Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 23. april 1978
Nonnahús á Akureyn 15. ágúst 1971.
W——*■ 'I III ^
Ingólfur Daviðsson:
Byggt og búið
24 í
16. nóvember 1977 voru liðin
20 ár frá stofnun Nonnasafns á
Akureyri. Var það gert á aldar-
afmæli Nonna (Jóns Sveinsson-
ar). Húsið mun vera 120 — 130
ára gamalt, reist af Pdli
Magnússyni frá Kjarna á árun-
um 1850-1859,og var fyrst kallað
Pálshús. Hefur haldizt óbreytt
að mestu, nema tvær suðurstof-
ur, en þar voru áður tvö her-
bergi. Davið Sigurðsson smiður,
er lengi átti húsið, hafði hér
smiðaverkstæði, en leigði út
hinn hluta hússins. Var búið i
þvi til 1942. Skálinn var endur-
byggður 1962 i sama formi og
áður, en var fyrr geymsla.
Foreldrar Nonna, hjónin
Sigriður Jónsdóttir og Sveinn
Þórarinsson, keyptu húsið 1865
og fluttu i það 1865 og f lutti i það
gamla
frá Möðruvöllum i Hörgárdal.
Nonni átti heima i húsinu tæp 5
ár. Arið 1870 sigldi hann til Dan-
merkur; tafðist þar vegna
striðsins milli Frakka og
Þjóðverja, en hélt siðan til
Frakklands i boði fransks
greifa, er boðizt hafði til að
kosta tvo islenzka drengi til
náms i Frakklandi. Hinn dreng-
urinn var Gunnar Einars-
sson frá Nesi i Höfðahverfi við
Eyjafjörð.
Nú hefur Nonnasafn verið op-
iðá sumrin i 20 ár, sfðusta árin
daglega. Annaðist Kolbeinn
Kristinsson fræðimaður vörzlu
þess fyrstu 5 árin, en siðan
Stefania Armannsdóttir. Zonta-
konur þó um helgar. Aðsókn er
góð og vaxandi. Sl. 15 ár hefur
Zontaklúbburinn kynnt Nonna
daga
og verk hans i barnaskólum
Akureyrar og viðar. Zonta-
klúbbur Akureyrar var frum-
kvöðull að stofnun safnsins og
hefur séð um rekstur þess. Er
aldarfjörðungur siðan klúbbur-
inn eignaðist húsið en þá var
fiagnheiður O. Björnsson for-
maður. En formaður Nonna-
nefndar er Þórhildur Stein-
grimsdóttir. Fyrrverandi eig-
endur, þau hjónin Sigriður
Daviðsdóttir og Zophonias
Árnason, gáfu Zontaklúbbnum
húsið árið 1952, og eftir lagfær-
ingu var það opnað sem minja-
safn á aldarafmæli Nonna 19.
nóv. 1957. Ýmsir aðilar studdu
Zontasystur að málum.
Á myndinni sér i gamla kart-
öflugarða i brekkunni fyrir of-
. A mótum Aðalstrætis t.v. og Hafnarstrætis t.h. á Akureyri Reynitré. 12/8. 1976.
an, en fyrir neðan er fjaran.
Þarna hafa Nonni og Manni
leikið sér.
Skammter héðan i stórt timb-
urhús er stendur á uppfyllingu á
mótum Aðalstrætis og Hafnar-
strætis —Hafnarstrætis. Hafn-
arstræti 2?(held ég). Ef svo er
þá byggðu þeir „eldri bræður”
Magnús og Friðrik Kristjáns-
synir húsið árið 1892 sem
verzlunarhús. Þetta er myndar-
legt hús vafið trjágróðri og dá-
Iitið skreytt tréskurði.
Litum á mynd sem Hallgrim-
ur Tryggvason tók árið 1971 af
hinu fágætlega fagra húsi,
„Verzlunin Eyjafjörður” Hafn-
arstræti 86 Akureyri. Húsið
byggði árið 1903 Ólafur G.
Eyjólfsson, tengdasonur
Magnúsar á Grund (e.t.v. með
aðstoð Magnúsar).) Ólafur
flutti til Reykjavikur 1905 og
gerðist skólastjóri Verzlunar-
skólans. Húsið var reist úr völd-
um viði og prýddi það bæði út-
skurður og skrautmálning hið
ytra. Sum loft inni voru einnig
skrautmáluð. Myndinsýnir suð-
urgafl hússins. Lengst bjó og
verzlaði i húsinu Kristján Arna-
son, þ.e. rúmlega hálfaöld, 1909
til eitthvað fram yfir 1960.
Kristján hafði verið búðarmað-
ur hjá Magnúsi Sigurðssyni á
Grund 1902-1909, og jafnframt
organleikari i Grundarkirkju.
Þegar kirkjan var reist málaði
Kristján turninn, þvi að málar-
anum varðsvimagjarntsvo hátt
uppi. Kristján var i fyrstu verzl-
unarstjóri Magnúsar, en tók
brátt við verzluninni og rak
hana fyrir eigin reikning sem
eigandi hennar og hússins. Var
„Verzlunin Eyjafjörður” mjög
vinsæl.
Ég á fallegar minningar úr
þessu húsi, er ég gisti þar sem
stráklingur hjá föðursystur
minni, önnu Sigurðardóttur
saumakonu, en hún bjó nokkur
ár i húsinu ásamt fósturmóður
sinni, og nöfnu Daviðsdóttur frá
Glerá.
Þetta kvöld heyrði ég pianó-
leik i fyrsta sinn og varð mjög
hrifinn. Mun Kristján hafa
leikið á hljóðfærið, en sungið
var með. Tónlistin heyrðist
gegnum þilið.
í þessu húsi ólst upp Arni
Kristjánsson pianöleikari, en
fæddur var hann á Grund. Um
skeið mun húsið hafa verið
bankaeign, en siðar i eigu viku-
blaðsins Dagur.
verzlunin Eyjafjöröur.