Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 23. april 1978 29 Kynning Fóstrufélags íslands: Skapandi starf öllum börnum er það nauð- synlegt að tjá sig á einn eða annan hátt. Rannsóknarhvöt og starfeþrá leiðir barnið til þess að kanna umhverfi sitt og afla sér þekkingar á hlutum og fólki. Fjölbreytt og örvandi umhverfi eykur þroskamöguleika barns- ins en fábreytt og einhæft um- hverfi dregur úr þeim. Þess vegna þarf að búa svo i haginn fyrir barnið, að það öðl- ist sem fjölbreyttasta reynslu. Barnið þarfnast ástúðar, festu og reglu. Foreldrar og aðrir uppalendur verða að þekkja þarfir barnsins og stuðla að þvi að það fái athafnaþörf sinni full- nægt. Hrósið barninu fyrir verk sin. Nauðsynlegt er að barnið fái uppörvun og stuðning t.d. með þvi að hrósa þvi fyrir myndina sem það var að lita eða eitthvað sem það vill sýna að það geti. Við slika jákvæða afstöðu vex öryggistilfinning barnsins. Það öðlastfremur trú á getu sina og verður sjálfstæðara. Barnið er ávallt að skapa. A dagvistarheimilum er reynt að sjá til þess að barnið þroskist á jákvæðan hátt i leik og skap- andi starfi. Þeear talaö er um skapandi starf, er erfitt að draga mörk. Barnið er ávallt að skapa eitt- hvað einungis á mismunandi hátt. Þegar barnið byggir úr kubbum, myndar ný orð og leyf- ir imyndunaraflinu að leika,þá er það að skapa. Þegar það teiknar, málar, mótar i leir eða saumar er það einnig að skapa. Fyrir barn undir skólaaldri er það athöfnin sjálf sem hefur gildi en ekki árangurinn. Barnið þroskar með sér ýmsa eiginleika og öðlast nýja reynslu Hugkvæmni þess og imyndun- arafl eykst. Skapandi starf hjálpar barninu við að þroska hugsun og tilfinningar. Barnið öðlast meiri þekkingu og upplif- ir gleði og ánægju i félagsskap annarra. Það fær tilfinninga- lega útrás og losnar við innri spennu. Frumkvæði og sjálfs- traust eykst. Smám saman vex einnig skilningur þess á orsök og afleiðingu. Virðið rétt barnsins til þess að skapa að eigin vild. Foreldrar og aðrir uppalend- ur ættu að sjá um að barnið hafi nógan efnivið til skapandi starfs og varast að eyðileggja sköpun- argleði þess (barnsins) með þvi að gagnrýna verk þess með þvi aðtala um hvernig þetta „eigi” að vera. Hestar eru ekki bláir, fólk hefur ekki margar fætur o.sírv... Slik gagnrýni getur dregið ur kjarki barnsins og trú- in á eigin getu. Sem dæmi um efni, -sem veita barninu mikla möguleika á að tjá sig i skap- andi starfi, má nefna: sand, leir, vatn og ýmiss konar liti. Þessi efniviður er aðgengilegur og barnið uppgötvar eiginleika hans. Það vinnur einnig með pappir, garn, efnisafganga, deig og pappamassa. Barnið fær að sauma.vefa, klippa,lima, smiða og mála. Ymislegt má nota sem hægt er að finna úti i náttúrúnni t.d. skeljar, steina, lauf.fræ og ber. Það er mjög mismunandi hvernig hinir ýmsu aldurshópar nota efniviðinn. Yngstu börnin eru ánægð að fá að kynnast hon- um, koma við, þreifa á, kreista, klipa og smakka. Snertingin við efnið er aðalatriðið. Stærri börnin ráða yfir fingerðari hreyfingum, meiri einbeitingu og úthaldi. Þau nota imyndun- araflið og hafa oft ákveðið markmið i huga i sköpunar- starfi sinu. Uppalendur verða að reyna að skilja og virða athafnaþrá barnsins og beina henni á þá leið, sem vænlegust er til þess að það vaxi upp sem sjálfstæður einstaklingur með jákvætt viðhorf til lifsins. Leikvöllurinn er kannski ekki sem allra hreinlegastur. En þarna eru þó krakkarnir i glöðum leik og við mikilvæg störf. Félag íslenzkra landslagsarkitekta Þann 24. febrúar s.l. var stofnað i Reykjavik „Félag islenzkra landslagsarkitekta”, skammstaf- að F.