Tíminn - 06.05.1978, Síða 10
10
Laugardagur 6. mal 1978
Ánægj uleg
héraðsvaka
Hin árlega héraðsvaka Rang-
æinga varhaldin i Felagsheimil-
inu Hvoli á Hvolsvelli 30. april s.l.
og var fjölsótt og ánægjuleg að
vanda.
Meðal dagsskráratriða var það
helzt að ávörp fluttu Albert Jó-
hannsson, kennari i Skógum, og
KristjánJ. Gunnarsson, fræöslu-
stjóri i Reykjavik, samkór
Rangæinga og barnakór tón-
listarskólans sungu undir stjórn
Friðriks Guðna Þórleifssonar og
Sigriðar Sigurðardóttur, og Leik-
félag Austur-Eyfellinga sýndi
þætti úrGullna hliðinu eftir Davið
Stefánsson. Þá léku tveir nem-
endur i tónlistarskóla Rangæinga
á hljóðfæri, Hanna Einarsdóttir á
píanó og Ingi Karl Jónsson á
klarinettu. Fjöldi Rangæinga
heima og heiman sótti vökuna og
úr hópi gesta kom fram Sigfús
Halldórsson, tónskáld, sem ætt-
aður er úr Rangárþingi, og lék tvö
írumsamin verk á pianó við
geysilega hrifningu áheyrenda.
Að lokum skemmti trió Helga
Hermannssonar og dansinn
dunaði fram á nótt.
Héraðsvakan er orðin fastur
liöur á félags-og menningarlifi
Rangæinga og er sótt af fólki
viðsvegar að. Atthagafélag
Rangæinga i Reykjavik hefur
alltaf átt hlut að samkomunni
beint eða óbeint. Segja má að
þetta sé hátið fyrir alla fjölskyld-
una og að kynslóðabil sé þar ekki
til.Er þessað vænta að slikt sam-
komuhald megi eflast og dafna og
veröa árvissgleðistund ogstefnu:
mót sem flestra Rangæinga og
velunnara þeirra heima og heim-
an.
„Hunangsilmur” á
Akureyri í 10. sinn
Leikfélag Akureyrar sýnir „Hunangsilm” eftir Shelagh Delaney I
tiunda sinn sunnudaginn 7. mai á Akureyri en sýningum á leikritinu
fer nú að fækka vegna leikferöalags L.A. meö Galdralandið. Leik-
stjóri „Ilunangsilms” er Jill Brooke Arnason og hefur leikritið
fengið frábæra dóma. Hér á myndinni sjáum við aðalleikarann
Kristinu óiafsdóttur i hlutverki Jo. Sigurveig Jónsdóttir sem móðir
hennar léttúðug,i baksýn.
Magnea
Herdis.
Nemendur úr M.A. kynntu
sér störf á fjölmiðlum
Menntaskólinn á Akureyri
efndi til starfskynningar meðal
nemenda i' efsta bekk skólans, 6.
bekk, vikuna 16.-22. april siðast-
liðna, og var þaö i' fyrsta sinn
sem það hel'ur verið gert.
Nemendur fóru i þær
starfsgreinar sem þeir helzt
óskuðu aðkynna sér, og af þeim
eitt hundrað nemendum eða
svo, kusu 12 að fara í starfs-
kynningu á dagblöð og rikis-
útvarp. Voru tvær stúlkur hér á
Timanum þessa daga og kynntu
sér og tóku þátt i störfum við
blaðið.
Voru þaö þær Herdis
Herbertsdóttir og Magnea
Hrönn Stefánsdóttir. Báðar eru
þær nítján ára og upprunnar ffá
Akureyri. Herdis stundar nám i
náttúrufræðideild M.A., en
Magnea er í máladeild. Að þvi
er þær sögðu var það forvitni
um starfið, sem varð þess vald-
andi að þær kusu að kynna sér
störf á fjölmiðlum. Sögðu þær,
að þeim litist starfið áhuga-
vekjandi en vissu þó ekki hvort
þær hefðu hug á að leggja það
fyrir sig í framtiðinni. Þær
stöllur eru nu að undirbúa sig
áður en lokaátakið fyrir
stúdentsprófið hefst i vor. Er
þær voru spurðar, kváðust þær
nokkuð óráðnar i þvi hvað þær
ætluðu að gera aðprófiloknu, en
töldu að þær myndu jafnvel taka
sérhvild frá skóla og vinna f eitt
ár.
