Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 23. april 1978 Fyrst norskra kvenna am- bassador hjá erlendri þjóð Rætt við Annemarie Lorentzen ambassador Norðmanna í íslandi Annemarie Lorentzen, ambassador NorOmanna I Reykjavlk, sem er nýlega komin til starfa hér á landi, fæddist í austlægasta þorpi f Noregi Grense Jakobselv á Finnmörku, alveg viö rússnesku landa- mærin. — Viö gátum spýtt yfir landamæri sem voru I miöri ánni. begar ég var aö alast upp var frjáls samgangur milli iandanna og við krakkarnir fórum oft yfir ána og iékum okkur viö börnin þar, sem voru bæði finnsk og rússnesk. öll töluöum viö sérstaka landa- mæramállýzku svo við skildum hvert annað. — Faðir minn var kennari, en ibúarnir lifðu á landbúnaði og fiskveiðum, sagöi Annemarie Lorentzen I viötali við Timann. — f Grense Jakobselv var meg- inlandsloftslag og þvi var mikil breyting þegar viö fluttum til Hammerfest, þar sem var út- hafsloftslag. Hammerfest var i minum augum stór bær, en þar bjuggu á þessum tima um 3 1/2 þúsund manns (yfir 7000 nú). Hammerfest er nyrzta þorp heimsins á 70. gr. 40. min. 11,3 sek. norðlægrar breiddar. Annemarie Lorentzen tók stúdentspróf 1941 — Það var eiginlega tilviljun, sem réöi þvi að ég fór siðan i kennaraskóla i Tromsö og lauk kennaraprófi. Striðið stóð yfir og i nágrenni við heimili mitt var ekki um aðra framhaldsmenntun að velja á þessum tima. En mér féll kennaranámiö vel þegar til kom. — Það kom ekki til þess að ég flytti aftur til Hammerfest strax eftir að kennaranáminu lauk. Haustið 1944 brenndu Þjóðverj- ar, sem þá voru á undanhaldi fyrir Rússum, Finnmerkurfylki og gjöreyddu allt. Allt var, brennt, dýrum slátraö og fjöl- skyldur fengu aðeins að taka með sér 25 kg þegar þær yfir- gáfu heimili sin, sem urðu eldin- um að bráð. hópi þessa fólks voru foreldrar minir. Reistu nýjan bæ á rústum gamals — Ibúar Hammerfest settust að viðs vegar um Noreg, en flestir kunnu ekki við sig i nýju heimkynnunum, e.t.v. vegna þess að þeir höfðu veriö hraktir að heiman. Flestir ibúanna sneri þvi heim aftur þegar upp- bygging bæjarins hófst. Ég, eig- inmaður minn og fyrsta barn okkar voru i hópi þess fólks, sem fyrst hélt heim til Hamm- erfest i águ'st 1947. Fyrstu árin bjuggu ibúarnir i bröggum. Við hjónin vorum bæði kennarar viö Menntaskólann i Hammerfest. Skólinn var einnig i bráða- birgðahúsnæöi til 1956, en þá var nokkurt svipmót komiö á nýja bæinn. Segja má aö árið 1965 hafi verið búiö að endurreisa Hammerfest, og þá var farið aö byggja ný bæjarhverfi. Ibúum fjölgaöi fljótlega og i lok sjö- unda áratugsins voru þeir orön- ir 6000. Hammerfest er annars gam- all bær. Þar er góö höfn og bær- inn fékk kaupstaöarréttindi 1789. Það hefur e.t.v. veriö sú reynsla aö hafa tekið þátt i að reisa nýjan bæ, sem olli þvi aö Annemarie Lorentzen fékk á- huga á sveitarstjórnar- og fé- lagsmálum. Hún var fyrsta kon- an, sem sat i skipulagsnefnd i Hammerfest, var I bæjarstjórn Hammerfest 1951-1963. For- maöur menningarnefndar Hammerfest frá 1967 og vara- formaður i bókasafnsstjórn frá 1959. Hún var formaöur Verka- mannaflokks