Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 23. april 1978
DUFGUS:
KJARASAMNINGAR
OG ALÞINGI
í þættinum „Kastljós" í Sjónvarpinu fyrir
rúmum hálfum mánuði sagði Sverrir Her-
mannsson alþm. eitthvað á þá leið að Al-
þingi yrði að taka að sér að leysa kjaramál-
in í landinu, vinnuveitendur og launþegar
hefðu sýnt að þeir væru ófærir um að leysa
þau mál.
Víster um það að vinnuveitendur og laun-
þegar haf a ekki gert mikið að því að komast
að skynsamlegum niðurstöðum né hafa þeir
ástundað vinnubrögð sem líkleg hafa verið
til þess að leiða gott af sér. Ég þykist vita að
hvor aðilinn um sig segi að þetta sé hinum
að kenna en látum það liggja milli hluta.
Hitt liggur nær að skoða hvort meiri af-
skipti Alþingis og þá væntanlega meirihluta
Alþingis og ríkisstjórnar væru færari leið
og verður þá að skoða nokkuð hver afskipti
rikisvaldsins hafa verið og hvaða af leiðing-
ar þau hafa haft.
Þegar viðreisnarstjórnin var stofnsett
árið 1960 gerði hún ýmsar breytingar á
efnahagsstjórn og voru margar þeirra
tímabærar. Allan sjötta áratuginn hafði
verið að gerast næsta varasöm þróun í
efnahagsstjórn og var svo komið árið 1960
að almennt var viðurkennt að brýna
nauðsyn bæri tii úrbóta og fékk viðreisnar-
stjórnin góðan starfsfrið til þess að gera
nauðsynlegar breytingar jafn vel þó að
ýmsar aðrar ráðstafanir fylgdu með, sem
mörgum voru lítt að skapi. Allt árið 1960 og
fram undir mitt ár 1961 hafðist verkalýðs-
hreyfingin ekki að þrátt fyrir það að hún
mótmælti harðlega ýmsum verkum
stjórnarinnar.
Ein var sú breyting á ef nahagsstjórn sem
hér verður að taka til athugunar. Við-
reisnarstjórnin lýsti því yfir að hún myndi
ekki hafa afskipti af samningum á vinnu-
markaðnum. Aðilar vinnumarkaðsins yrðu
að semja um kaup og kjör og taka á sig af-
leiðingarnar af þeim samningum. Þessi
stefna var að sjálfsögðu tekin vegna þess
hve afskipti ríkisvaldsins af þessum mál-
um hafði reynzt óheillavænleg á árunum á
undan. Þessi stefna var til þess fallin að
meiri skynsemi yrði beitt i gerð kjara-
samninga en tíðkazt hafði, þar sem nú gætu
menn ekki samið um hvað sem var og
varpað svo ábyrgðinni á ríkisvaldið að
leysa vandann. Með þessi viðhorf í huga var
gengiðtil kjarasamninga vorið 1961. Vinnu-
málasamband samvinnufélaganna gekk til
samninga eftir tiltölulega skamma deilu.
Samið var um 10% launahækkun og nokkur
fleiri atriði þannig að heiIdarlauna-
hækkanir urðu um 12%. Þessir samningar
voru raunhæf ir. Verð á útf lutningsaf urðum
var 9% hærra 1961 en 1960 (Verðbólguvand-
inn bls. 191) Innf lutningsverð var 2% lægra
1961 en 1960. Það var yfirlýst stefna rikis-
valdsins að hafa ekki afskipti af kjara-
samningum og gripa ekki inn í til þess að
bjarga atvinnuvegunum ef illa tækist til
með kjarasamninga. í fulivissu þess að
þetta stæðist gekk Vinnumálasamband
samvinnufélaganna til þessara samninga.
Við þá var hægt að standa og við þá átti að
standa.
