Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 16
16 Nýkomin barnahlaðrúm 3 GERÐIR % Sendum í póstkröfu Léttar -■ meöfærilegar - viöhaldslitlar VAfa DÆLUR Ávallt fyririiggjandi. Góö varahlutaþjónusta. £& Þ. ÞORGRÍMSSON & CO wW Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 $ bindmrsnilliir Þioppur slipivelar o 1 vibratorar sagarbloð steypusagir þjoppur Til sölu Land Rover árg. ’73 diesel hvítur, vel útlltandi fjögur ný dekk, verö 1.6 millj. Má greiöast meö 3-5 ára skuldabréf- um. . Upplýsingar I simá 1-50-14 milli kl. 9 og 19 á virkum dog- um. Fjármálaráðuneytið 18. apríl 1978 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir marz- mánuð 1978 hafi hann ekki verið greidd- ur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga unz þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 11/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir ein- daga. liliMÍIÍ Sunnudagur 23. april 1978 Ég á lífið í þessum strák.......... Um þessar mundir stendur yfir sýning Gisla Sigurðssonar, rit- stjóra Lesbókar Morg- unblaðsins, i Norræna húsinu i Reykjavik, en þar sýnir hann um sjötiu verk, oliumál- verk og teikningar, sem ýmist eru gjörðar með pensli, eða penna. Þetta er önnur einka- sýning Gisla i Norræna húsinu, — hann sýndi þar fyrir fimm árum, ef rétt er munað og i millitiðinni sýndi hann austur á Selfossi i heimabyggð sinni, en Gisli er ættaður úr Biskupstungum i Xr- nessýslu, en hann bjó um skeið einnig á Sel- fossi, þar sem hann vann i banka. áfram, og meö míkilli elju og stööugri þjálfun tókst honum á nokkrum árum aö ná umtals- veröum tökum á myndlistinni og verða liötækur myndlistar- maöur — og vel þaö.. Við skoðun á eldri verkum myndlistarmanna, kemur þaö einkennilega i ljós, ef æskuverk eru undanskilin, aö i flestum til- Um sýningu Gísla Sigurðssonar í Norræna húsinu hjá Gisla. Landslag er aö mestu horfiö, a.m.k. sem aöalatriði, eöa meö öörum orðum, hann málar ekki lengur hreinar landslagsmyndir, en landslag er þó notað, en þá aðeins sem viss hluti myndarinnar, til að greina milli vistarveru og viöavangs. Myndefniö er núna fólk, brot af sögu.Eyrarvinnumaður með krók, maður að taka i nefið með innlifun, sem nálgast trúarlega athöfn. Framsóknarmaður aö lesa um stelpur, og fleira og 'fleira. - Bezta oliumálverkið þótti mér vera mynd úr Grjótaþorpi, en það sjónarmið gengur þó i ber- högg við það sem að framan var sagt, þvi sú mynd minnir frem- ur á eldri myndirnar, en þær nýju. Myndin er nær öll máluð I litt afgerandi litum, en svo kemur grænt högg, litil grasflöt, sem stingur i stúf við föla konu og innþornuð húsin. Það sem þó er þýðingarmest er að þessar myndir Gisla eru einlægari og látlausari en eldri verk. Engin tilraun er gerö til að gera skrautlegar myndir i flott litum, en sá einkennilegi mis- skilningur er rikjandi á íslandi, aö coloristi sé málari sem notar sterka liti, gult, rautt, grænt og blátt I einum graut. Þ.e. maöur sem málar áberandi verk meö óblönduðum litum. Þetta er misskilningur, coloristar eru þeir einir, sem kunna að fara með liti og hin finlegu afbrigði og hinn minnsta mun. Það sem má finna að I verk- um Gisla Sigurðssonar nú, er að skilin milli málverks og teikn- inga eru ekki nógu glögg. Hann