur, gerðist hann hvatamaður þess að stofnuö voru Svarfdælingasamtök i Reykjavik og umhverfi. Um 10 ára skeið var hann aðal driffjöðrin i athöfnum þeirra og þátttakandi af lifi og sái til hinztu stundar. Sitthvað fleira átti hann framtak eða aðild að sem verða skyldi til vegsauka dalnum okkar og þeirri sveit manna, er þar býr eða er þaöan komin. Siðasti votturinn um hug hans i þessum efnum er gjöfin til sparisjóðsins: „Svarfaöardalur” veglegasta málverkið i hans eigu, eftir snillinginn Asgrim Jónsson. -o- Afbragðs sonur sveitar okkar hefur runnið æviskeið til enda. Veglegur gróður hefur vaxið I hverju spori hans. Hópur afkom- enda og heilar fylkingar meðal þegna þjóðarinnar kveöja nú mikinn leiötoga islenzkrar æsku og þakka ágæta leiðsögn á þroskabrautum og alfaravegum þjóðfélagsfyrirbæranna. öllum öðrum fremur eigum við Svarfdælir sérlega þökk að gjalda fyrir allt það,sem vinur okkar Snorri hefur haft frumkvæði að og tekið þátt I til vegsauka, sveit og sveitungum til þrifa, manndóms og menningar. Enginn getur undrazt, að hann að leiðarlokum óskaði að hvila i faðmi sveitar sinnar, þar sem bernsku — og æskuspor voru gengin, þar sem fjöldi ættmenna og fyrri kona hans hvila i kirkju- garðinum á Tjörn. 1 dag er hann þangað færður til hinztu hvilu. Hvil þú þar i sæmd og friöi vin- ur og frændi á Guðs vegum! Kveðjur og þakkir okkar ætt- menna og vina skulu um leið tjáð- ar eiginkonu og ættboga öllum. Ferðin frá Brekku er á enda og leiðarlok innan fjallahrings ætt- arsveitar. Hafðu þökk fyrir allt og allt! Gisli Kristjánsson. FIB. Fundur um vegamál og skattlagningu umferðarinnar Félag islenzkra bifreiðaeig- enda heldur almennan fund um vegamál og skattlagningu um- ferðarinnar að Hótel KEA, Akur- -eyri, sunnudaginn 23. april n.k. kl. 14.30. Framsögumenn verða Askell Ei nar sson. f r am k v æm.da stjö r i, og Þór Hagalin, sveitarstjóri. Samgöngumálaráðherra, fjár- málaráðherra, vegamálastjóra og þingmönnum kjördæmisins er toðið að sækja fundinn. Bifreiðaeigendur eru hvattir til að koma á fúndinn. ................ Tíminn er peningar | \ AuglýsicT | : í Tímanum i Jr öllum þeim stofnunum og þvi fjölmenni sem vottaði mér vináttu sina og heiðruðu mig með blómum, heillaóskum, simtöl- um, gjöfum og heimsóknum i tilefni af sjö- tugsafmæli minu 5. april s.l., flyt ég mina heitustu þökk. Sérstakar þakkir flyt ég kirkjukórunum i Suður-Þingeyjarsýslu, söngstjórum þeirra og stjórn kirkjukórasambandsins, sem efndu til fjölmenns söngmóts, sam- sætis og hljómleika hinn 9. april mér til heiðurs. Blessun og hamingja fylgi ykkur öllum. Páll H. Jónsson frá Laugum. + Vilborg Júliana Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði andaðist 21. april að Elliheimilinu Grund. F.h. barna, tengdabarna og annarra aðstandenda Oddný M. Waage. Tónleikar i Háteigskirkju laugardaginn 22. april kl. 17:00.Ingolf Olsen syngur og leikur á gitar og lútu Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ Alþýðubankinn h.f. Aðalfundur Alþýðubankans h.f. 1978, verður haldinn kl. 14 i dag, laugardaginn 22. april 1978 að Hótél Sögu i Reykjavik. Aðgöngumiðar við innganginn. Alþýðubankinn h.f. Norræn listmiðstöð i Finnlandi. Auglýsing um stöðu forstöðumanns Aðtilhlutan Norrænu ráðherranefndarinnar mun sumariö 1978 verða stofnuð norræn listmiöstöð, er hafa mun aðset- ur að Sveaborg við Helsingfors. Hlutverk stofnunarinnar er að efla og samræma norrænt samstarf á sviði málara- listar, höggmyndalistar, teiknunar, graflistar, listiðnaðar og hönnunar — og er stefnt að samstarfi hinna ýmsu list- greina og að auðga norrænt menningarumhverfi. Listmiðstöðin er ein af norrænum menningarstofnunum, sem sinnir menningarsamstarfi I samræmi við norræna menningarmálasáttmátann. Kostnaður við þessa starf- semi greiðist úr samnorrænum sjóði. Hér með er auglýst eftir umsóknum um stöðu forstööu- manns listmiðstöðvarinnar og skal hann bera ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar og listrænni starfsemi hennar. Ætlast er til að umsækjandi hafi viðtæka reynslu á þvl starfssviði, er hér um ræðir. Staðan veitist frá 1. júll n.k. Ráðningartimi er fjögur ár og árslaunin 78 þúsund finnsk mörk. íbúð verður til umráða, en önnur kjör samkvæmt samkomulagi. Þess skal getið, að samkvæmt sérstökum samningi milli Norðurlandarikja, hafa rikisstarfsmenn, er ráðnir eru til starfa I öðru norrænu landi, rétt á launalausu leyfi I fjögur ár og halda á meðan öllum réttindum rlkisstarfsmanna I heimalandinu. Umsóknir stílist til stjórnar Norrænu listmiðstöðvarinnar i Finnlandi, en sendist til Norrænu menningarmálaskrif- stofunnar (Sekretariatet for nordisk kuiturelt samar- bejde), Snaregade 10, DK-1205, Köbenhavn K. (slmi 01/114711) I siðasta lagi 15. mal 1978. Norræna menningarmálaskrifstofan Reiknistofa Bankanna auglýsir eftirtaldar stöður lausar til um- sóknar: 1. Stöðu yfirkerfisfræðings 2. Stöðu yfirforritara. Óskað er eftir umsækjendum með a.m.k. 4-5 ára reynslu i kerfishönnun og/eða for- ritun. Auk þessa er æskilegt að umsækjendur hafi bankamenntun, stúdentspróf, við- skiptafræðipróf eða tilsvarandi. Laun samkvæmt launakerfi bankamanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofnu Bankanna Digranesvegi 5, Kópavogi, simi 44422 fyrir 28. april 1978. Umsóknareyðublöð liggja frammi i skrif- stofu Reiknistofunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.