Þessir samningar voru ekki gerðir til
einnar nætur. Gert var ráð fyrir annarri
kauphækkun 4% að ári liðnu og að samning-
ar stæðu að minnsta kosti út árið 1962 og
fremur þó fram á mitt ár 1963. Þó voru að
sjálfsögðu fyrirvarar í samningum ef aðrir
aðilar vinnumarkaðsins semdu um eitthvað
annað. Þarna voru þvi opnaðir möguleikar
til þess að vinnulaun hækkuðu ekki nema
um 16% á þremur árum í batnandi
viðskiptaárferði sem hefði átt að tryggja
það að kaupmáttur launa yxi í hlutfalli við
launahækkunina á verðbólgu.
Þessir möguleikar voru ekki nýttir.
Ríkisstjórnin ónýtti samningana með
gengisf el lingu. Þessir einu frjálsu
samningar sem gerðir hafa verið hér á
landi í áratugi samningar, sem hægt var að
standa við að fullu og átti að standa við að
fullu, samningar sem gerðir voru af fullri
ábyrgðartilfinningu bæði af hálfu verka-
lýðshreyfingarinnar, þ.e.a.s. þess hluta
hennar sem að samningunum stóð og vinnu-
veitanda, þessir samningar voru kallaðir
svikasamningar og í kjölfariðfylgdi einhver
svæsnasta herferð stjórnvalda gegn sam-
vinnuhreyfingunni sem dæmi eru um á
þessari öld. Ef til vill gefst tækifæri til þess
að fjalla nánar um það mál síðar.
En i stað þess að nýta þessa möguleika til
stöðvunar verðbólgunnar og kaupmáttar-
aukningar launa með hóflegum kaup-
hækkunum var valin önnur leið. Vinnuveit-
endasamband íslands gekk ekki inn í
samninga Vinnumálasambandsins heldur
samþykkti nokkru hærri laun eftir
mánaðarverkfall. Og í kjölfarið lækkaði
rikisstjörnin gengið um 12% einum mánuði
siðar til þess að taka af allan vafa um það
að frjálsir samningar skyldu ekki gerðir á
íslandi. Venjulega eru atvinnuvegirnir
píndir lengi áður en ef nahagsráðstafanir á
borð við gengislækkun eru gerðar, haustið
1966 var orðið augljóst að ekki yrði komizt
hjá gengisfellingu, en það liðu 14 mánuðir
þangað til það var get. Þó var sama rikis-
stjórnin að völdum. Sumarið 1961 leið ekki
nema einn mánuður frá kjarasamningum
þangað til gengið var fellt sem af leiðing af
samningunum eins og það var látið heita. í
það skiptið þurfti ekki einn einasti maður
að ganga á fund ríkisstjórnarinnar til þess
að lýsa slæmum hag og nauðsyn þess að
einhverjar ráðstafanir væru gerðar eins og
jafnan hefur þurft fyrr og síðar. Enda
þurfti ekki á gengislækkuninni 1961 að
halda það sést bezt á þvi að í ársbyrjun 1963
hafði kaupið hækkað um 33% en ekki þurfti
að gera neinar nýjar ráðstafanir i efna-
hagsmálum. Þessi 33% hækkun rikis-
stjórnarinnar gaf því sem næst nákvæm-
lega sama kaupmátt launa og 16% hækkun
Vinnumálasambandsins^gengislækkunin og
verðbólgan í kjölfar hennar hirti mismun-
inn.
En nú hafði verðbólgan náð sér á strik
aftur eins og til var stofnað og eftir að laun
höfðu hækkað um 7.5% á miðju ári 1963
hefði þurft að gera efnahagsráðstafanir.
Það var hins vegar ekki gert nú lá allt í einu
ekkert á stjórnin lagði að visu fram frum-
varp í nóvember en dró það til baka. Það
var ekki fyrr en eftir 15% hækkun launa í
desember að ráðstafanir voru gerðar.
Síðan í júni 1961 hafa engir frjálsir
samningar verið gerðir á milli atvinnurek-
enda og launþega á hinum almenna vinnu-
markaði. Allir samningar hafa verið meira
og minna undir handarjaðri ríkisstjórna.
Samningar hafa oftast verið því verri sem
rikisstjórnir hafa haft af þeim meiri af-
skipti að undanskildum samningunum 1975
sem voru leiddir með óvenjulegum styrk-
leika.
