Tíminn - 06.05.1978, Síða 6

Tíminn - 06.05.1978, Síða 6
6 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN Tvær stöður AÐSTOÐARLÆKNA við lyflækningadeild spitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veit- ast til 1 árs, frá 1. júli og 1. ágúst n.k. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 7. júni n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deild- arinnar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á næturvaktir i Hátúnsdeildum spit- alans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á bæklunarlækningadeild og endur- hæfingardeild spitalans. Fullt starf eða hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri i sima 29000 (484) Reykjavik, 7. mai 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000 ÁRMÚLI 3 SIMI 38500 Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann i Bifreiða- deild vora nú þegar. Hér er um framtiðarstarf að ræða, og æskileg menntun er samvinnu- eða verzl- unar skólamenntun. Frekari upplýsingar gefur Starfsmanna- hald. SAMVIN N UTRYGGINGAR Verkfræðingur — Tæknifræðingur Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða verk- fræðing eða tæknifræðing til starfa við tæknideild. Nánari upplýsingar um starfið gefur yfir- verkfræðingur i sima 28211. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borizt eigi siðar en 25. mai. Hafnarstjórinn i Reykjavik Trésmiðir: Búnaðarsamband Strandamanna óskar eftir að ráða smiði til að vinna með fleka- mótum við útihúsabyggingar i Stranda- sýslu i sumar. Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Sæ- mundsson i síma 95-3127, Hólmavik. Drengur á 12. ári óskar eftir að komast i sveit i sumar. Upplýsingar i sima 2-15-00 f.h. og 2-21-12 e.h., Akureyri. Laugardagur 6. mal 1978 Tekið yfir salinn þar sem 8. þing Málm-og skipasmíðasambands tslands htífst í gær. Timamynd Rtíbert. Atvinnumál efst á baugi á 8. þingi Málm- og skipa- smíðasambands íslands JB — í gær hófst i Kópavogi þing Málm- og skipasmíðasam- bands íslands. Þing þetta er haldið annað hvert ár og er þetta áttunda þing sambands- ins. Það sækja um sjötiu til átta- tiu fulltrúar frá aðildarfélögun- um viða um land. Þinginu lýkur á morgun, sunnudag. Mörg mál liggja fyrir þinginu en helztu málin, sem til umræðu eru, eru atvinnu- og kjaramál, vinnuverndarmál, fræðslumál og breytingar á lögum um óiðn- lærða starfsmenn i iðngreinum. Það mál er mjög umdeilt innan sambandsins en i 8 grein laga þess er gert ráð fyrir óiðn- lærðu fólki i iðngreinar, og að álitiýmissa yrði það til að rýra kjör iðnaðarmanna. Atvinnu- og kjaramálin eru einnig mjög brýn, þvi að mikill samdráttur hefur orðið i atvinnu járn- iðnaðarmanna að undanförnu. Að auki lágu og breytingar til laga fyrir þinginu og rætt var um lifeyrissjóði og fjárhags- áætlun MSI. I dag hefst fundurinn klukkan niu og verður þá starfað i nefnd- um fram að hádegi, en eftir há- degi verða lögð fram nefndaálit og umræður verða um þau. Nýtt fyrirtæki Hlekkur sf. Heldur sitt fyrsta frímerkjauppboð á Hótel Loftleiðum í næstu viku FI — Frimerkjauppboð á vegum nýs fyrirtækis sem nefnist Hlekk- ur sf. verður haldiðá ráðstefnusal Hótels Loftleiða laugardaginn 13. mai'kl. 13.30. A uppboðinu verða 316 númer og er dýrasta númerið að þessu sinni Friðrik 8. frá 1921, 4-Bl af 10/1 kr. á 140 þúsund krón- ur. Uppboðslistanum hefur verið dreift víða erlendis og skrifleg til- boð farin að berast viða að;sér- staklega frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandarikjunum. Hálfdán Helgason einn af að- standendum Hlekkjar sf. sagði i samtali við blaðið, að mjög mikið væri um það að fólk lægi með fri- merki ofan í skúffum eða uppi á háaloftum án þess að gera sér grein fyrir verðmæti þeirra. Þetta væribagalegt fyrir áhuga- sama safnara og óviturlegt af eigendum merkjanna að hirða þannig ekki um fjármuni. Hálf- dán kvað það og hafa komið i ljós við dreifingu uppboðslistans er- lendis, að markaður fyrir erlend merki er talsverður og opnast nú nýr möguleiki fyrir fólk, til þess að koma erlendum frimerkjum sinum i verð. Hlekkur sf. sem stofnað var rétt eftir siðustu áramót hefur nú þeg- ar ákveðið sitt næsta frimerkja- uppboð i haust.þann 7. okt. Verða uppboðsefni að hafa borizt fyrir 1. júni nk. Uppboðþessi eru opinber og skulu skrifíeg tilboð hafa borizt uppboðshaldara eigi siðar en 5 dögum fyrir uppboð. Auk Hálfdáns standa að Hlekk sf. Lorens Rafn, Sigfús Gunnars- son, og Sigurður Pétursson. Sýnishorn af uppboöslistanum. Listinn mun liggja frammi tll sýnis f dag eftir hádegi aö Htítei Esju í sai 1, nánar tiltekiö frá kl. 14-17. Þrettánda mai veröur hann og sýndur á uppboösstaö, Htítel Loftleiöum frá kl. 10-11.30. Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.