Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. april 1978 23 Láttöekkíbörn leika sér meðplastdúk eða plastp fleygíð ekki plastumbúð 4 víðavangi. PlafSf! eyöistviö sólarljós! Núverandi stjórn Kvenfélags Eyrarbakka. 90 ára afmæli Kvenfélags Eyrarbakka Kvenfélag Eyrarbakka minnist i kvöld 90 ára afmælis sins meö hófi i samkomuhúsinu Staö, Eyr- arbakka kl. 8 siödegis. Kvenfélagiö var stofnaö 25 april 1888af 16 konum og er eitt af elztu kvenfélögum landsins. Fyrstu 25 árin var formaöur frú Eugenia Nielsen, Húsinu, Eyrar- bakka. Aðalmarkmiö félagsins hefur verið hjúkrunar og menningar- mál og á það mikil og gifturik störf að baki I þágu byggöarlags- ins. Stjórnina skipa nú: Guðfinna Sveinsdóttir, formaöur Elín Sigurðardóttir, gjaldkeri Asta Halldórsdóttir, ritari Margrét Ölafsdóttir og Guölaug Jónsdóttir, meöstjórnendur. angus Plastumbúðir eru natíðsyfL plastpoka. Notið þær á réftarthátL—^ plastumbúðum og stuðlið að ÖryggL hreinlæti og úmhverfisvernd. Plastprent 1958^1978 —;—i----------------------1 Aheit og gjafir - - 'J . Áheit og gjafir til Styrktarfélags vangef- inna og dagheimila þess mán. jan.-marz ’78. Vestur-Landeyjahreppur kr,- 15.000,- Verkamaður kr. 330.000,- U.S. kr. 5.000,- N.N. (áheit tilSkála- túns) 25.000.- Sigurgeir Jónsson, Noröurfirði kr. 5.000.- Jóhanna Jónsdóttir, Sólheimum 23 R.vik. kr. 5.000,- Björnl. Björnsson kr. 15.000.- Guðleif Sveinsdóttirkr. 50.000,- N.N. kr. 5.000.- Valdimar Guðlaugsson, Elliheimilinu Grund, R. kr. 10.000,- Gömul kona kr. 1.000,- ArniGuðmundsson, Sauöár- króki kr. 1.000,- Hulda Jónsdóttir kr. 5.000.- BDasala Guðmund- ar kr. 100.000.- Jón Runólfsson, Bergþórugötu 13,R. kr. 10.000,- Kona (áheit til Skála- túns) kr. 20.000,- Arnheiður Jónsdóttir (gjöf til Lyngáss) kr. 50.000,- Starfsmannafélag rikisstofnana kr. 250.000.- Hanna, (gjöf til Kvennasjóða) kr. 25.000.- öldruð hjón i Hveragerði kr. 5.000,- Söfnun barna með hlutaveltum nam alls kr. kr. 43.100.- Stjórn Styrktarfélags vangefinna flytur gefendum beztu þakkir og metur mikils þannhlýhug, sem gjafirnar sýna. Minningakort Styrktarfélags vangefinna fást i bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti, Blómabúðinni Lilju, Laugarás- vegi 1 og i skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúð- arkveðjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæöina I giró . SUMAKSTARF FYRIR BÖRN OG UNGLINGA H.H.— Æskulýðsráð Reykjavikur boðaði til blaðamannafundar, þar sem sumarstarf fyrir börn og unglinga 1978 var kynnt. A fund- inum voru iþróttafulltrúi, garð- yrkjustjóri, forstöðumaður vintiuskóla og framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs sem gerðu grein fyrir starfsþáttum sinna stofnana. Starfið verður með svipuðum hætti og undanfarin sumur, með nokkrum smá breyt- ingum þó sem miðast við fyrri reynslu og þátttöku. Starfsþætt- irnir eru fyrir börn á aldrinum 2-16 ára, þar sem hver ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Greinargóðum bæklingi um sumarstarfið hefur nú þegar verið dreift i alla skóla borgar- innar i um 15.300 eintökum. Siglingar i Nauthólsvik Þar verða haldin byrjenda- námskeið i siglingum fyrir börná aldrinum 9-12 ára og dagnám- skeiðfyrir 11-14 ára börn. Einnig verður siglingaklúbburinn opinn öllum siðdegis 4 daga vikunnar. Kynnisferð i sveit. Dvalið verður i 3 daga á sveita- heimilum i Austur- og Vestur-Landeyjum, þátttakend- um að kostnaðarlausu, nema þeir skuldbinda sig til að veita jafn- öldrum sinum úr sveitinni fyrir- greiðslu i Reykjavik. Saltvik Reiðskóli verður áfram starf- ræktur fyrir börn á aldrinum 8-14 ára og stendur hvert námskeið yfir i tvær vikur. Vegna mjög góðrar þátttöku i fyrra hefur starfsliðið verið aukið verulega. Frikirkjuvegur 11 Þar verður aðstaða til funda- halda og námskeiða fyrir æsku- lýðsfélög og samtök. Einnig verða þar skemmti- og ferða- klúbbar auk leikflokks unga fólksins. Bústaðir — Fellahellir Á báðum stöðum verður boðið upp á margs konar þjónustu við félög og einstaklinga i hverfun- um. Sundnámskeið Námskeiðin verða haldin fyrir börn fædd 1971 og fyrr. Kennt verður i' 5 sundlaugum i borginni. íþrótta- og leikjanám- skeið Námskeiðin fara fram á 8 stöð- um i borginni og miðast þau við 6-12 ára börn. Starfs- ogbarnaleikvellir A vegum borgarinnar verða reknir 33 gæzluvellir fyrir 2-6 ára börn og 8 starfsvellir fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Vinnuskóli Hann verður starfræktur fyrir nemendur i 7. og 8. bekk grunn- skóla. Skólagarðar Þeir munu starfa á 4 stöðum i borginni, og miðast aldur við 9-12 ára börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.