Vestur-Finnmerk- ur 1961-65 og i landsstjórn Verkamannaflokksins 1961-1969. Auk þessara og fjölmargra ann- arra ábyrgöarstarfa, lauk hún háskólaprófi I norsku árið 1967. — Það var gaman að vera með I uppbyggingu Hammer- fest, sagði Annemarie Lorent- zen, — og uppgötva svo eftir á hvaða vitleysur við gerðum. Aðalmistök okkar voru aö viö höföum ekki hugboð um, að vel- ferðin yrði orðin svona mikil svona fljótt. Við gerðum ekki ráð fyrir nærri nógu mörgum bflastæðum. Okkur dreymdi t.d. ekki um að hver fjölskylda ætti að jafnaði sinn einkabil. Þetta olli þvi að börn lentu i hættu og slysum I umferðinni, og gripa varð til ráðstafana til að vernda þau. Fyrst kvenna i ýmsum ábyrgðarstöðum Annemarie Lorentzen er fyrsta konan, sem er ambassa- dor Noregs hjá erlendu riki, en önnur norsk kona er ambassa- dor hjá Evrópuráðinu i Strass- borg. Hún er raunar ekki óvön þvi að gegna fyrst kvenna ýms- um ábyrgðarstörfum með þjóð sinni. Hún var fyrst kvenna þingmaður fyrir Finnmörku, fyrsta konan sem sat i varnai1- málanefnd og fyrsta konan, sem gegndi embætti samgöngu- málaráöherra, en það var I stjórn Tryggva Bratteli 1973- 1975. Frá þvi i janúar 1976 þang- að til i janúar sl. var hún neyt- endamála- og umsýslumálaráð- herra I stjón Oddvars Nordli. Þrettánda janúar 1978 var hún útnefnd ambassador i Reykja- vik og siðan starfaði hún i utan- rikisráðuneytinu og tók sér skfðaorlof áður en leiðin lá hing- að til íslands. Jafnréttismál og byggðastefna Annemarie Lorentzen hefur verið fulltrúi á Norska stórþing- inu frá 1969, en áður hafði hún verið varaþingmaður. Viö spuröum hana hvað væri henni minnisstæðast frá þingferlin- um. — Það hefur verið háð sifelld barátta fyrir jafnrétti kvenna og karla, og sú barátta stendur enn. Lagalega séð er fullu jafn- rétti náð, en i framkvæmd rikir enn ekki jafnrétti karla og kvenna, þvi aðstæður I þjóðfé- laginu eru þannig, að erfiöara er um vik fyrir konur en karla aö taka virkan þátt bæði i at- vinnullfi og stjórn þjóðfélagsins. Sem þingmaður nyrzta hluta Noregs hef ég lika haft áhuga á jöfnun aöstöðu landshlutanna. Barizt hefur verið fyrir bættum samgöngum I afskekktum hér- uðum og meiri tekjujöfnun. Nokkuð hefur miöað áleiöis og aöstööumunurinn hefur farið minnkandi milli dreifbýlisfólks- ins og þeirra, sem búa á þéttbýl- ustu svæðum landsins. Sam- göngur hafa verið efldar og leit- ast hefur verið við aö jafna tekjumismuninn, m.a meö rikisstuðningi við fiskveiöar og landbúnað i afskekktustu héruð- unum. — Hvað hefur verið efst á baugi I kvennabaráttunni? — Samtök kvenna hafa eink- um barizt fyrir aö byggð yröu fleiri barnaheimili, nú, og aö sjálfsögöu sömu launum fyrir sömu innu, sem eiga aö vera samkvæmt lögum, en eru ekki i framkvæmd. Þá er og mikiö rætt um aö foreldrum litilla Annemarie Lorentzen, ambassador Norömanna á lslandi (Timamynd Gunnar). Sendiráö Norömanna var nýlega nutt I nýtt hús, sem vekur athygli fyrir fallegt útlit og vandaöan frágang utan sem innan. Arkitekt þess er Ulrik Stahr Arthursson hjá Teiknistofunni Arkir I Reykja- vik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.