teiknar enn I málverkið, sem er ekki nógu sannfærandi. Menn eiga að teikna þegar þeir gera teikningar, en mála þegar þeir mála málverk. Svo einfalt er það nú. Það er ekki oft sem gagnrýn- endur fá að skýra frá greinileg- um framförum i myndlist, þvi þróunin er hæg og oft varla merkjanleg. Páll Kolka læknir á að hafa sagt við kunningja sinn: Ég á lífið i þessum strák, — og hann benti á ungan mann, sem leið átti framhjá. Atti gamli læknir- inn þá við að hann hefði bjargað lifi hans. Eitthvaö svipað getur GIsli Sigurðsson sagt um þessar myndir. Hann á sjálfur lifið I þeim. Gisli Sigurösson hefur ekki slitið buxunum i listaskólum, né heldur þegið af opinberu fé sér til viðurværis eða frama. Mynd- list hans er hluti af eljuverki og stöðugri leit. Það gerir þær sannar og áþreifanlegri en ella. Sýningu Gisla Sigurðssonar lýkur um helgina. Jónas Guðmundsson. fólk í listum Myndlist i önn dagsins GIsli Sigurðsson mun snemma hafa byrjað að kljást við myndlist og um skeið stund- aði hann nám við Handiða- og myndlistarskólann. Gisli fluttist til Reykjavikur árið 1955, þá 25 ára gamall og hefur búið þar siðan. Hann gerðist þá blaðamaður við Sam- vinnuna og tæplega þritugur aö aldri varð hann ritstjóri Vik- unnar, og þvi starfi gegndi hann I nokkur ár, unz hann tók við rit- stjórn Lesbókar, en á þetta er minnt, vegna þess að með veru sinni i blöðum, tryggir hann myndlistinni ákveðið rúm, og er Lesbókin bezt til vitnis um það. I Lesbók hafa birzt ótelj- andi lærðar greinar um mynd- list, bæði ritaðar af honum sjálf- um og eins bóklýsingar gerðar af flinkum listamönnum, þ.e. myndir viö sögur og kvæði. Sumt hefur GIsli teiknað sjálf- ur, og hann hefur fengið marga til liðs við sig og verið fundvis á menn Þarna hafa birzt mynd- ir eftir Braga Asgeirsson, Eirik Smith, Alfreð Flóka, Baltasar og marga fleiri, auk þess sem merkir myndlistarmenn hafa verið kynntir, innlendir og er- lendir, en frá þessu er skýrt hér, til að minna á gott starf i þágu myndlistarinnar i landinu, og eins hitt, að Gisli er atvinnu- maöur, sem fæst við myndlist i einhverri mynd alla daga, hugs- ar um myndlist, vinnur aö myndlist, þ.e. teiknar og málar og hann útbreiðir myndlist. Ég kynntist Gisla Sigurðssyni og málverkum hans, skömmu eftir að hann flutti til bæjarins. Hann átti þá mikið af vondum málverkum og af slæmum teikningum. Hann var ekki bráðþroska listamaður — ööru nær. En hann hélt ótrauöur fellum fer þeim aftur — hægt og bitandi. Hinir ljúfsáru æskudag- ar yfirgefa þá — og myndirnar þeirra lika — og þeir mála eins og gamlir refir. Aðeins örfáum fer fram alla ævi. Ef til vill er þetta dálltið mikil einföldun staðreynda, en hugar- burður er þetta ekki, og má um þetta nefna mörg dæmi. Myndir Gisla Sigurössonar tóku framförum, tæknilega séð, en það virtist ganga ver að gjöra þær persónulegar. Hann tók hús á ýmsum stefnum, en staldraði ekki lengi við á hverj- um stað, þar til núna, að við greinum öll, held ég, hina hrein- ræktuðu þætti persónulegrar listar: Þetta er mynd eftir Gisla Sigurösson. Þetta er I rauninni mikill sig- ur, að finna sér einstigi I hinni miklu þröng. Myndefnið að breytast Myndefnið hefur lika breytzt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.