Tíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. mai 1978
15
27 MANNA LANDUÐSHOPUR í
KNATTSPYRNU VALINN
Valur
stöðvaði
KR-inga
Valsmenn stöðvuöu sigurgöngu
KR-inga á Melavellinum á
f im mtudaginn, þegar þeir
mættust i Reykjavikurmótinu i
knattspyrnu. Lengi vel leit út
fyrir að KR-ingar myndu
tryggja sér Reykjavikur-
meistaratitilinn með þvi að
halda jöfnu, 1:1 — en þegar 13
min. voru til leiksloka náðu
Valsmenn að skora sigurmark
sitt — 2:1. Það var Atli Eðvalds-
son sem skoraði markið — hann
átti fastan skallabolta að marki
KR-liðsins og skall knötturinn i
stöng, en fór þaðan i bakið á
Magnúsi Guðmundssyni, mark-
verði KR, og i netið.
Leikur liðanna var nokkuð
jafn og skiptust liðin á um að
sækja. Magnús Ingimundarson
skoraði mark KR-inga eftir að-
eins 4 min. — hann skallaði
þá laglega framhjá Sigurði
Haraldssyni, sem lék að nýju I
marki Vals. Ingi Björn Alberts-
son náði siðan að jafna stuttu
siðar.
A myndinni hcr fyrir neðan
sést Ingi Björn sækja að marki
KR-inga.
i sumar, eins og undanfarin ár. I
27 manna landsliöshópurinn er"
skipaður þessum leikmönnum:
VALUR: Guðmundur Þor-
björnsson, Ingi Björn Albertsson,
Dýri Guðmundsson, Albert Guð-
mundsson, Atli Eðvaldsson,
Hörður Hilmarsson og Guðmund-
ur Kjartansson.
AKRANES: Jón Alfreðsson,
Arni Sveinsson, Jón Gunnlaugs-
son, Jón Þorbjörnsson, Karl
Þórðarson, Kristinn Björnsson og
Pétur Pétursson.
KEFLAVÍK: Gisli Torfason,
Þorsteinn Bjarnason og Sigurður
Björgvinsson.
VESTM ANNAEYJAR: Ólafur
Sigurvinsson, Óskar Valtýsson og
Sigurlás Þorleifsson.
ViKINGUR: Róbert Agnarsson
og Jóhann Torfason.
FH: Janus Guðlaugsson, Viðar
Halldórsson og Ólafur Danivals-
son.
BREIDABLIK: Einar Þór-
hallsson.
KR : Sigurður Indriðason.
Pétur Pétursson, marka-
Framhald á bls. 19.
PUNKTAR
| • Anderlecht
Evrópumeistari
Anderleeht frá Belgiu tryggði sér
sigur i Evrópukeppni bikarhafa i
Paris sl. miðvikudagskvöld með
því að vinna stórsigur (4:0) yfir
Austría Wien frá Austurriki. Rob
Rensinbrink skoraði 2 fyrstu
mörk leiksins. en siðan bætti Van
‘Binst tveimur mörkum viö.
• Góður sigur
Gummersbach
Gummersbach frá V-Þýzkalaudi
varð Evrópumeistari bikarhafa i
handknattleik a fimmtudaginn.
þegar liðið vann sigur (15:13) yfir
Zelezicar frá Júgóslaviu i úrslita-
leik keppninnar. sem fór frani I
löngu...
Arsenal og Ipswich leiða saman
hesta sfna á Wembley í Lundún-
um i dag, þar sem liöin mætast i
úrslitaleik ensku bikarkeppn-
iiuiar.
Fyrir löngu er orðið uppselt á
þennan leik og aðgöngumiðar
ganga nú kaupum og sölum á
okurverði i London, en þegar
liður að leiknum má búast við
þvi, að engum takist að ná i
miða þótt gull væri i boði. Menn
verða að sætta sig viö það að
sitja fyrir framan sjónvarps-
tæki sin og fylgjast með leikn-
um.