Ingimar Karlsson:
Krónan þarf að
þúsundfaldast
A siðustu árum hafa komið
fram tillögur um breytingar á
verðgildi islenzku krónunnar.
Þessar tillögur hafa verið lagð-
ar fram og rökstuddar af ein-
stökum alþingismönnum. Nú
hafa verið kynntar tillögur frá
Seðlabankanum um þetta mál. 1
þeim hugmyndum, sem fram
hafa komiö, er lagt til að auka
verðgildi krónunnar hundrað-
falt frá þvi sem nú er.
Aðgerð sem þessi er að vi'su til
mikilla bóta, en henni fylgir
nokkur kostnaður og viss óþæg-
indi á meðan fólk er að venjast
hinum nýja gjaldmiðli.
Þess vegna vaknarsú spurning,
hvort ekki sé rétt að stiga skref-
ið til fulls og fá krónunni nokk-
urn veginn það verðgiidi, sem
hún hafði fjóra fyrstu áratugi
aldarinnar.Til þess að svo megi
verða, þá þarf að auka verðgildi
hennar þúsundfalt frá þvi sem
nú er. Þvi til stuðnings má
benda á, að verö á meöallambi
mun hafa fariö niöur i um 7
krónur á 4. áratugnum. Dilkur
sem leggur sig á 7000 kr. næsta
haust þykir vist ekki neitt met-
fé. Timakaup mun oft hafa verið
um ein króna á klukkustund. Nú
eru 1000 kr. á klst. að veröa al-
geng viðmiðun. Af þessu sést, að
þúsundföldun á verögildi krón-
unnar er ekki fjarri þvi að gefa
henni fyrra verðgildi.
Með þvi aöeins að auka verð-
gildi krónunnar hundraðfalt og
meöskiptingu hennar i 100 aura,
þá verður minnsta eining gjald-
miðilsins, þe. einseyringurinn,
nQiþegar minni en svo, að hann
veröi nothæfur. Enda mun hug-
myijd Seðlabankans vera sú. að
hafa fimmeyring sem minnstu
mynt. Úr þvi að verið er að
breyta þessu á annað borð, þá
virðist nokkuð einkennilegt að
taka upp gjaldmiðil, sem þegar
i byrjun er of verðlitill. Með þvi
hins vegar að gera 10 kr. að
einum eyri, þá fengi eins-
eyringurinn nokkurt gildi,
a.m.k. fyrst um sinn. Þeir hlutir
sem nú fást fyrir minni upphæð
en 10kr., eru ekki margir. Að
vísu fást einhverjar sælgætis-
kúlur fyrir 5 kr. stk., þannig að
þá fengjust tvær fyrir eins-
eyringinn fyrst um sinn. Með
núverandi verðgildi eru börn og
fullorðnir hins vegar hætt að
leggja vinnu sina i að tina upp
krónupeninga og ryksugur
heimilanna safna þeim i sarp
sinn með öðru rusli.
Kostir við að taka upp þús-
undföldun en ekki hundraðföld-
un á verðgildi krónunnar eru
einkum eftirfarandi:
1. Þessi ráðstö’íún endist mun
lengur. Meö 25% verðbólgu á
ári endist þessi aðgerð i 32 ár
með 1000 földun i stað 21 árs
með 100 földun. Að þeim tima
liðnum verður verðgildið
aftur orðið sama og nú.
2. Minnstu einingar, þ.e. aurar,
nýtast þá sem mynt.
