Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 23
Laugardagur 22 apríl 1978
23
flokksstarfið
Hafnarfjörður
Fjórða spilakvöldið verður þann 25. aprfl
kl. 20.30 Hver hlýtur söiarlandaferðina úr •
þriggja kvölda keppninni? Avarp flytur
Markús A. Einarsson.
Framsóknarfélögin.
Ferð um Mið-Evrópu
Fyrirhuguð er ferð á vegum Fulltrúaráðs Framsóknarfélag-
anna i Reykjavlk dagana 24. maí til 4. júnl. Flogið veröur til
Hannover og ekið þaöan til Berlínar og þaöan til Prag (hugsan-
lega með viðkomu I Leipzig). Þá verður farið til Munchen siðan
til Köln og þaðan aftur til Hannover. Þá veröur haldið til Köln og
þaðan aftur til Hannover og flogið heim.
Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við skrif-
stofuna að Rauðarárstlg 18 sem fyrst. Simi 24480.
Kópavogur
Skrifstofan að Neðstutröð 4 er opin frá kl. 13—19 mánudaga til
föstudaga.
Stjórnir félaganna.
X-B Kosningasjóður X-B
Framlögum I kosningasjóð vegna væntanlegra alþingis- og
borgarstjórnarkosninga I Reykjavik veitt móttaka á skrifstofu
Fulltrúaráðsins að Rauðarárstig 18. slmi 24480.
Fulltrúarráð Framsóknarfélagana i Reykjavlk.
Keflavík
Almennur fundur um bæjarmál verður haldinn I Framsóknar-
húsinu laugard. 22. april n.k. kl. 16.
Fundarefni:
1. Skólamál, frummælendur Sigurður Þorkelsson, skólastjóri
og Gunnar Sveinsson, form. skólanefndar.
2. Málefni Bókasafnsins, frummælandi Erlingur Jónsson
kennari.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin.
Framsóknarfélag Sauðárkróks
Skrifstofa Framsóknarflokksins verður framvegis opin á
fimmtudögum kl. 20-22. Framsóknarfólk er hvatt til að lita við á
skrifstofunni. Stjórnin.
Framsóknarfélag Garða- og
Bessastaðahrepps
Skrifstofan Goðatúni 2 verður opin alla virka daga frá kl. 6 til 7
nema laugardaga frá kl. 2 til 6. Allt stuöningsfólk hvatt til að
koma á skrifstofuna.
Barattan gegn
verðbólgunni
Almennur borgarafundur um efnahagsmál veröur haldinn að
Hótel Borg þriðjudaginn 25. aprfl kl. 20.30 stundvislega.
Frummælendur: Asmundur Stefánsson.Baldur Guölaugsson
og Guðmundur G. Þórarinsson.
Að afloknum framsöguræðum verða frjálsar umræður.
Væntanlegir þátttakendur i frjálsum umræðum eru beðnir að
athuga að ræðutimi verður takmarkaður við 10 minútur.
Fundarstjórar: Björn Líndal og Gylfi Kristinsson.
F.U.F. — Reykjavík
Alþingi
o
við eigin fé eins og dæmin sanna.
Um þetta eru settar nýjar og full-
komnari reglur i 33. gr.
Sérstök ákvæði eru um lausa-
fjár- og eiginfjárstöðu I VIII.
kafla. Ákvæði frumvarpsins um
lausafjárstöðuna eru alveg eins
og lausafjárákvæðin i frumvörp-
um og frumvarpsdrögum um við-
skiptabankana. Eiginfjárákvæði
frumvarpsins eru samhljóða
ákvæðum i frumvarpsdrögum til
laga um hlutafélagsbankana.
Lágmarkskröfur um eigið fé eru
einn allra mikilvægasti þáttur
löggjafar um innlánsstofnanir.
Eiginfjárákvæði frumvarpsins
eru frábrugðin ákvæðum gildandi
laga. I meginatriðum er hér um
hljóðvarp
Laugardagur
22. apríl
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55:
Séra Guðmundur Þorsteins-
son flytur. Tilkynningar kl.
9.00. Létt lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir. Barnatimikl. 11.20:
Umsjónarmaður: Baldvin
Ottósson varðstjóri. Keppt
til úrslita i spurningakeppni
um umferðarmál meðal
skólabarna i Reykjavik.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan.
Sigmar B. Hauksson kynnir
dagskrá útvarps og
sjónvarps.
15.00 Miðdegistónleikar. a.
Filharmoniusveit Berlinar
leikur „Capriccio Italien”
op. 45 eftir Pjotr Tsjai-
kovský; Ferdinand Leitner
stjórnar. b. John Ogdon og
Konunglega filharmonlu-
sveitin i Lundúnum leika
Planókonsert nr. 2 i F-dúr
op. 102, eftir Dmitri Shosta-
kovitsj; Lawrence Foster
stjórnar.
15.40 tslenzkt mál. Gunnlaug-
ur Ingólfsson cand. mag.
talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.30 Barnalög, sungin og
leikin.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.25 Konur og verkmenntun.
Fyrri þáttur. Umsjónar-
menn: Björg Einarsdottir,
Esther Guðmundsdóttir og
Guðrún Sigriður Vilhjálms-
dóttir.
20.00 Hijómskálamúsik.
Guðmundur Gilsson kynnir.
20.40 Ljóöaþáttur. Umsjónar-
maður: Njörður P. Njarð-
vik.
21.00 Tónleikar: a. Julian
Bream og John Williams
leika á gitara tónlist eftir
Carulli, Granados og
Albeniz. b. ígor Gavrysj og
Tatjana Sadovskja leika á
selló og pianó lög eftir
Fauré, Ravel, o.fl.