Terry Neill, framkvæmda-
stjóri Arsenal, hefur gert allt
sem i hans valdi stendur til aö
undirbúa leikmenn sina sem
bezt. — „Strákarnir eru ákveðn-
ir að leggja hart að sér, til að
koma með bikarinn til High-
bury. Við mætum til leiks með
ákveönu hugarfari — að sigra”,
sagði Neill. Bobby Robson,
framkvæmdast jóri Ipswich,
hefúr heldur ekki setið auðum
höndum að undanförnu, — hann
hefur lagt leikmönnum sinum
lifsreglurnar fyrir þennan þýö-
ingarmikla leik.
Það þarf ekki að efa að leikur-
inn verður mjög fjörugur og
skemmtilegur, þvi að bæði liðin
leika mjög skemmtilega knatt-
spyrnu, þegar leikmönnum
tekst vel upp. Bæði liðin eru
skipuð bæði reyndum og ungum,
góðum leikmönnum. ,
Gunnar Einarsson, lands-
liðsmarkvöröur úr Hauk-
um/ er farinn til Danmerk-
ur, þar sem hann mun
leika með danska 1.
deildarliðinu Arhus KFUM
næsta vetur. Það er mikil
blóðtaka fyrir Hauka að
missa Gunnar, sem hefur
verið bezti leikmaður
Hafnarf jarðarliðsins
undanfarin ár. Gunnar var
kjörinn Handknattleiks-
maður ársins 1978 af
iþróttaf réttamönnum á
miðvikudaginn í lokahófi
H.S.i. og hlaut hann fagra
styttu að gjöf frá SPORT-
blaðinu/ sem stóð fyrir
kosningunni.
Gunnar hélt til Danmerkur i
gærmorgun með fjölskyldu sina,
en Arhus KFUM gerði honum
mjög gott tilboð — útvegaði hon-
um góða vinnu við trésmiðar,
húsnæði og ýmis góð hlunnindi.
— „Þegar ég fékk tilboðið frá
Arhus KFUM, ákvað ég að slá til,
enda langar mig til að reyna eitt-
hvað nýtt , fara utan og vikka
sjóndeildarhringinn”, sagði
Gunnar i stuttu spjalli við Tim-
ann, rétt áður en hann hélt utan.
— „Auðvitað kem ég til með aö
sakna mins góða félags og strák-
anna i Haukum, sem eru úrvals
félagar, sagði Gunnar, sem er
ákveðinn að standa sig vel með
sinu nýja félagi.
Gunnar er annar tslendingur-
inn sem leikur með Arhus KFUM.
Bjarni Jónsson úr Val lék með lið-
inu fyrir nokkrum árum viö mjög
góðan oröstir og var Bjarni einn
af lykilmönnum félagsins — varö
Danmerkurmeistari með félag-
inu.
—SOS
^— sagði landliðsmarkvörðurinn úr Haukum
Gunnar Einarsson, Handknattleiksmaður ársins
^ 1978, en hann mun leika með Arhus KFUM
GUNNAR EINARSSON... lands-
liðsmarkvörður.
Youry valdi 7
leikmenn frá
Val
og
Akranesi
SOS — Reykjavik. — Landsliðs-
þjálfarinn i knattspyrnu, Dr.
Youri Ilitchev, er nú byrjaður að
undirbúa landsliðið fyrir átök
sumarsins af fullum krafti. Ilit-
chev hefur valið 27 manna lands-
liðshóp, sem kom saman á mið-
vikudagskvöldið á æfingu.
Eins og við mátti búast byggir
Ditchev landsliðshópinn upp með
leikmönnum úr Val og Akranes-
liðinu — tveimur sterkustu
félagsliðunum. Hann hefur valið 7
leikmennúr hvoru þessara félaga
i landsliðshópinn.
Þetta er ekkiendanlegur hópur,
því að það verða gerðar breyting-
ar á honum og þá munu leikmenn,
sem leika með erlendum liðum,
einnig koma til greina i landsliðið
ooooooo®
Gunnar farinn til Danmerkur
„Mig langar til
Uppselt
fyrir
að reyna
eitthvað nýtt”