Í.L: Markmiö félagsins er að stuðla að þróun landslags- og garðsbygginarlistar með þvi að vinna að réttri meðferð og notkun lands, sem og mótun þess. Auk þess skal félagið gæta hagsmuna félagsmanna. Starfsheitið „landslangs- arkitekt” er hér með tekið udd i staðgarðarkitekt eða skrúðgarð- arkitekt, sem notað hefur verið fram að þessu. Þykir nýja starfs- heitið ná betur starfssviðinu, auk þess sem þessi þróun er i sam- ræmi við þá breytingu, sem átt hefur sér stað á starfsheitinu i ná- grannalöndunum á siðustu árum. T.d. er starfsheitið á norsku og sænsku landskapsarkitekt, á dönsku landskabsarkitekt á þýzku landschatarchitekt og á ensku landscape architect. Hið sérstæða lifræna viðfangs- efni landslagsarkitektsins er: a) Varðveizla núverandi verð- mæta lands og lifrikis þess. b) Mótun nýs lands i samræmi við nútima lifnaðarhætti og vax- andi kröfur um bætt umhverfi. Stærsta verkefni félagsins á þessu ári er undirbúningur undir ráðstefnu norrænna landslags- arkitekta, sem haldin verður hér á landi sumarið 1979. Undir- búningur ráðstefnunnar er mikið starf fyrir litið félag, en stofn- félagar eru aðeins 5 talsins. Þeir eru: Auður Sveinsdótúr, Einar E. Sæmundsen, Jón H. Björnsson, Reynir Helgason og Reynir Vil- hjálmsson, sem jafnframt er for- maður félagsins. Hreinsun kostar 210 millj. Ilaag/Reutcr. Kostnaður Shell oliuféiagsins vegna strandsins á Amoco Cadiz mun nema 20 millj- ónum dollara en tryggingafélög munu ekki taka neinn þátt i að greiða þann kostnað. Það er aðeins farmurinn, sem félagið tapar, en skipið, sem skráð var i Liberiu, hafði félagið tekið á leigu. Skipið, sem talið er að verðmæti 12 milljónirdollara, var tryggt, og fæst skipstapinn bætt- ur. Eigendur oliuskipsins munu þurfa að greiða skaðabætur vegna mengunarinnar af oliunni, sem þekur 350 kilómetra af strandlengju Bretange-skaga. Að sögn munu skaðabæturnar, sem skipseigendurnir þurfa að greiða, nema 16,4 milljónum dollara. Skaðabætur þessar má þó skammt til að greiða kostnaðinn við að hreinsa fjörurnar, sem mengast hafa, en áætlað er að hreinsunin kosti 210 milljónir dollara. Áður kaffi- húsamúsikant nú með fremstu tónskáldum Þriðjudaginn 25. april kl. 20:30 flytur sænska tónskáldið ‘Ake Hermanson erindi sem hann nefnir „Verket och upphovs- mannens identitet” I samkomu- sal Norræna hússins. Ake Hermanson dvelst hér á landi i þrjár vikur i boði Norræna hússins. Hann er fæddur 1923 i Bohusléni, var við tónlistarnám i Stokkhólmi og kom fyrst fram þar 1951. Árum saman lék hann á kaffihúsum, en frá 1960 hefur hann eingöngu starfað sem tón- skáld, og er nú talinneitt fremsta og sérstæðasta tónskáld Svia. Verk hans eru ekki mikið fyrir- ferðar, en þykja þvi betri að gæð- um. Hann hefur valið að vinna i einangrun, án tengsla við tizku- stefnur samtimans og þykir hafa náðsérstæðum persónulegum stil i tónsmiðum sinum. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Aftur til prýði Garðhús Thors Jensen að Frikirkjuvegi 11 er aftur til prýði i borginni eins og sést á þessari mynd. Það var upp- haflega teiknað af Einari Er- lendssyni árið 1908 og hugsað sem eins konar skemmtihús. Mjög óvenjulegt bindingsverk er á hliðum hússins og þakið allt skrautlegt. Alls óvist er , hver verður tilgangur þessa garðhúss i framtíðinni, en vonandi fær þaö veröugt verk- efni. Tímamynd: Róbert. Husqvarna ELDAVÉLAR Tveir ofnar Hröð upphitun Sjálfhreinsandi Sparneytin Verð: Hvít 60 cm Kr. 123.200 Lit 60 cm Kr. 127.000 Hækkun væntanleg vegna nýs innflutningsgja/ds KAUPIÐ ÞESS VEGNA í DAG Husqvarna Er heimilisprýði (yjó^eiuóon Lf. Suðurlondsbraut 16 Reykjavik - Sími (91) 35-200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.