21.40 Stiklur. Þáttur með
blönduðuefnii umsjá ÓlaH.
Þórðarsonar.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Laugardagur
22. april
16.30 tþróttir Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
17.45 Skiðaæfingar(L) Þýzkur
myndaflokkur. Þrettándi og
siðasti þáttur. Þýðandi
Eirikur Haraldsson.
18.45 On We GoEnskukennsla.
23. þáttur endursýndur.
18.30 Skýjum ofar (L) Sænsk-
ur sjónvarpsmyndaflokkur i
sex þáttum. 3. þáttur. Eyði-
eyjan Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
19.00 Enska knattspyrnan (L)
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 A vorkvöldi(L) Umsjón-
armenn Ólafur Ragnársson
og Tage Ammendrup.
21.20 Þjóðgarður I Þýzkalandi
(L) Landslag og dýralíf i
Berchtesgadenþjóögaröin-
um I þýzku Olpunum. Þýð-
andi og þulur Óskar ólafs-
son.
22.05 Undir fargi óttans (L)
(Fear on Trial) Bandarisk
sjónvarpsmynd. Aðalhlut-
verk George C. Scott og
William Devane. Myndin er
byggð á sönnum atburðum
og gerist i Bandarikjunum á
sjötta áratug aldarinnar,
McCarthy-timabilinu, þeg-
ar móðursýkislegar
kommúnistaofsóknir ná há-
marki I landinu. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
23.40 Dagskrárlok
þaðaðræða,aðeigiðféskal nema
ákveðnu hlutfalli af vissum efna-
hagsliðum á hverjum tima, enda
eru eiginfjárkröfur yfirleitt settar
fram á þann veg. Þetta mál gæti
gefið tilefni til langra útskýringa,
en ég sé ekki ástæðu til að fjöl-
yrða um það hér, en visa til
greinarinnar og Itarlegra athuga-
semda við hana.
I kaflanum um reikningsskil,
IX. kafla, eru ýmiss nýmæli,
einkum i 39. gr. um ráðstöfun
tekjuafgangs. M.a. eru þar
heimildir til að verja tekjuaf-
gangi aö vissu marki til greiðslu
vaxta af stofnfé og séreignasjóði
stofnfjáreigenda og hefi ég fyrr i
framsögu minni drepið á þetta
atriði.
Endurskoðun
aukin
og efld
Mikilsverð nýmæli er að finna i
kaflanum um endurskoðun.
Reynslan hefur sýnt, að mikið
vantar á, að með núverandi
skipulagi á endurskoðun hjá
sparisjóðunum sé unnt að upp-
fylla þær kröfur, sem gera verður
i þessum efnum. Helstu nýmælin
eru þau, að annar endurskoðend-
anna skuli vera löggiltur endur-
ákoðandi og að kosning endur-
skoðenda skuli fara fram á aðal-
fundi. Taka verður þó tillit til
minnstu sparisjóðanna að þvi er
varðar kosningu löggilts endur-
skoðanda og er stjórn Trygg-
ingarsjóðs sparisjóða veitt heim-
ild til að undanþiggja þá kosningu
löggilts endurskoðanda. I slikum
tilfellum tilnefnir stjórn Trygg-
inarsjoðs annan endurskoðand-
ann.
Eins og rekstur innlánsstofn-
ana er orðinn er ófaglærðum
mönnum orðið ofviða að annast
þetta endurskoðunarhlutverk svo
fullnægjandi sé. Þvi verður að
tryggja að minnst einn löggiltur
endurskoðandi starfi að endur-
skoðuninni.
Ég skal ekki fjölyrða um
ákvæði XI. kafla, en þar er gert
ráð fyrir þvi, að stofnaður verði
nýr Tryggingarsjóður sparisjóða
og er svo um hnutana buið, að
hann ætti að verða sparisjóðunum
mun styrkari bakhjarl en núver-
andi sjóður, sem ekki hefur dafn-
að sem skyldi.
Settar eru itarlegar reglur um
slit og sameiningu sparisjóða i
XIII. og XIV. kafla. Þar er um
ýmsar breytingar að ræða og er
ákvæðinu um sameiningu að
koma i veg fyrir óyfirvegaðar
ákvarðanir i þessum efnum”.
Kjörskrá
Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga
að fara 25. júni n.k. liggur frammi al-
menningi til sýnis á skrifstofu bæjarins,
Sveinatungu við Vifilstaðaveg alla virka
daga frá 25. april til 23. maí n.k. frá kl. 8.30
f.h. til kl. 4 e.h., þó ekki laugardaga.
Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa
borist undirrituðum eigi siðar en 3. júni
n.k.
Bæjarritari.
Auglýsing um almennar
reglulegar kosningar til
Alþingis 25. júní 1978
Samkvæmt 57. gr. laga nr. 52y 14. ágúst
1959 um kosningar til Alþingis skulu al-
mennar reglulegar kosningar til Alþingis
fara fram 25. júni 1978.
Samkvæmt 1. málsgr. 19. gr. kosningalag-
anna skulu sveitarstjórnir hafa lagt kjör-
skrá fram eigi siðar en 25. april næstkom-
andi og skulu kjörskrár liggja frammi til
23. mai næstkomandi. Með heimild i 2.
málsgr.. 19. gr. laganna er hér með
ákveðið að niður skuli falla frestur sá, sem
þar er settur til að auglýsa hvar kjörskrár
við alþingiskosningarnar verði lagðar
fram.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum
þeim, sem hlut eiga að máli.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
22. april 1978
Ólafur Jóhannesson
ólafur Stefánsson