Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 23. april 1978 Wmtrn Ingólfur Daviðsson: Á sumarmálum gróður og garðar Brum eru farin að þrútna á ýmslum trjám og runnum, a.m.k. i görðum hér sunnan- lands. Bráðum koma reklar i ljós á viði, viðikettlinga kalla sumir þá. Sums staðar er verið að grisja og laga vöxt trjágróð- urs með klippingu, enda heppi- legast meðan trén eru enn að miklu leyti i dvala. Gleymið ekki að grisja gamla, þétta ribs- runna, ef þið óskið eftir góðri berjatekju. Sniðið burtu gaml- ar, mosavaxnar greinar og yng- ið þannig upp runnann. Laukjurtirnar blómgast hver af annarri. Núna breiða hin stóru bláu, hvitu eða gulu blóm dvergaliljanna úr sér móti sól- inni. Hin stóru fögru blóm eru stöngullaus og virðast spretta beint upp úr moldinni. Fara bezt mörg saman i þyrpingu, eins og myndin sýnir. Himinbláar stjörnuliljur koma óðum i ljós, þær bera nokkur lútandi blóm á lágum stöngli. Vetrargosar og vorboðar skarta enn. Um norðanvert landið liggur viða snjór yfir. Ekki er langt siðan snjóruðningurinn við vegi var um metri á hæð og stórir skaflar i lautum og görðum, t.d. við utanverðan Eyjafjörð. A uppvaxtarárum minum man ég eftir þvi að eitt sinn var sigið i reipi eftir unglambi sem fallið hafði i „jökulsprungu” milli bæjar (Hámundarstaða) og fjárhúshólsins Miðgerði, en þarna lá þykkur skafl undir brekku. „Slikt og þvilíkt á sauðburði” varð sigmanninum Haraldi Indriðasyni frá Hjalt- eyri að orði! Göngum til stofu og lítum á inniblóm og vendi. Igulkaktusinn (Echinopsis Eyriesii) er orðinn allgamall og vöxtulegur vel. Hefur sprengt pottinn! Hann ber alls 6stöngla, rifjótta og vörtótta. tit úr þeim vaxa viða kúlur, sem taka má af og gróðursetja i ögn sendna mold. Kúlan má fara hálf i kaf og festir auðveldlega rætur, ef moldinni er haldið rakri. Þetta er auðveld fjölgunaraðferð. Ég mældi kaktusinn að gamni og reyndist hæð stönglanna 26-29 sm, en ummál gildasta stönguls 30 sm. Ummál allrar jurtarinn- ar ofantil 103 sm. Það er sænsk- ur „tréskurðarhestur” sem stendur hjá jurtapottinum. Þessi igulkaktus er sem sé fyrst kúlulaga, likist siðar súlum mismörgum. Dæmi eru til um að hann verði 40-50 sm hár og gildur eftir þvi. Ekki er gott að handfjatla hann mikið, þvi að æði þyrnottur er kauði, stönglarnir reglulegar gadda- kylfur. Heimkynnið Uruguay i Suöur-Ameriku. Ber stundum stór hvit blóm. hann á að bera blóm að manci þykir ráð- legast að láta hann aðeins halda einum eða fáum stönglum og nema burt kúlurnar jafndðum og þær vaxa. Blómin endast stutt. Myndarlegur er hann margstöngla i góðri grósku. Til eru margar Igulkaktusategund- irog fjöldi annarra kaktusa. Er t.d. jólakaktus alkunnur og páskakaktus, sem er svipaður en blómgast oft um páskaleyt- ið. Stönglar blaðlaga á báðum Kaktusar eru flestir eyðimerk- urplöntur, ættaðar frá Ameríku, allt norðan frá S-Kanada og suður i Patagoniu, út á eyjar og hátt upp I fjöll. Aðalheimkynniö eru hinar þurru hásléttur I Mexiko: margir vaxa líka i suðvestanverðum Bandarikjun- um.Sum svæði eru illfær yfir- ferðar vegna þyrnóttra kaktusa af ýmsum stærðum og gerðum. Sumir súlukaktusar eru all- mikil tré. Nokkrir eru ætir, bæði safarlkur stöngullinn og aldin sumra, t.d. fikjukaktusinn (Opuntiategund). Mallorcafar- ar hafa séð stórvaxinn „lúsa- kaktus”, en litur er unninn úr skjaldlús sem á honum lifir. Kaktusar þola þurrk og hita furðuvel og geta langlimum saman látið sér nægja safann i stönglinum, einkum þeir sem eru kúlulaga eða gildvaxnir. Stönglar kaktusa hafa tekið að sér hlutverk blaðanna. Margir kaktusar bera blóm- skrúð mikið, blómin oft stór og fögur en standa sjaldan lengi. Blóm geta komið hér og hvar út úr kaktusunum, eftir tegundum. Til eru ýmis afbrigði tegunda og bastarðar. Skógarkaktus, jóla- kaktus o.fl. vaxa á gömlum trjám 1 heimkynnum sinum, þ.e. i holum og sprungum, sem mold hefur setzt i. Þeir njóta þar betri birtu en niður á skóg- arbotninum, snikja ekki en eru setar (sbr. landseti)! Margir auðræktaðir. Tiltölulega auð- velt er að græða einn kaktus á annan, t.d. skorinn til endi á öðrum mátulegur til að falla I rauf eða skarð á hinum. Siðan er bundið vel um og gott aö bera fyrst plöntuvax á samskeytin. Það gerir ekki mikið til þó gleymist að vökva kaktusa, einkum þá gildvöxnu, en auðvit- að dregur þá úr vexti. Bezt er þvi að vökva alloft á sumrin, en illa þola þeir að „standa i vatni”. Munið að þetta eru sólarjurtir langflestir. Til eru þó kaktusar sem þola illa sterkt sólskin. Þeir bera blóm á ýmsum timum árs eftir tegundum, jólakaktus t.d. I skammdeginu. Ég læt fylgja mynd af bambuspuntskúf, sem prýtt hef- ur stofuna I allan vetur, en ætt- aður er hann frá Mallorca. Þar féll grannur bambusteinungur I stormi sl. haust og hirti ég örlit- inn hluta af puntskúf hans. Bambus er stórvaxnasta gras jarðarinnar, þ.e. sumar tegund- ir hans, en þær eru allmargar. Þær stærstu verða 30-40 m há- ar, eða á hæð við kaþólsku kirkjuna i Reykjavik. 1 sumum heitum löndum myndar bambus stóra lundi og skóga. Hann er mesti nytjaviður suður þar, hagnýttur til húsbygginga og margs konar smiða, einnig sem ilát og ungir sprotar þykja gott grænmeti. Berið bambusstöng saman við grasstrá, þar sjáið þið skyldleikann. Á myndinni af bambuspuntin- um sjáið þið einn af dvergum Mjallhvitar, sem danskur guð- fræðinemi skar út i tré. „Sövnig” stendur á fótstallin- um. Myndin á blómavasanum er af allgömlu ibúðarhúsi I Ala- borg. Það er kominn vorhugur i konurnar. Þær skipta um mold á pottajurtunum og gróðursetja græðlinga. Sumar bregða sér út i garðinn til að sjá nýjar jurtir gægjast upp úr moldinni. Dvergaliljur fagna sólargeislunum Kaktus 1 biómi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.