Aldrei hefur ríkisstjórn haft meiri af-
skipti af samningum en febrúarsamning-
unum 1974, þá sat hálf ríkisstjórnin á Loft-
leiðahótelinu vikum saman. Aldrei hafa
verið gerðir jafn fráleitir samningar. Ekki
er við ráðherrana sem sátu á Loftleiða-
hótelinu að sakast persónulega, þeir vissu
nákvæmlega hvað var að ske en þeir réðu
ekki við það. Það var formið á samninga-
viðræðunum, sem var rangt. Það voru af-
skipti ríkisstjórnarinnar af samninga-
málunum, sem voru röng. Ráðherrarnir
sjálfir vissu svo vel hvað gerðist á Loft-
leiðahótelinu/að þeir gátu setzt niður í
Stjórnarráðinu strax að samningum lokn-
um til þess að rifta þeim.
Af þessu hygg ég að sjá megi að tillaga
Sverris Hermannssonar um að Alþingi taki
að sér samningamálin sé ekki vænleg til
árangurs. Jafnframt má benda á þá
samninga sem ríkisstjórnir hafa gert við
sina eigin starfsmenn án íhlutunar þeirra
vondu manna aðila vinnumarkaðarins.
Ekki held ég að árangur ríkisstjórna í þeim
samningum verði talinn til neinnar fyrir-
myndar. Ætla má því að það skynsamleg-
asta sem Alþingi og ríkisstjórn gerði væri
ekki að sækjast eftir meiri afskiptum af
gerð kjarasamninga þvert á móti væri væn-
legast að þeir aðilar lýstu því yfir að þeir
hefðu engin afskipti af þeim málum og
stæðu við þá afstöðu.
Hefur Alþingi tima til þess að sinna
kjarasamningum? Það er ástæða til að
spyrja um það. Alþingi virtist ekki hafa
tíma til þess að gera einföldustu breytingar
á kosningalögunum nú í vetur, breytingar
sem þó allir virtust vera sammála um sl.
haust. Skýrt hefur verið frá þvi að fyrir-
hugað sé að taka upp staðgreiðslukerfi
skatta um næstu áramót. Nú hefur einn al-
þingismaður skýrt f rá því að það muni vera
óf ramkvæmanlegt vegna tímaskorts.
Hvernig ætlar tímaskortur Alþingis að leika
skattaf rumvarpið sem upphaflega var
ráðgert að yrði í gildi á þessu ári? Árum
saman hefur Alþingi skort tíma til að
endurskoða vinnulöggjöfina en slík endur-
skoðun gæti átt stóran þátt í því að gera
kjarasamninga skynsamlegri. Alþingi
hefur ekki einu sinni haft tíma til að móta
laun'astef nu, sem þykirþóvera nauðsynlegt
með öllum nálægum þjóðum og er vissulega
brýntef skynsamleg markmið eiga að nást.
Nei sannarlega er ekki á Alþingi bætandi.
Það þarf meira að segja að leggja frá sér
ýmis verkefni sem minna máli skipta en
stjórn landsins svo sem alls konar útdeil-
ingu veraldlegra gæða sem margir al-
þingismenn telja að geti aukið þeim vin-
sældir.
Kjaramál á íslandi er orðinn mikill f rum-
skógur og mörgu þarf að breyta og bæta.
Hlutverk Alþingis er að vinna að því að um-
bætur verði gerðar. Ekki með því að annast
kjarasammningana sjálft, það gerði illt
verra/heldur með því að gera vinnulög-
gjöf ina þannig úr garði að auðveldara sé að
ná fram skynsamlegum endurbótum,
skapameira jafnrétti milli samningsaðila.
Og einnig með því að setja sér markmið í
kjaramálum. Markmið sem væri sá rammi
,sem f rjálsir aðilar vinnumarkaðarins f ylltu
upp á ábyrgan hátt. Þeir yrðu síðan að bera
ábyrgð á gerðum sínum fyrir umbjóðend-
um sínum og þjóðfélaginu í heild. Það er
löngu orðið óhæft að gerðir séu algjörlega
ábyrgðarlausir kjarasamningar i trausti
þess að ríkisstjórnir rifti þeim jafnharðan
eins og nú hef ur gerzt 23 sinnum á 22 árum.