3. Munurinn á hinni nýju krónu
og núgildandi krónu er miklu
IngimarKarlsson
augljósari, þannig að tæplega
þarf að taka fram, við hvort
er átt. Orðið nýkróna yrði þá
að mestu óþarft.
4. Breytingar á verðgildi, t.d.
greiðsluskuldbindinga, áætl-
ana o.fl. eru mjög auðveldar
bæði i tali og á pappir, þar
sem þau hugtök sem notuð
eru, eru með 3-tuga biii. Þ.e.
þúsund-milljón-milljarður.
5. Lágar tölur eru auðveldari i
meðferð og snerta mjög t.d.
verðskynjun. Þær eru hag-
kvæmari hvað vinnu snertir.
Þar munar verulega um
hvern tug, þegar á heildina er
litið.
Nú er aðeins hægt að fá keypt-
an hálfan ánamaðk fyrir þann
krónufjölda, sem nægði fyrir
lambi á 4. áratug aldarinnar. 1
leðurnagla kostar nú hver mm
um eina krónu, eða einn litill
leðurnagli 10 kr. Með þúsund-
földun á verðgildi krónunnar
fengist þvi einn leiðurnagli fyrir
hvern eyri. Glöggtdæmi um það
hversu litils virði hverjar 1000
kr. eru nú, er sá háttur sem ein-
stakir menn hafa nú tekið upp
við að skrifa upphæöir i bókstöf-
um, t.d. á ávisanir. Upphæðin
95.113 kr. er t.d. skrifuð : kr. nfu-
liuog fimmþúsund og 113/1000 .
Með þessu sparast pláss og timi.
Aðgerð sem þúsundföldun er
að sjálfsögðu engin lækning eða
lausn á þvi óréttlæti sem verð-
bólgan hefur i för með sér.
Breytingin er þvert á móti allt
of einföld leið til að reyna að
klórayfir það sem aflaga hefur
fariðá siðasta mannsaldri. Fólk
sem nú er á miðjum aldri hefur
öðlazt ævilanga reynslu fyrir
þvi, að það sé engin fjárfesting
svo vitlaus að hún borgi sig ekki
eftir á.Et.v.er þetta ein af aðal-
ástæðunum fyrir þvi, að við
verðum að sætta okkur við lé-
legri li'fskjör hér, heldur en al-
mennt gerist i nágrannalöndum
okkar. óarðbærar og ótimabær-
ar fjárfestingar hljóta að vera
þjóðhagslega óhagkvæmar.
Enn verri kunna þó að vera þær
uppeldislegu afleiðingar, sem
verðbólgan hefur i för með sér.
Á siðustu áratugum hafa stjórn-
málamenn okkar stöðugt talað
illa um verðbólguna. Þetta hafa
aðeins reynzt vera orð án að-
gerða. Viðurkenndir hagfræð-
ingar hafa setið i rikisstjórn,
jafnvel um helming af þessu
4-áratuga timabili, án þess að
ráða á nokkurn hátt við þessa
skriðu. Stöðvun verðbólgunnar
hefur alltaf verið á stefnuskrá
allra flokka. Arangurinn af hin-
um góðu fyrirheitum er hins
vegar ekki meiri en raun ber
vitni.
Það hlytur að vera krafa
okkar almennra borgara, að
þeir fulltrúar, sem við veitum
umboð á Alþingi, sýni i verki
viðnám gegn verðbólgunni, og
jafnframt þvi að skera tvö eða
þrjú núllaftan af krónunni, beiti
þeir einnig með,raunhæfum að-
gerðum i' efnahagsmálum al-
mennt, þannig að ekki þurfi að
gripa til slikra pappirsaðgerða
aftur i bráð, jafnvel eftir aðeins
20 ár. Sé hins vegar ekkert að
gert, hvorki á pappir, né á raun-
hæfan hátt, þá verður með 25%
verðbólgu á ári, einn pakki af
kaff i, sem nú kostar kr. 585, orð-
inn 79 þúsund kr. um næstu
aldamót.