Tíminn - 06.05.1978, Page 1

Tíminn - 06.05.1978, Page 1
10% fólks i Sviþjóð innflytjendur — Bls. 7 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Stöðvarhiisin vift Kröflu. Bréf Orkumálastjóra: Skuldir Orkustofnun- ar allar vegna Kröflu — engar óheimilaðar stöður um áramótin KEJ — Orkustofiiun voru á fjár- lögum ársins 1977 veittar 543,5 milljónir til rannsókna en varið var á árinu 546,1 milljón króna i þessuskyni, sem er 2,6milljónum kr. meira en fjárlagatalan eða 0,5%. „Verður þetta að teljast eins nálægt farið og_ með sann- girni verður krafizt í landi með 30-40% verðbólgu á ári”, segir i bréfi, sem þingmönnum barst i gær frá orkumálastjóra i fram- haldiaf umræðum um þessi mál á Alþingi 2. mai siðastliðinn. 1 umræðunum á Alþingi sagði forsætisráðherra, Geir Hall- grimsson, m.a. að fjárhagsvand- ræði Orkustofnunar væru i könn- un hjá embættismannanefnd, en ljóst væri að stofnunin hefði ekki haldiðsig innanheimilda f járlaga og m.a. ráðið starfsmenn i óleyfi. Um starfsmannahald segir i bréfi orkumálastjóra, Jakobs Björnssonar: „Samkvæmt starfsmannaskrá rikisins 1. janúar 1978, sem nú er fullgerð hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun voru þann dag engar óheimilar stöður hjá Orkustofnun”. Þásegir ibréfi orkumálastjóra, að stofnuninni hafi árið 1974 veriö falið af Iðnaðarráðuneytinu, að „undirbúa mannvirki tú vinnslu jarögufu handa jarðgufuaflsstöð við Kröflu eöa Námafjall....” ...„Undirbúningur þessi skal unn- inn i samráð við ráðuneytið eftir nánari ákvörðun þess”. Segir orkumálastjóri i bréfi sinu, aö stofnunin hafi „gætt þess að fylgja fyrirmælum Iðnaðarráðu- neytisins i Kröfluframkvæmdum sinum....” en hér sé um sérstakt, timabundið verkefni að ræða. Krafla og Z í nótt — þingslit í dag KEJ — Fundir voru i öllum deildum Alþingis i gær og boð- aður var fundur aö nýju i Sam- einuðu Alþingi klukkan niu 1 gærkvöldi. Meöal mála á dag- skrá voru skýrsla iönaðarráö- herra um Kröfluvirkjun og þingsályktunartillaga um ís- lenzka stafsetningu, sem gerir ráð fyrir aö z verði tekin upp að nýju. Búizt var viö að fundir stæðu fram á nótt, enda nokkrir þing- menn staðráðnir i að koma 1 veg fyrir að stafsetningarþings- ályktunartillagan verði sam- þykkt á þessu þingi. Arið 1974 lauk Alþingi störfum með löngum fundum um z-una og urðu þá nokkrir þingmenn, m.a. Sverrir Hermannsson, til aö halda maraþonræður til þess að freista þess að koma i veg fyrir að þingsályktunartillaga um niðurfellingu z-unnar yrði samþykkt. Það er væntanlega við hæfi að þetta þing ljúki störfum sinum meö þvi að aðrir þingmenn freisti þess að koma i veg fyrir að z-an verði að nýju tekin upp. Þá er fyrirhugaðaö slita þingi i dag, en nú er aöeins rúmur einn og hálfur mánuður til Al- þingiskosninga. Annir hafa ver- iö miklar á þingi að undanförnu og mörg lög verið samþykkt. Væntanlega verða nokkrar mannabreytingar i þingliði nú á milli þinga. Einir 6 eöa 7 þing- menn eru ekki 1 framboöi til Al- þingiskosninga nú og aörir hafa færzt til á kjörlistum. „sem Orkustofnun er sérstaklega falið .... oger alveg óviðkomandi hinum almennu rannsóknum hennar, enda ekki kostað — eins og þær— af framlagi á fjárlögum skv. ákvörðun Alþingis. Um siðustu áramót, segir í bréfinu, nam fjárvöntun vegna framkvæmda Orkustofnunar við Kröflu 228milljónum króna. Ekk- ert fé hafi verið útvegað til að mæta þessari fjárvöntun fyrr en' Iðnaðarráðuneytið tilkynnti Orkustofnun, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka 150 milljón- ir króna af fjárveitingu Orku- stofnunar á siðari hluta þessa árs til að greiöa vanskilaskuldir vegna framkvæmda Orkustofn- unar við Kröflu. Mótmælir orku- málastjóri þessari ráðstöfun, enda samrýmist það ekki tilgangi Alþingis með umræddri fjárveit- ingu að verja henni til Kröflu- framkvæmda. Er hér er eins og áður greinir, um aö ræða fjárveit- ingu til ýmissa rannsókna. Greenpeace samtökin Ætla að hindra hvalveiðar við ísland Telja stofninn í N-Atlantshafinu í hættu Strlðsskip Greenpeace samtakanna Rainbow Warrior lét úr höfn I London á mánudag til að taka þátt i mótmælum gegn byggingu kjarnorkuvers I Skotlandi. Næsta viftfangsefnið verftur á hvalveifti- miftum I N-Atlantshafi vift Islenzka fiskibáta. Verift er að undirbúa hvaiveiðiskipin undir vertiftina, sem hefst 1. júnf. Mynd þessi var tekin I gær er verift var aft taka einn hval- fangarann I slipp I Reykjavik, og sér I stefni annars, sem liggur vift Ægisgarð. Tlmamynd Róbert. JB — Greenpeace samtökin, sem kunn eru af afskiptum sín- um af ýmsum umhverfis- verndarmálum, hafa nú ákveðið að koma i veg fyrir hval- veiðarnar við ísland. . , , En Island er ásamt með Sovétrikjunum, Japan, og Noregi ein helzta hvalveiðiþjóð i heimi. Halda samtökin þvi fram, og þykjast geta fært fyrir þvi visindalegar sannanir, að stofni reyðarhvala við Island sé hætt vegna ofveiði, oghafa þau undirbúið aðgerðir i þvi augnamiði, aö koma i veg fyrir veiðarnar. Ætla þeirt.a.m. að krefjast þess af islenzkum stjórnvöldum, að þau beiti sér fyrir þvi, að hvalveiðum verði hætt og þau viðurkenni sam- þykkt frá umhverfisverndar- ráðstefnu, sem haldin var i Stokkhólmi árið 1972. 1 samtali við Susan Brandes á skrifstofu Greenpeace samtak- anna i London i gær, kom fram, að þau hyggjast riða á vaðið hér með blaðamannafundi, sem Al- an Thornton, einn meðlima i stjórn Greenpeace munhalda á Loftleiðum n.k. mánudag. Hyggst hann þar veita upp- lýsingar um hvað fyrir þeim vakir með mótmælum sinum, koma með visindalegar sannan- ir á þvl að hætt sé á ofveiði hvala i N-Atlantshafi, og sýna kvikmynd máli sinu til stuðn- ings. Hann mun og veita al- mennar upplýsingar um sam- tökin og svara fyrirspurnum. Það næsta sem Greenpeace hyggjast gera i málinu, er að sigla skipi sinu Rainbow Warri- or á Islandsmið. Tuttugu og tveir menn verða um borð, allt sjálfboðaliðar, að undanskildri sex manna áhöfn, sem að sögn Susan þiggja lágmarkslaun fyr- ir veitt störf. Susan sagði að félagarnir ætluðu að hindra veiðarnar með þvi að smábát- um yrði siglt á milli veiðiskip- anna og dýranna. Sömu aðferð hafa þau beitt gegn Sovétmönn- um og Japönum i Kyrrahafi og náð góðum árangri i þvi aö vernda kálffullar kýr. Rainbow Warrior verður á miðunum hér i kring þar til i júlimánuði. Susan kvaðst vera mjög bjartsýn á árangur af ferð þessari og sagð- ist gera sér vonir um að al- menningur á tslandi veiti sam- tökunum fullanstuðning sinn. Er blaðið hafði samband við Jón Jónsson, forstöðumann Hafrannsóknastofnunar i gær, vegna þessa máls, lýsti hann yf- ir furðu sinni á þessum aðgerð- um, og kvaðst telja eitthvað annaö standa á bak við þessar aðgerðir en það sem fram kæmi. Benti hann á, að Is- lendingar hefðu oft fengið hrós á erlendum vettvangi fyrir þaö, hve vel væri staðið að verndun hvala hér. Hafa verið lagðar fram skýrslur við alþjóðahval- veiðiráðið, þar sem allir helztu sérfræðingar á þessu sviði hafa setið og hefur þar verið á það bent hve vel íslendingar sinntu þessum málum. Sagöi Jón, að af þessu mætti sjá aö hvalastofn- inn væri alls ekki i neinni hættu nér. Sagði hann það undarlegt, þegar þessa væri gætt að sam- tökin hygöust vera með ein- hverjar aðgeröir hér. En það kæmi I ljós hvort þeir hefðu ein- hver visindaleg rök fyrir þeim. Ennfremur benti Jón Jónsson á það, aö Greenpeace-samtökin hefðu ekki borið það viö að hafa samband við þá aðila hér á landi, er hvaö gjörst um þessi mál vita. Nú er verið að undirbúa hval- vertiðina. Miðaö er við aö hval- veiöar hef jist hér við land um 1. júni og standa þær opinberlega i fjóra mánuði eöa út september mánuð. Hefur þeim þó oft verið hætt i kringum 25. september. Á EKKl VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST — segir forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, Jón Jónsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.